Morgunblaðið - 29.10.1987, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 29.10.1987, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1987 47 til að eiga möguleika á tilboðum, spila til að fá eitthvað í staðinn, ekki af einlægni og listrænni ákefð. Þessi hlið tónlistarlífsins er öll hin dapurlegasta og ekki bætir úr skák að sitja uppi með forsætisráðherra Englands, sem virðist fegin vilja sjá listir og menningarlíf deyja út.“ — En hvað laðar þig að sam- tímatónlist? „Mér finnst að tónlistármenn eigi að sjálfsögðu að takast á við nútím- ann og þá í því formi, sem þeir vinna við. Mér finnst spennandi að fást við hana, sækist eftir þeirri vits- munalegu ögrun, sem felst í henni. Ég hef alltaf verið svolítið fræðilega þenkjandi í söngnum, sótzt eftir verkefnum, sem höfða til vitsmun- anna og slíkt er sannarlega að finna í samtímatónlist. Svo er oft á tíðum ánægjulegt að vinna með tónskáldum, eins og til dæmis núna með Hafliða. Auk þess er það helzt ungt fólk, sem sinnir nútímatónlist, og mér fellur vei að vinna með því. Bæði tónlistin og samstarfið við ungt fólk heldur mér vakandi og ungum í anda." — Hvað er að segja um söng í nútímatónlist og eldri tónlist? „Fordóma gegn nútímatónlist er ekki aðeins að fínna meðal áheyr- enda, heldur ekki síður meðal flytjenda. Söngvarar vilja til dæmis gjaman halda sig við verk, sem þeir lærðu í skóla, eru latir að reyna eitthvað nýtt, vilja heldur syngja mikið af því sem þeir kunna vel og fá vel borgað, en að eyða tíma í að læra eitthvað nýtt. Ég hef hald- ið mig bæði við eldri og yngri tónlist, en fínn að það er oft geng- ið út frá því, að fýrst ég geti sungið nútúnaverk, þá dugi ég líklega ekki í eldri tónlist. Það eru ekki sízt aðrir söngvarar, sem viðra þetta við mig. Sér til afsökunar segja söngvarar oft að nútímatónlist sé erfið og jafn- vel óholl fyrir röddina. Það er mesta vitleysa. Mikið af henni liggur vel fyrir röddina. Svo má ekki gleyma að margt af eldri söngtónlist reynir sannarlega á röddina og er henni ekki alltaf jafn holl. Það gildir bæði í nýrri og eldri tónlist að kunna að taka á verkinu. Bæði Mozart og Webem skrifuðu snilldarlega fyrir röddina. Söngvar Schönbergs og Webems liggja eink- ar vel fyrir röddina, en það er erfitt að ná nótunum og taktinum. Verk- in em ekki erfið raddlega heldur tónlistarlega. Því má ekki mgla saman. Söngverk Schuberts em ekki auðveld, það þarf mikla vinnu til að ná þeim, en það kvartar eng- inn yfír því þegar Schubert er annars vegar þó það þyki frágangs- sök í nútímatónlist. Það er ekki léleg tónlist, sem skemmir röddina, heldur lélegur söngur, skortur á tækniþekkingu, sjálfsþekkingu. Áheyrendur em svolítið eins og illir andar þar. Þeir vilja sterkan söng, háar nótur eins og knattspymuáhorfendur vilja mörk. Aðdáunin er því oft á röngum forsendum, byggir söngvarann ekki upp, því hún fær hann til að huga mest að háu og lágu nótunum. Hann vanrækir þá miðsviðið sem verður óhreint og reikult. Þar slitn- ar röddin nefnilega fyrst, því þar liggur talið. Nútímatónlist er góð og upp- byggileg fyrir röddina. Hún reynir á allt í röddinni og heldur henni í þjálfun. Þá verður hún líka nota- drýgri í hefðbundnum söng, þannig að nútímatónlist styður við og auð- veldar söngvaranum að syngja eldri tónlist." — Söngvuram er gjaman veitt meiri athygli af áheyrendum og fjöl- miðlum en öðmm tónlistarmönnum. Hvers vegna er það? Söngvarinn er hljóðfærið sem hann spilar á og dregur að sér at- hygli fýrir bragðið. Söngvari flytur ekki aðeins tónlist, heldur líka texta, orð, og þau magna áhrif tón- listarinnar. Með aðstoð textans eiga söngvarar oft greiðari leið að áheyr- endum en aðrir tónlistarmenn. En þessi skjótu áhrif söngvara og söngs fær áheyrendur til að dæma fljótt og þá á öðmm forsend- um en aðra tónlistarmenn. Útlit og framkoma skiptir miklu máli, áhrif persónuleikans. Þegar söngvarar alast upp undir handaijaðri áhrifamikilla kennara, sem þroska aðeins rödd nemand- ans, ekki sjálfstæði hans og vilja- styrk, þá verða nemendumir hálfgildings gróðurhúsajurtir, sem þola lítið. Nemandi er kannski með góða rödd og er góður tónlistarmað- ur og það hefur hann óspart fengið að heyra. Síðan kemur hann út í ískaldan vemleikann og rekur sig þá á, að þrátt fyrir hæfileika, þá á hann enga möguleika, því hann hefur ekki þá útgeislun og sterkan persónuleika, sem hrífur áheyrend- ur. Söngvarar verða að gæta sín vel, fara vel með sig, svo hljóð- færið skaddist ekki. Það gerir þá viðkvæma og trekkta og það dregur líka athyglina að þeim.