Morgunblaðið - 03.11.1987, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 03.11.1987, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1987 Minning: Hrólfur Halldórsson framkvæmdastjóri Fæddur 21. maí 1935 Dáinn 24. október 1987 Síminn vakti mig liðlega níu á laugardagsmorgni og í símanum var Helgi Sæmundsson. Hann til- kynnti mér að Hrólfur Halldórsson hefði látist þá um nóttina. Það var erfítt að átta sig á þess- ari köldu staðreynd, en deginum áður hafði Hrólfur slegið á þráðinn til að fá það staðfest að ég gæti mætt á næsta fund menntamála- ráðs. Hann var hress og lék á als oddi að vanda og kvaddi mig síðan með orðunum: „Sé þig á miðviku- daginn." I depurð minni yfír þessari sorg- arfrétt og þeim óraunverulega veruleika, þar sem hinn mannlegi þáttur fær engu ráðið, komu fram í hugann ljóðlínur úr kvæði Tómas- ar, „tilvera okkar er undarlegt ferðalag". Mér finnst erfítt að sætta mig við að einmitt hann, sem ætíð var svo gott að leita ráða hjá, væri farinn. Að honum hafí legið þau „reiðinnar ósköp á“. Hugurinn hvarflar. Fyrir tíu árum kynntist ég Hrólfi fyrst, er hann gerðist framkvæmdastjóri Menntamálaráðs íslands og Bóka- útgáfu Menningarsjóðs. A þessum árum hef ég átt margvísleg sam- skipti við Hrólf, bæði í tengslum við starf hans og á vettvangi stjóm- málanna. Öll einkenndust þessi samskipti af ljúfmennsku hans og lipurð. Hann hafði gaman af að umgangast og þeklqa fólk og var minnugur á menn og málefni. Hann var laginn við að laða fram það sem öðrum lá á hjarta og ætíð tilbúinn að hlusta og skoða mál frá mörgum hliðum. Viðhorf hans til flestra mála voru jákvæð og hann dró fram kosti samferðarmanna sinna, en var fáorður um það sem miður fór. Hann var skilningsríkur og ráða- góður eins og þeir einir géta verið sem ekki eru drambsamir um eigið ágæti. Jafnframt bjó hann yfír þeim hæfileika, sem fáir nýta, að leyfa mönnum að heyra um það sem honum fannst þeir hafa vel gert. Þar sem Hrólfur var fór samvisku- samur, heilsteyptur og góðhjartað- ur maður sem var reiðubúinn til að taka á sig ómakið, bæði stórt og smátt. Hann gat sett sig svo vel í spor annarra að við lá að manni fyndist að hann sjálfur yfírtæki angur og áhyggjur annarra, ef því var að skipta. Á hinn bóginn var auðvelt á góð- um stundum að gleðjast með Hrólfí. Ég minnist þess frá liðnu sumri er menntamálaráð hélt fyrsta fund sinn utan Reykjavíkur, á Akureyri, hve Hrólfur naut þess að keyra norður í góðu veðri og rabba um heima'og geima við okkur Einar Laxness á leiðinni. Og er norður kom að hitta Halldór Blöndal, fara út að Skipalóni og síðan að fagna saman eftir að menntamálaráð hafði ákveðið að gefa hinum ný- stofnaða Háskóla á Akureyri allar útgáfur Menningarsjóðs. Hrólfur hafði gaman af að ferð- ast um landið og fór jafnan á sumri hverju með fjölskylduna í sumarhús þeirra hjóna norður í Strandasýslu, en Halldóra konan hans er ættuð frá Ófeigsfírði. Hrólfur var mikið fyrir fjölskyldu sína og fór ekki dult með hve hún stóð honum nærri. Þau hjónin áttu að búa við mikið bamalán. Eldri dætumar tvær, Þóra og Sigríður, stunda nú nám í viðskiptafræðum við Háskóla íslands, en sú yngsta, er enn í bamaskóla aðeins 10 ára gömul. Þær