Morgunblaðið - 14.10.1987, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 14.10.1987, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1987 útilokað. Þó hafa þær raddir heyrst í hópi stuðningsmanna bæjarstjór- ans að taka mætti upp þráðinn þar sem frá var horfíð víki Herbert fyr- ir varamanni. Drög að meirihluta Kristján Pálsson sagði starfí sínu lausu eftir hinn sögulega bæjar- stjómarfund. Hann hefur kynnt sjálfstæðismönnum og framsóknar- mönnum áhuga á samvinnu. Þeir fyrmefndu segjast henni ekki frá- hverfír. Engu að síður setja þeir bæjarstjóranum það skilyrði að hann dragi til baka yfirlýsingar um slæman viðskilnað þeirra er héldu um valdataumana á síðasta kjörtímabili. Málflutningur fallna meirihlutans hefur að mati sjálf- stæðismanna einkennst af rang- færslum og rógburði sem þeir vilja hreinsa sig af. Stefán átti fundi með bæjarstjór- anum um síðustu helgi. Þar lagði Kristján fram upplýsingar um fjár- reiður bæjarsjóðs sem Stefán hafði farið fram á. Hann telur gögnin fullnægjandi, samkvæmt heimild- um bíaðsins. Framsóknarmenn munu nú á því að gefa grænt ljós á meirihlutaviðræður við lýðræðis- sinna og sjálfstæðismenn. Sjálfstæðismenn taka svo til orða að reyndari sveitarstjómarmenn kynnu að hafa roð við Kristjáni, andstætt fulltrúum A-flokkanna. Gæti því samstarf þessara þriggja flokka borið góðan ávöxt. Deilt um bankabréf Þegar uppúr sauð bára sam- starfsflokkar bæjarstjórans honum gerræði á brýn. Því til stuðnings er meðal annars nefnt umdeilt lán til byggingar félagsheimilisins í Landsbanka íslands sem Kristján samdi sjálfur um. Skuldabréfíð, að nafnvirði 7 milljónir króna var greitt út með afföllum sem námu um einni milljón króna að sögn Kristjáns. Bæjarfull- trúar sem Morgunblaðið ræddi vora á einu máli um að þessi kjör væra óviðunandi fyrir sveitarfélag. Því síður geti bæjarstjóri gengist undir slíka skuldbindingu á eigin vegum. „Þetta lán var tekið í samræmi við tillögur nefndar sem bæjarstjóm skipaði í sumar til að gera áætlun um lántökur vegna félagsheimilis- ins,“ segir Kristján um gagnrýnina. „Það var samþykkt með atkvæð- um allra flokka að fjármagna bygginguna með beim hætti sem nefndin lagði til. Eg samdi því við Landsbankanum um bankabréf til tveggja ára sem ber 11% raun- vexti, 2% hærri en venjuleg skulda- bréf. Það þýðir að afborganir umfram vexti af venjulegum skuldabréfum verða 140.000 krón- ur á næsta ári.“ Nefndin sem Kristján vísar til var sett á laggimar 15. júní eftir að samstarfsflokkamir í meirihluta bæjarstjómar höfðu reynt að knýja fram frestun á framkvæmdum við félagsheimilið. í orði kveðnu var vinna stöðvuð og beðið með efnis- kaup þar til áætlunin lá fyrir. Með fulltingi minnihlutaflokkanna fékk Kristján því framgengt að húsinu væri komið í það horf að það nýtt- ist á 200 ára afmæli kaupstaðarins í ágúst. Afmælið vendipunktur Þessi einleikur Kristjáns sveið öðram meirihlutamönnum. Ekki bætti úr skák að bæjarstjórinn, sem jafnframt var formaður afmælis- nefndar kaupstaðarins, fékk stóran skerf þakklætis vegna