“ — Hvemig ferðu að því að við- halda eldmóði og andagift í söngn- um? „Það er ekkert venjulegt starf að fást við tónlist, heldur verður að gefa sig allan, helga sig henni. Það er mikilvægt að halda í þessar hugsjónir, syngja af innri þörf og gleði, ekki bara til að vinna fyrir sér. Ég held hugsjóninni á lífí með því að fást alltaf við eitthvað sem er heldur erfíðara eða öðmvísi en næsta verk á undan. Það viðheldur ævintýraþránni, spennunni, sem glæðir verkin lífí. Aðrir söngvarar segja stundum við mig að vissulega hafi þeir líka þurft að syngja nútímatónlist, en aðeins þegar þeir vom að hefja söngferil sinn og koma sér á fram- færi. Þetta fínnst mér forkastanlegt viðhorf. Það er rangt að nota tón- list til að koma sjálfum sér á framfæri. Þá er verið að sýna sjálf- an sig. Tónlistarmaður á að þjóna tónlistinni og koma henni á fram- færi, vera henni gagnlegur, ekki öfugt. Tónskáldin þurfa á flytjendum að halda til að koma verkum sínum á framfæri. Þegar um nútfmaverk er að ræða er verkið iðulega óþekkt og því dæmt af þessum eina flutn- ingi, sem annaðhvort opnar tón- skáldinu ný verkefni eða lokar á hann. Það er því mikil ábyrgð að taka að sér að flytja verkið. Ef klassískt verk er illa flutt vita allir að það er flytjandanum að kenna og rýrir ekki tónskáldið. En ef nútímatónlist er illa flutt, verkið hljómar illa, þá er tónskáldinu kennt um; verkið þykir bara lélegt. Eg er þakklát fyrir að það er leitað til mín vegna þess að ég er ég, að fólki fellur við hvemig ég vinn. Ég hef stjóm á því hvað ég geri og hvemig, er ekki send á hljómsveitit út og suður af misvitr- um umboðsmönnum. Ég vinn helzt með fólki sem ég þekki, með vinum mínum og svo ungu fólki. Ég vinn mikið á Norðurlöndum, held sér- staklega upp á Finnland og hingað er gott að koma. Norðurlandabúar em hreinskiptari en aðrar þjóðir sem ég þekki, lausari við fals. Ég hef sungið í 22 ár, verð fímm- tug á næsta ári og langaði að gera eitthvað af því tilefni. Ekki þó að líta til baka, heldur eitthvað sem vísar fram á við. Ég hef verið stundakennari við tónlistardeild háskólans í York og haft þar fima góðan hóp. Nú emm við að slá okkur saman, ég og nokkrir nem- endur mínir og stofna kammersveit, emm fímmtán. Hugmyndin er að einbeita sér að sjaldheyrðri tónlist frá afskiptum tímabilum, einkum enskri, til dæmis frá rómantíska tímabilinu og eldri tónlist, auk samtímatónlistar. Ég vona að ég komist aldrei svo langt í tónlistinni að leiðin liggi til baka. Það er betra að vera á leið- inni en að vera komin í áfangastað. Það skiptir svo miklu máli að við- halda giímuskjálftanum, spennunni, og hætta aldrei að undrast... TEXTI: SIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR Morgunblaðið/ÓI.K.M. Sverrir Örn Þorvaldsson, Menntaskólanum í Reykjavik (t.v.), var efstur í efra stígi keppninnar og Helgi Gunnarsson, Menntaskólanum á Akureyri, var efstur í neðra stígi. Yogastöðin Heilsubót, Hátúni 6a Ný námskeið að hefjast Mjög góð og alhliða leikfimi fyrir konur og karla áöllumaldri. Morgun-, síðdegis- og kvöldtímar. Gufa og Ijós. Visa-og Eurokortaþjónusta. Upplýsingar í síma 27710. Yogastöðin Heilsubót. SLÖNGUKRANAR UTANHÚSS Auðveldir i uppsetningu. Ath. Þeir tæma sig aö lokinni notkun og því engin hætta á frostskemmdum. Lengdir 40 og 60 cm meó færanlegu handfangi (barna- öryggi) eða með föstu handfangi. Innbyggður ein- streymisloki. Platan utanhúss er úr ryðfrýju stáli, rörið úr kopar. Ekkert viðhald. LEITIÐ UPPLÝSINGA. , * HEILDSALA — SMÁSALA V VATNSVIRKINN HF. t. g ÁRMÚLA 21 SÍMAR 686455 — 685966 SS LYNGHÁLSI 3 SÍMAR 673415 — 673416 Fjölbreytt efnisskrá í söng, hljóðfæraleik og þjóðdönsum á tónleikum og danssýntngu i félagsheimilinu Heima- landi, Vestur-EjrjaQalIahreppi, föstudag- inn 30. okt. kl. 21.00 og félagsheimilinu Hlégarði, Mosfellsbæ, laugardaginn 31. okt. kl. 21.00. Missið ekki af ágætri skemmtun! MÍR. Sovéskir dagar MÍR 1987 LISTAFOLK FRA HVÍTARÚSSLANDI °
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.