Morgunblaðið - 03.11.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.11.1987, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1987 Egilsstaðaflugvöllur: Lægsta til- boðið um 10 milljónum undir áætlun TILBOÐ í framkvæmdir við 1. áfanga flugvallar á Egilsstöðum voru opnuð i gær. Fimm tilboð bárust og var hið lægsta frá Sam- starfsfélagi tækja- og bílaeig- enda á Héraði, en það var um 10 milljónum króna lægra en kostnaðaráætlun gerði ráð fyrir. Upphafleg kostnaðaráætlun við framkvæmdir á Egilsstaðaflugvelli í vetur var upp á 42 milljónir króna, en síðan var framkvæmdaáætlun breytt og var þá gert ráð fyrir um 18,6 milljónum í kostnaðaráætlun. Tilboð Samstarfsfélagsins hljóðaði hins vegar upp á 8,5 milljónir króna, eða um 46% af kostnaðaráætlun. I þessum fyrsta áfanga við Egils- staðaflugvöll er gert ráð fyrir uppgreftri úr hluta af flugbrautar- stæðinu og gerð vegar frá malar- námum í Mýneslandi, eftir fljótsbakkanum, að flugvallarstæð- inu. morgunDiaoio/Juuus Nota þurfti jámklippur til að ná ökumanni þessarar bifreiðar úr flakinu. Hann lenti i árekstri á mótum Grensásvegar og Miklubrautar. Árekstur fjórðu hverja mínútu MIKIL árekstrahrina gekkyfir Reykjavik síðdegis í gær. A 39 mínútum urðu 11 árekstrar, þar af þrir svo harðir að meiðsli urðu nokkur á fólki. í tveimur tilvikum þurfti lögreglan að kalla á tækjabifreið slökkviliðs- ins, svo unnt væri að losa fólk úr flökum bifreiða með járn- klippum. Sex voru fluttir á slysadeild, en í gærkvöldi tókst ekki að fá upplýsingar um meiðsli þeirra. Umferðin í borginni var fremur róleg framan af degi. Árekstrar frá kl. 6 um morguninn til kl. 17.42 voru 23, en ósköpin byijuðu þegar fólk hélt heimleiðis úr vinnu. Frá kl. 17.42 og næstu 39 mínútumar urðu 11 árekstrar, eða u.þ.b. einn árekstur Qórðu hverja mínútu. Harðastir vom árekstr- amir á mótum Miklubrautar og Grensásvegar og Hjaltabakka- Amarbakka. í báðum tilfellum festist fólk í flökum bifreiða sinna og þurfti að kalla á tækjabifreið slökkviliðsins til að ná því út. Þá slasaðist fólk í hörðum árekstri á mótum Listabrautar og Kringlu- mýrarbrautar. Alls voru sex fluttir á slysadeild eftir árekstrana þijá. 1680tonn á 3 vikum Verði Búnaðarbankinn gerður að hlutafélagi: Vaxtabyrði bankans myndi aukast um 600 milljónir — segir Stefán Valgeirsson formaður bankaráðs Búnaðarbankans STEFÁN Valgeirsson, formaður bankaráðs Búnaðarbankans, seg- ir að tillögur viðskiptaráðherra nm að Búnaðarbankinn og Út- vegsbankinn verði seldir í nýju í dag /ÞROmR JlloroimXilntJííi ' Fer Ólafur u til Bayer r->» ' ' Uerdingen? I ‘ blaðB hlutafjárútboði séu rugl. Til þess liggi ýmsar ástæður og meðal annars sú að ef ríkisábyrgð verði létt af Iántökum Búnaðarbank- ans erlendis þýði það að vaxta- byrði bankans aukist um 600 milljónir króna á ársgrundvelli. Tillögumar gera ráð fyrir að 40% af hlutafé bankanna verði boðin þeim til kaups sem það geta tryggt. Síðan verði 25% af hlutafénu selt erlendum bönkum en 35% verði áfram í eigu ríkisins en síðar selt almenningi. Þessar hugmyndir hafa verið kynntar Sambandinu og full- trúum þeirra 33 aðila sem buðu í hlutafé Útvegsbankans með það fyrir augum að þeim yrði gefínn kostur á að endumýja tilboð sitt í nýju hlutaflárútboði. Bankaráð Búnaðarbankans mun eiga fund með viðskiptaráðherra á fimmtudag. „Það hefur verið athug- að fyrir mig, að ef ríkið er ekki lengur ábyrgðaraðili gæti það orðið til þess að vextir á erlendum lánum bankans hækkuðu um 1-2% eða um allt að 600 milljónir á ári. Þótt þetta væri eina ástæðan gegn hlutafélagi væri hún næg, en þar kemur margt fleira