Morgunblaðið - 29.10.1987, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 29.10.1987, Blaðsíða 29
greiða um 268 milljónir króna til þessarar stofnunar á næsta ári. Niðurgreiðslur á útfluttar land- búnaðarafurðir nema 486 milljón- um króna. Á sama tíma eru bændur styrktir til búháttabreytinga með 429 milljóna króna framlagi úr ríkissjóði og 34,6 milljóna króna gjöf í lífeyrissjóð bænda. Með þess- ari forsjárstefnu er ekki verið að gera bændum neinn greiða. Að mínu mati eru styrkir til búhátta- breytinga af hinu góða. En auðvitað þarf að endurskoða lög sem greiða tæpan hálfan milljarð úr vösum okkar á matborð útlendinga. Er þá ekki orðið tímabært að lagfæra ýmsa misbresti í skólakerfi okkar, sem kosta okkur hundruð milljóna vegna afskiptaleysis eða vanrækslu stjómmálamanna? Vegna blöndunarstefnu í bekkjar- deildum hefur fækkun í þeim að mínu mati ekki skilað sér í auknum gæðum menntunar. Hins vegar hefði gamla kerfíð, röðun í bekkjar- deildir og sami nemendafjöldi, þýtt að grunnskólakerfíð væri okkur um 200 milljónum króna léttara á ári hverju. Hér er ég ekki nauðsynlega að mæla með gamla kerfínu. En rétt er að menn geri sér grein fýrir hvað það nýja kostar og hvort það er þá þess virði að hafa flotið inn í það án þess að um það hafí í raun verið notuð pólitísk stefna. Skattheimta má ekki verðalausnarorðið Ég sagði í upphafi að ég teldi ríkisstjóm Þorsteins Pálssonar á réttri leið. Kreppuskattamir eru hins vegar villigötur sem við sjálf- stæðismenn megum ekki láta draga okkur inn á, allra síst þegar leiðin getur verið jafngreiðfær og raun ber vitni. í öllum ráðuneytum og ríkisstofnunum má vinna skipulega að hagræðingu sem getur skilað okkur nokkur hundruð milljóna króna spamaði. Viljann má bara ekki skorta. Þjóðina skortir hvorki viljann né þróttinn til að takast á við efna- hagsvandann með öðrum leiðum en aukinni skattheimtu. Við vitum hvað bíður okkar í þjóðfélögum þar sem skattheimta er lausnarorð ríkisstjóma. Höfundur er formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna. MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 1987 29 Orkunotkun á Suðurnesjum; Tæp 11% auKhing Vognm. Heildarorkunotkun á orku- veitusvæði Hitaveitu Suðumesja hefur aukist um 10,91% á fyrstu níu mánuðum ársins miðað við árið í fyrra. Albert Albertsson, framkvæmdastjóri tæknisviðs Hitaveitu Suðumesja, segir vera- lega þenslu í orkunotkun á svæðinu á þessu ári. Helstu ástæður fyrir orkuaukn- ingunni em vegna fískeldisfyrir- tækja og vegna nýju flugstöðvar- innar á Keflavíkurflugvelli, sem var tekin í notkun fyrr á þessu ári. Ekkert lát virðist vera á orkuþörf- inni til fískeldisfyrirtækja, þar sem vitað er um að Fiskeldi Grindavíkur og Eldi auka lítillega við sig á árinu og íslandslax á eftir að auka vem- lega við sig orkunotkun. Þá em hafnar framkvæmdir við heimaæð fyrir Atlantslax. Lagður verður jarðstrengur frá Húsatóftum við Grindavík og að athafnasvæði Atlantslax, samtals 7 km að lengd. Það er Ellert Skúlason sem annast þær framkvæmdir. Þá er undirbún- ingur í fullum gangi hjá Hitaveitu Suðumesja vegna Lindarlax. - EG Ný kennslubók í esperanto BÓKAFORLAG Máls og menn- ingar hefur gefið út nýja kennslubók i esperanto eftir Baldur Ragnarsson. Bókin er gefín út í tilefni af aldar- afmæli alþjóðamálsins en fyrsta kennslubókin í esperanto var gefín út í