hafa mikið misst og mikils er að sakna. Framlag Hrólfs til mennta og lista er ómetanlegt, ekki síst vegna starfa hans fyrir menntamálaráð og Menningarsjóð, en að þeim vann hann heill og af kostgæfni. Að leiðarlokum þakka ég og ijöl- skylda mín góðum dreng ánægju- lega samfylgd og við sendum Halldóm og dætmnum innilegar samúðarkveðjur. Áslaug Brynjólfsdóttir Kveðja frá Menntamála- ráði fslands Við fráfall Hrólfs Halldórssonar, framkvæmdastjóra Menningar- sjóðs, er skarð fyrir skildi. Hann tók við framkvæmdastjóminni fyrir áratug og hefur starfað af árvekni og trúmennsku sem hvetju fyrir- tæki er nauðsyn, ef vel á að vera. Framkvæmdastjóm Menningar- sjóðs er umfangsmikið ábyrgðar- starf enda mikið í húfí að vel takist til. Hrólfur var allur í starfí sínu og lagði sig fram um að vegur fyrir- tækisins og Menntamálaráðs væri sem mestur. Þar naut hann ómetan- legrar reynslu sinnar, og þá ekki síst í bókaútgáfu. Samviskusemi hans var til fyrirmyndar og tengsl hans við Menntamálaráð, starfsfólk Menningarsjóðs og viðskiptavini, hvort sem það vom höfundar eða aðrir, vom með slíkum ágætum að ekki varð á betra kosið. Stofnunin blómgaðist undir stjóm hans og aldrei var hann ánægðari en þegar honum þótti útgáfubækur ráðsins mikilvægt framlag til íslenskra mennta eða þegar góðir listamenn hlutu stuðning á vegum ráðsins. Auk daglegra starfa annaðist Hrólf- ur allan undirbúning undir fundi Menntamálaráðs og vom þau störf hans sem önnur vönduð og vel af hendi leyst. Honum var áfram um að fjárhagur fyrirtækisins væri traustur og reksturinn sem næst því sem til er ætlast á ijárlögum. En hann var jafnframt stórhuga og áhugasamur og naut þess að hafa yfímmsjón með miklum verk- efnum sem hann taldi eiga erindi við almenning í landinu. Margt hef- ur áunnist, en annað í deiglunni. Minning Hrólfs Halldórssonar er Menntamálaráði hvatning til efling- ar íslenskri þjóðmenningu enda er það helsta hlutverk ráðsins eins og það er skilgreint í lögum Alþingis. Við andlát Hrólfs Halldórssonar hafa Menningarsjóður og Mennta- málaráð misst farsælan fram- kvæmdastjóra og margir sakna vinar í stað. Um leið og Menntamálráð ís- lands og Menningarsjóður, vinir og samstarfsmenn, senda ekkju, böm- um og ættingjum Hrólfs Halldórs- sonar innilegar samúðarkveðjur, er honum þakkað ómetanlegt og heilladijúgt starf í þágu þeirrar stofnunar sem honum var trúað fyrir og naut svo góðs af trausti hans og trúnaði að ekki varð á betra kosið. Blessuð sé minning hans. Menntamálaráð íslands Hrólfur var fæddur í Reykjavík, sonur hjónanna Halldórs Einarsson- ar rafmagnseftirlitsmanns frá Miðey í Landeyjum og Þóru Jónas- dóttur frá Rejmifelli á Rangárvöll- um, af Keldnaætt. Hrólfur gekk í Samvinnuskólann, brautskráðist þaðan 1955 og stundaði síðar nám við verslunarskóla í Lundúnum 1957—58. Hann vann hjá Sambandi íslenskra samvinnufélaga til 1964, en hóf auk þess störf hjá Almenna bókafélaginu 1962 og var umsjón- armaður bókaframleiðslu þess nokkur ár, vann síðan hjá Emi og Örlygi 1974—77. Þá gerðist hann framkvæmdastjóri Menntamála- ráðs ísiands, Menningarsjóðs og Bókaútgáfu Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins, eins og fyrirtæk- ið