Morgunblaðið - 14.10.1987, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 14.10.1987, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1987 5 1,2 milljarða króna greiðslubyrði: Ríkið yfirtók níu millj- arða króna orkuskuldir framreiknaðar til verðlags í september 1987 „Á árunum 1978-1987 hefur ríkissjóður yfirtekið rúma 9 milljarða af skuldum orkufyrir- tœkja. Þessi yfirtaka samsvarar 1.2 milfjarða greiðsiubyrði fyrir rikissjóð næstu 10 árin. Ef þess- um gTeiðslum yrði velt yfir í orkuverðið, bæði rafmagn og hita, þyrfti það að hækka um 19.1%, en ef rafmargnið tæki sinn hluta þyrfti það að hækka um 28%“. Þannig hefst frétt í 6. tölublaði Frjálsrar verzlunar, sem út kom í gær. Fram kemur að meginn hluti þessara skulda kemur frá raforku- framkvæmdum eða 8,7 milljarðar króna. Tilefni yfirtöku skuldanna er margvíslegt. Þegar Orkubú Vest- Qarða yfírtók eignir Rafmagns- veitna ríkisins 1978 sat ríkið uppi með stóran hluta af skuldum, sem á þeim eignum hvfldi. Er Lands- virkjun yfirtók byggðalínur um áramótin 1982/1983 yfirtók ríkið 2.6 milljarða skuld. Ríkið axlað einnig verulegar skuldir þegar Landsvirkun yfírtók Kröfluvirlqun um áramótin 1985/1986. Þessar YFIRTAKA RlKISSJÓÐS Á FJÁRHAGSSKULDBINDINGUM VEGNA ORKUFRAMKVÆMDA 1978-1987 Fjárhæ&ir í miiljónum króna Orkufyrirtæki Rafmagnsveitur ríkisins Byggðaiínur og rannsóknir Kröfluvirkjun Rafmagnsveitur ríkisins Orkubú Vestfjarða Rafveita Siglufjarðar Hitaveita Akureyrar Hitaveita Akraness og Borgarfj. Jarðvarmaveitur rikisins** Samtals 'Upprolknað á verftlagl 1. aopt. 1987 aamkvaomt lénakjaravialtölu. ••Áaotluft tjártiaaft.____________________________ Núvirði* Upphafleg fjárhæð 705,6 23.6 (1/1 78) 1.715.2 454.4 (31/12 82) 3.464.6 2.605.3 (31/12 85) 2.217.2 1.922.9 (31/12 86) 620.3 537.9 (31/12 86) 17.3 15.0 (31/12 86) 113.6 100.0(1/1 87) 249.9 220.0 (1/1 87) 25.0 20.0 (1/4 86) 9.128.7 orkuskuldir, sem lent hafa á ríkis- sjóði, eru 9.1 milljarður króna framreiknaðar til verðlags í septem- ber 1987. Meðfylgjandi tafla um yfirtöku ríkissjóðs á fjárhagsskuldbinding- um vegna orkuframkvæmda 1978-1987 fylgdi fréttinni í Fijálsri verzlun. Enn bítur skolli Syðra-Langholti Þrír bændur úr Hrunamanna- hreppi fóru fyrir skömmu inn fyrir afréttargirðinguna að huga að fé, þar sem vitað er að enn er fé eftir í afréttinum. Fundu þeir átján kindur. Mennimir fundu lamb sem ný- lega hafði orðið tófunni að bráð, en vart hefur orðið dýrbíts í afrétt- inum alltaf af og til á seinni árum. Nú eru fímm menn í eftirleit. Jörð er alhvít og má búast við að færðin sé orðin mjög erfið og ekki víst að þeir komist inn fyrir Kerl- ingafjöll. Heimtur hafa verið í meðallagi góðar. Sláturtíð er að ljúka og sker- ast dilkar með vænsta móti. Sig.Sigm. Lögreglan dregnr bíla á brott LÖGREGLAN í Reykjavík ætlar á morgun að einbeita sér að því að fjarlægja bifreiðar, sem er lagt ólöglega. Á morgun er dagur hvíta stafsins og þá ætla blindir að vekja athygli á þeim erfiðleikum sem þeir mæta í umferðinni. Að sögn Ómars Smára Ármannssonar, aðalvarðstjóra, ætl- ar lögreglan að leggja blindum lið og draga á brott þær bifreiðar, sem hefur verið lagt á gangstéttum og gangbrautum. „Við verðum á ferð- inni um borgina með kranabfl okkur til fulltingis," sagði Ómar Smári. „Oft á tíðum gera ökumenn sér ekki grein fyrir því hve mikilvægt það er fyrir blinda að eiga greiða leið um gangstéttir og