Morgunblaðið - 18.10.1987, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 18.10.1987, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 1987 63 íslenskur sigur á alþjóða skákmótinu í Olafsvík Clifton Chenier, konungur zydecotónlistarinnar. Skák Margeir Pétursson JÓNI L. Árnasyni, stórmeistara, tókst að komast upp fyrir Danann Henrik Danielsen í Iokaumferð alþjóðlega skákmótsins í Ólafsvfk sem lauk í fyrradag. Danielsen hafði leitt mótið næstum allan tímann, en fataðist flugið á loka- sprettinum og fékk aðeins einn vinning úr þremur síðustu skákun- um. Eftir að hafa verið mistækur í byijun hrökk Jón hins vegar í stuð og hlaut 3»/2 úr fjórum síðustu skákum sinum. Björgvin Jónsson úr Njarðvík var sá sem mest kom á óvart á mótinu, hann náði að deila þriðja sætinu með Dananum Lars Schandorff. Þrátt fyrir að árangur Björgvins sé mjög góður olli það miklum von- brigðum að hann skyldi ekki ná sjö vinningum og ná áfanga að al- þjóðlegum meistaratitli. Honum nægði jafntefli í þremur síðustu skákunum, en tapaði óvænt fyrir Tómasi Bjömssyni í næstsíðustu umferð eftir að hafa haft jafntefli í hendi sér í endatafli. Þrátt fyrir þennan klaufaskap í lokin var Björgvin tvímælalaust maður mótsins og það verður fróð- legt að fylgjast með honum á svipuðu móti, sem fyrirhugað er að halda í Keflavík í næsta mánuði. Björgvin undirbjó sig vel fyrir þetta mót og reyndar einnig íslandsmótið á Akureyri, en stuttu fyrir íslands- mótið kom upp úr kafínu að hann gæti ekki fengið að vera með, þar sem allir rétthafar myndu nýta sæti sín. Kom það mörgum á óvart að ekki væri rúm fyrir sigurvegar- ann á Haustmóti TR 1986 í næstu landsliðskeppni á eftir. Það kemur mönnum oft í mikið baráttuskap að vera slíku misrétti beittir og Björgvin byijaði mótið í Ólafsvík með því að vinna þá Jón L. Ámason, Karl Þorsteins og Dan Hansson í þremur fyrstu umferðun- um. Þá komu tvö töp í röð fyrir Þresti og Schandorff, en Björgvin náði sér aftur á strik. Aðalatriðið er að styrkleikinn er til staðar þótt slysið gegn Tómasi hafi komið í veg fyrir að áfanginn næðist. Flestir hinna íslendinganna ollu vonbrigðum, sérstaklega alþjóðlegu meistaramir Karl Þorsteins og Sævar Bjamason sem tefldu langt undir styrkleika. Þess hafði verið vænst að Þröstur Þórhallsson myndi ljúka við alþjóðatitilinn á mótinu, en í lokin þegar hann mætti Jóni L. og Karli höfðu þeir báðir hrokkið í liðinn og Þröstur tapaði þeim skákum. Tómas Bjömsson komst mjög vel frá þessari frumraun sinni í lokuðu alþjóðlegu móti og tefldi af miklu meira öryggi en nýliðar í slíkri keppni ná yfirleitt að sýna. Ljósi punkturinn við árangur íslending- anna í heild er meðferð þeirra á þeim Bator og Haugli, sem voru valdir til mótsins af skáksambönd- um sínum, þar sem þeir þykja standa hvað næst því í sínum lönd- um að verða alþjóðlegir meistarar. Um einstök úrslit á mótinu vísast til meðfylgjandi töflu. Síðasta umferð mótsins varð ekki nærri eins spennandi og hún hefði getað orðið, því þeim Henrik Dani- elsen og Ingvari Ásmundssjmi var leyft