Morgunblaðið - 29.10.1987, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 29.10.1987, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1987 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir ARNE OLAV BRUNDTLAND Tillögur Gorbachevs séðar frá bæjardyrum Norðmanna Sú spuming sem vaknar eftir víðtækar tillögur Mikhails Gorbachev Sovétleiðtoga í ræðu i Múrmansk i byqun mánaðar- ins er: Hver gæti Iagst gegn samvinnu við Sovétmenn i norðri ef stærstu bandamenn okkar -í vestri taka þátt i þess konar marghliða samstarfi? Hér er ekki verið að tala um afmarkað tvíhliða samstarf Noregs og Sovétríkjanna þar sem Noregur væri í hlutverki litla bróður. Frekar er um það að ræða að vegna legu sinnar og kjölfestu sinnar í Atlantshafsbandalaginu getur Noregur gegnt mikilvægu hlutverki. Að sjálfsögðu grípum við ekki tillögur Gorachevs fegins hendi án þ iss að kanna þær mjög ítar- lega og yfirvegað. Einmitt þetta er nú að gerast í norskum stjóm- málum. En ekki eru allir jafn áhugasamir. Stjómin sýnir málinu meiri áhuga en stjómarandstaðan í Stórþinginu. En allir eru sam- mála um að ræða Gorbachevs var mikilvægt framlag. Aldrei nokk- um tíma hefur sovéskur leiðtogi tekið slíkt frumkvæði í samskipt- um við norræn ríki. Aríðandi vandamál Vígbúnaðareftirlit, efnahags- samvinna og umhverfisvemd eru ailt áríðandi verkefni. Tillögur Gorbachevs gefa ýmsa möguleika til kynna. Jákvætt er að Gorbachev sagði skilyrði fyrir því að Novaja Zemlja verði ekki lengur miðstöð kjam- orkutilrauna vera að Bandaríkja- menn sýndu víðtækan áhuga á því að stöðva kjamorkutilraunir. Samningar um endanlega stöðvun kjamorkutilrauna risaveldanna voru hins vegar ekki gerðir að skilyrði. Fullkomlega eðlilegt er einnig að samstarfsvilji þeirra NATO- ríkja sem eiga hafsvæði er liggja að Sovétríkjunum er gerður að skilyrði fyrir því að hemaðarum- svif á landi og á sjó verði takmörkuð. Hitt er annað mál að búast má við að hefðbundin flota- veldi spomi við fótum og setji frelsi til siglinga í efsta sæti. Þetta er snúið vandamál. Vert er að því verði sýndur meiri áhugi, ekki síst af hálfu smáríkja eins og Noregs. Framganga hugmyndarinnar um kjamorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum virðist líklegri eftir að Sovétmenn hafa látið líklega um að samsvarandi svæði verði í Sovétríkjunum. Einnig hafa þeir lagt áherslu á samhengið við sam- skipti austurs og vesturs yfirleitt. Þetta er í samræmi við stefnu norsku ríkisstjómarinnar í sam- bandi við kjamorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum. Þessar tillögur rekast heldur ekki á stef- numið hinna þriggja borgaralegu flokka. Þátttaka vestrænna ríkja í nýt- ingu auðlinda hafsbotnsins færir Norðmönnum ýmsa nýja mögu- leika. Skilyrði Norðmanna verður að vera að leystar verði hafréttar- deilur í norðri á sem hagkvæmast- an hátt. Þegar mörkin eru orðin skýr opnast nýir og atþyglisverðir möguleikar. Því miður hafa Sovét- menn hingað til ekki sýnt nægi- legan vilja til leysa þau vandamál í sambandi við hafrétt sem tengj- ast efnahagslögsögu og skiptingu hafsbotnsins. A.m.k. ekki nægi- legan til að Norðmenn geti sætt sig við hann. Almenn not af siglingaleiðun- um norðan Sovétríkjanna með hjálp sovéskra ísbijóta hleypa nýju lífí í hugmyndir um siglingar milli Evrópu og