hét þá. Hrólfur var mjög vel heima í al- mennum málum og hann var ófeiminn við að taka ákveðna af- stöðu í deilumálum ef því var að skipta. Hann var í stjóm Félags ungra framsóknarmanna nokkur ár, formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur 1977—81 og átti sæti í miðstjóm Framsóknarflokksins. Eftirlifandi kona Hrólfs er Hall- dóra Sveinbjömsdóttir frá Ófeigs- fírði á Ströndum. Þau eignuðust þijár dætur. Elst er Þóra, nemandi í viðskiptafræðum í Háskóla ís- lands; unnusti hennar er Tómas Kristjánsson viðskiptafræðinemi. Sigríður er einnig við nám í við- skiptafræðum. Yngst þeirra systra er Halldóra, tíu ára. Þetta er hinn ytri rammi ævisög- unnar. En hér er við hæfí að minnast á fleira. Mér er það minnis- stætt þegar ég var bam á Minnahofi á Rangárvöllum með móður minni, að á heimilið kom lítill drengur sem var nýbúinn að missa móður sína, en Guðrún systir hennar bjó þar þá með manni sínum og tengdafor- eldmm. Þessi drengur var Einar Ágústsson, síðast sendiherra. Hann fór síðan til Reykjavíkur og ólst að verulegu leyti upp hjá foreldrum Hrólfs, enda voru þau móðursystir hans og föðurbróðir. Þau höfðu áður eignast son, Jónas, sem dó fjögurra ára þegar Hrólfur var á fyrsta ári. Þeir Einar og Hrólfur vom því bæði systrasynir og bræðrasynir og alla ævi mjög kært með þeim. Þakk- læti Einars til þessarar fjölskyldu kom glögglega fram í minningar- grein hans um Þóm móður Hrólfs 1978. Ég kynntist Hrólfi ekki fyrr en hann tók við störfum framkvæmda- stjóra Menningarsjóðs 1977, en þá var ég með verk í undirbúningi fyr- ir bókaútgáfuna. Hér verða ekki rakin samskipti okkar í því sam- bandi; þau vom öll góð og allaf vomm við fljótir að komast að nið- urstöðu þegar eitthvað þurfti að ákveða þótt stundum sýndist sitt hvomm í upphafí samtals. Hann þekkti vel til bókaútgáfu og verka í prentsmiðju og það var gott að ráðgast við hann um frágang bóka. Ég sannfærðist líka betur og betur um það að þama var réttur maður á réttum stað, starfsmaður sem vildi veg fyrirtækisins sem mestan og blíndi þá ekki á íjármálin ein sam- an, þótt engum væri ljósari sá stakkur sem þau skera bókaútgáfu og annarri menningarstarfsemi. í þessum samskiptum kynntist ég vel mannkostum Hrólfs, við- mótshlýju hans og tryggð. Hann var fastur fyrir og hreinskiptinn, vildi hveijum manni vel og leit bresti annarra mildum augum. Ég held að sviksemi eða annar óheiðar- leiki hafí verið þeir gallar manna sem hann þoldi síst. Nokkrar ferðir fórum við saman austur í Rangárþing enda hafði hann sterkar taugar til átthaga for- eldra sinna. Við höfðum ráðgert að fara eina ferð enn einhvem góðviðr- isdaginn næstu vikur. En hún verður ekki farin héðan af. Það er gott að hafa kynnst mönn- um jeins og Hrólfi Halldórssyni. Ástvinum hans flyt ég samúðar- kveðjur okkar hjóna. Arni Böðvarsson Hrólfur er dáinn! Með þessum orðum var ég vakinn að morgni vetrardagsins fyrsta. í flýti lokaði ég aftur augunum og reyndi að telja mér trú um að mig væri að dreyma. Andartak leið, en þá var mér ljóst að helfregnin var veruleiki. í huga mér reyndi ég samt að andæfa fregninni: Þetta er allt of ósanngjamt til að geta verið satt. Hann er aðeins liðlega