vel heppn- aðrar hátíðar og naut sviðsljóss fjölmiðlanna. „Frá afmælishaldinu hefur Al- þýðuflokkurinn verið að endurskoða afstöðu sína til meirihlutans. Við vildum bíða átekta og freysta þess að ná betri samstöðu innan meiri- hlutans. Þótt Kristján hafí ekki virt þessi tilmæli töldum við það ekki brotthlaupssök," segir Sveinn Þór og bættir við aðspurður um fram- kvæði Herberts: „Við áttum þar engan hlut að máli. Þegar Herbert lagði þetta til við okkur sögðumst við vilja bíða og ekki sprengja meiri- hlutann." Herbert staðfestir að hann hafí ekki haft samráð við Alþýðuflokk- inn um að fella meirihlutann. Hann leitaði heldur ekki samþykkis flokksbræðra til að leggja bókunina fram á fundinum í fyrri viku. „Við alþýðubandalagsmenn höfðum oft rætt þetta okkar í milli en aldrei sæst á nákvæma tímasetningu. Á þessum punkti var ekki um annað að ræða en að taka sjálfur af skar- ið,“ segir hann. Upplýsinga krafist Erfitt er að henda reiður á stöðu bæjarsjóðs þar sem Kristján hefur hvorki látið samstarfsflokkum sínum eða bæjarstjóminni í té ná- kvæmar upplýsingar um hana. Fyrir fundinum örlagarfka lágu ell- efu spumingar minnihlutaflokk- anna um þessi atriði sem bæjar- stjórinn svaraði aðeins að hluta. Nú hafa A-flokkamir einnig krafið bæjarstjórann skýringa á fjárhagsstöðunni. Segir Sveinn Þór að það hljóti að vera brýnna verk- efni fyrir bæjarstjómina að ná tökum á fjármálunum en mynda meirihluta. Við Morgunblaðið lét Kristján svo um mælt að framtíðin væri ekki dökk. „Til félagsheimilisins hefur verið varið 35 milljónum króna á þessu ári. Við eigum útistandandi 10 milljónir af útsvari, aðstöðu og fasteignagjöldum. Sala á hlut bæj- arins í Sjóbúðum hefur ekki tekist eins og áætlað var. En ef við vinn- um að þessum málum sameiginlega þarf bæjarsjóður ekki að lenda í vandræðum." Púðrinu eitt í árásir Kristófer Þorleifsson oddviti sjálfstæðismanna segir að sam- starfsmenn Kristjáns hafí framan af eitt mestu púðri í að ráðast á þá sem héldu um stjómvölinn kjör- timabilið 1982-’86 en gleymt að kynna sér bæjarmálin. Því hafí ver- ið látið reka á reiðanum og bæjar- stjórinn farið sínu fram. „Það hlutu allir að gera sér grein fyrir að það myndi binda bæjarsjóð að fullgera félagsheimilið. Við sem höfðum staðið að byggingu hússins í fyrri meirihluta töldum okkur ekki geta staðið í veginum fyrir því að verkið yrði klárað. Að hætta fram- kvæmdum þegar tréverk var frágengið og orðið nauðsynlegt að kynda húsið hefði ekki verið skyn- samlegt,“ segir Kristófer. Sjálfstæðismenn vilja að bæjar- stjórinn leggi fram fullkomna greiðslu- og tekjuáætlun vegna félagsheimilisins og upplýsingar um skammtímaskuldir bæjarsjóðs. Þeir segja að Kristján hafí ekki aðhafst neitt óleyfílegt, en bankabréfíð frá Landsbankanum hefði aldrei fengið samþykki þeirra. „Þetta skrifast ekki aðeins á Kristján heldur allan meirihlutann. Þeir gáfu honum þetta vald og svigrúm til athafna." segir Kristófer. Einsdæmi í lýðveldinu Á borgarafundi sem Kristján boðaði til síðastliðið fimmtudags- kvöld urðu margir til að