Morgunblaðið - 03.11.1987, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1987
Lelkllst
Jóhanna Kristjónsdóttir
eikfélag Hafn-
arfjarðar
frumsýndi
Spanskfluguna í
Bœjarbíói:
Ljós: Einar S. Guðmundsson.
Leikmynd og leikstjóm: Davíð
Þór Jónsson
OFT hefur í umsögnum um
sýningar áhugaleikhópa verið
flallað um hversu mikilvægt starf
leikfélög í minni byggðarlögum
gegni og hversu augljós sé sú
kátína og gleði, sem einkenni
þessar sýningar. Misjafnt er þó,
hvaða póll er tekinn í hæðina og
misjafn leikrænn metnaður. Oft
velja félögin á litlu stöðunum að
taka til sýninga létt stykki, sem
eru vænleg til aðsóknar og vin-
sælda og er það í hvívetna skiljan-
legt sjónarmið. Enda getur vel
heppnaður gamanleikur eða farsi
fyllt listrænar kröfur og verið
samtimis til óblandinnar skemmt-
unar. Einatt hafa áhugamannale-
ikhópar færzt í fang stærri og
viðameiri verkefni og árangurinn
stundum verið eftirminnilegur.
Leikfélag Hafnarfjarðar var
endurvakið fyrir fímm árum eftir
Leikhópur Spanskflugunnar
Pabbar í hverju horni
nokkum svefn og sýnir hér
Spanskfluguna, gamlan ærslaleik,
sem oft hefur verið færður upp á
leiksviði hér. Flækjan í Spansk-
fíugunni er hefðbundin en til þess
að hún nái til áhorfenda nú og
virki ekki mjög gamaldags eða
hallærisleg, hygg ég að snöfurleg-
ur farsaleikur væri það sem
skilaði beztum árangri. En þá
þyrfti að beita markvissari leik-
stjóm.
Það stendur sýningunni fyrir
þrifum, að framsögn leikara er
ábótavant og hjá sumum mjög
mjög óskýr. Svipbrigði lítt hamin.
Staðsetningar tókust svona upp
og niður, en ýmsar góðar hug-
myndir leikstjórans í þeim komust
þó til skila.
í sýningum áhugaleikmanna á
litlum stöðum vekur það eitt
stundum mikla kátínu framan af
sjá tiltekna íbúa á stöðunum uppi
á sviði. Ég hélt að Hafnarfjörður
væri orðinn flölmennari bær en
svo að þetta væri jafn ráðandi og
raunin var á frumsýningu.Slíkar
undirtektir geta hjálpað lítt sviðs-
vönum leikara en einnig er hætta
á að farið sé út af sporinu og við-
tökur ofmetnar.
Leikarar léku af miklum ákafa
og skemmtu sér konunglega.
Katrín Þorláksdóttir hafði ágæta
sviðsframkomu. Ársæli Pálssyni
var fagnað mjög innilega í for-
kostulegu hlutverki Tiedemeyers.
Um hálf öld er frá því Ársæll sté
fyrst á svið og ber hann aldurinn
með reisn. Svipbrigði hans voru
oft ágæt og hreyfíngar góðar.
Gísli Guðlaugssón var fyrirtaks
typa í Hinrik Meisel. Steinar Alm-
arsson í hlutverki þjónustustúlk-
unnar Maríu var jafnbeztur, að
mínum dómi. Sýndi skemmtilegan
leik og hugvitssemi í túlkun sinni,
þótt framsögnin mætti vera betri.
Áhorfendur skemmtu sér ekki
síður en leikarar á frumsýning-
unni. Ég hygg að Leikfélag
Hafnaifyarðar muni fá aðsókn á
þessa sýningu og þá er greinilega
tilgangi náð.
Næturæyintýri
í eldhúsinu
Revíuleikhúsið frumsýndi i
Gamla Bíói:
Sætabrauðskarlinn eftir
David Wood
Leikmynd og búningar:
Stígur Steinþórsson
Danshttfundur: Helena Jó-
hannsdóttir
Lýsing: Jóhann Pálmason
Hyómsveitarstjórn: Sigurður
Marteinsson
Þýðandi: Magnea J. Matthías-
dóttir
Leikstjóri: Þórir Steingríms-
son
í ELDHÚSINU hjá stóra fólk-
inu er komin nótt og karlinn í
Gauksklukkunni fer á stjá, kvef-
aður og rámur og ber upp
vandræði sín við þau herra Salta
og frú Pipru. Á eldhúsborðinu
liggur Sætabrauðskarlinn, ný-
bakaður.en rænulaus. Þau blása
í hann næturandanum og reynist
þetta hinn kátasti og skemmti-
legasti náungi, sem hressir
aldeilis upp á stemninguna.
