Morgunblaðið - 03.11.1987, Blaðsíða 52
52
MORGUNBLAÐIÐ, ÞREÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1987
Herdís Sigmjóns-
dóttir - Minning
Fædd 2. maí 1893
Dáin 27. október 1987
Nú er elsku amma okkar lögð
upp í sína hinztu för eftir langan
ævidag. Hún lézt í Sjúkrahúsi Akra-
ness hinn 27. október á nítugasta
og fimmta aldursári.
Herdís Siguijónsdóttir var fædd
2. maí 1893 að Hamri í Stíflu, dótt-
ir hjónanna Soffíu Margrétar
Reginbaldsdóttur og Siguijóns Ól-
afssonar bónda þar. Hún ólst upp
í Stíflu, fagurri sveit en harðbýlli,
sem snemma lagðist í eyði og fór
síðar að mestu leyti undir vatn þeg-
ar uppistöðulón Skeiðsfossvirkjunar
var myndað. Um nokkurra ára skeið
var Herdís vinnukona að Tungu í
Stíflu, en fluttist síðar með foreldr-
um sínum yfir Lágheiði, að Hrepps-
endaá í Ólafsfirði, fremsta bænum
í sveitinni.
Siguijón og Soffía eignuðust
fimm böm og komust þijár dætur
til fullorðinsára. Sigríður var þeirra
elst, hún bjó lengst af á Hofsósi,
Herdís kom næst og síðan Snjólaug
Ásta, sem bjó í Árgerði á Kleifum.
Ólafur bróðir þeirra dó ungur og
Elínborg, yngsta bamið, dó aðeins
sjö ára gömul.
Á Hreppsendaá kjmntist hún
Gufjóni Jónssyni frá Ytri-Gunnólfsá
á Kleifum í Ölafsfirði, en þar bjó
hann ásamt Hólmfríði Bjamadótt-
ur, móður sinni. Föður sinn, Jón
Þorsteinsson, hafði Guðjón misst
ungur. Herdís og Guðjón hófu bú-
skap á Hreppsendaá og gengu í
hjónaband 9. desember 1924. Þau
eignuðust eina dóttur, sem skírð
var Marselía Sigurborg.
Fyrstu búskaparár afa og ömmu
á Hreppsendaá bjuggu hjá þeim
mæður þeirra beggja, en föður sinn
missti amma fljótlega eftir komuna
til Ólafsijarðar. Lífsbaráttan var
hörð. Má nærri geta að vetumir
hafi oft verið langir enda bærinn
afskekktur og snjóþyngsli mikil.
En um leið varð heimilið kærkominn
áningarstaður vegfarenda áður en
lagt var á heiðina og hvfldarstaður
t
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og bróðir,
ÁGÚST OTTÓ JÓNSSON
frá Gróf,
Tjarnarbraut 23, Hafnarfirði,
lést í Landspítalanum 31. október.
Þóra Bachmann,
Stefán G. Ágústsson, Sjöfn Jónasdóttir,
Jónfna Ágústsdóttir, Ragnar örn Ásgeirsson,
barnabörn og systkinin frá Gróf.
t
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
EGILL GESTSSON
trygglngarmiölari,
til heimilis á KÍapparbergi 23,
Reykjavfk,
lést í Borgarspitalanum sunnudaginn 1. þessa mánaðar.
Útförin auglýst síðar.
Öm Egilsson, Lonni Egilsson,
Höskuldur Egilsson, Sofffa Rögnvaldsdóttir,
Ragnheiður Egilsdóttir, Lárus Svansson,
Margrét Þ. Egilsdóttir, Óskar Smári Haraldsson,
bamabörn og langafabörn.
t
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma,
EYÞÓRA SIGURJÓNSDÓTTIR,
Drápuhlfð 29,
Reykjavfk,
andaðist í Landspítalanum 31. október.
Ingibjörg Magnúsdóttir, ValdimarTryggvason,
Konráö Magnússon, Kristjana Magnúsdóttir,
Þóra Marfa, Hanna Edh, Magnús, Tryggvl, Þórey, Rannveig.
þeirra sem yfir hana höfðu brotist
oft við hinar erfiðustu aðstæður. Á
Hreppsendaá bjuggu þau samfellt
til ársins 1939, en þá tóku þau sig
upp og fluttu út á Kleifar og keyptu
þar bæinn Tungu. Á Kleifum bjó
þá Ásta, systir ömmu, og hjá henni
Soffia móðir þeirra. Soffia lang-
amma bjó þar allt tii hún lézt 91
árs að aldri.
Á Kleifum bjuggu amma og afí
í átta ár en þá togaði sveitin þau
til sín á nýjan leik og heiðarbýlið
sem þau höfðu þó aldrei fyllilega
sagt skilið við því að alltaf var heyj-
að framfrá á sumrin. Aftur hófust
þau því handa við að koma sér fyr-
ir, byggðu nýtt íbúðarhús að
Hreppsendaá og fluttu frameftir.
Skömmu síðar var komið til þeirra
með lítinn dreng, Gísla Þór Þor-
bergsson, sem þá var tæpra þriggja
ára og þau beðin fyrir hann einn
vetur. Atvikin höguðu því þó þann-
ig að hann fór ekki frá þeim aftur
og ólst upp hjá þeim. Gekk amma
honum í móðurstað. Gísli Þór býr
í Reyiq'avík. Hann er kvæntur
Margréti Bogadóttur og eiga þau
Qögur böm.