gangbrautir. Vonandi verða aðgerðir lögreglunn- ar til þess að gera fólki grein fyrir þessu." Svefneyjamál afgreitt í þessari viku LÍKLEGT þykir að svokallað Svefneyjamál verði afgreitt frá ríkissaksóknara í þessari viku. Málið hófst í sumar þegar sam- býlisfólk var kært fyrir meint kynferðisafbrot gegn stúlkum, sem dvöldu hjá því í sumarbúðum í Svef- neyjum. í byijun september var málið sent frá rannsóknarlögreglu til ríkissaksóknara. Að sögn Braga Steinarssonar, vararíkissaksókn- ara, er líklegt að málið verði afgreitt í þessari viku. Gefðu þérlúxusferð íjólagjöf Nú erþegar fullbókað og biðlisti kominn í nóvemberferðina, sem segir okkur aðeins eitt: Lúxusferð til Thailands um jólin er frábær hugmynd, - og enn betri þegar Thailendingar fagna sextugsafmæli hans hátignar Bhumibol Abulyadej konungs! Lúxushótel í Bangkok og Pattaya Flogið verðurtil Kaupmannahafnar, stigið upp í þægilega breiðþotu SAS og ekki lent fyrr en I Bangkok. Þar verður gist I fjórar nætur á Hotel Montien, fjögurra stjörnu lúxushóteli I hjarta borgarinnar. Boðið verður upp á skoðunarferðir til markverðustu hluta Bangkokborgar og nágrennis; á f Ijótandi markað, krókódílabúgarð og í hinn fræga rósagarð þar sem sýndar eru íþróttir, dansar og söngvar hinnar ríku menningar Thailendinga. Við lítum á brúna yfir Kwai-fljótið Við höldum til Kanchanaburi og skoðum athyglisverðustu staði héraðsins, t.d. hina illræmdu brú yfir Kwai-fljótið og kirkjugarðinn sem geymir hina fjölmörgu stríðsfangaer létu lífið við brúarsmíðina I seinni heimsstyrjöldinni. Gistverður I eina nótt á Kwai Village hótelinu. Síðan liggur leiðin til Pattaya strandarinnar þar sem dvalið verður 112 nætur á hinu glæsilega 5 stjörnu Royal Cliff lúxushóteli. Enn er boðið upp á skoðunarferðir, enda af nógu að taka. Hægt er að fylgjast með fílum við vinnu í trjáiðnaði, heimsækja Nong Nooch í Thailandi er nú árið 2530 Auk tímatalsins, sem miðað er við Búdda, er margt I Thailandi gjörólíkt því sem við eigum að venjast; matargerð, siðirog lífshættir fólksins. Veðurer ákjósanlegt á þessum tíma, hitastigið 23-30 gráður og hægir Monsúnvindar úr norð-austri. Verðlag er með ólíkindum lágt og Thailendingar viðræðugóðir kaupmenn, þannig að hægt er að gera reyfarakaup á handverki í skartgripa-, list- og fataiðnaði. Þú getur meira að segja prúttað um leigubílinn! Nú er tækifærið til að láta drauminn rætast: Að heimsækja Asíu. í þessari lúxusferð hjálpar allt til við að gera þér hana ógleymanlega - þú lofar þér örugglega að fara einhverntímann aftur. 'SL,, 74.700,- Miðað er við flug og gistingu í tveggja manna herbergi. Innifalið I verði er íslensk fararstjórn ogallur akstur I Thailandi. Aukagjald fyrir eins manns herbergi kr. 14.900,- Brottför: Fimmtudaginn 10. desember. Heimkoma: Þriðjudaginn 29. desember. þorpið og sjá bardagaíþróttir og dýragarð eða sigla út til kóraleyju, skoða sjávarbotninn og bragða grillaðan fisk eins og Thailendingar elda hann einir. Auðvitað áttu kost á því að taka það rólega á gullinni ströndinni, njóta veðursins, hreins sjávarins eða nýta hin endalausu tækifæri til afþreyingar og skemmtunar sem þér bjóðast í Pattaya. Reglan er: Þú hefur það alveg eins og þú vilt. Samvinnuferdir - Landsýn Austurstræti 12 ■ Símar 91 -27077 & 91 -28899 Hótel Sögu viö Hagatorg • 91 -622277. Akureyri: Skipagötu 14 ■ 96-27200
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.