norðurhluta Kyrrahafssvæðisins. Það nægir að líta á hnattlíkan. Sjóleiðin frá Vestur-Evrópu til Japans verður helmingj styttri ef unnt reynist að nota norðaustur-leiðina. Slíkt væru mikil tíðindi fyrir siglingafélög á Vesturlöndum ekki síst í Noregi. En Gorbachev sagði í ræðu sinni að skilyrði fyr- ir því að þessi leið yrði opnuð væri að samkomulag næðist um aðrar tillögur. Því gæti reynst erfítt að hrinda þessu í fram- kvæmd. Samstarf við umhverfísvemd er í þágu allra, ekki síst Norð- manna. Mengun er alvarlegt mál í Sovétríkjunum og austlægir vindar í norðri sjá til þess að við förum ekki varhluta af henni. Málamiðlun Ekki er beinlínis auðvelt að miðla málum í sambandi við tillög- ur Gorbachevs. En grunntónninn í ræðunni um meira alþjóðlegt samstarf er raunveruleg framför. Þegar Leonid Brechnev lagði fram tiilögur á áttunda áratugnum um samstarf norrænna ríkja og Sov- étríkjanna á sviði flutninga, orkumála og umhverfisvemdar vantaði alþjóðlegan ramma og þess vegna náðu tillögur hans ekki fram að ganga. Vissulega verður ekki um af- markað samstarf Norðmanna og Arne OlavBrundtland Sovétmanna að ræða og ekki held- ur Norðurlandanna og Sovétríkj- anna. Einkum vegna þess að tillögumar verður að skoða í miklu víðara samhengi. Norðurlöndin hafa eftir stríð haft hvert um sig mismunandi stefnu gagnvart Sovétríkjunum. Sú staðreynd er afleiðing ólíks bakgmnns norænna ríkja og ólíkrar sögu. Landfræðileg staða þeirra er mismunandi í hemaðar- legu tilliti. Þess vegna er stefnu- mótunin hvað öryggismál varðar svo mismunandi. Og þeirri stefnu- mótun verður ekki breytt. Norðurlöndin em ekki einleitur hópur gagnvart Sovétríkjunum. Samt er samstarf mögulegt á mörgum sviðum þrátt fyrir að hvert land fyrir sig haldi sig við sina stefnu í öryggismálum sem hægt er að reiða sig á. Hvort raunvemlegt samstarf kemst á við Sovétmenn er háð því að málið sé sett í víðara sam- hengi með þátttöku stærri bandalagsríkja okkar í vestri. Við viljum fá traustari gmndvöll í sambandi við ítarlegra samstarf við Sovétríkin um norðurslóðir. Hingað til hefur staða okkar i NATO veitt okkur slíkt öryggi að unnt hefur verið að semja við Sovétmenn um ýmis mál sem „Næst á dagskrá er flensu-spáin“ ÁRLEGA ganga flensur sem kosta okkur öll leiðindi, vinnu- tap og peninga. Allir yrðu fegnir ef hægt væri að vara okkur við í tíma þegar von er á þessum leiða „gesti“. Hug- myndin um inflúensu-spár er ekki fjarri lagi, þvi nú þegar eru víða um heim starfræktar rannsóknastofur sem fylgjast mjög náið með þvi sem inflú- ensu-veiran er að gera hverju ainni. Aðalvandinn í baráttunni gegn inflúensu-veimnni er að hún beit- ir klækjabrögðum. Inflúensu-veir- an er af tveim stofnum, A og B stofni. Veimr af A-stofni hafa þann eiginleika að þær geta breytt sér. Breytingar em yfírleitt litlar hverju sinni en þó nægjanlegar til þess að við fáum flensu oft á æfinni. Af og til tekur veiran svo stökk og á svipstundu breytist gamla flensan, sem við emm far- in að ráða við, í nýja og þá er voðinn vís. Við höfum ekkert þol gegn hinni nýju fíensu og verðum alvarlega veik. í dag vinna rannsóknarstofur um heim allan að því að fylgjast með þessum breytingum inflú- ensu-veimnnar, hverri hreyfíngu hennar er fylgt af sérfræðingum um allan heim. Veimfræðingar kalla smærri