Morgunblaðið - 29.10.1987, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 29.10.1987, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1987 Morgunblaðið/GSV Helga Steindórsdóttir sparisjóðsstjóri ásamt Dagmar Björgvinsdóttur og Onnu Lisu Brynjarsdóttur starfsstúlkum. Sparisjóður Akureyrar: Stækkun og end- urbótum nýlokið NÝLEGA lauk stækkun og endurbótum á húsnæði Sparisjóðs Akur- eyrar. Framkvæmdir við breytingamar hófust í mars sl. og var að mestu lokið í ágúst. Sparisjóðurinn var stofnaður árið 1932 og hef- ur verið í núverandi húsnæði síðan 1957. Helga Steindórsdóttir hefur verið sparisjóðsstjóri síðan 1. maí 1986 og tók hún við af Sverri nars, sem gegnt hafði því starfi síðan 1957. framhaldi af breytingunum Helgu. Þeir sem eru í föstum innl- verður afgreiðslutími sparisjóðsins lengdur og verður hér eftir opið alla virka daga frá kl. 11.00 til 16.00 og auk þess á fimmtudögum frá kl. 17.00 til 18.00. Þá er spari- sjóðurinn að taka upp nýtt form á tékkareikr.ingi sem nefnist „SER- tékkareikningur sparisjóðsins11. Reikningurinn sameinar kosti veltu- reiknings og almennrar sparisjóðs- bókar því vextir eru reiknaðir daglega af innstæðu og mun reikn- ingurinn bera 16% vexti, að sögn ánsviðskiptum við sparisjóðinn geta sótt um yfírdráttarheimild á SÉR- tékkareikningi og einnig stendur þeim til boða launalán. Hönnuður breytinganna var Haukur Haraldsson. Trésmiðjan Reynir sf. sá um tréverk og Raf- lagnaverjcstæði Tómasar um raf- lögn. Karl og Þórður hf. sáu um pípulagnir og Húsprýði sf. um málningu. Guðni Jónsson annaðist múrverk og eru öll húsgögn frá Kristjáni Siggeirssyni hf. Verðum að huga að klak- rannsóknum ef lúðueldi á að verða alvöruatvinnugrein - segir Ölafur Halldórs- son fiski fræðingur hjá Fiskeldi Eyjafjarðar hf. UM ÞAÐ bil 650 smálúður og sex stórlúður eru komnar í ker hjá Fiskeldi Eyjafjarðar hf. á Hjalt- eyri, en veiðar á þeim hafa staðið yfir í Breiða- firði á undanförnum vikum. Dragnótabátar frá Ólafsvík og bátur frá Arnarstapa veiddu smálúð- una og stórlúðan var veidd af línubáti frá Hellissandi. Ólafur Halldórsson fískifræðingur og Erlendur Jónsson líffræðingur hófu störf hjá hinu nýstofnaða fyrirtæki þann 1. júní sl. og er meiningin að lúðu- eldi verði stundað til reynslu í eitt ár. Olafur sagði í samtali við Morgunblaðið að stórlúðan væri þetta 30 til 60 kg að þyngd, smálúðan um eitt og hálft kg og afföll hefðu verið mun minni en búist var við í upphafí. „Veiðunum í Breiðafírði er nú lokið í bili og í vetur munum við einbeita okkur að því að fylgj- ast með hvemig lúðan þrífst og dafnar og hvort hún tekur fóður. Draumurinn með þessu er hinsvegar að fara út í klak og vom stórlúðumar veiddar í þeim tilgangi að safna gögnum um klakrannsóknir. Við verðum að fara að huga að klakrannsóknum, ef gera á lúðueldi að alvömatvinnugrein.“ Olafur sagði að fylgjast þyrfti vandlega með því hvemig lúðan þrifíst við þær aðstæður sem fyrir væm í Eyjafírði. Þeir félagamir fara á sjó hálfsmán- aðarlega til að safna umhverfísupplýsingum í Eyjafírði til að hafa yfírlit yfír þær sveiflur og breyt- ingar sem verða á einu ári. Ólaftir sagði að Norðmenn væm lengst komnir með lúðueldisrannsóknir og vissu íslendingar ekkert um lúðueldi nema það sem kom- ið hefði út úr norskum rannsóknum. Fyrirtækið fékk aðstöðu hjá Snælaxi hf. í Gmnd- Erlendur Jónsson Iíffræðingur hjá Fiskeldi Eyja- fjarðar hf. á Hjalteyri. arfírði til að geyma lúðumar og vom síðustu farmamir Síðan fluttir þaðan í keijum með flutn- ingabíl sl. sunnudag. Keppni í frjálsri greiðslu: Málfríður og Sig- urkarl sigruðu Málfríður Vilmundardóttir, Reykjavík, og Sigurkarl Aðalsteinsson, Akureyri, urðu hlutskörpust í svokallaðri frjálsri hárgreiðslu eða „frístæl“-keppni, sem fram fór í Sjallanum sl. laugardagskvöld. Keppt var í tveimur flokkum. í flokki hárskera kepptu 15 manns frá Akureyri og Reykjavík og í flokki hárgreiðslufólks kepptu tíu manns, einnig frá Akureyri og Reykjavík og frá Húsavík og Sauðárkróki. Keppnin var haldin á vegum tímaritsins Hárs og fegurðar. Sigurvegarar hlutu með- al annars í verðlaun ferð á alþjóðlega fegurðarsýningu í New York. Auk hárgreiðslukeppninnar fór fram förð- unarsýning meðlima