Morgunblaðið - 14.10.1987, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.10.1987, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1987 -t „Píanóverk Áskels Más- sonar minnír á öfl ómeng- aðrar íslenskrar náttúru“ „Náttúra íslands hlýtur að hrífa hvern mann við listsköpun.“ segir Roger Wood- ward píanóleikari Það er bjartur sunnudagsmorg- unn í Brixton í London í lok ágúst. Brixton liggur rétt suður af mið- borginni og var mikið í fréttum fyrir nokkrum árum, þegar óeirðir brutust þar út, hús voru brennd og menn týndu lífinu. Flestir íbúanna eru blökkumenn og aðrir minni- hlutahópar. Brixton hefur stundum verið líkt við Harlem New York- borgar, en mikið vantar á að hverfið sé svo slæmt. íbúamir eru þó marg- ir viðriðnir fíkniefnasölu og neyslu. Þennan sunnudagsmorgun er óvenjukyrrt og mér er sagt að það bendi til þess að mikið af fíkniefnum séu í umferð. En hvaða erindi rekur mig til Brixton á sunnudagsmorgni? Eg er að heimsækja píanóleikar- ann víðkunna, Roger Woodward, sem á morgun frumflytur píanóverk Áskels Mássonar á tónleikum Sin- fóníuhljómsveitar íslands í Há- skólabíói. Woodward tekur á móti mér, þreytulegur, enda erfiðir tónleikar kvöldið áður hjá honum í Queen Elizabeth Hall. Allt er á rúi og stúi í húsinu hjá honum og ég hugsa: Lifa listamenn svona? En þá kemur í ljós að verið er að vinna í garðin- um hjá honum og gera við íbúðina í leiðinni. Hann býður upp á hádeg- isverð, spyr hvort ég hafí nægilegt hugrekki til að borða með honum blandaðan grænmetisrétt, sem hann útbúi sjálfur. Hann leggur til að við borðum í garðinum hjá hon- um, svo við getum notið góða veðursins. Við lögum dálítið til í garðinum, svo borðið komist fyrir. Hann er ekki stór, kannski 20 fer- metrar, en þar er algert næði og fyrirsjáanlegt að þama verði mjög viðkunnanleg vin í Brixton, þegar framkvæmdir eru afstaðnar. Persneskir kettir og fólkið í Brixton Woodward lýsir fyrir mér ná- grenninu: „Ég á íjóra persneska, mjög vel gefna ketti. Einn þeirra er þó gáfað- astur þeirra allra. Ég kalla hann konung stólanna. Hann á sér stól, sem hann situr í öllum stundum og ef einhver sest í stólinn, sest kon- ungurinn ofan á þann óboðna gest. Það er eitt vandamál sem þessir kettir glíma við alla daga og það er hvemig þeir eigi að komast inn í dúfnakofann í næsta garði. í þess- um garði eru líka gæsir. Einu sinni bauð nágranninn í mat og viti menn: Steiktar gæsir vom bomar fram. Ég er í vinfengi við gæsir nágrann- ans, þannig að ég gat ekki á mér heilum tekið fyrr en í ljós kom, að þetta voru ekki gæsimar úr garðin- um. í hinum garðinum býr listamað- ur; þetta hverfi er fullt af listamönn- um. Hér búa rithöfundar, tónskáld, hljóðfæraleikarar, blaðamenn og málarar. Reyndar hefur London tekið miklum breytingum síðasta áratug. Borgin er nú orðin borg listalífs, sem verður sífellt blóm- legra. Mér fínnst hvergi betra að vinna en einmitt héma í Brixton, það er allt iðandi af lífi. Annars bý ég í Paddington, þar er eiginkona mín og þrjú böm. Dóttir mín spil- ará fiðlu en konan á flautu og stundum leikum við saman. En hér í Brixton vinn ég. Hér hef ég eign- ast marga vini og hér líður mér mjög vel, þótt sagt sé að þetta sé hættulegt hverfi. Aður fyrr bjuggu hér í Brixton popparar þess tíma, en fólkið sem býr hér núna er öðru- vísi. Þrátt fyrir sögu hverfisins sækir fólk hingað núna, því héðan er stutt að fara til miðborgarinnar. „Vandlátur á tónverk sem ég flyt“ En hvaðan kemur píanóleikarinn Roger Woodward? Ég er