fímmtug- ur. Hann á litla dóttur. Hann gegnir mikilvægu embætti. Hann er einn nánasti og besti frændinn okkar. Við verðum alltaf að geta hringt í hann hvenær sem er þegar við þurfum að fá að vita eitthvað. Hann Hrólfur veit allt og man allt. Hann verður að halda áfram að líta inn óvænt og fyrirvaralaust eins og hann hefur alltaf gert og við verðum líka að geta sótt hann heim á Hringbrautina. Þó ekki sé nema til að komast í gott skap. Hann er svo jákvæður og skemmtilegur. Það verða engin almennileg jóla- boð haldin án hans. Hann verður að mæta í laxinn annað kvöld (þann eina sem ég hef veitt hjálparlaust um ævina). Hann var búinn að lofa því. Hann Hrólfur er ómissandi. Hann getur ekki leyft sér að deyja núna. Hann verður að halda áfram að skrifa upp á víxlana fyrir okkur. Bankastjórinn: „Nei, því miður — þú þarft tvo ábyrgðarmenn." Eg: „En er ekki Hrólfur á við tvo?“ Bankastjórinn: „Þú getur vitjað peninganna á morgun." Hrólfur Halldórsson skilur ekki eftir sig veraldlegan auð. Hann var ósérplæginn í viðskiptum við fólk. Þrátt fyrir að lögmál neyslusam- félagsins vísi nútímamanninum (í æ ríkari mæli) á að leita hamingjunn- ar í búðargluggum þá notaði Hrólfur aðra vegvísa. á sinum tíðu gönguferðum um bæinn. „Maður er manns gaman,“ var ein af lífsskoðunum Hrólfs. Fótatak Hrólfs þagnaði ekki við einhvem búðarglugga heldur miklu fremur á tröppum vina og kunningja. Nú hefur hann bankað upp á hinsta sinni. Hrólfur Halldórsson sá sér ekki kleift að mæta í kvöld- verðarboðið hjá Helgu frænku sinni. Aðfaranótt fyrsta vetrardags fékk hann boð um að mæta annars stað- ar. Á stað þar sem eilíft munu ríkja sumardagar. Slíkt boð hefur víst alltaf forgang. Við sjáum hann fyrir okkur æðrulausan ganga fram fyrir hinn mikla dómara. Hann þarf engu að kvíða. Hann er borgunarmaður fyr- ir skuldabréfí sem féll í gjalddaga 1. vetrardag 1987. Blessuð sé minning hans. Daníel og Helga Þegar við Hrólfur Halldórsson lögðum leið okkar á Bókaþing á Hótel Sögu, fímmtudaginn 22. október sl., hlýddum þar á mál manna daglangt og skildum glaðir að kvöldi óraði mig ekki fyrir því, að svo skammt gæti verið milli lífs og dauða, að hann væri allur að sólarhring liðnum. Þá miskunnar- lausu staðreynd máttum við þó standa frammi fyrir vinir hans og samstarfsmenn, þótt við vissum að vísu, að hann hafði ekki gengið heill til skógar upp á síðkastið. En ekkert benti þó til að svo skammt væri til endaloka hjá manni á góð- um aldri, rétt liðlega fímmtugum. Hann stundaði vinnu sína af áhuga og kostgæfni til síðasta dags og tók á móti mönnum með sama glaða viðmótinu á skrifstofu sinni í Lands- höfðingjahúsinu við Skálholtsstíg eins og hann hafði einlægt gert undanfarinn áratug í því húsi. Bókavertíð haustsins var framund- an og hann gat fagnað þvi, að útgáfubækur Menningarsjóðs voru vel á vegi staddar, margar raunar tilbúnar. Og verkefnin voru fram- undan, sem hann virtist ódeigur að glíma við þegar kallið kom eins og reiðarslag. Þegar ég kom til starfa í Mennta- málaráði íslands um áramót 1978—79 hafði Hrólfur verið fram- kvæmdastjóri Bókaútgáfu Menn- ingarsjóðs frá sumrinu 1977. Atvik réðu því, að ég var kjörinn formað- ur Menntamálaráðs, og gegndi þeirri stöðu nær fímm ár. Af þess- um sökum kom þegar í stað til náinna kynna og samstarfs milli okkar Hrólfs um stjóm Bókaútgáfu Menningarsjóðs og önnur þau verk- efni, sem heyra undir Menntamála- ráð, þ.