Morgunblaðið - 03.11.1987, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 03.11.1987, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1987 35 Þing Verkamannasambandsins á Akureyri: Margt áunnist innan VMSÍ en mikið ógert - segirKarvel Pálmason nýkjör- inn varaformað- ur Verkamanna- sambandsins „Það er auðvitað vert að taka vel því trausti sem mér var sýnt til þess að taka við jafnerfiðu embætti og þarna er um að ræða. Öllum er ljóst að þó margt hafi áunnist innan Verkamannasam- bandsins er mikið ógert og þar verður ekkert gert svo vel sé nema allir hjálpist að. Það er ekki spurning um einn mann eða tvo,“ sagði Karvel Pálmason, formaður verkalýðs- og sjó- mannafélags Bolungarvíkur, en hann var kjörinn varaformaður Verkamannasambands íslands á 13. þingi sambandsins á Akur- eyri. „Eg vona að á þessu þingi hafi tekist að ná saman í meginatriðum sjónarmiðum fulltrúa félaga innan Verkamannasambandsins, bæði er varðaði samningamál efnislega og eins hitt að stíga skref í átt til skipur lagsbreytinga, sem ég held að verði til heilla er fram líða stundir, svo fremi að á þeim verði haldið með eðlilegum hætti. Þingið ályktaði svo að það bæri nauðsyn til þess að knýja vinnuveitendur að samninga- borðinu og að hlutimir yrðu ræddir þar í alvöru. Ég vil ekki vona annað en menn taki það alvarlega, setjist niður og skoði gaumgæflega hugs- anlegar leiðir til þess að ná saman,“ sagði Karvel. Aðspurður um hver væri stærstu málin í væntanlegum viðræðum við vinnuveitendur, sagði hann að núm- er eitt væri að ná fram kjarabótum fyrir það fólk, sem hefði orðið út- undan í launaskriðinu, fískvinnslu- fólk og aðra þá sem fengju borgað samkvæmt töxtum einungis. „Margar leiðir koma til greina til Leiörétting I Morgunblaðinu á laugardag var ranglega farið með að Jón Kjart- ansson væri f ormaður verkalýðs- og sjómannafélags Vestmanna- eyja. Ekkert slíkt félag er til í Eyjum. Jón Kjartansson er formaður Verkalýðsfélags Vestmannaeyja. Sjómannafélagið í Vestmannaeyj- um heitir Jötunn. Formaður þess er Elías Bjömsson. Em hlutaðeig- andi beðnir velvirðingar á þessum mistökum. þess að ná þessum markmiðum, sem ekki er ástæða til þess að tíunda á þessu stigi. Forysta Verka- mannasambandsins þarf að hafa þá víðsýni að nýta þær leiðir, sem talið er að gefíst best hverju sinni. Það getur verið að best sé að semja í heildarsamfloti í eitt skiptið, Verkamannasambandið eitt sér eða svæðasambönd í annan tíma eða jafnvel einstök félög,“ sagði Karvel Pálmason. Fulltrúar á 13. þingi Verkamannasambandsins á Akureyri. Menn sameinuðust um að veija sambandið - segir Guðmundur J. Guðmundsson, formaður VMSÍ GUÐMUNDUR J. Guðmundsson, formaður Verkamannasambands íslands, segir að ástæða hinnar góðu samstöðu sem náðist á 13. þingi VMSÍ á Akureyri, hafi ver- ið sú að menn hafi sameinast um að veija sambandið þegar því stafaði hætta af ágreiningi. „Það er geysilegur hugur í Verka- mannasambandinu að gjörbreyta öllum starfsháttum sínum og menn eiga eftir að finna það þegar á líður, því þetta gerist ekki á einum til tveimur mánuð- um. Ég vona að menn finni það strax í vetur að þessi gagnrýni á þinginu á eftir að koma fram í verulega breyttu starfi," sagði Guðmundur. „Allan þann tíma sem ég hef verið formaður Verkamannasam- bandsins hefur Karl Steinar verið varaformaður og það má segja að þennan tíma höfum við meira og Sáttur við að draga mi g í hlé - segir Karl Steinar Guðnason, sem ekki gaf kost á sér í embætti varaformanns VMSI „Ég er sáttur við að hafa tekið þessa ákvörðun um að draga mig í hlé. í upphafi fór ég í þetta starf fyrir tilmæli Björns Jóns- sonar og átti við hann mikið og gott samstarf meðan hann lifði,“ sagði Karl Steinar Guðnason, formaður verkalýðs- og sjó- mannafélags Keflavíkur, sem gaf ekki kost á sér í embætti varaformanns Verkamannasam- bands íslands á 13. þingi sambandsins, en þvi embætti hef- ur hann gengt undanfarin 12 ár. „Það hafa unnist margir sigrar á þessu tímabili. Verkamannasam- bandið hefur átt þátt í því að breyta þjóðfélaginu og gera það réttlátara. Vissulega er margt óunnið í þeim efnum og oft hefur mér þótt hlutim- ir ganga grátlega seint. Ég tel að það hafí verið gæfa VMSI hversu vel mönnum hefur gengið að vinna saman. Einkum hef ég átt mikið samstarf við Guðmund J. Guð- mundsson, formann sambandsins og þrátt fyrir að oft hafí verið reynt að skapa tortryggni á milli okkar, hefur okkur tekist að vinna saman af heilindum. Á þessari vegferð hef ég unnið með Qölmörgum einstakl- ingum, sem vert væri að nefna. Án þess að ég vilji taka einn fram yfír annan, þá get ég ekki látið hjá líða að minnast á Þóri Daníelsson, sem verið hefur framkvæmdastjóri sam- bandsins þann tíma sem ég hef verið