Morgunblaðið - 03.11.1987, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 03.11.1987, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1987 33 Elsta deildin er í endurbyggingu ágiskunum og þær bomar saman við nákvæmari upplýsingar, kemur í ljós að miðað við núverandi vist- menn og frekari þróun þeirra og hugsanlegra tilfella sem kæmu af bamadeildum sjúkrahúsanna, verði 27—30 einstaklingar undir 50 ára aldri sem þurfi slíka þjónustu. Miðað við þessar forsendur verða þá að minnsta kosti 69 (42 aldraðir + 27 yngri en fimmtugir) vistmenn á Kópavogshæli árið 1995, en ekki 25—30. M.ö.o. fer fjarri að „áætl- un“ Þroskahjálpar geti staðist, sem ekki er nema von vegna þess að hún byggir á ófullnægjandi upplýs- ingum. Útreikningnr á starfsmannaþörf Til þess að gera sér grein fyrir hvað það kostar að útskrifa 125 af vistmönnum Kópavogshælis er rétt að líta á mat á getu þeirra. (Sjá töflu 2) Samkvæmt framan- sögðu um starfsmannaþörf miðað við ástand, þ.e. út frá flokkun í getuhópa, þurfa einstaklingar í IV. getuhópi 2 starfsmenn (stöðugildi) hver (miðað við vaktavinnu), getu- hópur III þarf 1 starfsmann á einstakling en getuhópur I og II 0,5 starfsmenn. Þeir sem minnst geta bjargað sér sjálfir þurfa m.ö.o. fjórum sinnum meiri aðstoð eða fjórum sinnum fleiri vinnustundir starfsmanna fara í að sinna þeim. Flestir þeir sem hingað til hafa farið á sambýli hafa verið tiltölulega vel sjálfbjarga. Þetta á sérstaklega við um þá sem hafa flust af Kópa- vogshæli. Þeir sem eftir eru í dag þurfa langflestir mun meiri aðstoð. Meirihlutinn er í getuhópi IV. Ef miðað er við sambýli og aðrar smá- stofnanir í venjulegum íbúðarhverf- um verður að bæta við starfs- mannahlutfallið vegna þess að nokkur „óhagkvæmni" er við smáar einingar. Það verður að reikna með rúmlega tveim stöðugildum á hvem vistmann sem útskrifast á smá- stofnanir. Þetta er vegna þess að á 6 manna smástofnun yrðu að vera a.m.k. tveir á vakt og yfir nóttina 1 á vakt. Þessi „smæðaróhag- kvæmni" leiðir af sér aukningu um 15-30%. Ef útskrifa ætti 125 vistmenn af Kópavogshæli á næstu átta árum þyrfti m.v. ástand þeirra að gera ráð fyrir 224 stöðugildum og að auki yrði að gera ráð fyrir plássum á vemduðum vinnustöðum eða ann- arri viðeigandi dagvist, (þetta síðastnefnda er í tillögum Þorska- hjálpar). í tillögum Þroskahjálpar er hins vegar sett fram að 140-146 stöðugildi nægi til þess að manna væntanleg sambýli eða smástofnan- ir. Þetta gæti virst tillaga um verulega skerðingu á þjónustu (vantar 80—84 stöðugildi), sem þó er vafalaust sett fram vegna skorts á nákvæmari upplýsingum. í ljósi reynslunnar Síðan félagsmálaráðuneytið tók að sér málefni fatlaðra (þ.m.t. van- gefinna) hafa svæðisstjómir mál- efna fatlaðra byggt upp sambýli eða smástofnanir fyrir vangefna vfðs vegar um landið. Stjómamefnd ríkisspítalanna hefur sem fyrr séð um rekstur Kópavogshælis á vegum heilbrigðisráðuneytisins. Útskriftir af Kópavogshæli á sambýli svæðis- stjóma hafa verið fáar að undan- fömu (1—2 á þessu ári). Þess vegna er ekki óeðlilegt að taka tillögum um 15—16 útskriftir á ári með var- úð, góð orð og fögur fyrirheit eru ekki sama og framkvæmdir. Miðað við þær forsendur, sem fram eru komnar, er eðlilegt að vistmenn á Kópavogshæli verði a.m.k. 69 árið 1995 ef menn viður- kenna að aldraðir vistmenn eigi rétt á að eyða ævikvöldinu án veru- legrar röskunar. Heilbrigðisráðu- neytið, stjómamefnd ríkisspítal- anna og stofnunarráð Kópavogshælis hafa þegar mótað þá stefnu að eftir 9 ár verði u.