Morgunblaðið - 03.11.1987, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 03.11.1987, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1987 37 \í Fiskverkun KEA í Grímsey: Börðumst við að bægja eldmum frá næstu húsum — sagði Hannes Guðmundsson verkstjóri EITT af fiskverkunarhúsum Kaupfélags Eyfirðinga í Grímsey brann til kaldra kola síðastliðið sunnudagskvöld og er tjón metið á 8 til 10 milljónir króna. Eldsins var fyrst vart um kl. 19.30 á sunnudagskvöld og var búið að ráða niðurlögum eldsins laust eftir miðnætti, að sögn Hannesar Guðmundssonar, verkstjóra í frystihúsinu. Eldsupptök eru ókunn, en grunur leikur á að kviknað hafi í út frá rafmagni. „Sonarsonur minn og nafni, Hannes Arnar Gunnarsson, hringdi í mig þegar hann sá eldinn blossa upp. Hann var þá staddur heima hjá sér en hefur gott útsýni yfir hafnarsvæðið," sagði Hannes. „Við þustum niður eftir og fljótlega voru allir liðtækir menn komnir á stað- inn. Við höfum verið hátt í 20 við slökkvistörf. Nokkrum mínútum áður höfðu beitingamenn verið við störf hér í næsta húsi og urðu þeir ekki varir við neitt óvanalegt." Gamla búðin Húsið, sem löngum hefur gengið undir nafninu „Gamla búðin", var steinsteypt tveggja hæða hús, alls um 200 fermetrar. Gólf og milli- veggir voru hinsvegar úr timbri og þakið bárujámsklætt. Húsið var byggt árið 1944 og fór verslun kaupfélagsins ffam í húsinu fram undir 1960. Þá var húsinu breytt í fískverkunarhús og var lengi vel eitt af aðalfískverkunarhúsum KEA í Grímsey. Búnaður björgunar- sveitarinnar brann Á neðri hæð hússins var unnið við saltfískmat og pökkun og á efri hæðinni fór fram ísframleiðsla auk þess sem þar var varahlutageymsla og umbúðalager. Nýlega var keypt ný tölvuvigt frá Marel, sem einnig brann, auk flatningsvélar og flök- unarvélar. í húsinu geymdi björgun- arsveit SVFÍ allan sinn búnað, svo sem flotgalla, fluglínur, byssu og önnur tæki. Engu varð bjargað og mun búnaður björgunarsveitarinnar hafa verið ótryggður. Nýlegur björgunarbátur var hinsvegar geymdur annars staðar og mun hann því vera það eina sem björgun- arsveitin í Grímsey á eftir. „Við vorum að metá fisk fyrir helgi, bæði á fímmtudag og föstu- dag, og átti að halda þeirri vinnu áfram í gær. Hátt í tíu 10 tonn af saltfíski voru inni 1 húsinu, sem er hálf önnur milljón króna í verð- mæti. Við börðumst lengst af við að bægja eldinum frá nærliggjandi húsum og notuðum gröfu til að rífa logandi austurhluta hússins niður svo eldurinn Iæstist ekki í næsta hús, sem var samfast hinu brenn- andi húsi. Hvass vindur var að vestan, 8 til 9 vindstig. Þar er til húsa kæligeymsla fyrir físk, véla- verkstæði og kjötfrystigeymslur okkar," sagði Hannes og hann bætti því við að þær hefðu allar verið fullar af nýju kjöti, þar sem sláturtíð er nú nýlokið. Sjórínn kom sér vel Slökkvibúnaður í Grímsey er ekki upp á marga físka, að sögn Hannes- ar, en notuð var sjódæla auk þess sem slanga var tengd í fiskverkun- arhús rétt hjá. „Sjórinn kom að Einar Þorgeirsson aðstoðarverk- stjóri með „slökkvibíl“ Grímsey- inga. Þorlákur Sigurðsson oddviti i Grímsey, Hannes Guðmundsson verkstjóri, Kristján Ólafsson kaupfélagsstjóri á Dalvík og Helgi Haraldsson útibússtjóri KEA í Grímsey. Morgunblaðið/Guðmundur Svansson Hannes Guðmundsson verkstjóri hjá Fiskverkun KEA í Grimsey. Rannsóknarlögreglumenn frá Akureyri við störf i rústum Fiskverk- unarhússins á mánudag. góðum notum enda ekki nema nokkrir metrar frá sjó og að húsinu sem brann. Ef eldurinn hefði komið upp að nóttu til, þegar allir eru í fasta svefni, hefðu fleiri hús