varaformaður," sagði Karl Steinar ennfremur. „Um það leyti sem ég varð vara- formaður voru pólitískar deilur illvígari en þær eru núna. Þetta hefur breytst og ég vona að ég hafí átt einhvem þátt í því. Ég fagna mjög þeirri samstöðu sem tókst á þinginu. Nokkm fyrir þing- ið gerði ég mér Ijóst að svo mundi fara. Þessi samstaða er forsenda þess að árangur náist í komandi samningum og vænti þess að sú framkvæmdastjóm sem nú tekur við verki muni vinna gott starf. Ég er ekki hættur afskiptum af verka- lýðsmálum. Til Verkamannasam- bandsins liggja sterkar taugar og tilfínningar. Husjónir mínar leyfa ekki fráhvarf í þeim efnum og ég hlakka til samstarfsins við hina nýju forystu,“ sagði Karl Steinar Guðnason að lokum. 38. ársþing Landsambands hestamannafélaga: Miklar líkur á að samtökin klofni Tilraunir til samninga um landsmótsstað mistókust Hestar Valdimar Kristinsson Allt bendir nú tíl að Landsam- band hestamannafélaga klofni eftir að ljóst varð að samningar tókust ekki á milli Eyfirðinga annarsvegar og stjórnar LH og Skagfirðinga hinsvegar á árs- þingi samtakanna sem haldið var á Selfossi um helgina. Yfirgáfu fulltrúar eyfirsku félaganna þingstaðinn eftir að tillaga stjómarinnar var felld en þar var lagt til að þingin velji landsmóts- staði framvegis. Fór þar með síðasta von Eyfírð- inga um að ákvörðun stjómarinnar að landsmótið 1990 skyldi haldið á Vindheimamelum í Skagafírði yrði hnekkt á þinginu. Höfðu Eyfírðing- ar talið sig eiga rétt á mótinu samkvæmt samkomulagi Norð- lensku hestamannafélaganna og stjómar LH sem náðist í Varmahlíð 1980. Meirihluti stjómar samtak- anna taldi hinsvegar að þeir væm ekki bundnir af þessu samkomulagi og völdu Vindheimamela. Urðu all snarpar umræður um þetta mál í upphafí þingsins á föstudag og um kvöldið þegar áðumefnd tillaga var tekin fyrir á fundi mótanefndar. Urðu lyktir mála í nefndinni þær að samþykkt var dagskrártillaga frá Ragnari Tómassyni þar sem hann lagði til að nefndin tæki ekki afstöðu til tillögunnar í þeirri von að ef til vill mætti miðla málum þá um kvöldið. Ekki bar það árangur og um hádegið á laugardag boðaði stjóm LH fulltrúa norðlensku hesta- mannafélaganna til fundar þar sem norðlensku félögunum var skipað í tvær fylkingar. Átti þar að gera síðustu tilraun til að ná sáttum. Var andrúmsloftið á þeim fundi mjög rafmagnað og kom fljótlega í ljós að samningaleiðin væri ger- samlega lokuð. Það sfðasta sem gerðist í málinu var afgreiðsla til- lögu stjómarinnar sem eins og áður segir var felld og Eyfírðingar kvöddu þingheim. Að öðra leyti þótti þingið rólegt enda fáar tillögur sem lágu fyrir og flestar þeirra lítt stefnumark- andi. Var þinginu slitið á slaginu þijú og töldu menn þetta stysta þing frá því farið var að halda tveggja daga þing. Samþykktar vora nú reglur um úrslitakeppni gæðinga en framkvæmd á þeim hefur oft þótt losarleg og var talin þörf á slíkum reglum. Teknar vora til umræðu niðurstöður milliþinga- nefndar sem var falið að gera víðtæka úttekt á fjórðungs-og minna báðir verið formenn sam- bandsins. Það hefur verið ákafíega náið samstarf okkar á milli og þrátt fyrir að alls konar öfl hafí reynt að reka fleyg á milli okkar, hefur það ekki tekist. Ég sé eftir Karli Steinari, en honum verður ekki al- veg sleppt og ég vona að þetta sé nú bara tímabundið," sagði Guð- mundur ennfremur. „Hins vegar er ég ánægður með að fá Karvel í þetta embætti. Við höfum átt góð persónuleg kynni og gengið vel að vinna saman. Ég tel þetta sæti sé nokkuð vel skipað og vona að samstarfíð verði jafn náið og gott og milli okkar Karl Stein- ars,“ sagði Guðmundur J. Guð- mundsson. landsmótshaldi. Vann mótanefnd þingsins úr nefndarálitinu nokkrar tillögur sem allar vora samþykktar. Þá var það skoðun þingsins að kjm- bótasýningar eigi ekki heima á heimameistaramótum íslenskra hesta og að íslendingar taki ekki þátt í slíkum sýningum þótt fram- hald verði á þeim. Brynjólfur Sandholt flutti erindi um veðreiðar og í framhaldi af því bar hann fram tillögu þess efnis að stjóm LH kann- aði möguleika á að endurvelq'a veðreiðar með það að markmiði vekja athygli á kappreiðum og einn- ig til að skapa tekjumöguleika fyrir starfsemi tengda hestamennsku í landinu. Var þessi tillaga samþykt samhljóða. Síðast á dagskrá þingsins voru kosningar og áttu út að ganga Skúli Kristjónsson varaformaður, Kári Amórsson ritari og Gunnar B. Gunnarsson gjaldkeri, og vora þeir allir endurkjömir. kVWI Paraline ál og stál panell. Margar gerðir. Uppsett sýn- ishorn í sýningasal okkar. Loftklæðningar frá okkur, prýða nú 19 verslanir í Kringl- unni. ÍSLEMZKA VERZLUNARFELAGIÐ HF UMBOÐS- & HEILDVERZLUN Bíldshöfða 16, simi 687550.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.