Morgunblaðið - 29.10.1987, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 29.10.1987, Blaðsíða 35
MORGUNBLABIÐ, FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1987 35 Reuter Malajar lesa forsíðu dagblaðsins The Star í Kuala Lumpur í gær. Á forsíðunni er greint frá því að 55 menn hafi verið settir í gæsluvarð- hald af pólitískum ástæðum. Útgáfa dagblaðsins The Star hefur verið bönnuð og kom blaðið ekki út i morgun. Filippseyjar: Þrír bandarískir hermenn myrtir Manila, Reuter. ÞRÍR Bandaríkjamenn, þar á meðal tveir hermenn, og einn Filippseyingur voru myrtir í gær i nágrenni bandarískrar her- stöðvar vestur af höfuðborginni Manila á Filippseyjum. Blaðafulltrúi Clark-herstöðvar- innar, Thomas Boyd majór, sagði að mennimir hefðu verið skotnir hver í sínu lagi á einni klukkustund þar sem þeir voru á ferð í þorpi í nágrenni herstöðvarinnar. „Þetta er í fyrsta skipti sem eitthvað þessu líkt gerist hér um slóðir," sagði Boyd. Hann sagði að verið væri að yfirheyra vitni en of snemmt væri að segja nokkuð um tildrög morð- anna. Clark-herstöðin er önnur af tveimur stærstu herstöðvum Bandaríkjamanna í landinu. Menn- imir voru myrtir á meðan á heimsókn aðstoðarutanríkisráð- herra Bandaríkjanna, Michaels Armacost, til Manila stóð. Banda- ríska sendiráðið í Manila tilkynnti fyrr um daginn að Victor Raphael, bandarískur hermálafulltrúi á Filippseyjum hefði verið kvaddur heim. Raphael hefur verið sakaður um óviðurkvæmileg afskipti af að- gerðum filippseyska hersins þann 28. ágúst á þessu ári á meðan á byltingartilraun stóð. Reuter Victor Raphael (til vinstri), bandarískur hermálaráðgjafi á Filippseyj- um, sést hér deila við foringja í her Filippseyjinga um aðgerðir á meðan á byltingartilrauninni seint i ágúst stóð. Raphael hefur nú verið kvaddur heim til Bandaríkjanna, sakaður um klúður við niður- bælingu uppreisnarinnar. Malaysía: Forsætísráðherra bannar útífundi 55 menn hnepptir 1 gæsluvarðhald og dagblöð bönnuð Kuala Lumpur, Malaysíu, Reuter. DATUK Seri Mahathir Moham- ad, forsætisráðherra Malaysiu, bannaði i gær öll fundahöld og kröfugöngur i landinu. Bannið tekur einnig til útifundar, sem flokkur Mahathirs hafði ráðgert að halda á sunnudag og margir höfðu óttast að myndi leiða tíl óeirða. „Stjómin vill viðhalda friði og stöðugleika. í krafti ráðherravalds míns ætla ég að banna alla úti- fundi. Útifundurinn á sunnudag verður ekki haldinn," sagði Mahat- hir í ræðu á þinginu í Kuala Lumpur. Nokkur spenna ríkti í Malaysíu eftir að lögreglan sagði að 55 menn hefðu verið hnepptir í gæsluvarð- hald, þar á meðal félagar í flokki Mahathirs, Sameinaða þjóðarsam- bandi Malasíu (UMNO), sem er valdamestur í þrettán flokka sam- steypustjóm landsins. UMNO ætlaði að fagna því á sunnudag að 41 ár er liðið frá því að flokkurinn var stofnaður. Höfðu skipuleggj- endur útifundarins spáð því að um hálf milljón manna myndu sækja fundinn. í Malaysiu búa sextán milljónir manna. Mahathir lét þess ekki getið hvenær banninu við úti- samkomum yrði aflétt. Spenna milli malaja og fóiks af kínverskum uppmna hefur aukist mikið undanfarið. Spennan er eink- um rakin til þess að menntamála- ráðuneytið hyggst ráða kennara sem ekki tala kínversku til stjómun- arstarfa í kínverskum skólum. í síðustu viku gekk maður einn berserksgang og skaut einn mann til bana og særði tvo í hverfi í Kuala Lumpur þar sem kynþátta- óeirðir bmtust út í maí árið 1969 með þeim afleiðingum að mörg hundmð manns biðu bana. Mahathir réttlætti í gær að 55 menn hefðu verið handteknir og sagði að þessir menn hefðu hvað eftir annað fjallað um viðkvæm málefni. Þessir menn hefðu efast um rétt malaja og vakið spumingar um búsetu kynþátta og trúarvanda- mál. Mahathir gagnrýndi sérstak- lega stjómarandstöðuflokkinn Lýðræðislega umbyltingarflokkinn. Leiðtogi flokksins og háttsettir embættismenn hans vora settir í gæsluvarðhald. Lögreglan kvðast hafa handtekið mennina 55 samkvæmt lögum um þjóðaröryggi. í þeim kveður á um að hneppa megi menn í gæsluvarð- hald án réttarhalda. Þetta em mestu fjöldahandtökur í Malaysíu frá því að Mahathir varð forsætis- ráðherra árið 1981. Einnig vom kínverskir kennarar, endurbótasinnar og félagar í hinni Kínversku fylkingu Malaysíu, sem tekur þátt í stjóm landsins, hand- teknir. Mahathir ákvað einnig að banna útgáfu þriggja dagblaða og sakaði þau um að slá upp viðkvæmum málum. „Við emm þróunarríki og við emm að reyna að bæta efnahag okkar. Ef við náum ekki stöðugleika mun ringuleið ríkja," sagði Mahat- hir á þinginu. ígrúúgS Notaðir bílar á sérstöku haustverði!! 1. MAZDA 626 diesel árg. '84 Verð áður 390.000 Verð nú 320.000 2. MAZDA 626 4 dyra 1.6 I árg.’80 140.000 110.000 3. MAZDA 929 4 dyra árg. ’82 290.000 230.000 4. MAZDA 929 4 dyra árg. '79 110.000 80.000 5. Nissan Sunnyárg. '82 200.000 160.000 6. Daihatsu Charade árg.’80 130.000 110.000 7. Lada 1300 árg. ’82 110.000 60.000 8. Volvo 144 árg. '73 80.000 50.000 9. Fiat 127 árg. ’82 110.000 90.000 10. Chevrolet Impala árg.’78 300.000 190.000 11. Mitsubishi Lancer árg. ’80 190.000 170.000 12. Nissan Sunny árg. ’82 200.000 150.000 Góð greiðslukjör! Opið laugardaga frá kl. 1-5 BÍLABORG HF. FOSSHÁLSI 1,S. 68-1299.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.