Morgunblaðið - 29.10.1987, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 29.10.1987, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1987 57 á síðasta dag. Tók hress og bros- andi á móti vinum sínum, sem komu í heimsókn og það var hún, sem gladdi þá og uppörvaði á alla lund, er þeir voru hnuggnir og vandræða- legir vegna veikinda hennar og vissu naumast hvað þeir áttu að segja. Kæru vinir: Ásbjöm, Kolla, Lilly og Lena. Við Sverrir vottum ykkur innilega samúð og þökkum ykkur og Hörpu ógleymanlegar stundir á heimili ykkar. Og ég þakka Hörpu allar stundir er við áttum saman. Blessuð sé minning hennar. Inga Björnsdóttir Það var fyrir rúmum sautján árum, vorið 1970, að lifna tók yfír hálfbyggðu húsi á Sunnubraut 24 í Kópavogi, andspænis húsinu, þar sem ég og fjölskylda mín höfðum búið um nokkurra ára skeið. Þetta hús hafði staðið ófullgert og lífvana um alllangt skeið, dimmt og drungalegt með plastglugga lamda fyrir vindi. Það var gleðiefni að sjá fólk flytjast þar inn og umbreyta húsi og lóð á skömmum tíma. Við vissum ekki mikil deili á þess- um nýju nágrönnum, er svo rösk- lega tóku til hendi, nema þá helzt, að þeir ættu rætur á Akureyri og hefðu orð fyrir dugnað og ráðdeild. Þetta voru hjónin Asbjöm Magnús- son og Harpa Bjömsdóttir. Þeir sem bjuggu við austurhluta Sunnu- brautar komust þó fljótt á snoðir um, að þeir hefðu eignast góða granna. Útlit húss og garðs bar fljótt vott myndarskapar og snyrti- mennsku. Ekki skipti það minna máli, að menn fundu brátt þá alúð og hlýju er bjó að baki hlédrægni og hæversku þessa fólks. Við skild- um því von bráðar, að við höfðum ekki aðeins eignast góða granna heldur einnig góða vini. En skjótt skipast veður í lofti. Pyrir rúmum tveimur ámm fengum við nágrannamir að vita, að Harpa gengi ekki heil til skógar, og við gátum fylgzt með baráttu hennar við sjúkdóminn, sem háð var af ein- stæðu þreki og vongleði. Húsið við Sunnubrautina reyndist of erfítt við þessar aðstæður og þau hjón fluttu til Garðabæjar. Þeirra var þá sakn- að úr nágrenninu og þeim fylgdu góðar óskir. Svo verður ekki síður nú. Það em góðar minningar um Hörpu, sem geymast hjá nágrönn- unum við Sunnubrautina og hugheilar kveðjur, sem þeir senda Ásbimi og íjölskyldu hans á þessum degi. Jónas H. Haralz þegar hún kynntist manni sínum, Herði. Þeirra hjónaband hefur alla tíð verið sérlega gott. Hulda var líka mikil húsmóðir í sér. Hún afsakaði sig venjulega ef gesti bar að garði með að hún ætti ekkert með kaff- inu. Aldrei brást þó að kaffíborð hennar var hlaðið kökum sem sýndi best myndarskap húsmóðurinnar. Elsku Hörður og synir, við biðjum góðan guð að styrkja ykkur á þess- ari erfiðu stundu. Við vitum að þið hafíð misst góðan vin og það skarð verður aldrei hægt að fylla. Það eina sem hægt er að segja á slíkri stundu er að betra er að hvfla í friði en þjást. Systur og svilkona, Laufey, Nanna, Gulla og Marta. Fyrir rúmum 70 ámm (þ.e. 29.9. 1917) gengu í hjónaband á Akur- eyri Vilborg Soffía Lilliendahl og Bjöm Grímsson. Björn (15.5. 1891—26.3. 1986) var fæddur að Möðmvöllum f Héðinsfírði, sonur hjónanna Ástu Gísladóttur frá Hrauni í Tungusveit og Gríms Bjömssonar frá Stórholti í Fljótum. Vilborg Soffía (15.1. 1888-13.9. 