Morgunblaðið - 18.10.1987, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 18.10.1987, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 1987 45 Franskar á fimmtudags- kvöldum Úr myndinnl Tendre poulet eftlr Philippe de Broca. Úr myndinni Police python, sem endursýnd verður f kvikmyndaklúbbn- um 17. des. Kvikmyndaklúbbur Alliance Francaise er byrjaður starf- semi sína aftur og hefur fært út kvíarnar því hann sýnir nú franskar myndir á þremur sýningum hvert fimmtudags- kvöld í Regnboganum. Myndirnar eru frá ýmsum tímum, allt frá 1935 til 1983. Myndirnar Police python eftir Alain Corneau frá 1976 með Yves Montand og Simone Sig- noret í aðalhlutverkum og Ce cher Victor (Kæri Victor) eftir Robin Davis frá 1974 með Bernard Blier og Jacques Dufil- ho í aðalhlutverkum, hafa þegar verið sýndar en Police python verður endursýnd þann 17. des. Aðrar myndir sem boðið verður uppá fram að áramót- um eru eftirtaldar (upplýsingar eru fengnar úr sýningarskrá): La Kermesse héroique (Hetjuhátíðin) eftir Jacques Feyder frá 1935, sígild mynd frá gullöld franskrar kvik- myndagerðar. Hún gerist á 17. öld í flæmskumælandi hluta Belgíu og hefst á því að til- kynnt er koma vafasams manns, hertogans af Olivares, landstjóra Spánverja í Hol- landi, í smábæinn Boom. Konurnar í bænum ákveða að taka á móti gestunum með eftirminnilegum hætti (sýnd 15. okt.). L’année derniére á Marien- bad (Síðasta ár í Marienbad) eftir Alain Resnais, sem leik- stýrir, og Alain Robbe-Grillet, sem skrifar handritið, frá 1961, draumkennd mynd sem hver áhorfandi verður að túlka eftir eigin hugmyndaflugi (sýnd 22. okt.). Tendre Poulet eftir Philippe de Broca frá 1977. Þetta er löggumynd í léttum dúr með Annie Girardot, Philippe Noiret og Cahterine Alric í aðalhlut- verkunum en myndin segir frá kvenlögregluforingja og grískukennara sem hittast aft- ur eftir fjölda ára (sýnd 29. okt.). Le vieux fusil (Gamli hólkur- inn) eftir Robert Enrico, sem leikstýrir, og Pascal Jardin, sem skrifar handritið, frá 1976 með Philippe Noiret, Romy Schneider og Jean Bouise. Myndin gerist árið 1944. Eigin- kona og dóttir læknis eru myrtar og læknirinn ákveður að leita hefnda (sýnd 5. nóv.). Le signe du lion (Ljónsmerk- ið) eftir Eric Rohmer frá 1959 með Jill Olivier og Jess Hahn í aðalhlutverkunum. Þetta er fyrsta mynd Rohmers í fullri lengd en Claude Chabrol fram- leiddi hana. Sýningar á henni hófust ekki fyrr en 1962 og var henni ekki mjög vel tekið af áhorfendum þótt gagnrýnend- ur lofuðu hana mikið. Myndin segir frá Ameríkana sem fer í hundana í París (sýnd 12. nóv.). Adieu Philippine (Bless, Philippine) eftir Jacques Rozier frá 1962. Rozier tilheyrir frönsku nýbylgjunni og þessi mynd hans er lýsing á Frakkl- andi þegar það átti í stríði við Alsír. Hún segir sögu ungs mans sem kallaöur er í herinn (sýnd 19. nóv.). Les trois couronnes du matelot (Hinar þrjár krónur sjó- mannsins) eftir Raoul Ruiz frá 1983. Sjómaður segir ungum námsmanni sögu sína en myndin byggir eingöngu á yfir- náttúrulegum fyrirbærum og gegnir endurholdgunin þar miklu hlutverki. Ruiz er frá Chile og var sérlegur kvik- myndaráðgjafi Salvadors Allende. Þegar stjórninni var steypt af stóli var Ruiz í Frakk- landi (sýnd 26. nóv.). Si j’étais un espion (Ef óg væri njósnari) eftir Bertrand Blierfrá 1967. Blier, sem leikur sjálfur í þessari spennumynd sinni, er frægur fyrir m.a. Les valseuses (sýnd 3. des.). Moi, un noir (Ég, sverting- inn) eftir Jean Rouch frá 1958. Myndin er eintal Ivoirien frá Treichville sem segir frá sjálf- um sér fyrir framan myndavél- ina. Rouch er þjóðfræðingur og kvikmyndagerðarmaður, myndir hans eru ekki langt frá því að vera heimildamyndir; hann segir frá raunveruleikan- um eins og hann kemur fyrir. Tannlæknastofa Hef opnað tannlæknastofu á Garðatorgi 3, Garðabæ. Engilbert Ó. H. Snorrason, tannlæknir. Sími656844. HAGRÆÐINGARFÉLAG ÍSLANDS Mánudaginn 19. október kl. 15.00: - Flutningatækni. - Skipulagning dreifikerfa. - Sjálfvirkni og stýritækni. Fundurinn verður haldinn í húsakynnum Mjólkursamsöl- unnará Bitruhálsi 1. Þátttakendum gefst kostur á að skoða starfsemina og fræðast um og ræða framangreinda þætti, sem eru með því fremsta sem gerist hér á landi. Margt í því skipulagi og þeirri tækni sem þarna er nýtt getur nýst öðrum fyrirtækjum þó óskyld séu. Pétur Sigurðsson tæknilegur framkvæmdastjóri og Brynjar Haraldsson rekstrarráðgjafi munu kynna starfsemina og svara fyrirspurnum um málefni þessa fundar. Félagsmen og aðrir áhugamenn um f ramangreint efni eru hvattirtil að mæta stundvíslega kl. 15.00. Stjórnin. OffiAUGiySINOAWONUSTAN SJA Pósthússtræti 13, sími 22477, í hjarta Reykjavíkur á homi Pósthússtrætis og Kirkjustrætis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.