breytingamar veir- unnar „flakk", það á sér stöðugt stað og er auðvelt að fylgja eftir og þó það orsaki flensur þá er auðvelt að framleiða bólueftii við þeim. Stærri breytingamar kalla fræðingar „umskipti" en „um- skiptingamir" em ekki margir en svo margvíslegir að engin leið er að hafa hemil á þeim. Vegna þess hve veiran breytist mikið við „um- skipti" gagna gömlu bóluefnin ekki og nýja inflúensan geisist um allan heim. Það vom „um- skipti" inflúensu-veim sem ollu þeim þreni faröldmm sem gengið hafa yfír á þessari öld; Hong Kong-flensan 1968, Asíu-flensan 1957 og Spánska veikin 1918, sem kostaði fleiri líf en fyrri heimsstyrjöldin. Heyrst hefur sá orðrómur að í vetur sé von á nýjum faraldri af völdum „umskiptings". Orðrómur þessi byggist á því að ekki hefur komið upp flensufaraldur í tvo áratugi. Sem betur fer er þetta bara orðrómur og ekki em líkur á að hann sé réttur. Vísindamenn við inflúensu-rannsóknarstofnun í Bandaríkunum, sem ber nafnið „World Influenza Center“, segja að ekki hafí orðið neinar breyting- ar á veimnni á síðustu mánuðum. Dr. John Skehel forstöðumaður stofnunarinnar segir; „besti leið- arvfsirinn um inflúensuna er hvað hefur gerst á suðurhveli á síðustu mánuðum, því þar er vetrinum að ljúka. Þar hafa komið upp flensur á stöku stað á síðustu mánuðum, færri en undanfarin ár svo gera má ráð fyrir að farald- ur sé ekki í uppsiglingu." Flensu-spár og veðurspár er eins að því leyti, að þrátt fyrir sérfræðinga og hátæknibúnað geta þær verið vitlausar. Annað sem veðrið og flensan eiga sam- eiginlegt er að enginn heimshluti er án þeirra. Flensa ferðast frá einu landi til annars án þess að þekkja landamæri. Spánska veik- in 1918, lagðist jafnt á eskimóa og fólk á Samoa-eyjum. Hægt er að fylgjast með hvemig flensan breiðist út og í framtíðinni er ef til vill hægt að hefja bólusetning- ar á þeim sem nauðsyn þykir að bólusetja, áður en flensan gengur yfír. Á hverju hausti gefur Alþjóða- heilbrigðisstofnunin út tilkynn- ingu um hvaða inflúensu-veira verði líklega í gangi næsta vetur. Landlæknar senda síðan heilsu- gæslustöðvum og heimilislæknum tilkynningu sama efnis svo þeir geti búið undirbúið sig og pantað bóluefni fyrir veturinn. Bóluefni gegn inflúensu er búið til á þann hátt að blandað er sam- an mörgum mótefnum. Yfírleitt þarf nýja samsetningu á hveiju hausti. Bólusetning virkar ágæt- lega gegn flensunni, 75% þeirra sem bólusettir eru fá ekki flensu, hinir sem bólusettir eru fá vægari flensu en ef þeir væru óbólusett- Times ir. Á síðasta ári voru í Banda- ríkjunum seldir ein og hálf milljón skammta af bóluefni. Á hveijum vetri fá 250.000 til 500.000 Bandaríkjamenn flensu. 2000-5000 deyja, annað hvort úr flensu eða fylgikvillum hennar t.d. lungnabólgu. Ekki er mælt með að aðrir en þeir sem hætta er á að verði illa úti séu bólusettir, t.d. eldra fólk, hjartasjúklingar, nýmaveikir og fólk með ólæknandi lungnasjúk- dóma. Þetta er vegna þess að næsta vetur kemur ný flensa og þá þarf að breyta „blöndunni" í bóluefninu ögn og þá þyrfti að bólusetja alla uppá nýtt. Myndi það bæði vera dýrt og einnig myndi það valda því að mótstöðu- afl fólks minnkaði til mikilla muna. Oft er erfitt að greina flensu frá venjulegu kvefí, þó má segja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.