að tefla skák sína í henni fyrir- fram. Það var því vitað að Jón yrði að sigra Haugli til að verða einn efstur, en jafntefli myndi nægja til að deila efsta sætinu með Danan- um. Jón vann Haugli örugglega og sigraði þar með á mótinu, eins og búist var við fyrirfram. Hins vegar kom á óvart að leiðin til sigurs yrði jafn þymum stráð og raun bar vitni. Eftir tvo slæma skelli gegn Björg- vin og Dan virtist Jón úr leik, en þar sem Danielsen slakaði á dugði góður endasprettur til sigurs. Þrátt fyrir að hafa hreppt efsta sætið er Jón þó vafalaust fremur óánægður með frammistöðu sína. Skákmótið var haldið í tilefni af 300 ára verzlunarafmæli Ólafsvíkur og fór fram við hinar beztu aðstæð- ur í nýju og stórglæsilegu félags- heimili staðarins. Einmitt á meðan mótið stóð jrfir stóð mikill styr inn- anbæjar um kostnaðinn við bygg- ingu þess. Féll mótið því miður nokkuð í skuggann af þessum deil- um. Ólafsvíkingar eiga þakkir skák- hreyfingarinnar skildar fyrir að hafa gengist fyrir þessu móti og gefið mörgum af okkar ungu og efnilegu skákmönnum verðskuldað tækifæri til að spreyta sig. Skákstjórar á mótinu í Ólafsvík voru Torfi Stefánsson Hjaltalín, sem jafnframt var mótsstjóri, Einar H. Bjömsson og Gylfi Scheving, en dómari var Jóhann Þórir Jónsson. í framkvæmdastjóm mótsins vom þeir Kristján Pálsson, Her- mann Hjartarson, Herbert Hjelm, Einar Bjömsson, Hilmar Viggós- son, Jóhann Þórir Jónsson og Torfí Stefánsson Hjaltalín. Við skulum að lokum líta á snaggaralega skák úr síðustu um- ferð mótsins: Hvítt: Sævar Bjarnason Svart: Karl Þorsteins Drottningarpeðsbyijun I. Rf3 — Rf6 2. d4 - g6 3. Bg5 - Bg7 4. Rbd2 - d5 5. e3 - 0-0 6. Bd3 - c5 7. c3 - Rbd7 8. 0-0 - He8 9. a4 — e5 10. dxe5 — Rxe5 11. Rxe5 - Hxe5 12. Rf3 - He8 13. a5 — Be6 14. Da4 - h6 15. Bh4 - Bd7 16. Bb5? Eftir þennan óheppilega leik nær svartur mjög öflugu frumkvæði og sóknarfæmm á kóngsvæng, því honum tekst að loka bæði biskup og drottningu hvíts úti á drottning- arvængnum. Sævari hlýtur að hafa yfirsést öflugt svar sVarts. 16. - He4! 17. Db3 - c4 18. Da4 - Bg4 19. Bxf6 Þetta em óhagstæð uppskipti, en hvítur átti ekki aðra leið til að forða liðstapi. 19. - Bxf6 20. Rd2 - He5 21. a6 — bxa6 22. Bxa6 — Hb8 23. b4 - Hh5 24. Ha3 - Be5 25. g3 - Df6! Svartur er með frítt spil á kóngs- væng og eftir þennan leik ræður hvítur ekki við neitt. Ef 26. Dc2 þá 26. - Be2 27. Hel - Bd3 28. Dcl - Hxh2! 26. f3 - Be6 27. Hcl - Hxh2! 28. Kxh2 - Dh4+ 29. Kgl - Bxg3 og hvitur gafst upp. Haustmót Taflfélags Reykjavíkur Fimm umferðum er nú lokið á haustmótinu og er þátttaka í al- mennum flokkum að venju góð. 96 hófu keppni í almennum flokkum en keppni í unglingaflokki átti að hefjast í gær. Raðað er niður í fjóra 12 manna flokka eftir stigum, en í hinum fimmta tefla 48 keppendur eftir Monrad-kerfi. Fyrir sjöttu umferðina í dag var staða efstu manna þessi: A-flokkur: 1. Ásgeir Þór Amason 4 v. 2. Andri Áss Grétarsson 3V2 v. 3. Sigurður Daði Sigfússon 3 v. og biðskák. 