Morgunblaðið - 29.10.1987, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 29.10.1987, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1987 Afmæliskveðja: Gísli Sigurbjörns- son forsljóri Afmæliskveðja frá skrif- stofu dómprófasts Til er meistaraverk eftir Einar Jónsson, Samvizkubit heitir það. Kannski skrýtið, en alltaf kemur mér þetta listaverk í hug, þá ég heyri í eða sé, les eftir eða minnist Gísla forstjóra á Grund. Manns- höfuð verður þjóðin mín öll, er verumar tvaer, sú sem augun rífur upp og sú sem í eyrað hrópar, fá mynd Gísla í huga mér. Enginn sem hann hefír rejmt að velg'a þjóðina til umhugsunar um skyldur okkar við þá sem inn í hausthúmið halda. Ekki aðeins með orðum, heldur líka verkum. Hann átti djörfímg og dug, til þess að gera Elli- og hjúkrunar- heimilið á Grund að líknarstofnun, sem hver þjóð má vera stolt af — og umsvif hans austur í Hvera- gerði, að Asi, snyrtimennskan, hugkvæmnin eru slík,' að stolt sýn- um við erlendum gestum og látum sem þar hafi þjóðin öll verið að verki. Ár eftir ár hefir hann hróp- að: Vakna þú þjóð mín, brett upp ermar og 'ónn! Þú getur, ef þú vilt! En hversu stöð höfum við ekki verið, svefnrof okkar silalegt og þungt? Því veit ég líka, að áhuga- manni hefír oft liðið illa. Hann hefir gefið kirkjum stórgjafir, hann hefir stutt kvenfélög og söfnuði til líknar- starfa fyrir aldraða — og í vörzlu dómprófastsembættisins bíður gild- ur sjóður þess safnaðar, hér á svæðinu, sem hefir afl til þess að reisa sitt eigið Skjól. Víst mun sú stund koma, þjóðin er að vakna, Gísli, og hafðu þökk og hjartans virðing fyrir þinn þátt með morgun- kalli eldhugans. Guð blessi þig á merkum degi, verkfæri sitt við að gera betri dag á jörðu. H. í ritunum íslenskir samtíðar- menn og Æfiskrár samtíðarmanna er ekki miklar upplýsingar að finna um Gísla Sigurbjömsson. Það eitt lýsir manninum betur en þeir munu ætla, sem ekki þekkja til. Upplýs- ingar þær, sem þessi rit hafa inni að halda, eru gefnar af hlutaðeig- andi sjálfum og verður að segjast að stundum hlýtur lesanda að finnast nóg um hvað sumum hefur heppnast að tína til. Gísli Sigurbjömsson hefur ekki mörg orð eða langan lista yfír starf- semi þar sem hann hefur verið þátttakandi. Þess er aðeins getið að hann sé forstjóri Elli- og hjúkr- unarheimilisins Grundar í Reykjavík og Elli- og dvalarheimil- isins í Hveragerði, en það er eins og honum hafi ekki þótt taka því að láta þess getið að hann hefur skapað og mótað þá starfsemi, sem fer fram á þessum stofnunum. Sannleikurinn er hinsvegar sá að þessi eini maður hefur með dugnaði sínum, ráðdeild og framsýni skapað og mótað það mannkærleikans verk, sem þessar stofnanir eru. Hann hefur skapað stórverk, sem bjargað hefur flölda fólks frá von- leysi og einmanaleika, sem sækja vill á þegar starfsþrek er að þrotum komið. Vandséð er hvemig málum aldraðra væri nú komið á landi hér hefði þessa manns ekki notið við. í málefhum þeirra er aðstoðar þurfa að loknu dagsverki, hefur hið svokallaða „opinbera“ löngum reynst svifaseint og sinnulítið og sú kynslóð, sem öðmm fremur hef- ur lagt grunninn að núverandi velmegun hefur viljað gleymast. Féleysi er jafnan borið við, en hver sá sem vill sjá hlýtur að gera sér grein fyrir að féleysi einkennir ekki íslenskt þjóðfélag í dag. Einstakl- ingar og félagasamtök margskonar hafa unnið stórkostleg störf til að- stoðar hijáðu fólki víðs vegar um heim, en þið sem það gerið og gef- ið með glöðu geði og góðu hjarta hugið öðru hvoru að því að í „einu hjarta við Laugaveginn" getur brunnið „eluur með ógn og kvöl" vonleysis og einmanaleika og að þetta fólk á inni hjá því opinbera, sem sýnir takmarkaðan áhuga fyrir að greiða því skuld sína. Þessu fólki hefur Gísli Sigurbjömsson komið til hjálpar, skilið aðstæður þess og þarfir. Með ráðdeild og stjómsemi samfara frábærum dugnaði og þrautseigju hefur honum tekist að tryggja fjölda fólks áhyggjulaust ævikvöld og á þeirri braut heldur hann enn ótrauður áfram. Til eru þeir, sem virðist í blóð borin þörf að „narta í orðstír náunganna" og ekki hefur Gísli farið varhluta af skeytum slíkra, en það eru örlög þeirra er frammúr skara að hljóta aðkast smámenna. Ekki hefur Gísli látið slíkt hindra sig í starfi, en hversu oft geta ekki rætnikenndar