Morgunblaðið - 03.11.1987, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 03.11.1987, Blaðsíða 48
e* 48 V8G1 flaaMavðn ?, HuoAautÆua<í .aiaAjauuoHOM MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1987 Ragnar Þór Jóns- son — Minning Viltu vera memm? Ég leit stór- um augum á þennan grannvaxna hrokkinhærða dreng sem stóð allt í einu við hliðina á mér, sumar- morgun einn árið 1963. Memm!? Ég hljóp eins og fætur toguðu inn. „Mamma, mamma, það er útlensk- ur strákur úti í garði," kallaði ég. Þannig bar fundum okkar Ragga fyrst saman, og þar með hófst óslitin vinátta okkar næstu tuttugu og þrjú árin eða þangað til fregnin um lát Ragga sprengdi sig miskunnarlaust inn f raun- veruleikann. Ragnar Þór Jónsson eða Raggi, eins og hann var alltaf kallaður fæddist í Reykjavík 28. október 1956. Hann bjó fyrstu tvö árin með foreldrum sínum, Ragnheiði Gunnarsdóttur og Jóni Hilmari Jónssyni hjá föðurforeldrum sínum, þeim Jóni Hilmari Jónssyni og Sigurlaugu Jónsdóttur. Til Ól- afsvíkur ræðst faðir hans í vinnu í tvö ár og þaðan til Keflavíkur í eitt ár. Eftir það flytja foreldrar Ragga aftur til föðurforeldra hans, en slíta samvistum fljótlega upp úr því. Hjá þeim afa og ömmu dvaldi Raggi mikið, og var mjög náið samband þeirra á milli, enda augasteinn gömlu hjónanna frá upphafi. Raggi flytur á Hagamelinn 1963 eins og fýrr segir, en þá hefur móðir hans búskap með Tryggva Guðmannssyni. Með Tryggva eign- ast Raggi ekki bara hjartahlýjan föður, heldur einstakan vin og traustan félaga. Á Hagamelnum var aragrúi af krökkum, (enda gatan uppnefnd Magamelur) á svipuðu reki og Raggi. Hann féll strax inn í hópinn því Raggi var ljúfur að eðlisfari og átti gott með að eignast vini. Við strákamir vor- um hálfgerðir heimagangar heima hjá Ragga, en báðir eldri bræður hans, Hilmar Jónsson og Gunnar Jónsson fluttu snemma að heiman. Raggi fékk þá herbergið frammi, sem varð nokkurs konar klúbbur A 1 Skólavörðustíg 17a, sími 25115. okkar félaganna, en foreldrar hans voru einstaklega þolinmóð yfír rápi okkar út og inn. Snyrtimennska var honum í blóð borin og var hann móður sinni stoð og stytta í veikindum hennar en hún átti við langvinn veikindi að stríða. Raggi missir móður sína tvítugur að aldri og var það mikill missir því samband þeirra var mjög náið. Eftir Melaskólann og Hagaskól- ann, þar sem Raggi útskrifast sem gagnfræðingur árið 1973, nær ævintýraþráin tökum á honum og Fæddur 11. júní 1911 Dáinn 22. október 1987 Hann afí okkar, Ólafur Guðjóns- son, er dáinn, hann lést 22. okt. sl. Afí var fæddur á Eyrarbakka en ólst að mestu upp í Vestmannaeyj- um. Árið 1939 giftist hann Stefaníu Guðmundsdóttur, og bjuggu þau lengst af á Tunguvegi 5 í Hafnar- fírði. Þau eignuðust þijú böm. Hann afí er dáinn, því var erfítt að trúa, hann sem var alltaf svo hress þegar við komum í heimsókn á Tunguveginn og ávallt tilbúinn að glettast við okkur. En skjótt skipast veður í lofti, hin alvarlegu veikindi hans höfðu sín áhrif. Þegar við lítum til baka til þeirra mörgu ánægjustunda er hann veitti okkur er margs að minnast og þá sérstak- lega þeirrar hlýju og þeim kærleik er hann ávallt sýndi okkur, fyrir þetta og ótalmargt fleira viljum við þakka. Margs er að minnast margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þem' tregatárin stríð. Birting af- mælis og