örugg- lega farið, jafnvel öll húsalengjan þama. Þá hefði fyrst verið vá fyrir dyrum hjá okkur Grímseyingum." Verðum að endurbyggja Níu starfsmenn unnu að stað- aldri í húsinu síðustu daga, en þegar best lætur eru starfsmenn þar um fímmtán talsins. Hannes bjóst ekki við að starfsmennimir yrðu at- vinnulausir, heldur yrði fískmatið fært í annað hús til að byrja með. Nauðsynlegt væri þó að festa kaup á nauðsynlegustu tækjum. Útibúið í Grímsey heyrir undir Kristján ól- afsson, kaupfélagsstjóra á Dalvík. Hann sagði í samtali við Morgun- blaðið að Ijóst væri að byggja þyrfti fyrirtækið upp aftur þótt hann gæti ekki tímasett neitt að svo stöddu. Húsnæðið mun hafa verið tryggt hjá Brunabótafélaginu upp á eina og hálfa milljón króna auk þess sem fyrirtækið var með birgða- og innbústryggingu. Auk Kristjáns komu rannsóknarlögreglumenn frá Akureyri til Grímseyjar I gær og fulltrúar frá tryggingafélögum. Ráðið í „svartar stöður“ á Kristnesi - segirBjarni Arthursson framkvæmda- stjóri „VIÐ ERUM með allar stöður settar og vel það. Við höfum hinsvegar brugðið á það ráð að ráða i svokallaðar „svartar stöður“ þar sem við höfum ekki fengið að manna deildir okkar eins og gerist á nýjum stofnun- um. Okkur vantar 25 stöðu- heimildir svo vel eigi að vera, aðallega fyrir sjúkraþjálfara og hjúkrunarfræðinga. Krist- nesspitali hefur nú þegar heimildir fyrir 54 stöðugildum, en alls starfa við spitalann hátt i 80 manns,“ sagði Bjarni Art- hursson f ramkvæmdastjóri Kristnesspitala i samtali við Morgunblaðið. Hjúkrunarfræðing-ar á biðlista Bjami sagði að eldri stofnanir virtust ekki njóta þeirrar athygli Qárveitingavaldsins sem nýrri stofnanimar nytu. „Nýju stofnan- imar fá fleiri stöðugildi á meðan þær eldri gleymast I kerfinu og nú er svo komið að þrlr hjúkmna- rfræðingar eru á biðlista eftir vinnu hjá okkur." Bjami sagði að Kristnesspítali greiddi starfsfólki sínu aðeins ríkistaxta og ekkert umfram það. Hinsvegar væri starfsmönnum séð fyrir sérstök- um starfsmanna- íbúðum gegn vægri leigu miðað við það sem gerðist á almennum markaði. Sérstök sljórn Stjóm Kristnesspítala heyrir undir stjómamefnd ríkisspítal- anna. Til eru þeir menn sem vilja fá stjóm Kristnesspítala undir sömu stjóm og er yfír Fjórðungs- sjúkrahúsi Akureyrar. Hinsvegar álítur Bjami að koma þurfí á sérs- takri stjóm yfír Kristnesspítala. „Sljóm FSA á fullt í fangi með að byggja upp eigið sjúkrahús og fá til þess fjármagn svo að ég held að Kristnesspítali sæti í ná- kvæmlega sömu súpunni og nú ef við féllum undir stjóm FSA. Stjómarmenn ríkisspítalanna eru hinsvegar fyrst og fremst að hugsa um það sem gerist fyrir framan nefíð á þeim á Landspít- alalóðinni og gleyma öðm á meðan." Þurfum 13 milljónir Launakostnaður Kristnesspít- ala fyrir árið 1988 gerir ráð fyrir um 50 milljónum króna, annar rekstrarkostnaður er áætlaður 16,6 miHjónir króna og gert er ráð fyrir að ffamkvæmt verði fyrir alls 13 milljónir á næsta ári. Á yfirstandandi ári fékk spítalinn 4 milljónir króna í framkvæmdafé. Bjami sagði að ástæðulaust væri að vera svartsýnn strax þar sem ekki væri búið að úthluta því fé á milli einstakra stofnana sem ríkisspítalamir fengu fyrir næsta ár. Bjami sagði að I nýlegri heil- brigðisáætlun væri mjög mikill þungi lagður á endurhæfínga- starfsemi og hjúkmnardeildir. „Þetta em þær brautir sem við sinnum fyrst og fremst og trúi ég ekki öðm en að spítalinn fái sómasamlega fyrirgreiðslu þar sem við emm að byggja upp í samræmi við nýju heilbrigðisáætl- unina og þjónum landinu öllu.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.