4. Jón Garðar Viðarsson 3 v. B-flokkur: 1. Ögmundur Kristinsson 5 v. 2. Héðinn Steingrímsson 4 v. 3. Þráinn Vigfússon 3V2 v. 4. Eiríkur Bjömsson 3 v. C-flokkur: 1.-3. Vigfús Ó. Vigfússon, Einar T. Óskarsson og Eggert ísólfsson 3V2 v. 4. Hrannar Baldursson 3 v. og biðskák, D-flokkur: 1. Axel Þorkelsson 4V2 v. 2. -4. Ólafur B. Þórsson, Siguijón Birgisson og Magnús Armann 3 v. E-flokkur: 1. Magnús K. Jónsson 4V2 v. 2. -7. Þorsteinn Davíðsson, Ingi- mundur J. Bergsson, Sverrir Sigurðsson, Amór Gauti Helgason, Valgarð Ingibergsson og Sigurður Páll Sigurðsson 4 v. Skákstjóri á haustmótinu er Ólaf- ur Ásgrímsson, alþjóðlegur skák- dómari. Blús Árni Matthíasson Fá fylki Bandaríkjanna geta státað af meiri fjölbreytileika í tónlist en Louisiana. í fylkinu er New Orleans, í hverri jassinn gæti verið upp runninn, og því til viðbótar finnst í fenjunum fenjablús og hvítir íbúar Suð- ur-Louisiana, sem flestir eru frönskumælandi, hafa sína caj- untónlist sem byggist á fiðlu- og harmonikkuleik. Svartir íbú- ar Suður-Louisiana hafa einnig sína tónlistarhefð sem byggist á harmonikkuleik. Sú tónlist sem þeir leika er ýmist kölluð zydeco eða zodico og er oftar en ekki náskyld blúsnum. Text- arnir fjalla einatt um kvenfólk og ástarsorg, en þeir eru marg- ir sungnir á frönsku málkvæmi sem kallast patois, eða þá á ensku. Harmonikkuleikurinn í zydeco- tónlist hefur þróast samhliða harmonikkuleik hvítra cajun tón- listarmanna, en samt var ekkert tekið upp með zydeco harmon- ikkuleik fyrr en eftir 1940. Til vitnis um að harmonikkan hafi verið notuð til að leika blús eða blúsblendna tónlist eru upptökur með Leadbelly frá árinu 1943. Til eru þó upptökur frá árinu 1934 sem á eru einn blús, leikinn á harmonikku og þvottabretti, sem gaf taktinn, og eitt zydeco- lag. Á árum seinni heimsstyijaldar- innar fluttu margir frönskumæl- andi svertingjar úr sveitunum til borga eins og Houston, Galveston og Port Arthur. Það er þar sem zydecotónlistin eins og við þekkj- um hana í dag, varð sennilegast til. Þar komust svartir zydecotón- listarmenn í kynni við rythma- blúsinn, sem hafði mikil áhrif í þá átt að færa tónlistina frá cajun- tónlist og nær blúsnum. Sú zydecotónlist sem varð úr þeim bræðingi er sú zydecotónlist sem leikin er enn þann dag í dag af Clifton Chenier, Femest Arce- naux, Rockin’ Sidney, Queen Ida o.fl., o.fl. Konungur zydecotónlist- arinnar er Clifton Chenier, en hann var einn af fyrstu tónlistar- mönnunum sem tók upp zydeco- tónlist og um leið sá sem einna mest áhrif hefur haft á þróun hennar. Clifton Chenier fæddist í Opelo- usas í Louisiana árið 1925. Hann lærði undirstöður hljóðfæraleiks af föður sínum. Tónlistarferil sinn hóf hann með bróður sínum Cleve- land, sem lék á þvottabretti, en þeir léku með hljómsveit Clarence Garlows 1942. Eftir það hætti Clifton að fást við tónlist fram undir 1950 að hann stofnaði sína eigin hljómsveit og gerði hljóð- færaleik að aðalstarfi. Fjrstu upptökur Cliftons voru gerðar 1954 og síðan þá hefur hann gef- ið út ógrynni af plötum og skemmt um allan heim. Flestar plötur hef- ur hann tekið