Morgunblaðið - 18.10.1987, Page 58
'<S*M *«<
**tow*
'fW'.UM
í Reykjavík hjá Bjarna heitnum
Jónssyni í júlí 1930, og drifu sig
síðan austur og var fátt um fínar
veislur. Hann riflaði þetta einmitt
upp með mér fyrT á þessu ári við
brúðkaup mitt og sagði þá: „Gestir
voru nú engir, en mig minnir að
við höfum fengið okkur sitt hvorn
snúðinn." Ja, þvílíkir tímar miðað
við það sem nú er. Síðan hófu þau
búskap í Úthlíð, fyrst ásamt Er-
lendi bróður ömmu, en seinna
bjuggu þau einn vetur með Ólafi
Þorvaldssyni og konu hans. Nýtt
íbúðarhús var byggt á jörðinni 1931
af eigendum jarðarinnar sem voru
Reykvíkingar og var Magnús Sig-
urðsson bankastjóri fyrir eigendum.
Var þetta hið glæsilegasta hús og
bjuggu þau afí og amma þar allan
sinn búskap og stendur húsið enn
algerlega óskemmt, nú 56 ára gam-
alt. Gísli langafí og Sigríður
langamma bjuggu þar einnig alla
tíð meðan þau lifðu þó þau hefðu
búskap á næstu jörð, Hrauntúni.
Þama fæddust síðan bömin hvert
af öðm og urðu alls sjö talsins. Þau
em, talin í aldursröð: Gísli, ritstjóri
og listamaður, f. 1930; kona hans
er Jóhanna Bjamadóttir og eiga þau
tvö böm. Ingibjörg, læknaritari, f.
1933; maður hennar er Hróar
Bjömsson og eiga þau fjögur böm.
Bjöm faðir undirritaðs, bóndi í
Úthlíð f. 1935, móðir mín er Ágústa
Ólafsdóttir húsfreyja og við emm
flögur systkinin. Sigrún starfsmað-
ur bæjarskrifstofa Kópavogs, f.
1937; maður hennar er Guðmundur
Arason og eiga þau þrjú böm.
Kristín, húsfreyja í Haukadal í Bisk-
upstungum, f. 1940; maður hennar
er Greipur Sigurðsson og eiga þau
tvö böm. Jón Hilmar, háskólakenn-
ari og fyrmm bóndi í Úthlíð, f.
1944, og yngstur er Baldur, raf-
eindavirki, f. 1948; kona hans er
Kristbjörg, fóstra, og eiga þau eitt
bam. Bamabömin em þannig orðin
16 og bamabamabömin em 6,
þannig að afkomendumir em núna
29 við fráfall afa.
1971 hættu afí og amma búskap
eftir 40 ár, en þá höfðu þau búið
síðustu 10 árin í félagi við föður
minn. Við þeirra hlut í búinu tók
nú Jón sonur þeirra, en þau héldu
heimili saman í gamla bænum.
Þannig héldu þau raunvemlega
áfram búskap þó þau stæðu ekki
lengur í sjálfstæðum rekstri. Þetta
var langur tími og oft erfið ár, en
samstaða og samhjálp bændanna á
næstu bæjum létti þó starfíð til
muna. Þar minntist afi oft Guð-
mundar heitins bónda í Austurhlíð,
en þeir vom saman á refaveiðum
um áratuga skeið. Einnig var mik-
ill samgangur við frændfólkið í
Dalsmynni, en Erlendur bróðir
ömmu og Guðrún kona hans áttu
böm á svipuðu reki og afí og amma.
Reynda má segja að sambýlið þama
við hlíðina hafí verið nánast ein
stór flölskylda og svo er enn. 1978
fluttu þau síðan suður til Kópavogs
eftir að Jón varð að bregða búi
vegna alvarlegs vinnuslyss. Vom
þá liðin 50 ár frá því afí kom fyrst
í Úthlíð og kvaddi hann jörðina með
miklum trega, jörðina sem hann
hafði byggt og ræktað jafnhliða því
að koma bömum sínum til fullorð-
insára og skapa þjóðarbúinu arð.
Þama var mest allt ævistarfið og
ekki hægt að segja annað en við-
skilnaðurinn væri glæsilegur.
Jörðin orðin einkaeign hans eftir
að hann keypti hana 1942, og rækt-
unin stækkað úr nánast engu í 100
hektara tún og húsakostur fyrir 500
fjár og 30 kýr.