ásakanir valdið sárindum, sem engi fær séð. í áðumefndum ritum er þess getið að Gísli hafi „unnið að íþrótta- málum og búnaðarmálum svo og ferðamálum" en þessi yfírlætislausu orð segja lítið um þá aðstoð, sem hann hefur veitt þessum og fjöl- mörgum öðram málum. Þess sést ósjaldan getið í blöðum að Gísli Sigurbjömsson hafi gefíð álitlegar ijárhæðir til ýmissa menningar- mála, en ekki er því slegið upp með stóram stöfum og ekki minnist ég þess að hafa heyrt þess getið í þeim Qölmiðlum, sem nú era mest áber- andi, útvarpi eða sjónvarpi. Hitt er mér fullkunnugt um að hann hefur styrkt ýmsa, bæði einstaklinga og félagasamtök, án þess að þess sé nokkurs staðar getið og að hann hefur rétt hjálparhönd mörgum þeim er illa vora staddir. Mörgum sinnum hef ég undrast hvað víðtæka þekkingu Gísli hefur á ýmsum mjög fjarskyldum málum og getur lagt á þau mat af raun- sæi. Hann getur verið ákveðinn í sfnum dómum, en reyndan hef ég hann að réttdæmi og sleggjudómar era honum fjarri. Gísli Sigurbjöms- son er hugsjónamaður en jafnframt raunsær og framsýnn athaftiamað- ur, en slflcir eiginleikar fara sjaldan saman. Áhugi hans á vísindalegum rannsóknum og skilningur á nauð- syn þess að efla þær á sem flestum sviðum er takmarkalaus. Um þenn- an áhuga vitnar m.a. Rannsókna- stofnunin Neðri Ás í Hveragerði, en ófáir era þeir vísindamenn, er- lendir og innlendir, sem þar hafa fengið aðstöðu og notið hafa fyrir- greiðslu. Snyrtimennska Gísla er einstök og bera stofnanir hans þess ljósast vitni. Persónulega á ég Gísla meira að þakka heldur en ég fái hér talið. Ég þakka honum skilning hans á mínum störfum og áhuga fyrir þeim, en jafnframt fyrir þolinmæði og það traust, sem hann hefur sýnt mér að næsta tilefnislitlu. Ég þakka honum traustu einlægu orðin: „Þetta geram við,“ sem hann hefur staðfest með traustu handtaki. Aranum okkar fjölgar, þau renna sitt óijúfanlega skeið og tíminn gefur engum grið. Sjálfur er maður- inn það verk sem hann skapar. Það verk, sem Gísli Sigurbjömsson nú getur af áttræðishæðum litið yfir, er mikið og gildi þess fær tíminn ekki haggað. Ég óska honum til hamingju með það verk og það sem framundan er og bið honum bless- unar um ókomin ár. Jón Jónsson Skólabáturinn Mímir. Hrútafjörður: Hagnýtt nám í notkun einkatölva og algengustu notendaforrita á PC tölvur PC tölvurnar hafa farið mikla sigurför um heiminn og nú er tala PC tölva^á íslenska markaðinum farín að nálgast 1 2.000. V Míkil þörf er nú á vönduðu og hagnýtu námi á þessar tölvur og algengan not- endahugbúnað. \ / Tölvufræðslan býður upp á 80 klst. hagnýtt nám í notkun PC tölva. Þátttakendur geta valið um að taka námið sem dagnám á einum mánuði eða sem kvöldnám "á tveimur mánuðum. Að loknu námi verða þátttakendur færir um að leysa öll algeng verkefni á PC tölvur. Dagskrá: ★ Grundvallaratriði í tölvutækni ★ Stýrikerfið MS-DOS ★ Ritvinnslukerfið WordPerfect ★ Töflureiknirinn MULTIPLAN ★ Gagnasafnskerfið dBase lll-t- ★ Fjarskipti með tölvum . Fjárfestið í tölvuþekkingu, það borgar sig. VR og BSRB styðja sína félaga til þátttöku á námskeiðinu. IMánari upplýsingar eru veittar í símum 687590 og 686790. Tölvufræðslan Borgartúni 28 Nemendur Reylga- skóla á veiðum Stað í Hrútafirði. SKIPVERJAR á skólabátnum Mími lögðu net sín og krabba- gildrur sunnudaginn 11. október í Hrútafjörð. Nemendur á Reykjaskóla voru teknir um borð og þeim veitt tilsögn í veiðum og sjómennsku. Siglingafræði er valgrein í níunda bekk í Reykjaskóla. Skóla- báturinn Mímir hefur komið inn á Hrútafjörð haust og vor til að veita nemendum verklega kennslu í veið- um og meðferð siglingatækja og meðhöndlun björgunartækja. Veiðin úr Hrútafirðinum var lítil þennan dag, ein hnísa og nokkrir krabbar. Fréttaritari átti stutt sam- tal við tvö ungmennanna sem fóra í sjóferðina, þau Svövu Friðgeirs- dóttur frá Drangsnesi og Reyni Vilmundarson frá Bolungarvík. Þau sögðu áhuga nemenda sem væra með siglingafræði sem valgrein mikinn. Þau hefðu haft mikið gagn af þessum degi um borð í skólabátn- um og sögðust bíða með óþreyju þess að báturinn birtist aftur á Hrútafírði. — m.g. Morgunblaðið/Magnús Gislason Reynir Vilmundarson frá Bolungarvík og Svava Friðgeirsdóttir frá Drangsnesi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.