Morgunblaðið - 14.10.1987, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 14.10.1987, Blaðsíða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1987 nammn Jpdb kanncKi paasfldk^is.11 Ást er... ... hálfgert happdrætti. TM ffeg. U.S. P«t Off.-ai rights mrvwl * 1967 Lo« AngilM Tm* Syndicata Nei, ég vil ekki giftast manni sem fer á fjörumar við einkaritarann. Með morgunkaffínu Þvi segir þú að ég hafi verið í símanum i allan dag? HÖGNI HREKKVÍSI „ ERTU VISS UA4 AO FWÐ HAFI VERJÐ HÖGNl?" UM REIÐHJÓLA- STULDI í REYKJAVÍK Til Velvakanda. Ég fagna þeim skrifum sem ver- ið hafa í Morgunblaðinu undanfarið vegnna reiðhjólaþjófnaðar í borg- inni. Þórður Kristinsson skrifar greinargott bréf í Velvakanda, þ. 2. október sl. Guðmundur Her- mannsson, yfirlögregluþjónn, svarar þessu bréfi þ. 6. október og segir að Þórður hafí ekki fengið þær viðtökur er honum bar hjá lögregl- unni. Hjóli sonar míns var stolið í ágúst sl. Nýju hjóli sem hann var lengi búinn að þrá, en það er önnur saga. •Að sjálfsögðu gaf ég skýrslu hjá lögreglunni en fékk svipuð svör og Þ.K. Ég veit að hjóli sonar míns var stolið þar sem lausir púðar merktir með nafni og símanúmeri fundust í nágrenninu. Er ég fór fram á að lögreglan leitaði að hjólinu voru svörin þau, að þeir gætu ekki leitað að stolnum hjólum. Þetta væri svo algengt. Ég sagði að þekkja mætti hjólið vegna þess að ég hefði merkt það á lítt áberandi stað. Lögregluþjónninn benti mér á óskilamunadeild lög- reglunnar, pikkaði skýrsluna á ritvél og þar með virtist mér málið úr sögunni. Ýmislegt kom á daginn við eftir- grennslan í nágrenninu. Bömunum fannst greinilega skrýtið að ég skyldi gera svo mikið veður út af þessu. Það væri jú ekkert mál að fá nýtt hjól út úr tryggingunum. Ég hef heyrt ýmsar lýsingar frá fólki sem hefur orðið fýrir þessu í Reykjavík. Stórum, þungum, læst- um hjólum er stolið að nóttu til. Þar eru ekki böm að verki. Fyrir stuttu hringdi ég í síma- númer sem var auglýst vegna hjóls í óskilum. Sagðist konan vera búin að fá um eitt hundrað upphringing- ar þennan morgun. Dóttir þessarar konu hafði sjálf tapað hjóli og stakk konan upp á að fólk sem hefði lent í þessu tæki sig saman og gerði eitthvað í málinu. Ég trúi ekki að böm geti komið heim með hjól og sagt að þau hafí fundið þau. Ég trúi ekki að foreldr- ar séu svo afskiptalausir. Það á alltaf einhver þessi hjól. Böm hafa líka rétt. Við verðum arfavitlaus ef rispa kemur á blikk- beljumar okkar. Hvað þá ef þær hyrfu og enginn gerði neitt í málinu. Ég trúi ekki öðru en að í þessu þjóðfélagi sé einhver aðili sem ber skylda til að fara í saumana á þessu máli í heild. Getur lögreglan ekki Ágæti Velvakandi Fyrir nokkru birtist bréf frá móður sem var óhress með útsend- ingar sjónvarps \ á kvöldmatartímum. Vil ég taka und- ir með henni. Hjá allflestum stendur yfír kvöldverður kl. 19.19 og þar sem fjölskyldur margar hveijar miða við að allir hittist við kvöld- matinn er ófært að sjónvarpið skemmi það. Ég veit um Qölda fólks sem er óánægt með þetta. Því er krafan: „sjónvarpsfrí" frá kl. 19 til 19.30. Eins hefði verið gott að hafa frí frá sjónvarpinu áfram á fimmtu- dögum. Hér á heimilinu er unglingur sem vill senda Bjama Fel þakklætis- kveðju. Mig langar til að bæta við þessum vangaveltum um sjónvarps- dagskránna. Fjölskylduþættir ættu að vera tveir eða þrír á viku, 30 til 60 mínútna langir og poppþættir þrisvar til Qórum sinnum í viku hverri. Upplagt væri að hafa íþróttaþætti á laugardögum en íþróttir eru mjög gott sjónvarps- efni. Á sunnudögum ætti að heQa útsendingu kl. 17 með hugvekju en ekki fyrr því fjölskyldan þarf oft gert „rassíu“ í þessu eins og öðru? Það hlyti að verða til þess að gefa þjófunum aðhald. Eitt er víst. Bömin okkar eiga það skilið að við upprætum þennan ósóma á einhvem hátt. Ef einhver hefur rekist á hjól í bflskúmum, heima eða annars stað- ar, er hjól sonar míns silfurlitt BMX-hjóI, 20 tommu með bláum dekkjum, sæti og handföngum. Síminn er 77771. Ásthildur