Morgunblaðið - 14.10.1987, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 14.10.1987, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1987 67 KNATTSPYRNA / 1. DEILD Sigurður Lárusson ráðinn þiáliari ÍA SIGURÐUR Lárusson, sem ver- ið hefur fyrirliði ÍA í knatt- spyrnu undanfarin ár, var í gærkvöldi ráðinn þjálfari 1. deildarliðs Skagamanna. Sig- urður tekur við af Guðjóni Þórðarsyni sem þjálfaði liðið síðastliðið sumar. etta leggst mjög vel í mig. Það hefur lengi blundað í mér að gerast þjálfari. Ég hef alltaf sett stefnuna á efsta sætið sem leikmað- ur og það verður engin breyting þar á núna þó ég sé orðinn þjálf- ari,“ sagði Sigurður Lárusson, í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi. Sigurður er 32 ára og á að baki r 270 leiki með meistaraflokki . Hann var einnig fastamaður í íslenska landsliðinu um tíma. Samn- ignur Sigurðar við IA er til eins árs. En ætlar hann að Jeika með liðinu næsta sumar? „Ég reikna alveg eins með því. Ég á þó eftir að ræða um það betur við leikmenn- ina.“ „Við í stjóminni ætluðum okkur alltaf að semja við Guðjón um að Sigurður Lárusson var í gær- kvöldi ráðinn þjálfari 1. deildarliðs ÍA. halda áfram með liðið, en það tók- ust því miður ekki samningar. Við ákváðum því að bjóða Sigurði Lár- ussyni starfíð og hann þáði það,“ sagði Hörður Pálsson, formaður knattspymudeildar ÍA. „Stjómin var mjög ánægð með störf Guðjóns. Hann náði frábæmm ár- angri með liðið og við hefðum kosið að hafa hann áfram. En við treyst- um Sigurði ágætlega til að gera þessa hluti og væntum mikils af honum sem þjálfara," sagði Hörður. HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD Morgunblaðið/Bjami Stjamsn mætir FH i Digranesi í kvöld. FH er í efsta sæti 1. deildar en Stjaman í 4. sæti. Á myndinni eigast þeir Einar Einarsson og Guðjón Ámason við er liðin mættust í fyrra. Það verður áræðanlega ekkert gefíð eftir í kvöld. Toppleikurí Digranesi í kvöld Heil umferð í 1. deild karla í kvöld HEIL umferð verður í 1. deild karla á íslandsmótinu í hand- knattleik í kvöld. Einn leikur verður í 1. deild kvenna, 2. deild kvenna og í 3. deild karla. Valsmenn fá nýliðana úr ÍR í heimsókn að Hlíðarenda og hefst leikur þeirra kl. 18.00. Valur hefur ekki tapað leik í mótinu, gert eitt jafntefli og er í öðru sæti. ÍR vann fyrsta leik sinn í deildinni gegn Þór á Akureyri um síðustu helgi. Valsmenn verða að teljast sigurstranglegri í kvöld. Stórleikur umfeðrarinnar er viður- eign Stjömunnar og FH í Digara- nesi kl. 20.00. FH hefur fullt hús og er í efsta sæti deildarinnar eftir þijár umferðir. Það má búast við hörkuleik þar sem Stjaman náði að vinna Islandsmeistara Víkings um síðustu helgi og selja sig ömgg- lega dýrt í kvöld. Þess má geta að FH verður með sætaferðir frá íþróttahúsinu við Strandgötu kl. 19.30. Stoppað verður við Hjalla- braut á leið í Digranes. KA og Breiðabiik mætast á Akur- eyri kl. 20.00. Blikamir hafa verið að ná sér á strik og unnið tvo síðustu leiki sína, gegn Stjömunni og Fram. KA tapaði fýrir Stjöm- unni í sínum fyrsta leik og vann Fram í 2. umferð, en liði fékk slæ- man skell gegn Val um síðustu helgi og þarf því að standa sig í kvöld. KR og Þór frá Akureyri mætast í Höllinni kl. 20.15. KR-ingar hafa aðeins hlotið tvö stig og munu þeir ömgglega leggja allt í leikinn í kvöld gegn Þór, sem ekki hefur unnið stig til þessa. Þórsarar verða ekki auðunnir og ef þeir leika allan tímann eins og þeir gerðu í fyrri hálfíeik gegn Val fyrir viku síðan þá getur allt gerst. Loks leika Fram og Víkingur kl. 21.30 f Laugardalshöll. Víkingur fékk skell í siðasta leik sínum gegn Stjömunni og þeir gera allt til að það endurtaki sig ekki aftur. Fram- arar