Morgunblaðið - 03.11.1987, Page 16

Morgunblaðið - 03.11.1987, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1987 Asger Jorn Myndlist Valtýr Pétursson Hver stórviðburðurinn eftir ann- an á myndiistarsviðinu hefur átt sér stað í Norræna húsinu á þessu ári. Fyrst af öllu má nefna Munch sýninguna, og nú er komið að ann- arri stórsýningu, sýningu á grafík- verkum eftir Asger Jom. Það ætti ekki að þurfa að kynna þennan danska listamann fyrir því fólki, sem eitthvað hefur fylgzt með framvindu myndlistar á þessari öld. Asger Jom er tvímælalaust sá listamaður norrænn, sem unnið hefur sér hvað mestan frama á alþjóðavettvangi og nýtur þar mik- illar viðurkenningar ásamt myndhöggvaranum Robert Jacob- sen og málaranum Richard Mortensen. En það fer ekki milli mála, að af þessum danska þriggja blaða smára er Jom sá þekktasti, og ekki hefur hróður hans minnkað við fráfall hans árið 1973. Það er mikill viðburður að fá þessa sýn- ingu hingað til lands, og hafí þeir mínar beztu þakkir, sem gert hafa hana mögulega. Tekizt hefur að fá 47 grafísk blöð að láni á þessa sýningu. Hér er um að ræða steinprent í lit og eina tréristu, einnig í lit. Eigendur em aðeins tveir: Danskur útgef- andi að nafni Bjöm Rosengreen og Halldór Laxness, en úr hans eigu em sjö steinprent við Söguna af brauðinu dýra, en þeir Jom og Laxness gáfu út 30 eintök árituð árið 1972 og 165 eintök óárituð af því verki. Jom var einn af þeim, sem stóðu að hinum fræga Cobra-hóp, er átti upphafíð að miklu umróti í evr- ópskri list á sínum tíma og því gamall baráttufélagi Svavars okk- ar Guðnasonar. Má fullyrða, að fáar hræringar í myndlist í Norð- ur-Evrópu hafí haft jafn mikil áhrif og Cobra-hópurinn eftir síðustu heimsstyijöld, og er það bæði löng og merkileg saga, sem ekki verður rakin hér. Jom var prímus mótor Taylor ísvélar ^fyrirliggjandi >. Hagstætt verð. Góð kjör. Eiríkur Ketilsson Heildverslun, Vatnsstíg 3. Símar: 23472, 25234, 19155. BW 200 uppþvottavélin náði ekki bara prófinu... hún „DÚXAÐI” ! Á kröfuharðasta neytcndamarkaðinum, fékk hún eftirfarandi ummxli frá Svenska Konsumentverket: * Hæsta einkunn (5) fyrir uppþvott og þurrkun * Hæsta einkunn (5) fyrir að vera hljóðlát * Hæsta einkunn (5) fyrir sparneytni * Við bætum svo við ótrúlegu verðtilboði 34.557,= Láttu ekki uppþvottinn angra þig lengur- „KÝLDU” Á ELECTROLUX ! i —r 1 IkRINGLUNNI SÍMI 685440 ins fannst mér eins og ég væri aftur staddur í sömu litadýrð og forðum. Þetta er svo merkileg sýn- ing, að orð nægja ekki til að tjá hrifningu mína. Því segi ég við lesendur: Farið og sjáið með eigin augum fyrsta flokks grafík, upplif- ið á ykkar vísu grafík, sem unnin er af miklu innsæi og þekkingu, en óttast þó hvergi tilraunir og er iðandi af lífí. Litameðferðin getur vart verið betri og fjölbreytni eftir því. Við skulum muna, að líf As- gers Jom var ekki eilífur dans á rósum. Hann átti við mikið and- streymi að etja og var nær öreigi um tíma. Hann þótti óskiljanlegur framúrstefnumaður og fór óvenju- legar leiðir í myndsköpun sinni, en svo fór um síðir, að heimurinn fór að meta verk hans og hann komst í álnir. Þá gerðist hann mikill Mesenas, og er Listasafnið í Silki- borg sýnilegur vottur þess. Hér er mikill viðburður á ferð, og nú