1974), eða Soffía eins og hún var ávallt kölluð, fæddist í Vopnafírði, dóttir Þóm Jakobínu Beck frá Svínaskálastekk við Reyðarfjörð og Karls Péturs Lilliendahl frá Aust- ur-Skálanesi í Vopnafírði. Böm Þóm og Karls vom: Karl Jóhann (Vopnafírði og Akureyri), Jakobína (Danmörku), Amalía Friðrikka (dó ung), Stefanía Elísabet (Reyðar- fírði), Lórenz Þorvaldur (dó ungur), yilborg Soffía (Akureyri), Oktavía Ágústa (dó ung), Oddný Hansína (Kanada) og Jakob (Akureyri), en öll em þau látin. Soffía Lilliendahl og Bjöm Grímsson eignuðust átta böm: Ástu, Þóm (dó á fyrsta ári), Gerði, Matthías, Hörpu Maríu (nýlátin og hér er minnst), Grím Mikael, Jakob- ínu Elísabet og Karl Hans. Harpa María fæddist 29. nóvem- ber 1922 og ólst upp í foreldrahús- um í Aðalstræti 17, Akureyri. Á uppvaxtarámm hennar vom um- brotatímar í þjóðfélaginu og mikil átök á milli atvinnurekenda og erf- iðismanna. Á eftir fylgdi heims- styrjöldin síðari og setti ugg í brjóst margra. Pollurinn á Akureyri hélt þó áfram að vera spegilfagur í sum- arsólskini og kveikja rómantískra væntinga við kvakandi undirspil æðurs. Á þeim ámm kynntist Haipa eftirlifandi eiginmanni sínum, Ás- bimi Magnússyni frá Árgerði inni í Eyjafírði, en foreldrar hans vom Magnús Stefánsson bóndi þar og Magdalena Ásbjamardóttir. Harpa og Asi giftu sig 15. maí árið 1946 og bjuggu til að byija með á Akur- eyri, en fluttu til höfuðborgarinnar fýrir rúmum tuttugu ámm. Kynni mín af Hörpu og Ása hóf- ust fyrir mörgum ámm þegar ég í fyrsta skipti kom í heimsókn til Bjöms og Soffíu_ ömmusystur. Þar tóku Harpa og Ási á móti mér og umvöfðu mig í upphafí þeirri hlýju og umhyggju sem sérhver einstakl- ingur er aðnjótandi verður geymir innra með sér, sem helgan dóm, um aldur og ævi. Og fyrstu ávarps- orð þessarar ungu frænku minnar: „Elsku drengurinn minn ...“, em táknræn fyrir þann kærleik sem hún á sínum lífsferli sýndi mér og mínum. Harpa hafði yfír að ráða einstök- um persónutöfrum og fólk laðaðist að henni. Gestakoma var því mikil í dag kveðjum við eiskulega mág- konu, Huldu Tryggvadóttur, sem lést þann 22. október sl. eftir hetju- lega baráttu við vágestinn mikla sem svo alltof margir falla fyrir á besta aldri. Hulda fæddist að Miðengi í Garðahverfi 8. febrúar 1924, dóttir hjónanna Lovísu Guðmundsdóttur og Tryggva Gunnarssonar í Gijóta í Garðahverfi. Hún gekk í Flens- borgarskólann í Hafnarfírði og hélt að námi loknu til starfa í Reylqavík, eins og alltítt var. Hún kynntist Herði bróður meðan hann var enn við nám í iæknisfræði og gengu þau í hjónaband þann 31. desember 1951. Síðan lá leiðin norður á Hvamms- tanga, þar sem Hörður var héraðs- læknir á 6. ár. Þar hefur Hulda skilið eftir glæsilegan minnisvarða, en það er tijágarðurinn við sjúkra- húsið. Hún var aðaldriffjöðrin að þeirri ræktun, ásamt nokkmm vin- um á Hvammstanga. Blóma- og trjáræktun áttu stóran hlut í lífi Huldu og vildi hún hafa sem flest og stærst blóm í kringum sig. Einnig áttu ferðalög ríkan þátt í huga hennar, og hafa þau hjónin átt þess kost að ferðast mikið bæði innanlands og utan og notið þess vel. Eftir vemna á Hvammstanga „sigldu þau utan“ og bjuggu fyrst í Englandi, síðan I Svíþjóð. Dvöldu þau erlendis í 4 ár, þar sem Hörður stundaði nám í augnlækningum. Á á heimilinu. Naut sín þá oft vel glaðbeitt kímni og frásagnarsnilli húsmóðurinnar er sinnti gestum jafnan af umhyggju og rausnar- skap. Hjálpsemi og samúð með lítilmagnanum vom ríkjandi í fari Hörpu og var henni eðlislægt að líta til með þeim sem bágt áttu. Frændsemi ræktaði hún og má segja að heimili þeirra hjóna hafí verið miðpunktur ættarinnar, enda ekki ábyrgðarlaust