þ.b. 100 einstaklingar vistaðir þar. Hvort tekst að ná því marki fer að miklu leyti eftir því hve hratt félags- málaráðuneytið og svæðisstjómir byggja upp stofnanir og þjónustu. Ifyrri reynsla bendir til þess að erf- itt geti reynst að standa við áætlun um fækkun úr 155 í 100, hvað þá niður í 30. Hér væri eðlilegt að láta fyrst reyna á réttmæti áætlana heilbrigð- isráðuneytisins skv. reglugerð áður en menn koma með tillögur byggð- ar á ónógum upplýsingum eða „yfirboð". Það er ekkert auðveldara en að jrfírbjóða og láta líta út eins og stefna og áætlanir rekstraraðila séu ekki nógu framsæknar. Það er hins vegar eitt að gera tillögur og annað að bera ábyrgð á framkvæmd þeirra. Niðurstöður 1. Kópavogshæli er ekki að hætta rekstri, öðru nær! Stefnan í málefnum stofnunarinnar gerir ráð fyrir endumýjun og úrbótum — gæði þjónustunnar verði auk- in fyrir færri vistmenn en áður. Framkvæmdir eru í gangi við endurbyggingu deilda og sótt hefur verið um fé m.a. úr Fram- kvæmdasjóði fatlaðra til upp- byggingar sjúkraþjálfunar og endurhæfingar. 2. Tillögur Þroskahjálpar em vafa- laust settar fram af góðum hug en byggðar á ófullnægjandi upp- lýsingum. Þar af leiðandi em þær hæpinn gmnnur að áætl- anagerð. 3. Ahrif þrýstihópa á stjómmála- menn og almenningsálit em vemleg. Þessir hópar geta, án þess að ætla sér það, skaðað hagsmuni þeirra sem síst skyldi. Það versta sem gæti gerst væri að tillaga Þroskahjálpar og sú auglýsing sem hún fékk í fjöl- miðlum skaði ímynd Kópavogs- hælis þannig að erfitt væri að fá eða halda í starfsfólk eða ef ijárveitingavaldinu hætti til að gleyma stofnuninni. 4. Þeir sem vinna á þessu sviði þurfa ekki að óttast um atvinnu sína, þar sem fyrirsjáanlegt er að vöxtur verður áfram í grein- inni og þörf á fleira starfsfólki og sérfræðingum. Það ætti að gilda einu hvort starfsvettvang- urinn er Kópavogshæli eða smástofnanir úti í bæ. Hins veg- ar er eðlilegt að stjómamefnd ríkisspítalanna og stjómendur stofnunarinnar fái ráðrúm til að framkvæma mótaða stefnu og að aðrir aðilar bíði um sinn með að bjóða betur þar til meiri reynsla liggur fyrir. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR Ná Arabaleiðtogar sam- stöðu á fundinum 1 Amman? VARKÁRNI og hófleg bjartsýni mótar umræður um leiðtoga- fund Arababandalagsins, sem hefst í Amman í Jórdaníu þann 8.nóvember n.k. En það eitt út af fyrir sig spáir góðu, að það skyldi takast að fá Arabaríkin til að standa að fundinum. Utlit er fyrir að öll aðildarríkin sendi þangað sína æðstu menn. Siíkur fundur hefur ekki verið síðan 1982, þótt oft hafi það verið reynt. Eins og gefur að skilja hittast ráðherrar þess, svo sem utanrikis eða fjármála, nokkuð reglulega. í Arababandalaginu er 21 þjóð frá Marokkó og Máritaníu á Atlantshafsströnd Afríku til Ómans við Arabíuhaf. Egyptum er ekki gefinn kostur á þvi, fremur en undanfarin ár að sækja fundinn, en það var rekið úr bandalaginu árið 1979, eftir að friðarsamningarnir milli þeirra og ísraela voru gerðir. að er deginum ljósara, að Arabaleiðtogunum þykir brýna nauðsyn bera til að reyna að draga úr sundurþykkju og óeiningu, sem hefur að mörgu leyti gert bandalagið óstarfhæft. Eftir því sem heyrzt hefur frá stjómarerindrekum og embættis- mönnum í hinum ýmsu Arabal- öndum, eru þeir fleiri sem em vondaufir og álíta ekki raunhæft að búast við árangri á Amman- fyndinum, hvorki hvað snertir íran-írak stríðið og allt sem því tengist, né heldur náist samstæð skoðun um alþjóðlega ráðstefnu um Miðausturlönd. Bent hefur verið á, að eitt merki um hversu gmnnt er á sundurlyndinu sé að skipuleggj- endur fundarins hafi ekki treyst sér til að setja upp fasta dagskrá fyrir fundinn. Af ótta við að þar kynni að vera eitthvað sem fyrir- ffam myndi fæla frá ótiltekin og „móðgunargjöm" ríki. Hussein Jórdaníukonungur og sá leiðtoganna, sem hvað einarð- legast hefur gengið fram í að fá forystumennina til fundar, lýsti yfir því, nokkm eftir að fundurinn hafði verið ákveðinn, að hann hirti ekki um að gera honum of fasta dagskrá og neitaði konungur, að annarlegar ástæður væra fyrir þessu. En stjómmálasérfræðingar segja, að Hussein hafí ákveðið þetta til þess að fulltrúar þjóða, sem eiga í miklum deilum sín á milli, geti ekki notað dagskrána sem ástæðu til að hundsa fund- inn. Þar er vitanlega átt við Sauda, sem vilja