Það er með ólíkindum hversu
stórfenglegt þjóðfélag afí og hans
kynslóð hefur náð að skapa á þessu
harðbýla landi með dugnaðinn og
bjartsýnina eina að vopni. Og þann-
ig man ég fyrst eftir afa, sívinnandi
svo að maður vissi ekki fyrr en
löngu seinna að eitthvað væri til
sem heitir frítími. Ég hef eflaust
ekki verið hár í loftinu þegar ég
var sendur í fyrsta sinn með matar-
bita til hansút á tún þar sem hann
var að sinna heyskap eða valta flag,
því þá var ekki verið að gefa sér
tíma til að fara heim í mat, slíkur
var hugurinn. Og þá var manni
þakkað með mikilli gleði fyrir að
koma með bitann frá ömmu. Oft
fór maður líka upp í „Ömmuhús",
en það kölluðum við krakkamir
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18*. OKTÓBER 1987
Minning:
Sigwður Jóns-
son frá Úthlíð
Hinn 11. október síðastliðinn
andaðist í Landspítalanum ástkær
afí minn, Sigurður Tómas Jónsson,
sem lengst af var bóndi I Úthlíð í
Biskupstungum. Hann fæddist 25.
febrúar árið 1900 í Brautarholti á
Kjalamesi og var því á 88. aldurs-
ári er hann kvaddi þennan heim
eftir langa og farsæla ævi. Foreldr-
ar hans voru Jón Einarsson Jóns-
*■ sonar frá Stuðlum í Ölfusi og
Guðrún Jónsdóttir Jónssonar frá
Neðra-Apavatni í Laugardal og
hann var því Amesingur í ættir
fram. Afí var áttundi í röðinni af
systkinum sínum, en alls eignuðust
þau Jón og Guðrún 12 böm og
komust 10 þeirra til fullorðinsára.
Þriggja ára gamall fluttist hann
ásamt foreldrum sínum að Ferstiklu
á Hvalfjarðarströnd, en sex ára
np -
gamall fer hann til Kristínar, ömmu
sinnar, og Margrétar móðursystur
sinnar að Leirá í Leirársveit í Borg-
arfírði, og manns hennar, Guðna.
Minntist hann þessara tíma með
nokkrum trega því þetta voru erfíð
ár fyrir ungan dreng að vera hrifínn
þannig frá móður sinni á viðkvæm-
um aldri. Á Leirá er hann síðan til
16—17 ára aldurs, en fer þá til
Reykjavíkur að vinna fyrir sér og
starfaði hann þá meðal annars við
að keyra út mjólk og kol. Á þessum
ámm eignaðist hann marga kunn-
ingja sem hann minntist alja tíð og
má þar sérstaklega nefna Ólaf Þor-
valdsson og Sigrúnu konu hans, en
Ólafur varð seinna landskunnur
fræðimaður og þingvörður; einnig
Bjöm Jónsson bróðir þeirra
Ríkharðs og Finns listamanna, en
m
€
þeir Ólafur og Bjöm settu síðan
saman bú ásamt afa að Stakk-
hamri á Snæfellsnesi. Ekki varð sá
félagsbúskapur þó langur því Bjöm
andaðist fyrsta veturinn er þeir
vom fyrir vestan. Á þessum tíma
eignaðist afí marga kunningja fyrir
vestan sem hann hélt kunningsskap
við alla tíð, og þótti okkur krökkun-
um í Úthlíð oft kyndugt er hann
kynnti sig sem Sigurð á Stakk-
hamri fyrir mönnum sem ættaðir
vom að vestan og könnuðust við
hann þannig. Árið 1925 fór hann
síðan á Hvítárbakkaskólann í Borg-
arfírði og með því að fóma aleig-
unni tókst honum að vera þar annan
vetur og bjó hann að þessum skóla-
ámm alla tíð. Á 85 ára afmælinu
með flölskyldu sinni gat hann enn
þulið stóran hluta kveðskaps Egils
Skallagrímssonar sem hann nam á
skólanum og máttum við háskóla-
borgarar nútímans láta kveða okkur
í kútinn í þeim efnum, þannig hafði
námið verið stundað af kappi að
slíkt entist alla ævi. Næstu þijú ár
var afi lausamaður í kaupavinnu
og í vegavinnu á sumrin en stund-
aði gegningar og kennslu á vetmm,
en 1928 verða síðan þáttaskil í lífí
hans er hann fer austur að Mið-
húsum í Biskupstungum að hjálpa
Einari bróður sínum er þar bjó þá
en hafði veikst. Á Miðhúsum kynnt-
ist hann ungri stúlku sem bjó á
næsta bæ, Úthlíð. Þetta var amma
mín, Jónína Þorbjörg, dóttir hjón-
anna Gísla Guðmundssonar bónda
í Úthlíð og Hrauntúni og konu hans
Sigríðar Ingvarsdóttur sem þá
höfðu búið í Úthlíð frá árinu 1916.
Þá var líka í Úthlíð Erlendur bróðir
ömmu er seinna bjó á næsta bæ,
Dalsmynni. Afí og amma giftu sig
SÍGILDAR
ALÞÝÐLEGAR
HEIMS-
BÓKMENNTIR
• Frá upphafi menningar hafa
íslendinga sögur verið kjöi-
festan i lífi okkar sem þjóðar.
• Nú geta allír lesið Islendinga
sögurnar í nýrri og
aðgengiiegri lítgáfu.
• Með bökunurn fylgir vandað
kort serri tengir sarnan land
og sögu.
• íslendinga sögur
- dýrmæt eign.
Gjöf sem gleður.
. ;V
€
I
/; ■íGUtv
^vort d ftvtiu
Laugavegi 8. Sími: 622229
ÍMmípI
vsajar