Morgunblaðið - 29.10.1987, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 29.10.1987, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1987 55 Afmæliskveðja: Arni Sigurðsson í Heiðarseli í dag er Ámi Sigurðsson 85 ára, þótt ótrúlegt sé, því að enn er hann léttur á fæti og léttur í lund og vippar sér jafn léttilega í hnakkinn og þegar hann þeysti á stefnumót í árdaga. En ekki tjáir að deila við dómar- ann, kirkjubókin telur hann fæddan 29. október 1902 þótt sá lævíslegi grunur læðist að manni, að fyrsta sprellið hans Áma í skímarkjólnum hafí verið að koma prestinum til að skrifa 0 í staðinn fyrir 1 eða 2, hann vildi taka öldina snemma og ekkert dól. Ámi fæddist á Hellum í Reynis- hverfí 29. október 1902 og byijaði æfí sína á hinum fomu slóðum sr. Jón Steingrímssonar, enda báðir hneigðir fyrir hesta og ferðalög. Ámi er sonur Sigurðar Bjöms- sonar og konu hans Halldóru Amadóttur. Sigurður fæddist 1858 á Hraun- felli í Skaftártungu, bóndi á Hellum 1894—1909 og í Svartanúpi í Skaft- ártungu 1909—13, d. 1934 í Nýjabæ í Landbroti hjá Gísla syni sínum. Bjöm, faðir Sigurðar, fæddist 1826 í Ytri-Ásum, hann var bóndi á Ljótastöðum, Undirhrauni og í Hraunfelli 1857—64, og mun vera eini bóndinn sem þar bjó. Síðast var hann bóndi í Nýjabæ í Garði, en andaðist 1908 að Nýlendu í Garði hjá Bjama syni sínum, f. 1863, og tengdadóttur, Margréti Bjamadótt- ur, f. 1861 á Keldunúpi á Síðu. Kona Bjöms var Guðlaug, f. 1832, dóttir Bjama, f. 1791, bónda á Borgarfelli, sonar Odds Bjama- sonar, f. 1741, hreppstjóra í Seglbúðum. Bjöm var sonur Sigurðar Áma- sonar, f. 1797, d. 1860, bónda í Hvammi frá 1830—60 og konu hans, Halldóru Runólfsdóttur, f. 1797 í Skurðbæ í Meðallandi, d. 1893 í Hvammi í Skaftártungu. Hún var dóttir Runólfs Gunnsteins- sonar, f. 1791 í Krossbæ í Nesjum, bónda í Hvammi frá 1804—30. Sigurður var sonur Áma, f. 1741, bónda í Hrífunesi, Ámasonar á Heijólfsstöðum, en hann var sonur Jóns Ámasonar og Katrínar Gunn- arsdóttur, lögréttumanns, Hös- kuldssonar Hannessonar Crumbecks, hins enska bónda og grasalæknis á Lambafelli. Móðir Áma og kona Sigurðar Bjömssonar var Halldóra Ámadótt- ir, f. 1862, d. 1950, Gunnsteinsson- ar bónda í Hvammi, Runólfssonar frá Krossbæ. Kona Áma Gunnsteinssonar var Kristín, f. 1829, dóttir Sigurðar Ámasonar og Halldóru Runólfs- dóttur. Ámi fluttist 1913 að Borgarfelli og var þar til 1915 að hann fluttist að Gröf í Skaftártungu og dvaldi þar til ársins 1926. Á árunum 1927—33 var Ámi vinnumaður á Leiðvelli í Meðal- landi, en þá fór hann að Nýjabæ í Landbroti og gekk jafnframt á vit við lífshamingju sína, tilvonandi eiginkonu, Eyjólfínu Eyjólfsdóttur, Hólmi í Landbroti, þau giftust 1934. Foreldrar Eyjólfínu vom Eyjólfur Bjamason, f. 1873 d. 1907, og Guðrún Pálsdóttir, f. 1867 á Hær- ingsstöðum í Stokkseyrarhreppi. Foreldrar Eyjólfs voru Bjami Einarsson (1841—92) bóndi í Hólmi og kona hans, Þórunn Ámadóttir Þorvarðarsonar. Fyrstu árin bjuggu þau Ámi í Hólmi hjá föðurbróður Eyjólfínu, Einari Bjamasyni. Árið 1950 fluttust þau að Heið- arseli á Síðu og reistu þar nýbýli og bjuggu þar fram að þeim tíma að þau fluttu að Kirkjubæjar- klaustri. Þau hjón vom höfðingjar heim að sækja, Ámi hrókur alls fagnaðar og Eyjólfína gat einnig slegið á hina fínni strengi. Ámi er allsstaðar aufúsugestur og hann er einn af þeim mönnum, sem alltaf em kærkomnir en fara of snemma og það er eins og Ámi eigi alltaf slatta af sólargeislum í pokahominu sínu. Ámi er mikill hestamaður og hefur mikinn áhuga á hesta- mennsku, enda er hann heiðurs- félagi í Hestamannafélaginu Kóp. Óneitanlega á maðurinn fáa betri félaga og tryggari vini en góðan reiðhest og engir eiga hestinum jafnmikið að þakka og Skaftfelling- ar, og enginn veit hve mörgum mannslífum skaftfellski hesturinn hefur bjargað á liðnum öldum. Já, og jafnframt veit enginn hve margir núverandi menn eiga tilvem sína að þakka skaftfellsku vatna- hestunum og þeim mönnum liðinna kynslóða sem kunnu að ríða og velja jökulvötnin. Ekkert jafnast á við þann fögnuð og að hleypa góðum hesti, njóta angan vorsins og fegurðar skaft- fellsku fjallanna. Vonandi eiga tölvustýrð vélmenni ekki eftir að stjóma skaftfellska hestinum, en þróunin virðist benda til þess að „kóróna sköpunarverks- ins“ eigi eftir að verða ánauðugt vinnuþý tölvustýrðra vélmenna og e. t.v. em síðustu viðburðir í við- skiptaheiminum blika þeirrar feigðarþoku sem hins mannlega bíður. Ámi var um skeið póstur, ekki einn af þeim sem þjóta um á blikk- beljum, heldur alvömpóstur með pósthesta og töskur og þessa sér- stöku póstlykt, sem þekkist ekki lengur, það var alltaf hátíðisdagur þegar pósturinn kom. Þau Ámi og Éyjólfína eignuðust fjórar dætur sem upp komust, en þau misstu dreng, Einar Eyjólf, á öðm ári, dætur þeirra em: Þórunn, f. 1935, maður: Rafn Jónsson, f. 1933, þau búa í Borgamesi; Hall- dóra Sigurrós, f. 1937, maður: Rafn Valgarðsson, f. 1935, þau eiga heima í Reykjavík; Guðrún Áslaug, f. 1939, maður: Pálmi Þór Andrés- son, bóndi í Kerlingadal í Mýrdal, „Hornrekur þenslunnar“ Ráðstefna í Gerðubergi um dagvistarmál RÁÐSTEFNA um dagvistarmál verður haldin í menningarmið- stöðinni Gerðubergi laugardag- inn 31. október kl. 10.00-17.00. Ráðstefnan ber yfirskriftina „Homrekur þenslunnar". Undanfarið hefur hópur fólks unnið að undirbúningi ráðstefnu þessarar. Þetta em foreldrar sem hafa verið á biðlista eftir bama- heimilisplássi, fóstmr og fólk úr Foreldrasamtökunum í Reykjavík. Á ráðstefnunni fjallar dr. Eyjólf- ur Kjalar Emilsson um „Siðferði og böm“, Selma Dóra Þorsteinsdóttir formaður Fóstrafélags íslands flyt- ur erindi sem hún nefnir „Dagvist- amppeldi", dr. Guðný Guðbjöms- dóttir ræðir um „Uppeldisfræðilega umræðu og pólitíska stefnumörk- un“ og Magnús Einar Sigurðsson prentari og formaður Félags bóka- gerðarmanna ræðir um „Hvemig verkalýðshrejrfíngin getur beitt sér“. Að lokum ræða borgarfulltrú- amir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Kristín Á. Ólafsdóttir „Nýjar leiðir“ en þær eiga það sameigin- legt að vera þátttakendur að eina foreldrarekna dagheimili landsins. Ráðstefnan sem hefst kl. 10.00 laugardaginn 31. október er öllum opin. f. 1930; Elín Gíslína, f. 1943, mað- ur: Kristjón Guðbrandsson, þau búa á Kirkjubæjarklaustri. í dag er Ámi Sigurðsson 85 ára, en sú tala segir ekki neitt, því að ellin er aðeins eitt af blæbrigðum æskunnar og það skjmjar maður best í návist Áma. í dag flytja margir Árna ámaðar- óskir, ekki aðeins hans mikla vina fjöld, heldur einnig hin fögm skaft- fellsku fjöll, silfurtærir lækir og iðandi jökulár, að ógleymdum fögm álfameyjunum, sem senda honum brosandi fíngurkoss frá hveijum hól. Ég vil Ijúka þessum línum með þeirri ósk, að enn verði Ámi hrókur alls fagnaðar um margra ára skeið og aufúsugestur með sólskinið. Ingimundur Stefánsson Fyrirferðarlítill lampi LUMINESTRA9 — LUMINESTRA® lampinn frá OSRAM er aðeins 21 mm á breidd. — Birtan er hin hlýja birta glóperunnar. — Hægt er að tengja tiu lampa i röð. — Tilvalinn í skápa, innréttingar, og þar sem rými er litið. — Litur: hvitur. OSRAM Ijóslifandi orkusparnaður Fæst i öllum helstu raftækjaverslunum og kaupfélögum. Heildsölubirgðin JjAJJAJ JjJl SjJLJ í fmipfélagimi þínu! 1.9’ 70 g* r,„« OO,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.