á m. úthlutun styrkja til listamanna. Frá fyrstu tíð féll mér einstaklega vel að vinna með Hrólfí Halldórssyni og milli okkar skapað- ist, ef svo má segja, gagnkvæmt trúnaðartraust. í daglegri stjóm fyrirtækisins lagði hann sig fram um að hafa sem bezt samband við formann ráðsins og láta hann fylgj- ast náið með öllum framkvæmdum Menningarsjóðs, bæði að því er varðaði bókaútgáfuna svo og fjár- mál fyrirtækisins. Mér var ljóst, að hann byggði á áralangri reynslu við bókaútgáfu vegna starfa sinna hjá öðrum forlögum. Bókaútgáfa ríkis- ins var því í traustum höndum kunnáttumanns á þessu sviði; og ef Hrólfí fannst hann bresta þekk- ingu á einhverjum atriðum útgáfu- málanna var hann óhikandi við að leita vitneslq'u hjá þeim, sem hann taldi vita betur. Hann var hrein- skiptinn og hlýr í framkomu og gerði skýrt og skilmerkilega grein fyrir máli sínu, bæði í þröngum hópi sem á opinberum mannfundum og menn báru traust til hans. Hann gaf sér alltaf tíma til að sinna góð- um gestum, höfundum og öðrum, sem í heimsókn komu til fyrirtækis- ins, og taldi það raunar skyldu sína. Hrólfur Halldórsson hafði ríkan metnað fyrir hönd Menningarsjóðs, og vildi sem bezt hann gat stuðla að útgáfu bókmenntalegra og fræðilegra ritverka, sem væru lyfti- stöng íslenzkri menningu. Meðal þeirra voru ritverk, sem honum var sérstaklega kært að eiga hlutdeild að, eins og íslenzk orðabók, sem kom út í nýrri útgáfu 1983, Korta- saga íslands, II. bindi útgefið 1978 og Islenzkir sjávarhættir, fimm binda stórvirki Lúðvíks Kristjáns- sonar, sem út kom á árunum 1980—86. Hrólfur taldi, að ekkert mætti til spara til að þessi verk bæru aðstandendum sínum, höf- undum og útgefenda, sem glæsileg- ast vitni. Hann var bjartsýnn og stórhuga og hafði ýmsar hugmynd- ir á pijónunum, en fannst sér stundum skorinn þröngur stakkur og ekki hafa þá kjölfestu sem til þyrfti, ef nægilega vel ætti að vera. Að öðru leyti reyndist Hrólfur mjög nýtur maður fyrir Menningar- sjóð, sem m.a. kom fram í um- hyggju hans fyrir hinu gamla húsi fyrirtækisins við Skálholtsstíg (í daglegu tali kallað Næpan), sem reist var af Magnúsi Stephensen, landshöfðingja, í upphafi þessarar aldar. Hrólfur kappkostaði að varð- veita og viðhalda þessu gamla húsi og koma því svo sem unnt væri í upprunalegt hórf. Þetta hús var vinnustaður, sem hann var stoltur af, vegleg umgjörð hins daglega starfs, og ég held, að honum hafí liðið vel í því andrúmslofti sem göm- ul söguleg húsakynni ein geta skapað. Hrólfur var góður verkamaður og yfírboðari, hann var velviljaður starfsfólkinu, en gerði líka þær kröfur, að unnið væri af trú- mennsku og lipurð, og hann var virtur og vinsæll af þeim, sem með honum störfuðu, og hann átti sam- skipti við. Sjálfur dró hann aldrei af sér, og vann áreiðanlega oft tveggja manna verk, svo mikið er víst.A verksviði hans í Menningar- sjóði voru öll undirbúningsstörf með bókaútgáfunni innan og utan prent-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.