upp fyrir Arhoolie merki Chris Stachwitz og á þeim plötum eru og hans bestu upptök- ur, en áður en hann fór þangað tók hann mikið upp fyrir Jay Mill- er, sem áður hefur verið getið hér. Miller tók upp mikið af Louis- ianatónlist og þá að sjálfsögðu zydecotónlist einnig og þegar Flyright plötufyrirtækið breska, sem keypti útgáfurétt á upptökum Jay Miller, ákvað að gefa út safn- plötu með zydeco, var ein plata ekki nóg, þær urðu tvær og ekki er útséð með að þær verði ekki fleiri. Clifton á tvær plötuhliðar af þeim §órum sem ég ætla að geta hér og það að verðleikum. Clifton var snjall harmonikkuleikari og söngvari og sveit hans var skipuð valinkunnum tónlistarmönnum, hveijum öðrum betri. Á plötunum eru og minni spámenn sem samt eru framúrskarandi skemmtilegir. Þar má nefna Femest Arceneaux, en hjá honum má greina meiri blúsáhrif en hjá Clifton. Annar snjall tónlistarmaður sem lög á á plötunum tveimur er Rockin’ Dupsee, sem á ijögur lög, þar á meðal einn magnaðan blús sem heitir bara Blues. Einn merkari tónlistarmannanna á plötunum er Marcel Dugas. Hans tónlistarferill næar allt aftur til 1928, að hann var farinn að leika á harmonikku, þá tólf ára, með bróður sínum sem lék á þvottabretti. Þegar þær upp- tökur sem á Zydeco Blues 2 eru vom gerðar 1974 var hann því búinn að vera spila zydeco opin- berlega í nær fímmtíu ár. Hann á tvö lög á plötu tvö, bæði nærri blús, en annað er reyndar hans útsetning á Jimmy Reed laginu góða You Got Me Running. Loka- lagið á plötu tvö er skemmtilegt frávik frá harmonikkuleiknum, en þar leikur Joseph Bob á munn- hörpu lagið Snap Beans Aren’t Salty, sem er hreinræktað zydeco- lag án harmonikku. Lagið er ensk útgáfa á Les Haricots Sont Pas Sales, en heitið á tónlistinni, zydeco, er einmitt fengið sem hljóðsamruni úr fyrstu orðunum tveim, les haricots. Þegar best lætur er að finna f zydeco tónlistinni allt það helsta sem menn leita í blúsnum, enda er hún grein af svartri tónlistar- hefð líkt og blúsinn. Óhætt er að mæla með plötunum Zydeco Blues 1 og 2 fyrir alla þá sem hlusta á svarta tónlist. Harmonikkuunn- endum má einnig benda á að kynna sér zydeco. 0LfíF5//k /Q8T- STIG 1 2 3 H s (0 7 s 9 10 U ii VINN. RÓÐ 1 JÓN L. 'fifWfísON 2S5S É 'k 0 'A \ 1 1 'k \ O 1 Tk i 2 U. DfíNIELSEN C Danw) 21/5 "'/2 m 'A 'A 'A \ 'k \ A \ \ 0 1 2. -T iZJÓfíeviN JoNssoN 2.7,10 \ 'A Ym O \ O i 'k 'k O \ \ C'k 3-y. H L. SCHfíNVONFF 2385- 'k 'k 1 m L 'k •k 'k lQ A \ •k (o'/i 3-7 5 KfíRL P0RSTEINS 2115 O ‘k O 1 'k \ \ 'A 1 •h (p S-C (0 þRÓSTUR þÓRNfíLLSS. 2315 0 O \ A 0 m 'k 1 \ 'k \ 'k 6 s-í 7 iNGVfíR /físmuvDssoN 23 ?5 0 'k O •k 'A •k V/Á £22 'k 'k 'A 'k \ 5 7 S SFLVfíR /ZJfíRNfíSON ZlSS 0 0 'k 'k O O A' É \ 'k •A \ k'k Uö. 9 R. ftfíTOR CSS'/’jóé) 2105 '/2 'A 'k \ O O 'k 0 y//, Y/Á 'k 'k k k'k 8-/0. 10 TÓMfíS Í3JÖRNSS0N 2215 0 O \ ‘k '/z 'k 'k A 'k y/A o •k T/i 8-10. U VfíN J-lfíNSSoN 2 l°lb \ O O O 0 0 'k 'k 'k L é 7i k l/'/2. 12 L p. NfíUG-U CLVoregi) 2710 0 \ 0 'k 'A 'k O O 'k 'k h m V II-/2.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.