Morgunblaðið - 18.10.1987, Síða 48

Morgunblaðið - 18.10.1987, Síða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 1987 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna ísaga hf. Starfsmaður óskast til afgreiðslustarfa. Upplýsingar eftir hádegi í síma 672420 og á staðnum, Breiðhöfða 11. Ungmennafélagið Stjarnan, Garðabæ Framkvæmdastjóri Bókhald Tek að mér bókhald og framtöl fyrir smærri fyrirtæki. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. merkt: „Bókhald - 3004“. Vélstjórar Viljum ráða vélstjóra með full réttindi á skut- togara. Upplýsingar í símum 95-5450 og 95-5074. Útgerðarfélag Skagfirðinga hf. Ritari Fyrirtæki á sviði fjármála vill ráða vanan ritara til starfa. Tungumálakunnátta nauðsynleg ásamt góðri vélritunar- og íslenskukunnáttu. Góð laun fyrir réttan aðila. Æskilegur aldur 30-35 ára. Umsóknir merktar „Gott starf - 4201 “ sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir miðvikudag. Framkvæmdastjóri Fiskmarkaður Vestmannaeyja hf. auglýsir starf framkvæmdastjóra félagsins laust til umsóknar. Umsóknir skal senda til stjórnar- formanns Sigurðar Einarssonar, pósthólf 96, Vestmannaeyjum. Frestur til að skila um- sóknum er til 26. október 1987. Nánari upplýsingar veittar í síma 98-2300. Stjórn Fiskmarkaðar Vestmannaeyja hf. Bifvélavirkjar Getum bætt við okkur tveim bifvélavirkjum á nýja verkstæðið okkar. Bónuskerfi. Góð aðstaða. Upplýsingar veitir Baldur Fllöðversson á staðnum. JÖFUR hf NÝBÝLAVEGI 2 KÓPAVOGI SÍMI 42600 Verslunarstjóri Kaupfélag Saurbæinga óskar eftir að ráða verslunarstjóra. Ráðningartími er frá 1. janúar nk. Leitað er að manni með reynslu í verslunar- störfum. Húsnæði fyrir hendi. Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf sendist kaupfélagsstjóra sem veitir nánari upplýsingar í síma 93-41501 eða starfsmannastjóra Sambandsins. Kaupfélag Saurbæinga Skriðulandi Næturvarsla - ræsting Starfsmann vantar sem fyrst til næturvörslu og ræstinga. Allar upplýsingar veitir Ragnar Kristjánsson milli kl. 16.00 og 18.00 á mánudag. Prentsmiðjan Oddi hf., Höfðabakka 7, 1 WReykjavík. Umf. Stjarnan, Garðabæ, auglýsir laust til umsóknar starf framkvæmdastjóra félagsins. Um er að ræða 50-100% starf. Upplýsingar eru veittar á skrifstofu félagsins í síma 651940 milli kl. 16-18 alla virka daga. Atvinna - sölumaður Vanur sölumaður óskar eftir vel launuðu fram- tíðarstarfi. Hef góða reynslu og góð meðmæli ef óskað er. Er 34 ára fjölskyldumaður. Aðeins vellaunað starf kemur til greina. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. merkt: „S - 5400“ fyrir 23. okt. Menningarstofnun Bandaríkjanna óskar að ráða starfskraft sem fyrst til aðstoð- ar í upplýsingadeild. Fjölbreytt starf. Mjög góð enskukunnátta nauðsynleg ásamt reynslu í ritvinnslu og vélritun. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 31. október merktar: „USIS - 87“. Sjúkraliði óskast til starfa í heimahjúkrun, 50% starf. Umsóknarfrestur er til 1. nóvember. Nánari upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 53669. Heilsugæslustöð Hafnarfjarðar. Uppeldisfulltrúi Starf uppeldisfulltrúa við neyðarathvarf Ungl- ingaheimilis ríkisins, Kópavogsbraut 17, er laust frá 1. nóvember nk. Unnið er á vöktum og felst starfið í meðferð og aðstoð við 13-15 ára unglinga sem eiga í erfiðleikum af ýmsum ástæðum. Við leitum að ákveðnum og glaðsinna ein- staklingi með reynslu og/eða menntun á sviði uppeldis-, félags- eða skólamála. Nánari upplýsingar veittar í síma 42900. Umsóknarfrestur er til 23. október. Deildarstjóri. Framkvæmdastjóri Félag rækju- og hörpudisksframleiðenda vill ráða framkvæmdastjóra til starfa sem fyrst. Um er að ræða fullt starf. Leitað er að viðskiptafræðingi eða aðila með góða menntun sem nýtist í þessu starfi. Viðkomandi þarf að hafa einhverja reynslu eða þekkingu á þessari atvinnugrein. Verksvið er m.a. gagnasöfnun, útreikningar auk almennra verkefna fyrir samtökin. Góð iaun í boði fyrir réttan aðila. Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu okkar. Umsóknir er tilgreini aldur, menntun ásamt starfsreynslu sendist skrifstofu okkar, fyrir 21. okt. nk. . Guðni Tónsson RÁÐCJÓF &RÁPNINCARÞJÓNUSTA T'JNGÖTU 5. 101 REYKJAVÍK — PÓSTHÓLF 693 SÍMl 621322 SMIÐJUVEG 11 - 200 KÓPAVOGI - S: 91-641340 Trésmiðir óskast í mælingavinnu. Upplýsingar í sima 641340. Ný gjafavöruverslun sem verslar eingöngu með vandaða og fal- lega ítalska nytjalistmuni óskar eftir starfs- manni við afgreiðslu hálfan daginn (e.h.). Þarf að hafa góða framkomu, vera snyrtileg- ur og stundvís. Yngri en 25 ára kemur ekki til greina. Góð laun fyrir réttan starfsmann. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til auglýsingadeildar Mbl. fyrir miðvikudaginn 28. okt. merktar: „Björt framtíð - 2204“. Mikil vinna Okkur bráðvantar starfsmenn til eftirtalinna starfa nú þegar: 1. Starfsmann á lyftara. Þarf að hafa lyftara- próf. 2. Lagermann á vaktir. Helst með lyftara- próf. Gott mötuneyti er á staðnum. Þeir sem áhuga hafa á störfum þessum hafi samband við Þóru Magnúsdóttur milli kl. 13.00 og 16.00. Fyrirspurnum ekki svarað í síma. Kassagerð Reykjavíkur hf. KLEPPSVEGI 33-105 REYKJAVlK - S. 38383 |5| REYKJMJÍKURBORG R|l 'I Acuoteui Stö^wi MF Bókasafnsfræðingur Hjá skólasafnsmiðstöð skólaskrifstofu Reykjavíkur eru lausar til umsóknar nú þegar tvær stöður bókasafnsfræðinga: 1 .Skólasafnafulltrúi Skólasafnafulltrúi er forstöðumaður skóla- safnamiðstöðvar. Hann hefur m.a. eftirlit og umsjón með skólasöfnum í Reykjavík og leið- beinir skólasafnsvörðum í starfi. 2. Bókasafnsfræðingur Bókasafnsfræðingur annast m.a. flokkun, skráningu og önnur sérfræðistörf. Hlutastarf kemur til greina. Skólasafnamiðstöð skólaskrifstofu Reykjavík- ur er þjónustumiðstöð fyrir skólasöfn grunn- skóla Reykjavíkur, tvo framhaldsskóla og nokkrar sérdeildir. Hún er til húsa í Miðbæjar- skólanum við Fríkirkjuveg. Nánari upplýsingar eru veittar hjá skóla- safnamiðstöð í síma 28544 (Auðbjörg) kl. 9.00-13.00 alla virka daga. Umsóknarfrestur er til 30. október 1987. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð á eyðublöðum sem þar fást.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.