Morgunblaðið - 14.10.1987, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.10.1987, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1987 Kaup á erlendum verðbréfum heimiluð: Hagkerf inu til góða en eng- in kúvending er í sjónmáli VERÐBRÉFASALAR fagna því yfirlýsta markmiði ríkisstjórnarinn- ar að heimila einstaklingnm og fyrirtækjum að eignast erlend verðbréf. í samtölum við Morgnnblaðið bentu þeir á að engar regl- ur hafi verið settar um þessi viðskipti. Nánari útfærsla hafi mikil áhrif á hvemig til tekst. „í ummælum ráðherra vekur sérstaka at- hygli að greitt verði fyrir kaupum á erlendum skuldabréfum vegna iána íslenskra aðila. Þetta þýddi til dæmis að hægt yrði að fjárfesta i skuldum ríkisins sem til sölu eru á verðbréfamörkuðum erlendis. Þar með væri verið að slá tvær flugur í einu höggi, auka innlendan sparnað og greiða niður eriendar skuldir,“ sagði Sigurður B. Stefáns- son framkvæmdastjóri Verðbréfamarkaðar Iðnaðarbankans. „Þetta er fyrst og fremst vilja- yfírlýsing, en vissulega hlýtur maður að fagna hveiju skrefí í frelsisátt. Þessi ráðstöfun er tvímælalaust góð fyrir hagkerfíð í heild, ekki veitir okkur af gjaldeyr- isvarasjóði erlendis," sagði Gunnar Helgi Hálfdánarson framkvæmda- stjóri Fjárfestingarfélags íslands. Áhætta meiri erlendis Gunnar sagðist ekki eiga von á kúvendingu á verðbréfamarkaðin- um þótt verslun með erlend bréf yrði leyfð. Þegar reglurnar yrðu settar mætti búast við hægum en sígandi vexti í þessum viðskiptum. „Við megum ekki gleyma því að áhætta af þessum bréfum er miklu meiri en menn hafa vanist í þeim viðskiptum sem við höfum stundað hingað til. Arðsemi erlendra verð- bréfa getur vissulega verið mjög mikil, en áhættan einnig. Það á jafnt við um áhættu vegna gengis- munar og markaðsaðstæðna. Ég held að einstaklingum verði ekki ráðlegt að ana út í slík við- skipti án þess að hafa fullt samráð við sína ráðgjafa. Enn um sinn mun sú ávöxtun sem boðin er í verð- bréfasjóðum vera sú hagkvæmasta sem völ er á. Fáir kostir erlendis geta keppt við hana miðað við ríkjandi aðstæður." Hann sagði að reynslan yrði að skera úr um hversu miklu fé verð- bréfasjóðimir myndu veita til fjár- festinga erlendis. Verðbréfakaup Þjóðhagsáætlun 1988: Kaupmáttur verður óbreyttur í besta falli „Efnahagshorfur fyrir árið 1988 benda til þess að i besta falli verði hægt að halda i horf- inu með þjóðartekjur og kaupmátt miðað við það sem verður á þessu ári.“ Þetta segir í þjóðhagsáætlun fyrir árið 1988 og þar kemur einnig fram að búist er við að hagvöxtur verði lítill eða um 0,2%. Á síðustu árum hefur hagvöxtur verið 5,5-6%. Horfur í íslensku efnahagslífí á næsta ári mótast annars vegar af almennum efíiahagsskilyrðum, jafnt innanlands sem utan, og hins vegar af stefnu ríkisstjómar- innar í ríkisfjármálum og peninga- málum. Markmið stjómarinnar er að draga úr verðbólgu og spoma við auknum viðskiptahalla. Fisk- veiðistefnan fyrir næsta ár hefur ekki enn verið mótuð og eykur það á óvissuna sem ríkir um sjáv- arafla. í fjárlagafrumvarpinu sem lagt var fram í gær er gert ráð fyrir að almennar launahækkanir verði liðlega 7% á næsta ári, en veruleg óvissa ríkir um þær sem og þróun verðlags. Þá má einnig benda á að olíuverð og vextir á erlendum mörkuðum hafa farið hækkandi á þessu ári og gæti sú þróun haldið áfram. í þjóðhagsáætlun segir orðrétt: „Miðað við óbreytta sjávarvöru- framleiðslu á næsta ári gæti útflutningsframleiðslan aukist um 1% að raungildi milli áranna 1987 og 1988 þar sem reiknað er með nokkurri framleiðsluaukningu í útflutningsgreinum öðmm en sjávarútvegi. Munar þar mestu um mikla aukningu í framleiðslu fískeldisafurða. Einnig er reiknað með því að framleiðsla á áli og kíliljámi aukist um 2% frá þessu ári.“ Búist er við að heildarvöruút- flutningur aukist um 0,5%. en vöruinnflutningur um 3,6%. Vöru- skiptajöfnuður verður því nei- kvæður um 400 milljónir króna. Viðskiptajöfnuður verður nei- kvæður um 4.400 milljónir króna. í þjóðhagsáætlun er gert ráð fyrir að einkaneysla aukist um 0,5% á komandi ári, samneysla um 2% og ijárfesting um 1,5%. Eins og áður segir ríkir veruleg óvissa um verðiagsþróun á næsta ári. I þjóðhagsáætlun er reiknað með að verðhækkanir frá upphafí til loka árs verði innan við 10%. Þá er gengið út frá því að gengi krónunnar verði óbreytt: „Á hinn bóginn er ljóst að undanfarin misseri hefur verðlagsþróun hér á landi verið útflutnings- og inn- lendum samkeppnisgreinum áhagstæð auk þess sem viðskipta- halii hefur farið vaxandi. í forsen- dunni um áframhaldandi fast gengi krónunnar felst því að hratt dragi úr verðbólgu er líða tekur á árið 1988. Forsenda þess að slíkur árangur náist í baráttunni gegn verðbólgu er hvort tveggja í senn: Aðhaldsemi í stjóm ríkis- fjármála og peningamála á næsta ári og hófsamir kjarasamningar í vetur. erlendis væm ein margra leiða til þess að dreifa áhættu. I þessu sam- bandi benti Gunnar á að settur hefði verið á fót svonefndur Fjöl- þjóðasjóður sem hefði það markmið að kaupa verðbréf erlendis til þess að ávaxta peninga félagsmanna. Sá sjóður myndi örugglega njóta góðs af auknu frelsi í þessum við- skiptum. Spor í rétta átt „Þetta er vissulega spor í rétta átt, þó enn sé margt óljóst um fram- kvæmd regnlanna," sagði Sigurður B. Stefánsson. „Þeir sem munu njóta góðs af gætu til dæmis verið sjóðir sem Qárfesta til lengri tíma, eins og lífeyrissjóðimir sem hafa ekki átt margra kosta völ til að dreifa áhættunni. Það má lítið bera út af í þjóðarbú- skapnum eða útflutningsgreinunum til þess að slíkir aðilar skaðist, en með því að fjárfesta í erlendum ríkisskuldabréfum eða hlutabréfum vel stæðra fyrirtækja er hægt að tryggja sjóði betur til lengri tíma. Þá munu fyrirtæki í erlendum viðskiptum geta stýrt betur gjald- eyrisviðskiptum sínum með því að fjárfesta erlendis. Fyrirtæki sem afla tekna erlendis en þurfa að mæta útgjöldum síðar hafa þurft að skipta gjaldeyrinum í króiiur með tiiheyrandi kostnaði og gengis- áhættu. Hjá því mætti komast með því að festa féð erlendis í verð- bréfum. Einstaklingar munu væntanlega ijárfesta í verðbréfum innlendra sjóða sem síðan fjárfesta í verð- bréfum erlendis. Bæði er kostnaður- inn af því að kaupa verðbréf of hár fyrir einstaklinga og erfítt að dreifa áhættunni á viðunandi hátt. Reynsl- an erlendis sýnir að sparifjáreigend- ur leita heldur til verðbréfasjóða en að stunda slík viðskipti upp á eigin spítur. Algengt er að sjóðimir sér- hæfí sig í einni tegund erlendra verðbréfa, þannig að félagsmenn viti ávallt hvemig fénu er varið,“ sagði Sigurður. Gengistryggðir bankareikningar: Avöxtun líklega sambærileg' við gjaldeyrisreikningana - segir Tryggvi Pálsson framkvæmda- stjóri fjármálasviðs Landsbankans „ÞAÐ má segja að þessir reikn- ingar verði til að veija menn ágjöfinni, en ekki hraða sigling- unni,“ sagði Tryggvi Pálsson framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landsbankans þegar sú stefna ríkisstjórnarinnar að heindlaðir verði gengistryggðir banka- reikningar var borin undir hann. „Þeir sem vijja tryggja sig fyrir gengisbreytingum munu geta gert það með því að leggja fyrir á slíkum reikningum og það mun án efa henta vel fyrirtækjum sem hafa miklar skuldbindingar er- lendis." Tryggvi sagði að það væri óljóst hvemig reglumar yrðu útfærðar. Innlánsstofnanimar þyrftu til að mynda að finna leiðir til að tryggja sig gegn gengisáhættunni. Reikn- ingamir yrðu trúlega með bindi- tíma, annars væri hægt að leggja inn fé degi fyrir gengisfeilingu og njóta ávöxtunar eftir eina nótt. Hann benti á að hér yrði aðeins um heimild að ræða. Forráðamenn banka gætu ráðið hvort þeir not- færðu sér hana. Búast mætti við nokkurri samkeppni á þessu sviði. Mætti gera ráð fyrir að vextir á þessum reikningum yrðu álíka eða þeir sömu og á gjaldeyrisreikning- um bankanna. Fjölbreytni gæti aukist, ef reikningamir yrðu bundn- ir öðram myntum en þeim sem nú tíðkast eða teknar upp „myntkörf- ur“. Spariíjáreigendur hefðu um þrjá nýja kosti velja, bankareikn- inga, gengistryggð ríkisskuldabréf eða erlend verðbréf. „Hér era fyrir hendi gjaldeyris- reikningar og má spyija hvort ekki hefði verið einfaldara að leyfa fólki einfaldlega að kaupa gjaldeyri til að leggja inn á þá. Innlendir gjald- eyrisreikningar veita öðram spam- aðarformum ekki umtalsverða samkeppni þar sem raunvextir af bankareikningum og verðbréfum hafa verið hærri. Einstaklingar sem ekki stunda spákaupmennsku né eiga útistandandi erlend lán hagn- ast ekki á því að binda fé á slíkum reikningum til langs tíma. En að sjálfsögðu er jákvætt ef hægt er að veijast gengisáhættu með öðram hætti en að flytja inn vörar,“ sagði Tryggvi. Borgin kaupir 41 hektara úr Vatn- sendalandi á 23 milljónir: Nýtt bygginga- land 8 hektarar BORGARRÁÐ hefur samþykkt fyrir sitt leyti kaupsamning sem gerður hefur verið um kaup á 41 hektara úr landi Vatnsenda. Að sögn Hjörleifs Kvaran fram- kvæmdastjóra lögfræði- og stjórnsýsludeildar Reykjavíkur- borgar er kaupverðið 23 milijón- ir króna. Endanlega verður gengið frá kaupunum þegar bæj- arstjóm Kópavogs hefur fjallað um samninginn en Kópavogsbær á forkaupsrétt að landinu. Að sögn Hjörleifs Kvaran hafa staðið yfír málaferli milli Magnúsar Hjaltested eiganda Vatnsendalands og Reykjavíkurborgar, vegna vatnsleiðslu sem liggur yfír landið og ekki hafði verið samið um sérs- taklega. „Deilan stóð um hvort leiðslan er að hluta til í lögsögu borgarinnar eða ekki,“ sagði Hjör- leifur. „Þama stóðu hesthús og ýmislegt annað sem við reyndar keyptum upp fyrir um 20 áram og fjarðlægðum. Það hafa því verið smá örðugleikar milli borgarinnar og Magnúsar sem nú er lokið með mestu friðsemd." Landið er að mestu leyti innan lögsögu Kópavogs sem hefur for- kaupsrétt að því og hefur Kristján Guðmundsson bæjarstjóri fylgst með samningaviðræðum borgar- yfírvalda við Magnús. ,Við erum búin að senda bæjarstjóm Kópa- vogs kaupsamninginn til skoðunar og á ég ekki von á öðra en að hann fái jákvæðar undirtektir," sagði Hjörleifur. Að sögn Bjöms Þorsteinssonar bæjarritara Kópavogs, verður fyall- að um kaupsamninginn á fundi bæjarstjómar næstkomandi fimmtudag en ekki er víst að endan- leg niðurstaða fáist á þeim fundi. Hann sagði að málið yrði að skoða í stærra samhengi og hefur Kópa- vogsbær hug á að samtímis verði gengið frá óljósum mörkum milli Kópavogs og Reykjavíkur við El- liðavatn og Lækjarbotna. Vatnsendi er óðalsjörð og sagði Bjöm að taka þyrfti landið eignar- námi áður en af kaupum gæti orðið. Þá gæti einnig farið svo að Alþingi þyrfti að §alla um söluna vegna sérstakra laga sem gilda um óðals- jarðir. Mestur hluti landsins verður úti- vistarsvæði en það liggur að hluta til meðfram Elliðaánum og flæðir Kort af íandinu úr jörð Vatn- senda sem Reykjavíkurborg hyggst kaupa. áin yfír landið í miklum vatnavöxt- um. Rúma átta hektara næst Fellahverfi í Breiðholti er hægt að nýta sem byggingaland.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.