Ástrali og á mínar rætur þar, þótt ég hafi búið hér í London í 22 ár. Ég á heimili í Sidney og reyni að dvelja þar nokkra mánuði á ári. Annars eiga listamenn, sem vinna víða um heim eins og ég, varla nokkurt raunverulegt heimili, því við emm á stöðugu flakki." Maturinn er tilbúinn og bragðast ágætlega með Guinnes-bjór í hálf- kömðum garðinum, þar sem kett- imir sitja og horfa hugsandi á dúfnahús nágrannans. Við ræðum um tónlistina: „Ég hef undanfarin ár fengið send til mín ógrynnin öll af tónverkum eftir óþekkta höf- unda. Kosturinn við að vera mið- aldra og hafa nokkurra ára reynslu að baki við tónlistarstörf er sá, að maður getur valið. Ég vel alltaf sjálfur þau verk sem ég flyt og vil flytja sama verkið oft. Ég er mjög vandlátur á þau verk sem ég flyt og vel því mjög fá ný verk til flutn- ings. Eg hef valið verk óþekktra höfunda, sem síðar hafa orðið fræg- ir, til dæmis verk japanska tón- skáldsins Takemitsu og Frakkans Martins Feldman. Þegar ég flutti fyrst verk þessara manna vom þeir allsendis óþekktir, en í dag em þeir vel kynntir í heimi nútímatón- listar." Roger Woodward er þekktur fyr- ir túlkun sína á nútímatónlist, þótt hann sé ekki síður þekktur fyrir flutning á hefðbundinni tónlist. Hann segist flytja nútímatónlist með hefðbundnum hætti. * Askell Másson og píanóverk hans „Ég hef mikla trú á Áskeli," seg- ir Roger Woodward. „Tónverk hans minnir á öfl ómengaðrar íslenskrar náttúm — sem er stórkostleg. Ég hef haft tækifæri til að kynnast Islandi lítil- lega og hlakka til að koma aftur. Eftir að hafa heimsótt landið skil ég vel að til verði jafn þróttmikið tónverk og Áskell hefur samið. í verkinu felast þættir, sem minna á glóandi hraunelfur, hafrót, hreint loft, kyrrláta fegurð og fleira, sem kemur í hugann, þegar maður hugs- ar um þetta land. Það hiýtur að vera óhjákvæmilegt fyrir listamann að hrífast af landinu við listsköpun sína.“ — Hvaða vinna liggur að baki flutningi verksins? „Framundan er sex vikna vinna við æfingar og undirbúning á tón- leikunum, þar sem verk Áskels verður flutt með Sinfóníuhljómsveit íslands," segir Woodward. „Á þess- um tíma mun ég fara yfír verkið með Áskeli og Diego Masson, vini mínum, sem verður stjómandi. Þá taka við stífar æfíngar. Ég er van- ur að vinna 10—14 tíma á dag við píanóið sex daga í viku og einbeiti mér að þessu verki eingöngu, uns tónleikamir em afstaðnir. Mér finnst þetta verk gott og vil að það SIMI: 621066 PLASTPRENT HF. BÝÐUR FÉLÖGUM STJÓRNUNARFÉLAGSINS í HEIMSÓKN í NÝTT HÚSNÆÐI FYRIRTÆKISINS AÐFOSSHÁLSI 17-25 FÖSTUDAGINN 16. OKT. NK. KL. 16.00. Starfsmenn Plastprents munu kynna fyrirtækið í vandaðri og áhugaverðri dagskrá. DAGSKRÁ: • Fyrirtækið skoðað. • Fyrirlestrar og umræður. • Veitingar. Skráning þátttakenda fer fram í síma 621066. Stjórnunarfélag íslands Ánanaustum 15 • Sími; 6210 66 Þurrku- blöó Gott útsýrti með Bosch þurrkublöðum. Stokkseyri: Nýr sveitar- stjóri 1. des. Selfossi. SVEITARSTJÓRI Stokkseyrar- hrepps, Lárus Bjömsson, hefur sagt upp störfum og hættir 1. desember. Grétar Zophoníasson hefur verið ráðinn i hans stað. Grétar situr í hreppsnefnd og er formaður verkalýðsfélagsins á Stokkseyri. Láms Bjömsson mun taka við framkvæmdastjórastarfi hjá Arki- tektafélagi íslands þegar hann hverfur frá sveitarstjórastarfinu á Stokkseyri. Sig. Jóns. BOSCH inonerða- og varahtuta Mönumta (J BRÆÐURNIR ORMSSONHF LÁGMÚLA 9, S: 38820. Áskriftarsímim er83033 ALUr ÁHREINU MEÐ OTDK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.