Morgunblaðið - 14.10.1987, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.10.1987, Blaðsíða 30
30 MÖRGÚNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 14. OKTÓBER 1987 Persaflóastríðið: Böm fómarlömb eldflaugaárásar Bapdad, Reuter. ÍRÓNSK eldflaug hæfði barnaskóla í Bagdad höfuð- borg íraks í gœr. Þrjátíu og tveir fórust, þar á meðal 29 skólabörn og tæplega tvö hundruð börn slösuðust. Að sögn yfirvalda í Irak er að minnsta kosti helmingur hinna slösuðu hætt kominn. Svæðið þar sem eldflaugin féll var líkast því að jarðskjálfti hefði gengið yfír. Þetta var í fímmtánda skipti á þessu ári sem íranar gera eld: flaugaárás á höfuðborg íraks. í tilkynningu frá írönum segir að eldflauginni hafí verið beint gegn vamarmálaráðuneytinu í Bagdad en það er 20 km frá skólanum. Talsmaður írakska hersins segir það fjarstæðu að íranir hafí ætlað að hæfa ráðuneytið því það sé svo langt frá skólanum. Nú er óttast að keðja árása á borgir sé að hefjast eins og fyrir tveimur árum er þúsundir óbreyttra borgara féllu í eld- flaugaárásum. í yfírlýsingu frá íraksstjóm segir að Irakar hafí bæði rétt og skyldu til að hefna árásarinnar. íranar segja að árás- in á bamaskólann í gær hafí verið gerð til að hefna írakskra árása á borgaraleg mannvirki. Reuter Sérfræðingur lögreglunnar leitar vísbendinga í braki á bilastæðinu um hverjir kunni að bera ábyrgð á sprengingunni í gær. Zimbabwe: Átján slasast í sprengingu Frönsk rannsóknarskýrsla: Hrikaleg útbreiðsla alnæmis í Mið-Afríku AF fullorðnum íbúum Afríkurikisins Rúanda eru 18% með alnæmi. Ef miðað er við þá, sem orðnir eru 24 ára gamlir eða eldri, fer talan yfir 30%, og i landinu i heild eru 15% barna undir fimm ára aldri með þennan banvæna sjúkdóm. Þessar hrikalegu tölur em fengnar úr rannsókn, sem fram fór f sex Afríkuríkjum í sumar. Fyrir henni stóðu frönsku sam- tökin France-Libertés í samvinnu við Alþjóða heilbrigðismálastofri- unina, WHO, og eitt stóm Parísar-sjúkrahúsanna, sem meðhöndla alnæmissjúklinga. France-Libertés-samtökin em undir forystu frönsku forsetafrú- arinnar, Danielle Mitterrand. í skýrslu samtakanna um rannsóknimar segir, að sam- kvæmt bjartsýnustu áætlunum hafí aðeins 50.000 Afríkumenn tekið sjúkdóminn, en í versta falli séu þeir 300.000. Milljónir manna hafa mótefni í blóðinu, segir í skýrslunni, og munu verða sjúk- dómum að bráð á næstu tuttugu ámm. Svo virðist sem alnæmi sé út- breiddast í Mið-Afríku og í kringum stóm vötnin. í Uganda hefur sjúkdómurinn fundist hjá 70% vændiskvenna, 16% af birgð- um blóðbanka em sýkt og 33% langferðabílstjóra hafa tekið sjúkdóminn, að því er segir í skýrslunni. Fjórðungur allra dauðsfalla á hinum stóra spítala Mama Yemo í Kinhasa í Zaire á rót sína að rekja til alnæmis, og 8% ófrískra kvenna, sem snúa sér til spítal- ans, em haldnar þessum sjúk- dómi. Stjóm Zaire hefur enga opinbera tilkynningu sent frá sér um alnæmistilfelli. Á sama hátt hefur ríkisstjómin í Mali lagst á aðra skýrslu um sjúkdóminn. Hana unnu vísinda- menn frá Pasteur-stofnuninni í París undir stjóm Luc Montagni- er, sem var margsinnis nefndur í sambandi við Nóbelsverðlaunin í læknisfræði (áður en veiting þeirra fór fram í þessari viku) vegna alnæmisrannsókna sinna. í Afríku er ekki um að ræða sérstaka áhættuhópa eins og í Bandaríkjunum og Evrópu (eitur- lyfjaneytendur og hommar). Sjúkdómurinn herjar á alla, sem lifa kynlífí, konur og karla, aðal- lega þó hina yngri og menntuðu í bæjunum - þá sem löndin hafa mesta þörf fyrir við uppbygging- una. Aðeins lítil lönd, þar sem er óverulegur innflutningur fólks, t.d. Gabon, svo og einstöku þjóð- arbrot, eins og dvergaættflokkar, sem hafa lítinn samgang við aðra þjóðfélagshópa, hafa sloppið við sjúkdómssmitið. (Byggt á Politiken.) Harare, Reuter. ÁTJÁN særðust, þar af tveir al- varlega, er sprengja sprakk á bílastæði við stórmarkað í borg- inni Harare í Zimbabwe í gær. Við sprenginguna, sem varð klukkan hálfníu í gærmorgun, myndaðist um eins metra djúp hola í jörðina. Að sögn sjónarvotta var mannfæð á staðnum það eina sem kom í veg fyrir að fleiri slösuðust í sprengingunni. Hlutar úr bifreið- um, sem voru á stæðinu, þeyttust upp í loftið og slösuðust vegfarend- ur sem urðu fyrir þeim. Ekki er vitað hveijir bera ábyrgð á sprengingunni sem er hin mesta síðan landið fékk sjálfstæði árið 1980. Sjónarvottar segja að sprengjan hafí verið í bifreið á stæð- inu en lögregla hefur ekki staðfest það. áóvart doktorsritgerð hans í stjómmála- fræði hét: „Hver stjómar í Costa Rica?“. Skólafélagar hans lýsa hon- um sem metnaðarfullum manni sem hafði gjama á orði að hann væri að læra til forseta. Að loknu námi sneri Arias heim og skipaði sér í Þjóðfreisisflokkinn, sem er hinn frjálslyndari af tveimur stærstu flokkum landsins. Á áttunda áratugnum var hann ráðherra skipu- lagsmála í tveimur ríkisstjómum. Haft er eftir honum að hann vilji láta stjómmálin njóta góðs af heiðar- leika og dirfsku fræðimannsins. Um forvera hans i forsetaemb- ætti, Luis Alberto Monge, er haft á orði að hann hafí mikið brallað til að halda völdum og leynt og ljóst hafí hann stefrit að friðarverðlaunum Nóbels. Tower-skýrslan leiddi svo í ljós að Monge samdi við sveit Oli- vers North ofursta um að kontra- skæmliðar fengju bækistöð í Costa Rica. Að launum hækkaði framlag Bandarikjamanna til Costa Rica úr Skæruliðahreyfing í Úganda: Fylgismenn seiðkonu ana út í opinn dauðann Kampala, Úganda, Reuter. RÚMLEGA 500 sauðtryggir fylgismenn dularfullrar seið- konu í Úganda hafa fallið í bardögum við stjómarhermenn undanfaraar tvær vikur. Víga- mennimir smyrja á sig oliu, sem þeir telja að gera þá ódrep- andi, og ana út f opinn dauðann. Seiðkonan, sem heitir Alice Lak- wena, er sögð vera rúmlega þrítug að aldri og ægifögur. Hún er leið- togi hreyfíngar sem hún nefnir „Heilagur andi“ og herma fréttir að hún hafí rúmlega 5.000 menn undir sinni stjóm. Fylgismenn hennar, sem tilheyra Acholi- ættbálki og koma frá norðurhluta Úganda, telja hana til dýrlinga. í hennar nafrii æða þeir lítt vopnað- ir til bardaga við stjómarhermenn landsins og bijóta þá jafnan bux- ur sínar upp að hnjám af ein- hveijum torkennilegum ástæðum. Nýlega tilkjmnti vamarmála- ráðuneyti Úganda að harðir bardagar hefðu átt sér suðaustur- hluta landsins og hefðu stjómar- hermenn fellt 280 fylgismenn seiðkonunnar. Dagblöð í Kamp- ala, höfuðborg landsins, sögðu stjómarherinn hafa umkringt bækistöðvar trúarsafnaðarins en seiðkonunni hefði tekist að bijóta sér leið f