minningar- greina Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð i Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnar- stræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á I miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. hann heldur til sjós, en Raggi hafði verið messagutti á Árna Friðriks- syni hafrannsóknarskipi í sumar- leyfum. Raggi var vel liðinn til sjós enda ósérhlífínn til vinnu og ávallt boðinn og búinn til verka. Hann vann sig upp í bátsmannsstöðu, þá aðeins nítján ára sem var ótrú- legur árangur. Eftir að Raggi hættir til sjós fer hann að vinna í Herrahúsinu, meðan hann er að átta sig á hlutunum. Árið 1979 ákveður hann að fara út til náms og heldur til Danmerkur árið eftir. Hann vinnur eitt ár en byijar síðan í Nordisk Handelsskolen í Ár- húsum, þar kynnist hann sambýlis- konu sinni, Hanne Thomvig, sem hann bjó með til dauðadags. Þér Hanne Thomvig, Tryggva, Gunnari, Hilmari, Jóni Grétari, Jóni Hilmari Jónsssyni og öllum aðstandendum, vinum og kunn- ingjum Ragga, færi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur. Engin orð fá lýst þeim trega er heltekur mann, né verður bætt það tómarúm í lífí okkar, þegar svo góður drengur og kær fellur frá. Við, sem vomm svo lánsöm að kynnast Ragnari, höfum öll misst mikið, en hluti af hjarta okkar verður alltaf helgaður Ragga. Minningin lifír. Júlíus Bjarnason Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir alit og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. V. Bríem. En nú kveðjum við afa í hinsta sinn, hann er farinn. Við erum þakklát fyrir samver- una við hann og minningin um góðan afa mun lifa í hugum okkar. Góður Guð gefí ömmu styrk á þess- um erfiðu tímum. Jónas, Berglind og Úlfar. Hann afí okkar, Ólafur Guðjóns- son, er dáinn. Löngum og erfiðum veikindum hans er nú lokið. Gott var að sitja hjá afa og hlusta hversu blíðlega hann talaði við okk- ur og strauk okkur um kinn. Aldrei mátti skamma böm f návist hans. Það þýðir ekki, sagði hann alltaf, heldur bara tala rólega til þeirra og leiðbeina þeim. Allir krakkar virtust vilja vera í návist hans vegna þeirra blíðu sem hann sýndi bömum jafnan. Tómarúm hefur myndast. En við vitum að afa líður vel núna á himn- um. Elsku afa okkar þökkum við allar samverustundimar sem við áttum með honum. Þær em ógleymanleg- ar. Guð blessi minningu hans. Ólafur og Davfð Guðjónssynir Reykjavíkurdeild RKÍ heldur námskeið í skyndihjálp Það hefst þriðjudaginn 3. nóv. kl. 20 f Ármúla 34, (Múlabæ) og stendur yfir í 5 kvöld. Skráning í síma 28222. Námskeiðsgjald er kr.1000.- Leiðbeinandi verður Guðlaugur Leósson. Öllum heimil þátttaka. Athygll skal vakln 6 því, að Raykjavlkurdeildin útvegar kennara til að halda námskelð fyrlr skóla, fyrlrtækl og aðra, sem þess óska. Rauöi Krosslslands mita Mögnuð ljósritunarvél Mita DC 152Zereinstök Ijósritunarvél ámjög góöu veröi. Þessi vél hefur runniö út hjáokkursvo rétt erað hafasamband strax. Þú gerirekki betri kaup. stiglaus minnkun/stækkun mötun úrtveim bökkum framhjáhlaup 16 eintök á mínútu pappírsstærðir A6 til A3 — sjálfvirk lýsing — möguleikar á 4 litum — einföld notkun, lág bilanatíðni — sjálfvirkni — traust (Djónusta Verð kr. 189.800, FJOLVAL HE Ármúla 23 Sími 688650 Söluumboð: Hallarmúla 2 Minning: Ólafur Guðjóns- son bifvélavirki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.