til, eins og það að afurðalán landbúnaðarins em að stærstum hluta hjá Búuaðarbankanum," sagði Stefán Valgeirsson, formaður ráðsins. Hann sagði einnig að hugmyndir um að erlendir bankar keyptu hluta- fé í Búnaðarbankanum og Útvegs- bankanum gæti þýtt að traust bankanna erlendis minnkaði. Bún- aðarbankinn væri í raun aðeins á stærð við útibú meðalbanka erlend- is og menn yrðu að íhuga hvort þetta, og tillögur um að hægt verði að kaupa erlend skuldabréf fyrir gjaldeyri, væri ekki fyrsta skrefið í þá átt að hverfa frá krónunni. Stefán sagði að ef fmmvarp um breytingu Búnaðarbankans kæmi fram á Alþingi teldi hann rétt að flutningsmenn þess bæm ábyrgð á því sem skakkaði á vöxtunum. Hann sagðist hinsvegar vona að ef til kæmi yrði ekki meirihluti á Al- þingi fyrir þeirri breytingu. ÞURÍÐUR Halldórsdóttir GK 94 hefur nú lokið við að veiða upp í sUdarkvóta sinn, fyrst þeirra skipa sem eru á sUdveiðum. Skip- ið hefur fengið 1.680 tonn á þremur vikum, eða frá því það hóf veiðar 12. október síðastUð- inn. Skipstjóri á Þuriði HaUdórs- dóttur GK er Andrés Guðmundsson og sagði hann í samtaU við Morgunblaðið að 700 tonn af aflanum hefðu farið í bræðslu og mætti þar ef tíl vUl finna skýringuna á hversu fljótt skipið var að fylla kvótann, þar sem bátar hefðu að mestu verið i biðstöðu varðandi söltunina. Andrés sagði að veiðin hefði ver- ið góð og hefði hann fengið aflann að mestu í Seyðisfírði, í Norðflarð- arflóa og Reyðarfirði. Þegar Morgunblaðið hafði samband við hann síðdegis í gær var hann stadd- ur við Vestmannaeyjar á leið til Njarðvíkur með síðasta farminn af kvótanum, um 80 tonn. Hann kvaðst búast við að fara fljótlega á troll nú þegar síldarkvótinn væri búinn. Guðmundur Kristinn SU 404 er einnig kominn langleiðina með sinn sfldarkvóta og sagði skipstjórinn, Ingvi Rafn, að hann væri nú kom- inn með 1.540 tonn og myndi því líklega klára kvótann í næstu ferð. Nánast allur afli Guðmundar Krist- ins hefur farið í söltun. Flestir eru á móti „skatti“ á siglingar DRÖG sjávarútvegsráðherra að frumvarpi tíl laga um stjórnun fiskveiða hafa mætt nokkurrí andstöðu, sérstaklega meðal full- trúa sjómanna, útgerðarmanna og verkafólks í ráðgjafarnefnd- inni. Sjómenn og útgerðarmenn sætta sig ekki við hækkun á kvótafrádrætti vegna siglinga, „8iglingaskattinum“, og fulltrúar vinnslunnar telja helmings hækkun á frádrættinum ekki nægilega, meðal annars með hliðsjón af óskum um að fá hluta kvótans. Á sömu forsendu er verkalýðshreyf ingin ekki sátt við drögin. Þessi afstaða kom að nokkru leyti fram á fundi ráðgjafamefndarinnar á mánudagsmorgun, en fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar og sjó- manna hafa lýst andstöðu við drögin í Morgunblaðinu. Óskar Vig- fússon, formaður Sjómannasam- bands íslands, segir sjómenn ekki sigla með aflann komi hækkun frá- dráttar til framkvæmda. Á fundi nefndarinnar á mánudag var einnig rætt með hvaða hætti mögulegt verði að koma á takmörk- un á veiði djúprækju og með hvaða hætti gerlegt sé að koma á kvóta- kerfi á þær veiðar. Leiðir til þessa eru óljósar og vandmeðfamar, með- al annars vegna mismunandi sóknarmynsturs þeirra skipa, sem djúprækjuveiðamar stunda. Sum þeirra stunda veiðamar eingöngu og önnur að hluta til, ýmist með bolfískveiðum eða loðnuveiðum. Því standa menn frammi fyrir því að þurfa að ákveða frádrátt frá kvóta vegna veiða á öðrum tegundum og taka tillit til afla undanfarinna ára. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins munu nefndarmenn telja þessa leið mjög vandfama og erfiða í framkvæmd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.