gegnum raðir umsáturs- manna ásamt afganginum af herliði sínu og hefði hún haft meðferðis langdræga fallbyssu, sem asnar hefðu dregið. Hermt er að rúmlega 1.000 fylgismenn seiðkonunnar hafí fallið f sjálfsmorðsárásum á stöðv- ar stjómarhersins á þessu ári en að sögn fréttamanna, sem fylgst hafa með bardögunum, hafa 26 hermenn stjómarinnar fallið. Nokkrir aðrir og hefðbundnari hópar skæmliða beijast gegn stjóm Yoweris Museveni, forseta Úganda, en mest hefur borið á bardögum við fylgismenn Alice Lakwena. Oscar Arias fær fríðarverðlaun Nóbels: Akvörðunin kom mjög Ósló, Reuter. NORSKA nóbelsverðlaunanefndin tilkynnti f gær að Oscar Arias Sanc- hez, forseti Costa Rica, fengi friðarverlaun Nóbels árið 1987 fyrir störf sín í þágu friðar f Mið-Amerfku. Ákvörðun nefndarinnar kom mjög á óvart, en meðal þeirra sem frekar þóttu koma til greina má nefna Corazon Aquino, forseta Filippseyja, Raul Alfonsin, forseta Argentínu, Brian Úrquhart, skipulagsstjóra friðargæslusveita SÞ og Alþjóðaheiibrigðismálastofnunina, sem aðsetur hefur í Genf. Egil Arvik, formaður nóbelsverð- kynningu frá norsku nóbelsverð- launanefndarinnar, hafði þetta um Arias að segja: „Viðleitni hans leiddi til þess að friðarsamkomulag var undirritað í Guatemala þann 7. ágúst. Arias forseti er höfundur frið- aráætlunarinnar og hún endurvakti vonir manna um að friður og stöðug- leiki ríkti aftur á svæði sem lengi hefur verið vettvangur átaka og borgarastyijalda. Hann hélt áfram þeirri steftiu sem Contadora-hópur- inn markaði." Arvik sagði ennfremur að ákvörðunin í ár hefði ekki verið erfíðari en undanfarin ár og veiting friðarverðlaunanna væri alls ekki pólitísk. „Starf forseta Costa Rica í þágu friðar hefur áhrif víðar en í Mið-Amerfku,“ segir ennfremur í til- launanefndinni. Arvik sagðist búast við jákvæðum viðbrögðum frá stjómvöldum í Bandaríkjunum við veitingu friðar- verðlaunanna í ár. „Reagan forseti hefur stutt friðaráætlunina í megin- atriðum og nefndin býst ekki við að veiting verðlaunanna kunni að hafa óæskilegar afleiðingar," bætti Arvik við._ Árið 1982 fékk annar full- trúi Mið-Ameríku friðarverðlaun Nóbels, er fyrrum utanríkisráðherra Mexíkó, Alfonso Garcia Robles deildi verðlaununum með Ölvu Myrdal, þáverandi ráðherra afvopnunarmála i Svíþjóð. Elie Wiesel, rithöfundur af gyðingaættum og málsvari auk- inna mannréttinda, fékk friðarverð- launin í fyrra. Oscar Árias tók við embætti for- seta Costa Rica í fyrra og er hann yngsti forseti í sögu landsins, 46 ára gamall. Hann hefur orð á sér fyrir að feta ótroðnar slóðir í stjómmálum og segist sjálfur líta á John F. Kennedy sem sína fyrirmynd. Hann hefur verið óspar á gagnrýni bæði á stuðning Bandaríkjamanna við kontra-skæruliða í Nicaragua og eins á sandinista-stjómina í Mana- gua. Hvorki Arias né helsti keppina- utur hans um forsetaembættið, Rafael Foumier, þylqa höfða til hrif- næmis kjósenda og embættismaður innan stjómkerfísins sagði muninn á þeim vera þann sama og á „kók og pepsí". Arias á ættir að rekja til vel stæðra kaffiræktenda og afkomenda Spánveija f Costa Rica. Hann lauk laga- og hagfræðiprófi frá háskóla í heimalandi sfnu. Framhaldsmennt- un sótti hann til Englands og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.