Morgunblaðið - 14.10.1987, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 14.10.1987, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1987 51 5 3 EGILSSTAÐIR 500 m Morgunblaðiá/ Gól Morgunblaðið/Bjöm Sveinsson Frá bæjarstjórnarfundinum á Egilsstöðum. Við borðsendann sitja talið frá vinstri: Sigurður Símonarson bæjarstjóri og Helgi Halldórsson forseti bæjarstjómar. erfíðasti tími ársins vegna snjóa, frosta og myrkurs. Einnig geta rigningar orsakað stórflóð í Lagar- fljóti og Eyvindará og þá er ómögulegt að vinna að þessu verki og það hefur til dæmis ekki verið hægt undanfarinn hálfan mánuð. Við trúm því ekki hér að sam- gönguráðherra átti sig ekki á því að hann hafí kveðið upp rangan dóm og endurskoði því afstöðu sína. Með þessum úrskurði ráðherrans, sem byggður er á röngum forsend- um, er verið að svipta okkur vinnunni en hún er helgur réttur hvers manns", sagði Kjartan. Ekkí sök félag’sins að samningar drógnst Hann sagði að það væri ekki sök Samstarfsfélagsins að könnunar- viðræður félagsins og flugmála- stjóra hefðu dregist á langinn, eins og Hreinn Loftsson, aðstoðarmaður samgönguráðherra, hafi gefíð í skyn. „Flugmálastjóri var með verkgögnin í úrvinnslu 7. júlí sl. til 6. eða 7. ágúst sl. Samstarfsfélagið hafði þá eina viku til að gera tilboð í verkið og 14. ágúst sl. var tilboð- ið opnað á umdæmisskrifstofu flugmálastjómar á Egilsstöðum. Samstarfsfélagið frétti síðan ekkert af þessu máli fyrr en 23. september sl., þegar flugmálastjóri kom til Egilsstaða til að hefja könn- unarviðræður við félagið. Þann dag lýstum við því yfír á fundi með flug- málastjóra í Valaslqálf að við værum tilbúnir að vinna verkið fyr- ir 45 til 50 milljónir króna. Sam- starfsfélagið fékk síðan ekkert að vita um gang mála fyrr en í útvarps- fréttum þann 2. október sl., þar sem haft var eftir samgönguráðuneytinu að samningaviðræðum félagsins og flugmálastjóra hefði lokið án niður- stöðu. Félagið hefur aldrei fengið form- lega tilkynningu um það að þessum viðræðum sé lokið, hvorki frá ráðu- neytinu né flugmálastjóra", sagði Kjartan Ingvarsson. LAGARFUOT Heimsóknin ekki óvænt Helgi sagði fjölmiðla hafa gefíð heldur leiðinlega mynd af heimsókn bæjarstjómarmanna á sjúkrabeð samgönguráðherra. Gefíð hefði ver- ið í skyn að heimsókn bæjarstjóm- armanna á sjúkrabeð ráðherrans ■ Finnsstaðir Flugvallarmálið á Egilsstöðum: Er verið að svipta okkur vinnunni - segir Kjartan Ingvarsson forsvarsmaður Samstarfsfélags véla- og tækja- eigenda á Héraði Á FUNDI bæjarstjórnar Egils- staða siðastliðinn miðvikudag var meðal annars tekið fyrir svo- kallað flugvallarmál á Egilsstöð- um. í bókun sem samþykkt var af öllum bæjarstjórnarmönnum harma þeir þá ákvörðun sam- gönguráðherra að efna til almenns útboðs á fyrsta áfanga Egilsstaðaflugvallar. Heimamenn standi áfram saman Sigurður Öm Símonarson, bæj- arstjóri Egilsstaðakaupstaðar, kom þeirri skoðun sinni á framfæri á bæjarstjórnarfundinum að heima- menn verði að standa saman að tilboðsgerð i flugvallaráfangann en bjóði ekki í verkið hver á móti öðr- um. Helgi Halldórsson, forseti bæjar- stjómar, sagði, í samtali við blaða- mann eftir fundinn, að bæjarstjóm- in geri, að eigin fmmkvæði, ekki meira í þessu máli. Bæjarstjómin