Morgunblaðið - 14.10.1987, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 14.10.1987, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1987 Rósa Sigurðar- dóttir, Merkigili Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, ersefurhérhinnsíðstablund. (V.Briem.) Það kom mér ekki á óvart þegar mér var tilkynnt andlát ömmu minnar þann 19. september sl. Ég vissi að hverju dró, bæði vegna versnandi heilsufars og aldurs hennar. Hún þráði sjálf að fá hvíldina, og fyrir hennar hönd má maður gleðjast. En það er samt erfítt að venjast því, að hún er ekki lengur á meðal okkar. Amma hafði gaman af að vera innan um fólk, var ræðin og glaðlynd. Hún hafði sitt skap eins og aðrir og setti fram sínar skoðanir á hlut- unum. Þannig kom hún mér fyrir sjónir, en ég er nú kannski ekki rétta manneskjan að dæma um það, við vorum of tengdar til þess. Eg tel að hún hafí verið trúuð, þó að hún ræddi ekki mikið um þau mál. Hins vegar sagði hún oft að ef eitthvað gengi miður vel, eða manni liði illa þá væri gott að fara með bænirnar sínar. Ég tel mig hafa þekkt hana vel. Þegar ég minnist ömmu fyrst var ég 4—5 ára og atvikin höguðu því þannig að ég var heimilisföst hjá henni um tíma, þá var afí minn einnig á lífí. Síðan höfum við alla tíð haft mikið samband og mér fínnst ég hafa henni svo mikið að þakka gegnum árin. Ég minnist þess, þegar hún var að reyna að kenna mér að lesa. Það gekk nú svona og svona, enda bók- in ekki til þess fallin. En ég fékkst ekki til að lfta á aðra bók, enda var hún full af myndum. Ég minnist bemskuáranna, þeg- ar ég fékk að fara í heimsóknir til ömmu og afa, hvað þá var haft fyrir litla gestinum. Ævinlega færði hún mér morgunkaffíð í rúmið, kakó og smurt hveitibrauð sem hún bakaði sjálf, og enn í dag er þetta í miklu uppáhaldi hjá mér. Mér fínnst ég ennþá fínna ilminn og bragðið. Ég man alla hjálpina sem hún veitti mér eftir að ég fór sjálf að halda heimili. Haust eftir haust kom hún í sláturtíðinni mér til hjálpar. Ég minnist stundanna er við sátum tvær einar og saumuðum keppi, venjulega á kvöldin, þá var nú margt spjallað. Hún var alltaf að reyna að fræða mann. Ég hafði mjög gaman af að heyra hana segja frá uppvaxtarárum sínum, einnig töluðum við mikið um ættfræði, sem hún hafði alla tíð gaman af. Við gátum líka setið án þess að það færu mörg orð á milli okkar, hvor með sínar hugsanir. Ófáir eru líka leistamir og vettl- ingamir sem hún pijónaði handa mér og mínum, það var eins og hún vissi þegar þetta vantaði. Amma hafði gaman af lestri góðra bóka, ekki síst eftir að aidur- inn færðist yfír, enda ekki haft mikinn tíma á búskaparárum sínum til lestrar. Oft þegar komið var í heimsókn á seinni árum til hennar, sat hún með pijónana sína og hafði opna bók á borðinu. Marga bókina hefur hún gefið mér, en ein þeirra er mér kærust. Ekki fyrir að bókin sjálf væri merkari en aðrar bækur bókmenntalega séð, heldur fyrir það sem amma sagði þegar hún rétti mér hana: „Afí þinn átti þessa bók og ég hélt að þú hefðir gaman af að eiga hana til minningar um hann.“ Þetta eru einungis nokkur mynd- brot minninga um það sem amma var mér og minni ijölskyldu. Ég hef kannski ekki alltaf metið það sem skyldi. Við vorum ekki alltaf sama sinnis, en miðiuðum málun- um, svo ég held að við höfum aldrei skilið ósáttar. Ég tel að hún hafí verið lánsöm í lífinu enda sagði hún það oft sjálf. Hún átti góðan eigin- mann og böm. Hún átti því láni að fagna, að þótt aldurinn væri orðinn hár, þá gleymdist hún ekki. Það yoru svo margir sem komu til hennar, bæði vinir og vandamenn, og var hún þakklát fyrir. Margt mætti fleira segja um hana, en ég læt hér staðar numið. Gamla konan var aldrei mikið fyrir að láta hrósa sér í lifanda lífí, né hlusta á þakkar- orð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt (V. Briem.) Bamabarn Góð kona er gengin. Rósa Sig- urðardóttir frá Merkigili í Eyjafírði andaðist á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 19. september sl. 94 ára að aldri. Er ég heyrði lát hennar, setti að mér hryggð, en ég á svo margar ljúfar minningar um Rósu, að ég get ekki látið hjá líða að stinga niður penna. Fyrsta minning mín um Rósu er frá því ég fjögurra ára telpa heils- aði ungu húsfreyjunni á Merkigili, sem var í heimsókn hjá okkur á nágrannabænum. Auðvitað var ég feimin og hikandi, en feimnin hvarf eins og dögg fyrir sólu, þegar hún fór að tala við mig rétt eins og hitt fólkið, og við hlógum dátt hvor með annarri. Rósa og eiginmaður hennar, Jón Sigurðsson, bjuggu lengi góðu búi á Merkigili, eignuðust 5 börn, sem Krístján Þórsteins- son - Minningarorð Fæddur 15. júní 1909 Dáinn 7. október 1987 Nú legg ég augun aftur ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virzt mig að þér taka mér yfir láttu vaka þinn engil svo ég sofi rótt. Ég fel í forsjá þina Guð faðir, sálu mína þvi nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engia geyma öll bömin þín svo blundi rótt. (M. Joch.) Elsku pabbi minn, Kristján Þór- steinsson, er sofnaður svefninum langa. Hann var stjúpfaðir minn, en ég var alltaf eins og eitt af hans eigin bömum. Hjá honum og móður minni heitinni, Sólbjörgu Magnús- dóttur, ólst ég upp í Baldursheimi við Nesveg. Hann var alltaf vak- andi yfír velferð minni og fjölskyldu minnar. Þegar við fluttum í aðra heimsálfu, þar sem við vorum bú- sett í 10 ár, liðu engin jól án þess að við hefðum íslenskt hangikjöt á borðum. Það var jólagjöfin okkar frá pabba og afa. Og óteljandi em sendibréfin sem hann skrifaði. Tvisvar sinnum lagði hann land undir fót og heimsótti okkur. Nú er hann farinn í hinstu ferðina, til þeirrar strandar sem bíður okkar allra. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Guðrún Örk Afí minn, Kristján Þórsteinsson, lést þann 7. október í hjúkranar- heimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi. Hann var fæddur á Þingeyri í Dýra- fírði þann 15. júní 1909. Hann gekk móður minni, Guðrúnu Örk Guð- mundsdóttur, í foðurstað, en amma mín, Sólbjörg Magnúsdóttir, hélt heimili með afa allt til að hún lést þann 22. ágúst 1967, þá aðeins 51 árs að aldri. Afí og amma áttu heimili í Bald- ursheimi við Nesveg. Ekki vora það ófáar heimsóknimar sem ég fór til þeirra í Baldursheim. Tóku þau allt- af vel á móti mér og alltaf fékk ég gott í munninn. Þau áttu mikið af fallegum munum og stórt og mikið bókasafn áttu þau líka. Man ég þegar ég fékk að fara niður í Fiskifélag. Þar var margt að sjá og skoða, en afí gegndi starfi húsvarðar hjá Fiskifélagi íslands í yfír 40 ár. Þegar ég gekk í hjónaband vora foreldrar mínir búsettir erlendis og var afí þá boðinn og búinn að rétta fram hjálparhönd og má segja að hann hafi leitt mig inn í mitt hjóna- band þar sem hann fylgdi mér upp að altarinu. Þetta mun ég ávallt geyma í minningu minni. Elsku afi er nú sofnaður svefninum langa. Ég þakka honum samfylgdina. Blessuð sé minning hans. Helga Björg Hallgrímsdóttir Þann 7. þessa mánaðar lést á elli- og hjúkranarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi Kristján Þórsteinsson. Hann var fæddur á Þingeyri við Dýrafyörð en fluttist þaðan ungbam að býlinu Öndverðamesi á Snæfells- nesi, til afa síns og stjúpmóður og ólst þar upp til 12 ára aldurs. Kristján var snemma látinn taka til hendi, enda ærið verkefni að starfa við á heimili, sem byggði af- komu sína bæði til lands og sjávar. t Minningarathöfn um systur okkar, SESSEUU EYSTEINSDÓTTUR, Ingólfsstræti 16, Reykjavík, verður í Dómkirkjunni, fimmtudaginn 15. október kl. 15.00. Jarðsett verður á Breiðabólstað á Skógarströnd, laugardaginn 17. október kl. 14.00. Bílferð frá BSÍ kl. 10.30 sama dag. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeir sem vilja minnast hennar, láti Blindravinafélagið njóta þess. Ólafur Eysteinsson, Arnbjörg Eysteinsdóttir, Einar Eysteinsson, Kristfn Eysteinsdóttir. Lokað Lokað verður eftir hádegi í dag, vegna jarðarfarar KRISTJÁNS ÞÓRSTEINSSONAR frá Öndverðarnesi, fyrrv. húsvarðar Fiskeldisfélags íslands. t Þökkum innilega hlýhug og samúð við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, BORGHILDAR VILMUNDARDÓTTUR, Grýtubakka 26. Ingl S. Bjarnason, Björg Ingadóttir, Jón Steindór Ingason, Birna G. Ingadóttir, Ingi Gunnar Ingason, Ragna St. Ingadóttir, Gunnhildur Anna Ingadóttir, Bjarni V. Ingason, Jóhanna S. Ingadóttir, Ráðhildur S. Ingadóttir, Anna Þ. Eirfksdóttir, Rúnar S. Svavarsson, Kristjana Kristjánsdóttir, Sigurður Karlsson, Tumi Magnússon og barnabörn. Lokað Hárgreiðslustofan Perla, Vitastíg 18a. Lokað vegna útfarar. Verslunin Yrsa, Skólavörðustíg. Rannveig Guðlaugsdóttir, hárgeiðslumeistari. öil komust á legg og hjálpuðu for- eldranum við búskapinn. Tíndust síðan að heiman eitt af öðra, þegar ekki var lengur þörf fyrir þau við búskapinn. 011 hafa þau fest ráð sitt, eignast böm, og er nú afkom- endahópur Rósu og Jóns á Merkigili orðinn stór. Margar vora ferðimar okkar, fjölskyldunnar á Hranastöðum, suð- ur í Merkigil, og alltaf var jafngam- an að blanda geði við hjónin og krakkana. Þá var ekki síður gaman fyrir okkur að fá heimsóknir frá Merkigili, og mér fannst ætíð sama birtan og hlýjan fylgja Rósu og fyöl- skyldu hennar er þau bar að garði. Árin liðu. Rósa varð ekkja og þegar yngri sonur hennar tók við jörðinni og búinu, flutti Rósa til Akureyrar og leigði sér íbúð. Nú hafði hún meiri tíma til að hafa samband við vini og frændur, sem vora margir í bænum og nágrenni. Oft var gestkvæmt hjá Rósu og glatt á hjalia, því glaðlyndi hús- freyjunnar var æ hið sama. Hún átti líka þá einstöku mildi og skiln- ing á manneskjunni, að allir fóra glaðari og ríkari af fundi hennar. Hún hafði brennandi áhuga á vel- ferð bama sinna og vina, en ætíð gerði hún greinarmun á veraldleg- um auði og sannri lífshamingju. Öllum vildi hún láta líða vel og tók ætíð svari þeirra, er lítils vora virtir. Síðustu árin, þegar kraftar dvínuðu, dvaldi Rósa á eliiheimilinu í Skjaldarvík, en síðast á Dvalar- heimilinu Hlíð á Akureyri. Ég þakka Rósu einstaka tryggð og vináttu gegnum árin, og alla vinsemd gagnvart fy'ölskyldu minni. Bömum hennar og fyölskyldum þeirra sendi ég innilegar samúðar- kveðjur. K.P. Hann var látinn sitja yfír ánum og átti hann margar og góðar minning- ar frá þeim áram, þó sumar væra blandnar ótta við ýmsa ókunna vætti sem lifðu góðu lífi í huga fóiksins á þeim áram, enda bauð landslagið upp á það, bæði stórbrotið og hrika- legt og með djúpum gjótum. Það skal því engan undra þó að lítill hjá- setudrengur beri ermi að hvarmi, honum var líka ljós sú mikla fegurð og kyrrð sem gat ríkt, ilmurinn af gróðrinum í neshrauninu er öllum kunnur sem honum hafa kynnst. Það var því ekki nema eðlilegt að hugur til átthaganna væri ríkur og bundinn þeim böndum sem alltaf toguðu í. Eftir fráfall afa síns flutt- ist Kristján til Reykjavíkur, þá innan við fermingu. Hann átti fáa að sem veittu honum stuðning, hann varð þvi snemma að standa á eigin fótum, til annarra var ekki að leita. Hann minntist oft á gamla konu sem átti heima í húsi við Laugaveginn, þar sem hann átti heima. Hún sýndi honum velvild og vék oft að honum bita af fátækt sinni. Fljótlega eftir ferminguna fór hann til sjós sem hjálpardrengur en nokkru síðar fór hann að vinna hjá símanum og var þar í fímm ár. Að því loknu fór hann til starfa í Fiskifé- lagshúsinu sem húsvörður ásamt fleira og vann þar um 40 ára skeið. Eins og áður er vikið að, bar Kristján ríkan vinarhug til átthag- anna, þó hann færi þaðan ungur. Hann hafði forystu um stofnun Att- hagafélgs Sandara og vann að því með atorku og heilum hug. Sá fé- lagsskapur var honum hugleikinn alla tíð og vildi hann veg hans og gengi sem mest. Hann var formaður félagsins um mörg ár, hann lét gera félagsmerki sem er mjög vel af hendi leyst og hann var kjörinn fyrsti heið- ursfélagi og var hann vel að því kominn. Kristján var dansmaður mikill og óragur að sveifla sér í dans- inn þó gólfíð væri autt. Hann var stakur reglumaður á vín, en amaðist samt aldrei þó aðrir í návist hans hefðu það um hönd. Hann var kátur og glettinn og hrókur alls fagnaðar á manna fundum. Ég, sem þessar línur rita, vann með Kristjáni í áraraðir að félags- málum og á því margar og skemmti- legar endurminningar frá þeim tíma. Um leið og ég kveð góðan félaga þá færi ég hans fjölskyldu og vensla- fólki mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Sigurður Bjarnason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.