að vera Lilli- endahl, Long og Beck eins og hún sagði oft í meiningarlausu gamni. Við systkinin og móðir okkar söknum þess að fínna ekki Hörpu framar, en með þessum fátæklegu orðum þökkum við henni allar ánægjulegu samvemstundimar og vottum um leið Ásbimi, dóttur og fósturdætmm okkar innilegustu samúð. Jón Benjamínsson Hún Harpa frænka okkar er dáin! Okkur langar að skrifa fáeinar línur um frænku' okkar og þakka henni fyrir yndisleg kynni. Hún var alltaf uppáhaldsfrænka og við mun- um sárt sakna alls sem henni fylgdi. Það er svo margs að minnast, en glaðværð og elskuleg framkoma hennar er okkur efst í huga. Við minnumst þess sem krakkar að þegar við vissum að Harpa var á leiðinni í heimsókn, var tilhlökkunin mjög mikil. Og alltaf var hlaupið út á tröppur til að fagna komu Hörpu og fjölskyldu. Hún hafði allt- af tíma fyrir okkur krakkana, hún fór með okkur í sunnudagaskóla, hún bæði teiknaði og spilaði við okkur og margt fleira. Eftir að við stofnuðum okkar eig- in fjölskyldur hringdi hún oft í okkur, til að grennslast um hagi okkar, og lýsir það Hörpu vel hve áhugasöm hún var um frændfólk sitt. Þegar farið var til Reykjavíkur, þá v_ar oftast haldið til hjá Hörpu og Ása, og var það alveg sama hversu mörg við vorum, alltaf var það jafn sjálfsagt og voru móttök- urnar alveg einstakar. Áhugamál Hörpu voru mörg, hún var mikið í félagsmálum, m.a. rit- ari Eyfírðingafélagsins í mörg ár, garð- og blómarækt var ofarlega í huga hennar, einnig var hún mjög listfeng í sér, teiknaði og málaði heilu málverkin og prýða sum heim- ili þeirra. Með þessum orðum viljum við þakka Hörpu fyrir öll þau kynni og samverustundir sem við höfum átt saman. Blessuð sé minning hennar. Sidda og Hulda þessum árum notuðu þau tímann vel og ferðuðust um þvera og endi- langa Evrópu. Er okkur minnis- stætt, hversu gaman var að fá löngu bréfín með öllum ferðasögunum, og ferðast þannig með þeim í huganum, en þau voru ólöt að skrifa heim og leyfa fjölskyldunni að fylgjast með. Eftir heimkomuna settust þau að hér í Reykjavík og hefur Huida alla tíð staðið við hlið manns síns í hans mikilvægu störfum. Við þökkum henni af alhug allt „kvabbið" sem hún hefur tekið á móti frá okkur í gegnum árin. Fyrir rúmlega tveim árum dró ský fyrir sólu, þegar í ljós kom að Hulda hafði tekið þann sjúkdóm sem nú hefur sigrað. Allan þennan tíma hefur hún sýnt stórkostlegan dugn- að og viljaþrek, og vorum við jafnvei farið að vona að hún myndi sigra, en staðreyndin blasir við og barát- tunni er lokið. Hulda og Hörður eignuðust 3 syni, sem allir eru verkfræðingar. Þeir eru: Hjalti, ókvæntur, Egill kvæntur Karitas Jensdóttur og Kjartan kvæntur Svanhvíti Guð- mundsdóttur. Bamabömin em fjögur. Tryggvi faðir Huldu lifír dóttur sína í hárri elli. Hulda átti einn bróður, Skúla, kvæntan Björgu Pálmadóttur. Við vottum þeim öllum okkar dýpstu samúð, og vitum að minning- in um góða eiginkonu, móður, dóttur og systur styrkir þau í sorginni. Þóra Þorleifsdóttir Jakkar - úlpur Ný sending af loðfóðruðum úlpum með hettu. Verd kr. 4500.- Jakkar í fjölbreyttu úrvali á kr. 4.500.- Kvöldkjólar. Nýsending. Verð frá kr. 2.800.- til 4.000.- DALAKOFINN LINNETSSTÍG 1, SÍMI 54295. AUSTURBÆR Lindargata 39-63 o.fl. Hörgshlíð Háahlíð Hamrahlíð Grænahlíð Laugavegur1-33o.fl. UTHVERFI Austurgerði o.fl. SKERJAFJ. Einarsnes o.fl. GRAFARVOGUR Frostafold ’C
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.