muni þó að sjálfsögðu styðja áfram við bakið á heimamönnum í þessu máli og gera allt, sem í hennar valdi stendur, til að heimamenn fái verkið. Helgi vildi leiðrétta þann mis- skilning sem fram hefði komið í fréttum að fyrsta tilboð Samstarfs- félags véla- og tækjaeigenda á Héraði í fyrsta áfanga Egilsstaða- flugvallar hefði verið 59 milljónir króna. Hann sagði að það væri við- urkennt af öllum málsaðilum að þar hefði verið um misskilning að ræða sem hefði stafað af villum í útboðs- gögnum. Þegar búið var að leiðrétta þennan misskilning hefði tilboðið hljóðað upp á 54 milljónir króna. Helgi sagði að Samstarfsfélagið hafí síðast boðið 45 milljónir króna í verkið. Hann taldi að félagið hefði fengið verkið ef félagið hefði boðist til að vinna verkið fyrir 42 milljón- ir króna. Vel hefði verið hægt að brúa þetta bil. Félagið hafí hins vegar ekki fengið tækifæri til að lækka tilboð sitt enn frekar. Nú væri eins víst að eitthvert stóru verktakafyrirtækjanna fengi verk- ið. Kjartan Ingvarsson, einn af for- svarsmönnum Samstarfsfélags véla og tækjaeigenda á Héraði. verkið myndi kosta á almennum markaði hefði verið tveggja mánaða gömul þegar félagið hefði boðist til að vinna verkið fyrir 45 til 50 milij- ónir króna en spá verkfræðistofunn- ar hefði hljóðað upp á 42 tii 45 Núverandi og fyrirhugaður flugvöllur við Egilsstaði. milljónir króna. „Félagið bauðst til að lækka tilboð sitt niður í 45 til 50 milljónir króna vegna þess að það fékk betri upplýsingar um verk- ið“, sagði Kjartan. Hann sagði að sá verkþáttur sem Samstarfsfélagið hefði gert tilboð í væri lagning aðkomuvega að flug- brautinni, gerð vamargarða, lagn- ing 660 metra af flugbrautinni, ferging og frágangur öiyggis- svæða. Hann sagðist telja 45 til 50 milljónir króna mjög sanngjamt verð fyrir þennan áfanga því á hon- um hafí átt að byija 15. september sl. og honum lokið í síðasta lagi 31. mars á næsta ári. „Eins og allir vita er þetta er hefði verið óvænt. Sannleikurinn í málinu væri hins vegar sá að bæjar- stjómarmennimir hefðu ætlað að tala við staðgengil ráðherra um flugvallarmálið en þegar sam- gönguráðherra frétti af því hafí hann boðið þeim að tala við hann sjálfan á sjúkrahúsinu. Rangtúlkun ráðuneytisins Kjartan Ingvarsson, einn af for- svarsmönnum Samstarfsfélags véla- og tækjaeigenda á Héraði, sagði að í félaginu, sem að vísu væri ekki lögformlega stofnað, væm 34 skráðir aðilar, bæði ein- staklingar og fyrirtæki. Kjartan sagði að ef tilboð Sam- starfsfélagsins í fyrsta áfanga Egilsstaðaflugvallar hefði verið 20-30% yfír almennum markaði hefði félagið aldrei ætlast til þess að því tilboði yrði tekið. Kjartan sagði að það væri rang- túlkun ráðuneytisins að samningum flugmálastjóra við Samstarfsfélagið hafí lokið án niðurstöðu. Viðræður félagsins við flugmálastjóra hefðu ekki verið samningar, heldur ein- ungis könnunarviðræður. Hann sagði að markaðsspá Almennu verkfræðistofunnar um það hvað Vmnuborð og vagnar Iðnaðarborð, öll sterk og stillanleg. Meðog án hjóla. Hafðu hvern hlut við hendina, það léttir vinnuna og sparar tímann. Leitið upplýsinga. UMBODS OG HE/LDVERSL UN BÍLDSHÖFDA 16 SÍMI 6724 44 TÁKN TRAUSTRA FLUTNINGA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.