Síðustu árin sem amma og afi
bjuggu í Ólafsfírði var afi orðinn
sjúklingur og búskapurinn því alveg
á herðum ömmu. Þá reyndist Gísli
fóstursonur þeirra þeim hin mesta
stoð og stytta og ómetanleg hjálp.
Árið 1962 brugðu þau búi sínu
í Ólafsfirði og fluttust til Akraness
til dóttur sinnar og tengdasonar,
Þórðar Guðjónssonar, skipstjóra, og
settust að hjá þeim á Skólabraut
29. Guðjón afi lézt 16. október
1964.
Við bamabömin nutum þess alla
okkar æsku að fara norður í sveit-
ina til afa og ömmu. Þegar vertíðin
var á enda og sumarið í nánd var
t
Móöir okkar,
SIGRÍÐUR PÉTURSDÓTTIR,
Laufásvegi 44,
andaðist fimmtudaginn 29. október sl. Jaröarförin veröur auglýst
síðar.
Pétur Pálsson,
Ingibjörg Pálsdóttir,
Magnús Pálsson.
t
Eiginmaöur minn,
JÓN SIGURBJÖRNSSON,
Llndargötu 6B
Slglufirði,
andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu Akureyri laugardaginn 31. októ-
ber. Fyrir hönd barna og tengdabarna,
Marfa Jónsdóttir.
t
RAGNAR ÞÓR JÓNSSON,
áöurtil heimilis á Hagamel 32,
sföast búsettur f Billund f Danmörku,
veröur jarösunginn frá Fossvogskapellu í dag, þriöjudag, kl. 15.00.
Hanne Thornvig Jensen,
Jón Hllmar Jónsson, Tryggvi Guðmannsson,
Hilmar Jónsson, Gunnar Jónsson,
Jón Grétar Jónsson.
SUÐURLANDSBRAUT 22
3:36011
kominn tími til að pakka niður og
halda á vit ævintýranna í sveitinni.
Þar var dvalið sumarlangt við leiki
og störf. Þar var okkar sælureitur.
Þar lærðum við að hlusta á náttúr-
una og bera virðingu fyrir landinu
og gæðum þess. Hlusta á nið foss-
ins og söng fuglanna, horfa á
silunginn í læknum, heyra um álfa
í hólum og fylgjast með þokunni
læðast inn dalinn. Allt það sem til-
heyrir hinni íslenzku sveit. Og litlar
hendur fengu nóg að starfa, því að
amma kenndi okkur fljótt að nota
hrífu og umgangast skepnur. Enn-
þá getum við séð hana fyrir okkur
að sýsla yfir eldavélinni og fundið
ilminn af pönnukökunum og lumm-
unum sem hún bakaði á sunnudög-
um. Á haustin þegar búið var að
hirða túnið og lyngið farið að roðna,
æmar komnar af fyalli og búið að
rétta f sveitinni var aftur kominn
tími til að pakka niður og halda
suður. Svona iiðu árin og alltaf fyr-
ir jólin fengum við aftur angan
sveitarinnar þegar hangikjötið sem
afi reykti sjálfur í kofanum sínum
kom suður.
Svo þegar kraftar afa og ömmu
leyfðu ekki lengur að staðið væri í
búskap fluttu þau til okkar á neðri
hæðina og eftir að afí dó bjó amma
þar ein. Þar héldum við áfram að
njóta samvistanna við hana og eiga
skjól hjá henni. Amma miðlaði okk-
ur af reynslu genginna kynslóða,
kenndi okkur vísur og kvæði og
sagði sögur. Alltaf var hún þar
þegar komið var heim úr skólanum,
tilbúin að hlusta og gefa ráð og þar
var ekki komið af tómum kofanum.
Amma safnaði ekki veraldar auði
en átti þeim mun meira af því sem
mölur og ryð fær ekki grandað.
Og svo þegar langömmubömin
komu eitt af öðru var áfram haldið
að spinna vefinn og tengja fortíð
við nútíð. í skotinu hjá ömmu Dísu
var friður og ró og þangað var
hægt að skríða þegar eitthvað bját-
aði á. Þannig bjuggu stundum
Qórar kynslóðir saman á heimilinu
og í umróti nútfmans er auðvelt að
skilja hversu dýrmætur flársjóður
það er að alast upp við slíkt.
Amma var skapmikil kona en
létt í lund og hafði gott skopskyn.
Hún var hagmælt vel og bókelsk
og las svo lengi sem hún hafði sjón
til. Hin allra síðustu ár eftir að
heilsa hennar bilaði dvaldi hún á
Sjúkrahúsi Akraness. Þar var ann-
ast um hana af mikilli alúð og
nærgætni, svo að ekki varð á betra
kosið. Skulu hér færðar innilegar
þakkir til starfsfólks sjúkrahússins
íyrir þeirra störf og umhyggju.
Amma verður lögð til hvíldar f
Akraneskirkjugarði við hlið afa.
Hún var fyrir löngu ferðbúin og
þess fullviss að tekið yrði á móti
henni. Við biðjum góðan guð að
fylgja henni um leið og við þökkum
fyrir að hafa átt hana.
Inga Jóna, Herdís og Guðjón.
ZentiS
-öragggæði-
KOKUKREM
2 MISMUNANDI GERÐIR
• SÚKKULAÐIKREM
• MÖNDLU NOUGA KREM
k
mBma
Heildsölubirgðir:
Þ. Marelsson
Hjallavegi 27, 104 Reykjavik
S* 91-37390 - 985-20676
ZENTIS VORLR F\R!R VANDI.AJA