Morgunblaðið - 29.10.1987, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 29.10.1987, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐE), FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1987 15 í KREPPU Erlendar bækur Jóhanna Kristjónsdóttir Joy Fielding: The Deep End Signet Books 1987 Söguþráðurinn bendir til reyf- ara: Joanne Hunter er fertug húsfreyja með tvær stálpaðar dætur og eiginmanninn Paul, sem gerir um þessar mundir þá uppgötvun, að hann langi til að lifa lífinu ein- hvem veginn öðruvísi. Þar með fer hann, að minnsta kosti um stund frá konu og dætmm. Það hittist svo á, að nokkm síðar fer Joanne að fá hvimleiðar upphringingar frá ein- hveijum, sem skelfir hana og hótar henni. Færist sífellt í aukana, svo að ekki er annað að sjá en hann stefni að því að draga úr mótstöðu- afli hennar og drepa hana síðan. Eva vinkona Joanne býr í næsta húsi og þær hafa þekkzt í ein þrjátíu ár. Joanne ber sig upp við vinkon- una, en það bregður svo við, að henni er ekki almennilega trúað. Hún er kannski að ímynda sér allar upphringingamar, gæti verið að þetta væri liður í viðleitni hennar Kápumynd til að reyna að fá eiginmanninn til að koma heim aftur. Eva hefur misst fóstur fyrir nokkm, og tók því af stillingu, en svo virðist sem alls konar kvillar hijái hana og hún þýtur frá einum lækni til annars að reyna að kom- ast að því, hvað ami að. Joanne er í fyrstu skilningsrík hjálparhella. En það kemur að því, að hún verð- ur ásamt eiginmanni og móður Evu að horfast í augu við að það sem amar að Evu er sálrænt, en líkam- lega er hún stálslegin. Evu er það ámóta áfall að finna þetta viðhorf og Joanne að átta sig á, að engir virðast trúa því að hún fái upphring- ingamar. Enda hefur aldrei verið vitni að þeim. Söguþráðurinn er sem sagt spennandi, en það er töluverður veigur í sögunni. Lýsingar Joy Fi- elding á þeim hugarkvölum sem vinkonumar ganga í gegnum, em vel gerðar, samtölin trúverðug og lífleg, en fulllöng. Sannfærandi og faglega er sagt frá samskiptum Joanne við dætumar og breytingin sem verður á henni, eftir því sem lengra líður og hún skal nú standa á eigin fótum kemst mæta vel til lesanda. Umfram allt fannst mér Joy Fielding takast piýðilega með Evu og angist hennar sem verður áldrei yfirgengileg né væmin, heldur varð áhrifamikil og persónan skýr. Mér fannst bókin sem sagt hafa kosti afþreyingar og vera samhliða með góðum mannlýsingum og hófsöm- um söguþræði, þótt endirinn fari að vísu úr böndunum. ÁVARP TIL ÍSLENDINGA SÖFNUM í AFREKSSJÓÐ SKÁKSAMBANDSINS r sland er stórveldi í skákheiminum. íslensku stórmeistararnir eru orðnir sex að tölu, jafnmargir og á öllum hinum Norður- löndunum til samans. Sveit íslands skipuð fimm stórmeistur- um og einum alþjóðlegum meistara vann það frábæra afrek aö ná fimmta sæti á síðasta Ólympíumóti þar sem 108 þjóðir tóku þátt. Margeir Pétursson vann Norðurlandameistaratitilinn fyrir skemmstu á móti í Færeyjum, þar sem íslenskir skákmenn voru einnig sigursælir í neðri flokkum, skáksveit Seljaskóla vann nýver- ið Norðurlandameistaratitil í skólaskák, titil sem ungir íslenskir skákmenn hafa einokað síðustu árin. Þröstur Þórhallsson hefur nýiega náð tveimur áföngum af þremur að alþjóðlegum meistara- titli. Þá eru ótalin glæsilegustu afrekin sem íslenskir skákmenn hafa unnið á þessu ári. Hannes Hlífar Stefánsson og Héðinn Steingrímsson eru báðir heimsmeistarar í sínum aldursflokki og eiga áreiðanlega framtíðina fyrir sér. Og Jóhann Hjartarson, yngsti stórmeistari okkar er kominn í hóp 15 skákmanna sem berjast um æðstu metorð skáklistarinnar, sjálfan heimsmeistaratitilinn. í janú- ar á næsta ári mætir hann að öllum líkindum einum reyndasta einvígisskákmanni samtímans, Viktor Kortsnoj. Svo gæti virst sem ekki þyrfti að kvíða framtíðinni á þessu sviði og víst er um það aö nægur er efniviðurinn. Hins vegar verða menn að gera sér Ijóst að ef ísland á að halda þeim sessi sem það hefur öðlast í skákheiminum og til að enn stærri afrek vinnist þarf miklu til að kosta. Enginn kemst í fremstu röð skákmeistara án gífurlegr- ar fyrirhafnar og vinnu. Það er því brýn nauðsyn að efla fjárhag skákhreyfingarinnar svo að hún geti orðið sem sterkastur bakhjarl skákmanna. Af þessum sökum hefur verið ákveðið að stofna sérstakan afreks- sjóð Skáksambands íslands. Fyrsta verkefni hans verður að standa straum af kostnaði vegna þátttöku Jóhanns Hjartarsonar í áskorendaeinvígjunum í janúar. Að öðru leyti verður fé úr sjóðnum veitt til styrktar efnilegum skákmönnum eða til sérstakra verkefna sem til falla. Það er ekki hégómamál að búa svo vel að íslenskum skákmönn- um sem frekast er kostur. Skáklistin skipar sérstakan sess í hug- um okkar íslendinga og hún nýtur mikillar virðingar í heiminum. Sigrar íslenskra skákmanna vekja athygli umheimsins á landi okk- ar og auka hróöur þess og virðingu. Fé sem varið er til eflingar skáklistar á íslandi er því um leið fjárfesting í öflugri kynningu á nafni íslands og því sem íslenskt er. Þá má ekki gleyma að skák- hreyfingin stendur fyrir viðamiklu og hollu tómstundastarfi í þágu íslenskrar æsku. Á næstu vikum verður safnað í afrekssjóðinn meðal einstaklinga og fyrirtækja um allt ísland. í Landsbanka íslands Laugavegi 77 hefur verið opnaður sérstakur tékkareikningur í nafni Afrekssjóðs Skáksambands íslands, 8-16-8, þar sem leggja má inn framlög. Tökum höndum saman og myndum öflugan sjóð. Skákhreyfingin íslenska og íslenskir skákmenn eiga einarðan stuðning okkar skilið. s INGI R. JÓHANNSSON skákmeistari, löggiltur endurskoöandi BALDUR MÖLLER fyrrverandi ráöuneytisstjóri ALBERT GUÐMUNDSSON aiþingismadur EIÐUR GUÐNASON alþingismaöur FRIÐRIK ÓLAFSSON stórmeistari, skrifstofustjóri Alþingis GEIR GUNNARSSON alþingismaður GUÐMUNDUR G. ÞÓRARINSSON alþingismaöur GUÐRÚN AGNARSDÓTTIR alþingismaður HALLDÓR BLÖNDAL alþingismaður GUNNAR J. FRIÐRIKSSON forstjóri, formaður Vinnuveitendasambands íslands GUÐMUNDUR J. GUÐMUNDSSON formaður Dagsbrúnar og Verkamannasambands íslands Tökum á saman!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.