úr Förðunarfélagi íslands. Morgunblaðið/GSV Málfríður Vilmundardóttir með módel sitt í keppninni. Sjálfstæðiskvennafélagið Vörn: Undirbýr 50 ára afmæli Sjálfstæðiskvennafélagið Vörn hefur hafið vetrarstarfið, en félag- ið verður 50 ára þann 2. desember nk. Ákveðið hefur verið að minnast þessara tímamóta í sögu félagsins á veglegan hátt. Starfið á næstu vikum miðast við undirbúning afmælisins og í sumar var skipuð nefnd til að taka saman og semja ágrip úr sögu félagsins. Síðastliðinn vetur var tekin upp sú nýbreytni í félagsstarfinu að halda hádegisverðarfundi einu sinni í mánuði. Þessi tilhögun gafst vel og mikið starf var unnið við undir- búning og framkvæmd þings Landssambands sjálfstæðiskvenna, sem haldið var á Hrafnagili og Akureyri dagana 28.-30. ágúst sl. Þingið þótti takast mjög vel og stjómmálayfírlýsingin, sem sjálf- stæðiskonur samþykktu og sendu frá sér; var á margan hátt athyglis- verð. Ástæða er til að kynna hana enn betur í fjölmiðlum og í flokks- félögum og Q'alla þar um efnisþætti sem á margan hátt teljast til ný- mæla, segir í fréttatilkynningu frá Vöm. í vetur er í ráði að halda hádegis- verðarfundina í Laxdalshúsi og var fyrsti fundurinn þar í byijun októ- ber. Næsti fundur verður nk. laugardag, 31. október, kl. 12.00. Margar konur á Akureyri hafa tek- ið þátt í félagsstarfinu í Vörn á liðnum árum og áratugum og eru þær allar velkomnar á fundina. Formaður félagsins er Björg Þórð- ardóttir og með henni í stjóm em: Margrét Kristinsdóttir, Dagmar Lovísa Björgvinsdóttir, Margrét Yngvadóttir og Nanna Þórsdóttir. Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar hf. 5 ára: Á hlut í tíu fyrirtælgum Yeitir ráðgjöf, fjárfestir og tekur þátt í stjómun Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar hf. er nú fimm ára, en það var stofn- að árið 1982 af sveitarfélögum við Eyjafjörð, samvinnuhreyfingunni, samtökum launafólks og atvinnurekenda i því skyni að sporna gegn neikvæðri þróun í atvinnumálum. Starfið hefur skilað nýjum fyrir- tækjum og nýjum framleiðslueiningum hér á þessu svæði sem gefa í beinar tekjur til sveitarfélaganna á ári hveiju mun hærri upphæð en til félagsins hefur verið varið. Þetta kom m.a. fram í máli Inga Björnssonar framkvæmdastjóra félagsins á Iðnþingi íslendinga sem haldið var á Akureyri um síðustu helgi. Ingi sagði að markmiðið með stofnun félagsins hefði verið að efla atvinnulíf við Eyjafjörð og þá sér- staklega iðnað og nýsköpun í iðnaði. Fyrirkomulag starfseminnar er á þann veg að rekin er ráðgjafaþjón- usta sem tekur til bæði tækni- og fjármálaráðgjafar. Félagið er íjár- festingarfélag og tekur virkan þátt í stjómun þeirra fyrirtækja sem það á aðild að. Iðnþróunarfélagið á nú hlut í tíu fyrirtækjum, meðal þeirra eru: Sæplast hf. á Dalvík, sem fram- leiðir plastker og bretti fyrir sjávar- útveginn, Gúmmívinnslan hf. á Akureyri sem endurvinnur gúmmí og Fiskeldi Eyjafjarðar hf. sem er að hefja lúðueldi á Hjalteyri. Þá sá félagið um rekstur ístess hf. fyrsta eina og hálfa starfsárið og sér nú um rekstur Fiskeldis Eyjaijarðar hf. „Þátttaka Iðnþróunarfélagsins heftir í mörgum tilfellum einnig þýtt að önnur fyrirtæki hafa gengið til samstarfsins og þar með hefur tekist að auka verulega við eigið fé hugvitsmannsins eða fmmkvöð- ulsins sem að hugmyndinni stendur og þar með hefur fyrirtækið farið af stað mun öflugra en annars hefði orðið.“ Ingi sagði að samheldni sveitarfélaganna væri starfinu dýr- mæt auk samheldni annarra eignaraðila. Þó að útseld vinna næmi um 30% af kostnaði væri ljóst að starfið grundvallaðist á framlagi eignaraðila. „Við emm fámenn þjóð í stóm landi, við munum aldrei geta byggt upp útibú frá Iðntækni- stofnun Islands í öllum landshlut- um. Reynslan hefur sýnt að ríkisvaldið mun ekki taka fmm- kvæði né vera leiðandi í því að skapa iðnfyrirtækjum á landsbyggðinni betri starfsgmndvöll. Því verða sveitarfélögin og aðrir heimaaðilar að taka fmmkvæðið, og ég held að Eyfirðingar hafi sýnt fram á að afraksturinn er meiri en tilkostnað- urinn,“ sagði Ingi. Hann sagði að hin lokaða hurð að tækninýjungum væri oft heima í héraði, við þyrftum aðeins að fínna lykilinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.