hafa átt f miklu basli vegna meiðlsa lykilmanna og má búast við að róðurinn verði erfíður hjá þeim f kvöld gegn íslandsmeistur- unum. í 1. deild kvenna verður einn leik- ur. Valur og Víkingur mætast að Hlíðarenda kl. 19.15. UBK og Grótta leika í 2. deild kvenna kl. 21.15 í Digranesi. Þróttur og ÍS leika í 3. deild karla í Laugardals- höll kl. 19.00. Staðan NÍU leikir fara fram f Evrópukeppni landsliða f knattspyrnu f kvöld. Staðan í riðlunum fyrir þá fer hér á eftir. l.ríðill: Rúmenía 4 3 0 1 12:3 6 Spánn 4 3 0 1 7:6 6 Austurríki 4 2 0 2 6:7 4: Albanía 4 0 0 4 2:11 0 Þessir leikir eru eftir:14. októben Spánn — Austurríki, 28. okt.: Albanía — Rúmenía, 18. nóv.: Spánn — Al- banla, Austurríki — Rúmenía. Sviþjóð Ítalía Portúgal Sviss Malta 2. ríðill: 7 4 2 5 4 0 5 1 3 5 1 2 6 0 1 11:3 10 1 11:3 8 1 5:5 5 2 8:8 4 5 3:19 1 Þessir leikir eru eftir: 17. okt: Sviss — ítalta, 11. nóv.: Portúgal — Sviss, 14. nóv.: Stalfa — SvRjjóð, 15. nóv.: Malta — Sviss, 5. des.: Italía — Portúg- al, 20. des.: Malta — Portúgal. Sovétrfkin A-Þýskaland Ísland Frakkland Noregur 3. ríðill: 7 4 3 0 12:8 11 6 2 3 1 9:3 7 7 2 2 3 4:12 6 6 1 3 2 3:5 5 6 1 1 4 3:8 3 Þesair leikir eru eftir: 14. okt: Frakk- land — Noregur, 28. okt.: Sovétrfkin — Island, A-Þýskaland — Noregur, 18. nóv.: Frakkland — A-Þýskaland. 4. ríðill: Engiand 4 8 1 0 7:0 7 Júgóslavía 3 2 0 1 6:3 4 Tyrkland 3 0 2 1 0:4 2 N-írland 4 0 1 3 1:7 1 Þessir leikir eru eftir: 14. okt.: Júgó- slavfa — N-íriand, Engiand — Tyrkland, 11. nóv.: Jugóslavfa — England, N-t friand — Tyrkland, 16.: Tyrkland — Júgóslavfa. 5. ríðill: Grikkland 6 4 11 12:7 9 Holland 5 3 2 0 6:1 8 Póltand 6 2 2 2 8:9 6 Ungveijaland 6 2 0 4 9:11 4 Kýpur 5 0 1 4 8:10 1 Þessir leikir eru eftir: 14. okt: Ung- verjaland — Grikkland, Pólland — Holland, 28. okt: Holland — Kýpur, 11. nóv.: Kýpur — Pólland, 2. dea.: Ungveijaland — Kýpur, 12. des.: Grikk- land — Holland. 6. riðill: Wales 4 2 2 0 7:2 6 Danmörk 5 2 2 1 3:2 6 Tékkóslóvakfa 6 1 3 1 6:5 5 Finnland 6 114 4:10 Þessir leikir eru eftir: 14. okt: Dan- mörk — Wales, 11. nóv.: Tékkóslóvakfa — Wales. Búlgaria íriand Belgfa Skotland Luxemborg 7. ríðill: 6 4 2 7 8 3 0 12:3 10 1 8:5 9 6 2 8 1 13:6 7 5 1 2 2 4:5 4 6 2:20 0 6 0 0 Þessir leikir eru eftín 14. okt: Skot- land — Belgfa, Iriand — Búigaria, 11. nóv.: Belgfa — Luxemborg, Búlgaria — Skotland, 2. des.: Luxemborg — Skot- land. KNATTSPYRNA / 1. DEILD Guðmundur ekki áfram með Völsung GUÐMUNDUR Ólafsson, sem þjálfað hefur fyrstu delldar llö Völsungs f knattspyrnu undan- farin tvö ár, verður ekkl áfram með liðið. Nýr þjálfari hefur ekki verið ráðinn, en verið er að vinna að þeim málum þessa dagana. Völsungur hafnaði í 6. sæti ann- arrar deildar 1985, en þá tók Guðmundur við liðinu og árið eftir sigraði það eftirminnilega í 2. deild. Á sfðasta keppnistfmabili lék Völs- ungur í fyreta sinn í 1. deild, markmiðið var að halda sætinu og það tókst. Ný stjóm tók við hjá deildinni fyrir skömmu. Að sögn Ingólfs Freysson- ar formanns var ákveðið að breyta til í þjálfaramálum „og verður væntanlega gengið frá ráðningu þjálfara á næstunni," sagði Ingólf- ur. Áður en Guðmundur tók við Völs- ungi var hann tvö ár með meistara- flokk kvenna hjá Breiðablik, eitt tímabil með Snæfell og tvö ár þjálf- aði hann Bolvíkinga. Aðspurður sagðist hann ekki vera hættur að þjáífa, en hann myndi hugsa sinn gang vel. „Leiðir okkar Húsvíkinga hafa skilið núna, en ég vona að lið- ið standi sig vel í 1. deild á næsta ári,“ sagði Guðmundur. Quðmundur Ólafsson, sem þjálfað hefur knattspymuliðið Völsung undan- farin tvö ár, verður ekki með liðið næsta sumar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.