Varsjá árið 1887. Þessi nýja kennslubók er tvískipt. í fyrri hlut- anum er málfræðin kjmnt en í þeim síðari lögð áhersla á að auka orða- forðann með lesköflum og æfíng- um. Esperanto er einkar röklegt í framsetningu og talið fljótlærðara en nokkurt annað tungumál. Ný kennslubók í esperanto er 115 bls., Qölrituð í Stensli en kápu hann- aði Teikn. Leikfélag’ Hafn- arfjarðar sýnir Spanskflugnna LEIKFÉLAG Hafnarfjarðar hefur æft gamanleikinn Spanskfluguna eftir Arnald og Back að undanförau og verður hann frumsýndur i Bæjarbiói á næstunni. Spanskflugan var fyrst sett upp í Hafnar- fírði árið 1937. í þeirri uppfærslu steig Ársæll Pálsson sín fyrstu spor á leiksviði og nú fímmtíu árum seinna er hann aftur á meðal leikenda í Spanskflugunni. Leikstjóri er Davíð Þór Jóns- son og er uppfærslan frumraun hans á þessu sviði. Leikstjóri uppfærslunnar á Spanskflugunni. Skólastefna og framhalds- nám rætt á fundi skóla- sljóra FÉLAG skólastjóra og yfirkennara, sem er félag stjómenda í grunn- skólum landsins, hélt aðalfund sinn 16. og 17. október á Hótel Sögu. Helstu mál fundarins voru fram- haldsnám skólastjómenda og skóla- stefna Kennarasambands íslands. Erindi um framhaldsmenntunina fluttu þeir dr. Friðgeir Börkur Hans- en, sem fjallaði almennt um stjómun í skóla og I hveiju hún væri frábragð- in stjómun annarra stofnana, og Jónas Pálsson rektor Kennaraháskólans sem ræddi fyrirhugað nám við KHÍ. Gerði hann m.a. grein fyrir tilhögun nefndar er Sverrir Hermannsson fyrrverandi menntamálaráðherra skipaði og lagð- ar verða til grandvallar þessu námi. Bima Siguijónsdóttir formaður Skólamálaráðs KÍ skýrði skólastefn- una sem nú kemur í fyrsta sinn fram sem heildarstefnumörkun Kennara- sambandsins um skólamál. Á aðalfundinum var kjörin ný stjóm til næstu tveggja ára. Formaður var kjörinn Kári Amórsson, Reykjavík. it „Gas Ryder LT j / frá Gabriel X"—/ Gasfylltur höggdeyfir, sér- T hannaöur fyrir notkun í jeppum og „pick-up" bílum. Bœtir aksturs eiginleikana viö erfiöar aöstœöur. G ” SKEIFUNNI 5A, SÍMI: 91 I - 8 47 88 Lystisemdir Bangkok og paradísareyjan Ko Samui Ferðanýjung ársins! Menn hafa lengi leitað að óspilltum sælureit, þar sem hægt væri að gista á 1. flokks hótelum. Þessi staður er fund- inn - paradísareyjan Ko Samui. Frá Kaupmannahöfn er flogið með DC 10 breiðþotu frá Finnair til Bangkok og dvalið þar í 3 daga. í háborg skemmt- ana- og viðskiptalífs austur- landa er tilvalið að fara í skoð- unarferðir og könnunarleið- angra - af nógu er að taka. Frá Bangkok er haldið til Ko Samui, paradísareyjar í tærum sjó Síamsflóans, þar sem dvalið verður í 10 daga. Á Ko Samui er umhverfið og náttúran óspillt. Strendurnar, fjöllin, frum- skógurinn, fossarnir, kókos- ekrurnar og töfrandi smáþorp- Suðurgötu 7 101 Reykjavík S. 624040 in, heill ævintýraheimur. Á heimleið er síðan dvalið aftur í Bangkok í einn dag. Verð frá 76.690.-á mann í tvíbýli (m/hálfu fæði á Ko Samui). Thailand eftir þínu höfði. Auk „Ferðanýjungar ársins“ Ko Samui höfum við byggt upp áætlun fyrir viðskiptavini sem vilja gera sína eigin ferðaáætl- un, leita nýrra gististaða — ferðast eftir sínu eigin höfði (Bangkok, ChiangMai, Pattaya, Hua Hin, Cha Ami og Phuket.) Söguleg ferð til Thailands og þjónusta okkar nær alla leið. FERDASKRIFSTOFAN 3X0 essemm/slA 21.01
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.