kenna A-flokkunum um hvemig komið væri í bæjarstjóminni. Málflutning- ur Kristjáns virtist falla í góðan jarðveg. Jafnt fylgismenn hans sem pólitískir andstæðingar lýstu yfír stuðningi við gerðir bæjarstjórans. „Ég ætla ekki að segja neitt frek- ar um þetta mál fyrr en öldumar lægir, en öllum árásum og ásökun- um á mig mun ég svara fullum hálsi,“ sagði bæjarstjórinn á fundin- um. „Að meirihluti falli tvisvar á sama árinu er éinsdæmi í lýðveld- inu. Takist okkur ekki að komast sómasamlega frá þessu máli má eins búast við því að sérstök lög verði sett um Ólafsvík sem tryggi sveitarstjómarkosningar • að minnsta kosti einu sinni á ári.“ Brids Arnór Ragnarsson Bridsfélag Suðurnesja Þrátt fyrir að einu kvöldi sé ólok- ið í fjögurra kvölda Butler-tvhnenn- ingi hafa Einar Jónsson og Karl Hermannsson tryggt sér sigur í keppninni. Staðan eftir 14 umferðir af 19: Einar — Karl 268 Jóhannes Sigurðsson — Gísli Torfason 232 Amór Ragnarsson — Sigurhans Sigurhansson 227 Haraldur Brynjólfsson — Gunnar Siguijónsson 226 Jóhannes Ellertsson — Heiðar Agnarsson 220 Gestur Auðunsson — Sigurður Davíðsson 217 Sigríður Eyjólfsdóttir — Grethe íversen 216 Hafsteinn Ögmundsson — Guðmundur Einarsson 207 Keppninni lýkur á mánudaginn kemur. Spilað er í Golfskálanum í Leira kl. 20. Bridsdeild Hún- vetningafélagsins Tvö kvöld era búin af fímm í tvímenningi. Spilað er í tveimur 14 para riðlum. Staðan: Dóra — Sigríður 387 Valdimar — Þórir 351 Kári - Guðmundur 340 Skúli — Eiríkur 337 Þorsteinn — Steinþór 336 Gísli — Tryggvi 336 Hæsta skor í A—riðli spilakvöld: sfðasta Valdimar — Þórir 192 Kári — Guðmundur 190 Jón Ingi — Burkni Hæsta skor í B-riðli: 189. Þorsteinn — Steinþór 172 Baldur — Hermann 172 Skúli — Eiríkur 171 Ólafur — Steini 171 Næsta umferð verður spiluð í kvöld kl. 19.30 í Félagsheimili Hún- vetningafélagsins f Skeifunni. Minnihlutinn - taka þeir við? KRISTÓFER ÞORLEIFSSON, efsti maður Sjálfstæðisflokksins. Hann segir að samstarfsflokkar Kristjáns geti ekki skelt skuldinni á hann, þeir hafi gefið bæjarstjóranum svigrúm til athafna. STEFÁN JÓHANN SIGURÐSSON, fuUtrúi Framsóknar- flokksins. Meirihluti Alþýðuflokksins og Sjálfstæðis- flokksins strandaði á seturétti hans í bæjarráði. Nú benda margt til að nýr meirihluti verði myndaður með fulltingi hans. Blaðburóarfólk óskast! 35408 83033 AUSTURBÆR VESTURBÆR Hverfisgata 4-62 Hverfisgata 63-120 Stigahlíð 37-97 UTHVERFI 212 Aragata Einarsnes Vesturgata 1-45 Nýlendugata Ægisíða 44-78 Nesvegur 40-82 o.fl. Básendi Sogavegur101 o.fl. fltargtiiilflitfrife GETRAUNAVINNINGAR! 7. leikvika - 10. október 1987 Vinningsröð: 122-111-21X-XX2 1. vinningur: 12 róttir, kr. 473.098,08,- færíst til 8. leikviku þar sem enginn var með 12 rétta 2. vinningur: 11 róttir, kr. 50.689,- 6702 7743+ T00061 125463 Kærufrestur er til mánudagsins 2. nóvember 1987 kl. 12.00 á hádegi. \ / V & ÍSLENSKAR GETRAUNIR Iþróttamiöstööinni v/Sigtún • 104 Reykjavik • Island • Slmi 84590 • P jttgtntH b Metsölublad á hverjum degi!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.