verður hver og einn að nota sér tækifærið. Það hefur kostað mikla vinnu og mikið fé að koma þessari sýningu í hús, og vonandi mætir þessi snilldar sýning ekki tómlæti hjá landsmönnum. Ein fallegasta sýning, sem ég hef séð. í þeirri hreyfíngu og kom mikið við sögu. Það gerði einnig arkitekt- inn R. Dahlmann Olsen, sem var ritstjóri málgagns þeirra Cobra- manna Helhesten, og hefur verið driffjöðrin í að koma þessari merki- legu sýningu hingað í Norræna húsið. Sýningin, sem nú gefst tækifæri til að kynnast, er ein sú allra falleg- asta, sem ég hef séð frá hendi Joms. Og hef ég þó mikið séð eft- ir hann, bæði málverk og grafík. Ég man, hvað sýning á verkum Asgers Jom hafði mikil áhrif á mig fyrir einum þijátíu árum, og eftir öll þessi ár sé ég í anda þau litríku verk, sem heilluðu mig þá og gera enn. Og þegar ég stóð á miðju gólfí í sölutn Norræna húss- Skagfirska söngsveitin SÖNGURINN GÖFG- AR OG GLÆÐIR Hljömplfttur Egill Friðleifsson Fyrir nokkru kom út hljómplata sem ber titilinn „Söngurinn göfgar og glæðir" og hefur að geyma söng Skagfírsku söngsveitarinnar. A plötunni eru 15 lög og eru þau öll innlend utan tvö. Skagfírska söngsveitin hefur nú starfað í 17 ár, eða frá árinu 1970 þegar nokkrir söngelskir félagar úr Skagfírðingafélaginu stoftiuðu þennan blandaða kór. Það var Snæ- björg Snæbjamardóttir sem leiddi kórinn lengstum og með dugnaði sínum tókst að drífa upp allgóðán kór sem eftir var tekið. Kórinn hef- ur haldið fjölda tónleika á liðnum árum, farið í tónleikaferðir innan- lands og utan og gefið út hljómplöt- ur. A þessu má ráða að starfíð hefur verið líflegt. Núverandi stjómandi er Björgvin Þ. Valdi- marsson sem auk þess semur og útsetur töluvert fyrir kórinn eins og plata þessi ber vott um. Sem fyrr segir eru 15 lög á plöt- unni. Þau íjögur fyrstu eru eftir söngstjórann Björgvin Þ. Valdi- marsson við ljóð Þorsteins Valdi- marssonar, Þuríðar Kristjánsdóttur og Davíðs Stefánssonar. Lögin eru laglega gerð og liggja vel fyrir kóm- um, þó tæpast geti þau talist frumleg eða framsækin. Á hlið A er einnig að finna „Maístjömu" Jóns Ásgeirssonar, „Smávinir fagr- ir“ eftir Jón Nordal og hið ró- mantíska „Poem“ eftir Fibic. Á hlið B eru lög eftir Pétur Sigurðsson, Eyþór Stefánsson, Jón Bjömsson, Friðrik Jónsson, Sigvalda Kalda- lóns, Sigurð R. Jónsson og John Speight. 5 einsöngvarar koma við sögu. Mesta athygli vekur sérlega góð frammistaða Guðbjöms Guð- bjömssonar. Hann hefur mjög fallega tenórrödd og hefur, þrátt fyrir ungan aldur, náð umtalsverð- um þroska í sönglistinni og má mikils af honum vænta. Kristinn Sigmundsson stendur að vonum vel fyrir sínu með þróttmiklum og karl- mannlegum söng. Sömuleiðis gera þau Óskar Pétursson, Halla S. Jóns- dóttir og Soffía Halldórsdóttir hlutverkum sínum góð skil, svo og undirleikarinn Ólafur Vignir Al- bertsson. Söngur Skagfírsku söngsveitar- innar er hreinn og hressilegur á þessari plötu og tekst sijómandan- um, Björgvini Þ. Valdimarssyni, oft að ná þó nokkurri reisn í flutningi en mætti gjaman slá á hina mild- ari strengi og með því ná meiri breidd í túlkun. Upptöku annaðist Halldór Víkingsson og virðist öll tæknivinna vel af hendi leyst, raunar óvenjuleg, en skurður og pressun fór fram hjá Teldec í Hamborg. