Morgunblaðið - 03.11.1987, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.11.1987, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1987 Skreiðardeild Sambands- ins fékk 10% hærra verð en aðrir útflytjendur 1986 eftir Ragnar Sigmjónsson Nokkur umræða hefur orðið und- anfarið um skreiðarmál og hafa viðskipti skreiðardeildar Sambands- ins dregist inn í þá umræðu og verið gerð tortryggileg. Því hefur verið haldið fram að skreiðardeildin væri að selja skreið til Nígeríu á lægra verði en aðrir útflytjendur. Samkvæmt verslunar- skýrslum fyrir árið 1986 seldi skreiðardeild Sambandsins skreið það ár fyrir 10% hærra verð en aðrir útflytjendur. Staðreyndin er sú að skreiðardeild Sambandsins hefur fengið hæsta mögulega verð á hveijum tíma, miðað við að fá fullar tryggingar fyrir greiðslunni. Þetta er ákaflega mikilvægt atriði þegar þessi mál eru skoðuð. Nóg af kaupendum með engar greiðslu- tryggingar Það hefur verið nóg af kaupend- um á skreið undanfarin tvö ár, sem boðið hafa gott verð og jafnvel ágætt verð, en þá hafa greiðslu- tryggingar ekki verið í lagi eða alls engar. Talað hefur verið um að lágt markaðsverð í Nígeríu sé skreiðar- deild Sambandsins að kenna. Þetta er algjör fírra! Verð á Nígeríumarkaði ræðst af framboði og eftirspum og það sjá allir sem vilja sjá, að þegar verið er að senda stóra farma, 30—60 þúsund pakka, á þennan viðkvæma markað, þar sem neyslan er ekki nema 12—15 þúsund pakkar á mánuði, að slíkt leiðir ekki til hækk- unar á verði. Þessi skreið hefur síðan legið í vikur eða mánuði í misjáfnlega ásigkomnum vöruhús- um, safnað á sig kostnaði og vöxtum og þar að auki rýmað úr hófí fram. Skreiðardeild Sambands- ins hefur leitast við að senda skreið í smáskömmtum inn á þennan markað. Til viðbótar má nefna, að þegar kaupendur í Nígeríu em með skreið á milli handanna, sem þeir þurfa ekki að standa skil á fyrr en þeim hentar og á því verði sem þeim þóknast að greiða, þá er þeim eng- inn akkur í því að ná hæsta verði. Allt tal um undirboð er marklaust þar til aðrir skila greiðslum Síðan í lok september 1986 hafa ekki verið nein vandkvæði á því að fá staðfestar bankaábyrgðir fyrir útflutning til Nígeríu. Frá þeim tíma og til dagsins í dag hefur skreiðardeild Sambandsins selt á milli 50 og 60 þúsund pakka af skreið gegn áðumefndum ábyrgð- um. Þessi skreið hefur verið send í smáum skömmtum í gámum í gegnum Evrópu og hefur selst jafn- óðum og hún hefur komið á markaðinn. Framleiðendur sem selt hafa í gegnum skreiðardeild Sambandsins fá sína vöru greidda nokkrum mán- uðum eftir að varan fer frá landinu. Endanlegt verð til framleiðenda er það verð sem hæft er til saman- burðar og fyrr en endanlegar greiðslur hafa borist fyrir alla skreið sem farin er frá landinu, er út í hött að tala um undirboð. Greiðslustaðan hjá skreiðardeild Sú stefna skreiðardeildar Sam- bandsins að selja aðeins gegn bestu fáanlegum tryggingum hefur leitt til þess að öll skreið sem seld var til ársloka 1985 er að fullu greidd. 95% af sölu deildarinnar 1986 eru að fullu greidd og greiðslur fyrir sölur á þessu ári hafa skilað sér nokkrum mánuðum eftir afskipun. Þessa dagana er verið að afreikna um 25 milljónir kr. til framleiðenda Ragnar Sigurjónsson „Sú stefna skreiðar- deildar Sambandsins að selja aðeins gegn bestu fáanlegum tryggingum hefur leitt til þess að öll skreið sem seld var til ársloka 1985 er að fullu greidd.“ fyrir skreið sem send var héðan í júií á þessu ári. Höfundur stnrfar ly'á skreiðar- deild Sambandsins. íslandsmeist- aramót kvenna í skák: Guðfríð- ur Lilja Is- landsmeist- ari þriðja anð 1 roð GUÐFRÍÐUR LUja Grétars- dóttir varð í þriðja sinn i röð íslandsmeistari kvenna í skák, sl. föstudag, eftir ein- vigi hennar og Áslaugar Kristinsdóttur um titilinn. íslandsmeistaramót kvenna í skák var haldið dagana 25. til 28. september sl. Guðfríður Lilja og Áslaug Kristinsdóttir urðu efstar og jafnar á mótinu með sex og hálfan vinning. í þriðja sæti varð Guðlaug Þor- steinsdóttir með fimm vinn- inga en á mótinu voru átta keppendur. Skákæfíngar fyrir stúlkur eru á lgardögum í húsi Tafl- félags Reykjavíkur á Grensás- vegi Viðbrögð námsstjóra í íslensku HEILDVERSLUN-SÍMI: 27444-PÓSTHÓLF: 167-BRAUTARHOLT 28-REYKJAVÍK Amerísk úrvalstæki sem fyrir löngu hafa skapað sér virðingarsess á veitingastöðum, kaffihúsum og söluskálum - Kakóvélar eins og þær gerast bestar. • Þú ýtir á hnapp og það tekur aðeins 10 sek. að renna í bollann af ylmandi heitu kakói sem vélin blandar sérstaklega. Eigum vélar á lager, til afgreiðslu strax, Choc-o-jet kakóvélar auðveldar í notkun, traustarog afkastamiklar. — LEITIÐ UPPLÝSINGa. A. KARLSSOn HF. choc~o~jet K4KÓVÉIAR við umfjöllun sjónvarpsins um íslenskukennslu í skólum eftir Guðna Olgeirsson Námsstjóri í íslensku fagnar allri umræðu um íslenskt mál og menn- ingarviðleitni þjóðarinnar í íjölmiðl- um. Sjónvarpið hefur til þessa sýnt lítinn áhuga á menntamálum og kennslu móðurmálsins í skólum. Því ber að fagna að sjónvarpið vaknar af værum blundi og hyggst skyggna íslenskukennslu og stöðu tungunn- ar í skólum. Stjómanda þáttar af þessum toga er mikill vandi á hönd- um þegar viðfangsefnið er reifað og afmarkað. f fyrsta lagi þarf hann að setja fram almennar spum- ingar um ákveðin atriði og reyna að fá svör við þeim. Því er mikil- vægt að viðmælendumir gefí sem sannasta mjmd af stöðu mála. Síðan þarf að vera ljóst hvort hann hyggst nýta sér niðurstöðumar á einhvem hátt, draga einhveijar ályktanir, eða hvort forvitnin ein ráði ferð- inni. Að lokum þarf að hyggja að réttmæti svaranna, þ.e. hvort raun- hæf svör fáist við því sem upphaf- lega var spurt um. í þættinum Gleraugað, sem var á dagskrá sjónvarpsins þann 26. þessa mánað- ar var ætlunin að fjalla almennt um fslenskukennslu í skólum. Þátt- urinn var að mörgu leyti athyglis- verður og fróðlegur. Á stuttum tíma var vikið að fjölmörgum atriðum varðandi kennslu móðurmálsins í skólum, allt frá lestrarkennslu í 1. bekk grunnskóla til háskólanáms. Allir viðmælendumir í þættinum stóðu sig vel og höfðu margt at- hyglisvert til málanna að leggja. Hins vegar skorti verulega á að leitað hafi verið til allra aðila er málið varðar. Þess vegna er hæpið að draga ályktanir af þeirri umræðu sem fram fór í þættinum og draga má í efa réttmæti hennar. Því til stuðnings má nefna að hvergi var vikið að stefnu stjómvalda í menntamálum og ekki var rætt við neinn fulltrúa úr menntamálaráðu- neytinu. Enginn fulltrúi Samtaka móðurmálskennara kom fram í þættinum. Einungis var rætt við kennara yngri bama og bók- menntakennara í framhaldsskólum sem alls ekki gáfu heildaiyfirlit yfír íslenskukennslu í grunn- og framhaldsskólum. Þar hefði mátt stilla upp andstæðingum í þættinum eins og gert var í sambandi við námsefni, því skoðanir kennara um móðurmálskennslu em afar skiptar. Ennfremur hefði mátt nefna sam- ræmd próf við lok gmnnskóla sem mikið hafa verið rædd meðal kenn- ara og í fjölmiðlum. Fræðsluskrif- stofur komu og ekkert við sögu en þar er stunduð víðtæk ráðgjöf varð- andi skólastarf. Ekki var vikið að Rannsóknastofnun uppeldismála og rannsóknum á íslenskukennsiu. Raddir Kennaraháskólans heyrðust vart og ekkert var vikið að endur- menntun kennara á vegum Kenn- araháskólans og menntamálaráðu- neytis. Allir þessir aðilar hefðu getað dýpkað umræðuna og gefíð þættinum aukið gildi. Fyrst og fremst ber að líta á þáttinn sem inngang að alvarlegri umræðu um íslenskukennslu í skól- um sem vissulega er mjög brýn. í því sambandi er verðugt að nefna nýjasta tölublað Skímu, málgagns móðurmálskennara þar sem birt eru erindi frá ráðstefnu Samtaka móð- urmálskennara fyrr á þessu ári. Þar er að fínna margar áhugaverðar og fróðlegar greinar um kennslu móð- urmálsins, námsgögn og framtíð- arsýn. Þetta rit er glóðvolgt úr prentsmiðju og því kjörið tækifæri til að flalla um efni þess í fjölmiðl- um. Ennfremur er rétt að benda á úttekt Baldurs Hafstað á íslensku- kennslu í framhaldsskólum á vegum menntamálaráðuneytisins. Það er augljóst að ekki er unnt að gera öllum þáttum móðurmáls- kennslunnar skil í stuttum sjón- varpsþætti. Jafnframt er ljóst að til þess að umræðan verði markvis og gagnleg þarf röð þátta sem bijóta einstök atriði til mergjar. Öll umræða í sjónvarpi um veg og virð- Guðni Olgeirsson „Hins vegar skorti verulega á að leitað hafi verið til allra aðila er málið varðar. Þess vegna er hæpið að draga ály ktanir af þeirri umræðu sem fram fór í þættinum og draga má í efa rétt- mæti hennar.“ ingu móðurmálskennslu í skólum er af hinu góða. Hins vegar er nauð- synlegt að láta sjónarmið allra hlutaðeigandi aðila heyrast þannig að sem réttust mynd sé dregin upp af stöðu mála. Nú þarf fleiri slíka þætti til að gera fslenskukennslu í skólum sanngjöm skil. Höfundur er námsstjóri i íslensku við menntamálaráðuneytið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.