Sveinsdóttir að fara út saman á sunnudögum. Bama- og unglingamyndefni ætti að vera alla daga á tímanum frá kl. 18 til 19 og 19.30 til 20. Tákn- málsfréttir ættu að vera kl. 20 og fréttir í beinu framhaldi af þeim, annað gengur ekki gagnvart heym- arskertum. Á kvöldin ætti að vera til skiptis fræðsluefni, skemmtiefni, spumingakeppnir, leikrit og bfó- myndir. Ekki of mikið af beinum framhaldsmyndum. Ég þyki sjálf- sagt dálftið fhaldssöm þegar ég segi að dagskrálok ættu að vera á tíma- bilinu frá kl. 22.30 til 23 nema föstudaga um miðnætti og seinna á laugardögum. Þar sem alltaf þarf að vera að spara ætti sjónvarpið að endursýna meira góða þætti og byrja á þáttum frá fyrstu árum sjónvarpsins. Er mér þar efst í huga Stundin okkar frá tímum Hinríks Bjama, Rann- veig og krummi, Fúsi flakkari og svo mætti lengi telja. Einn klukkutfmi á viku af bamaefni gæti þannig verið endursýnd Stund- in okkar. Þannig mætti einnig fara að með fullorðinsefnið. Móðir Höfum sjónvarpsfrí á kvöldmatartímanum Víkverji skrifar Nokkrir bréfavinir Velvakanda hafa hreyft athugasemdum við þá skoðun Víkveija, að óeðlilegt sé fyrir lögreglumenn að gæta ör- yggis í umferðinni án einkennis- búninga. Er engu líkara en þessir bréfritarar telji lögregluþjónum ganga betur að sinna skyldum sínum án þess að bera hin ytri tákn valds síns. Víkveiji ætlar ekki að endurtaka fyrri ummæli sfn um leynilögreglu- starfsemi við stjóm umferðarmála. Eindregnar skoðanir þeirra, sem hafa kvatt sér hljóðs um málið í dálkum Velvakanda, benda til þess, að ef til vill þyki mörgum ástæða fyrir lögregluna að hætta að nota dökka búninga sína, hvítar húfur, merkta bíla og önnur auðkenni. Víkverji er ekki þeirrar skoðunar, að lögreglumenn eigi almennt að ganga til starfa sinna í borgaraleg- um klæðum eða aka um götur í ómerktum bflum. Með hliðsjón af þeim umræðum, sem orðið hafa um þessi mál hér á þessum síðum undanfarið, væri ekki úr vegi fyrir yfírstjóm lög- reglumála í landinu eða að minnsta kosti hér á höfuðborgarsvæðinu að gera okkur fávísum grein fyrir rök- unum að baki þeirri tilhögun, að lögreglumenn nota almennt ein- kennisbúninga við störf sín. XXX íkverji hefur orðið var við það í samtölum við menn, sem þurfa að ráða fólk til starfa, að þeir telja kjarasamninga ekki leng- ur viðmiðun um kaup og kjör, heldur ráði nú markaðslögmálin í þessu efni. Vilji fyrirtæki ráða fólk, urfa þau að geta boðið nógu vel. einhverri stöðinni komst maður þannig að orði, þegar hann var spurður, hvort ekki væri erfítt að fá fólk til að starfa við fyrirtæki, sem hann var að koma á fót: Ætli maður verði ekki bara að fara út og verela? Með öðrum orðum að kaupa mannskap frá öðmm at- vinnugreinum. Þeir sem sitja síðan uppi án vinnuafls vilja eins og kunn- ugt er ráða útlendinga til starfa. Á sama tíma og kjarasamningar em ekki lengur sama viðmiðun og áður, berja verkalýðsrekendur sér á bijóst og segja viðsemjendum sínum stríð á hendur. í eymm margra hljóta þau stríðshróp að vera hjáróma, þegar litið er á hina raunvemlegu stöðu á vinnu- og launamarkaðnum. Ætli það sé ekki að gerast hið sama hér og víða ánnare staðar, að verkalýðsrekend- ur em oft og tfðum frekar að beijast fyrir eigin stöðu en umbjóðendur sína? XXX ýlega tók fyrirtækið Bflaborg í notkun nýtt, stórt og glæsi- legt húsnæði í Reykjavík. Það er um 8000 fermetrar að stærð, en ráðhúsið, sem nú hefur verið ákveð- ið að reisa er 4200 fermetrar. Davíð Oddsson, borgaretjóri, var meðal gesta í veglegu hófí Bflaborgar og flutti hann þar ræðu. Vék hann að því að Bflaborg hefði reist sitt nýja hús, án nokkurra opinberra deilna eða umstangs og þætti mönnum líklega ekki í of mikið ráðist hjá fyrirtækinu, á hinn bóginn hefði löngum verið deilt um ráðhúsið og margir teldu borginni ofviða að ráð- ast í smíði þess, alltaf mætti benda á eitthvað annað, sem hafa ætti forgang:„...En við emm bara höfuð- borg en þeir em bflaborg," sagði Davíð að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.