að Arababanda- lagið samþykki refsiaðgerðir gegn íran vegna stríðsins á Flóanum. Og hins vegar Sýrlendinga, sem hafa fylgt írönum, þótt dregið hafí úr hollustunni. En þeir harð- neita altjent að styggja írani. Aftur á móti skortir ekki á harðlínustefnu Sýrlendinga þegar ísraelar em svo eiga hlut að máli. Þótt bjartsýnin sé öll í hófí hafa þó ráðamenn í Flóaríkjunum sagt, að þeir telji það hikstalaust þess virði að sækja fundinn. Þó hljóta þeir svo í aðra röndina að gera sér grein fyrir, að veraleg hætta er á að allt fari í háaloft og þá kæmi enn skýrar í ljós hin sundurlyndislega ímynd Ara- baríkjanna út á við. Óg er varla á hana bætandi, að sumra dómi. Það sem ræður úrslitum um að leiðtogamir ætla að reyna að tala saman, er að þeim fínnst sem þeir hafi ekki annað að snúa sér Æn til annarra Aj-aba. Þrátt fyrir stuðning Bandaríkjamanna á Fló- anum finnst þeim sú aðstoð kunni að verða tvíbent, þegar til lengri tíma er litið. Og svo hitt, að marg- ir óttast, að Bandaríkjamenn muni sennilega kippa að sér hend- inni, ef vemlega reyni á. Beizkja situr enn í mörgum vegna fram- j göngu Bandaríkjamanna í Líban- on, eftir að friðargæzlusveitir Hussein Jórdaníukonungur Hassan, Marokkókonungur höfðu verið sendar þangað og til tíðinda dró. Sumir benda jafnvel á það sem gerðist í íran þegar fór að halla undan fæti hjá keisaran- um. Þó að fæstir séu tilbúnir að halda uppi málsvöm fyrir írans- keisara, er litið svo á að sinna- skipti Bandaríkjamanna hafí verið ódrengileg og því sé full ástæða til að taka með fyrirvara vináttu þeirra. Án efa kysu Arabar að geta staðið saman og þeir vilja ugg- laust breyta ímyndinni út á við. Og utanríkisráðherra Saudi- Arabiu undirstrikaði þetta í viðtali við brezkt blað í gær, er hann sagði, að ólíkar skoðanir ætti ekki að vera Aröbum sá fjötur, sem raun bæri vitni um. Vonandi myndi fundurinn í Amman stað- festa vilja arabisku leiðtoganna til að ná saman. Undirbúningur fundarins hefur staðið í nokkra mánuði, en það er þó varla fyrr en síðustu vikum- ar sem menn em famir að trúa því að af honum verði. Og af orð- um Arabaleiðtoga síðustu vikur og daga má draga þá ályktun, að þeim sé mikið í mun að reyna að styrlqa samstöðuna og hafa allir verið gætnir í yfirlýsingum. En vandamálin sem við blasa em mörg og flókin. Þar er auðvit- að efst á blaði írak íran styrjöldin og það sem hún hefur haft í för með sér. Saudum gremst, að áhrif þeirra hafa minnkað, meðal ann- ars vegna breytinga á olíuvið- skiptum í heiminum. Smáþjóðim- ar við Flóann hafa þungar áhyggjur af því að íranska bylt- ingin breiðist út til þeirra. Þar er sérstaklega átt við Bahrein, en þar er mikill fjöldi fbúa af irönsku bergi brotinn, svo og Qatar og jafnvel Kuwait. Sýrlendingar em Assad, forseti Sýrlands Gaddafi, hæstráðandi Líbýu nánast einangraðir í Arabaheim- inum og áhöld um, hvort ýmsir Arabaleiðtogar kærðu sig um að það breyttist, vegna þess mikla máttar sem Sýrlendingar gætu þá leyst úr læðingi.Líbýa hefur í vaxandi mæli einangrast og vandamálin af svipuðum toga og Sýrlendinga. Auk þess hefur tólf ára stríð við Chad ekki bætt ástandið. Palestínumenn hafa mjög ólíka afstöðu til hugmyndar- innar um alþjóðlega ráðsteftiu um Miðausturlönd. Yassir Arafat, formaður PLO verður á fundinum og vitað er að hann er hlynntur hugmyndinni. Líbanon er i rústum eftir tólf ára borgarastyijöld, þar sem ótal fylkingar og fylkingabrot hafa borizt á banaspjótum. Og em þá aðeins fá atriði upp talin, sem gætu orðið til- að fundurinn færi út um þúfur eða skilaði ekki nein- um árangri. Samt er ekki ástæða til að hafa uppi hrakspár fyrir fram. Það eitt að Hussein Jórdaníukonungur hefur talið alla leiðtoga Araba- bandalagsins á að taka þátt í fundinum er athyglisverð ur vott- ur um vilja. Hversu langt hann dregur verður svo að koma I ljós. Heimild: Reuter, The Middle East Review ofl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.