Morgunblaðið - 14.10.1987, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.10.1987, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1987 Kirkjuþing; Mörkuð verði framtíðarstefna í fjár- og eignamálum kirkjunnar - segir í tillögu til þingsályktunar um kirkjueignir Á DAGSKRÁ kirkjuþings á mánudag- voru, meðal annarra mála, tillaga til þingsályktunar um stefnumörkun varðandi kirkjueignir og frumvarp til laga um kirkjugarða. Forsvarsmenn tillögu til þings- ályktunar um stefnumörkun varð- andi kirkjueignir og fleira voru sr. Þórhallur Höskuldsson, sr. Jón Ein- arsson, sr. Jónas Gíslason og sr. Jón Bjarman. í tillögunni segir að kirkjuþing 1987 feli kirkjuráði að skipa nefnd er geri tillögur að framtíðarskipan kirkjueigna og um fjármálasam- skipti ríkis og kirkju almennt. Nefndin hafi meðal annars hlið- sjón af samþykkt kirkjuþings 1982, tillögum starfsháttanefndar 1977 og álitsgerð kirkjueignanefndar 1984. Tillögur nefndarinnar skuli miða að því að auka fjárhagslega ábyrgð og sjálfstæði kirkjunnar gagnvart ríkinu. I greinargerð með þessari tillögu segjast flutningsmenn vilja koma á ný af stað umræðu um fjármál og eignamál kirkjunnar, bæði þjóð- kirkjunnar sem einstakra kirkna. Tilgangurinn sé sá að mörkuð verði ákveðin stefna af hálfu kirkjunnar um framtíðarstöðu þessara mála. Flutningsmenn telja eðlilegt að kirkjuþing hafi frumkvæði að slíkri stefnumörkun en segja tillögumar yrðu þá að sjálfsögðu jafnframt ræddar af öðrum aðilum kirkjunnar áður en til viðræðna ríkis og kirkju kirkjueignanefnd hafi skilað fyrri hluta álitsgerðar sinnar árið 1984. í henni hafi fyrst og fremst verið um fræðilega úttekt á réttarstöðu hinn svonefndu kirkjueigna og ráð- stöfun þeirra fyrr og síðar. Seinni hluti álitsgerðarinnar er væntanleg- ur á þessu ári. í henni verður skrá og greinargerð um einstakar jarð- eignir kirkjunnar. Flutningsmenn telja tímabært að nýta þá miklu vinnu sem að baki þessu verki liggi og freista þess að marka á grund- velli hennar ákveðna stefnu til frambúðar varðandi kirkjueignim- Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 21/1963 um kirkju- garða var flutt af kirkjuráði. í því segir meðal annars að kirkjugarðar skuli fá eitt og hálft af hundraði aðstöðugjalda á því svæði er eigi rétt til kirkjugarðsins. Hrökkvi tekj- ur kirkjugarðs ekki fyrir nauðsyn- legum útgjöldum, verði kirkju- garðsstjóm heimilt, að fengnu leyfi hlutaðeigandi sveitarstjómar, að hækka hundraðsgjaldið af aðstöðu- gjöldum í fjögur af hundraði fyrir eitt ár í senn. Hlj ómleikaf er ð Sinfóníuhljóm- sveitarinnar; Sumir urðu að láta sin- fóníu stór- hríðarinnar nægja Varmahlíð. ÞAÐ telst til meiriháttar við- burða þegar Sinfóníuhljómsveit fslands heldur hljómleika í sveit- inni. Síðastliðið föstudagskvöld kom hljómsveitin í Varmahlíð frá Siglufirði, en þar varð hún hríðteppt á fimmtudagskvöldið. Eftir tónleikana á Siglufirði átti að fara til Akureyrar til gisting- ar, en snúa varð við vegna veðurs og ófærðar. Að sögn Sigurðar Bjömssonar framkvæmdastjóra hefur ferðalagið gengið að óskum og eftir áætlun að öðru leyti. Aðsókn hefur verið góð og undirtektir einnig. Sérstak- lega voru fjölsóttir tónleikar á Húsavík en einleikari hljómsveitar- innar í þessari ferð er einmitt Húsvíkingur, Ásgeir Steingrímsson, trompetleikari. Aðsókn í Miðgarði á föstudags- kvöldið var þokkaieg og má raunar teljast góð miðað við að það var stórhríðarveður. Vitað er að fólk varð frá að snúa vegna ófærðar og jafnvel að láta sér nægja að sitja í bflum í snjósköflum og hlusta á sin- fóníu stórhríðarinnar á meðan hinir ljúfu tónar ómuðu í Miðgarði. Hljómsveitinni eru færðar bestu þakkir fyrir komuna með von um endurkomu sem fyrst og þá í betra veðri. Þessi norðanhríð er nú að ganga niður í bili. Veður var mjög slæmt í Skaga- fírði á föstudag, hvöss norðan- og norðvestanátt með snjókomu. Féll skólahald víðast niður sökum veð- urs. Þykir mönnum vetur konungur heldur snemma á ferð og kom ör- ugglega mörgum á óvart, skepnur úti, og ekki ólíkleglegt að fé hafi jafnvel grafíst í fönn, en komnir eru miklir skaflar. P.D. m \\ &TDK ,\\ HREINN i\\ HUÓMUR > oKK 3* ífn AUGLÝSINGASTOFA MYNDAMÓTAHF kremi. í greinargerðinni segir einnig að ar. Audi ÞÝSKA TÆKNIUNDRID ER ENN AD GERAST Með sjálfskiptingu eða íimm giia handskiptingu BÍLL SEM BER AF ÖDRUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.