Sætabrauðskarlinn er úrræða-
góður og eftir umræður og
húllumhæ er ákveðið að hann
reyni að bijótast um langan veg
upp á næstu hillu til að ná í ögn
af hunangi í þeirri von, að það
geti hresst við galið í Gauk von
Kúkku. En á efri hillunni ræður
ríkjum Gamla hlussan. Þar býr
hún í tekatli og er heimarík í
meira lagi og skapstygg. Inn í
þennan hóp kemur svo Sláni
Mús, sem öUum stendur ógn af.
Ekki nóg með það að hann hrelli
þau og hrekki, heldur eru þau
öll dauðhrædd við hann og svo
er útlit fyrir að Sláni ætli að
gera sér litið fyrir og éti Sæta-
brauðskarlinn. Eru nú góð ráð
dýr.
Eins og vera ber í ævintýra-
leikjum greiðist úr öllu í lokin,
músin hirist i sinni holu, Gamla
hlussan er orðin góð og glöð,
kallinn i gauksklukkunni lendir
ekki á haugunum og Sæta-
brauðskarlinn sleppur við að vera
snæddur í bráð. Og una nú allir
glaðir við.
Sýningin er hressilega unnin
og hélt athygli ungra áhorfenda
frá upphafí til enda. Leikendum
tókst prýðilega að fá krakkana
til að taka þátt i leiknum og inn-
lifunin mátti stundum ekki öllu
meiri vera. Þórir Steingrímsson,
leikstjóri, hefur unnið prýðisgott
verk og hefur líka ágætt lið með
sér. Leikmjmd Stígs Steinþórs-
sonar var skemmtilega unnin og
til þess fallin að örva imyndunar-
aflið. Þýðing Magneu Matthías-
dóttur hljómaði ágætlega, en mér
fannst að vísu óþarfí að láta karl-
inn í klukkunni sletta þýsku inn
á milii. Það hafði að því er séð
varð ekkert uppá sig. Heilmikil
músik er í leiknum, söngur og
dans og var það vel heppnað.
Sætabrauðskarl Ellerts Ingi-
mundarsonar vakti fögnuð hjá
áhorfendum, og að makleikum.
Léttar og fimar hreyfíngar, svip-
brigði eðileg og skýr framsögn,
ásamt með hæfílegri útsjónar-
semi i að leysa vandamálin í
eldhúsinu. Grétar Skúlason var
Sláni mús og var hæfilega
grimmúðlegur til að kalla fram
viðbrögð, en ekki svo ógnvekj-
andi að vekti skelfingu. Bjarni
Ingvarsson og AJda Amardóttir
voru herra Salti og frú Pipra og
léku óþvingað og elskulega. Þór-
arinn EyQörð var hinn ólukkulegi
Gauksklukkukarl, sem er að far-
ast i hálsinum. Framan af var
eins og Þórarinn ætti I nokkrum
vandræðum með sig, en náði sér
á strik mætavel. Saga Jónsdóttir
var Gamla hlussan, ágætt gervi
og hressileg persóna, án ýkjuláta.
Þetta var i hvívetna sýning
sem óhætt er að mæla með. Leik-
stjóri hefur ekki fallið í þá gryfju
að láta gauraganginn ráða, eins
og mér fínnst stundum brenna
við í bamasýningum. Þó vantar
sannarlega ekki að sýningin sé
lífleg. Hún ber vott um góðan
skilning aðstandenda hennar á
hvemig á að búa efnið til flutn-
ings svo að böm skemmti sér.
Krakkar á öllum aldri ættu að
sjá Sætabrauöskarlinn. Þau eiga
með honum og félögum hans
skemmtilega stund.
Ellert Ingimundarson f hlutverki Sœtabrauðskarlsina og Saga Jónsdóttir sem Gamla hlussan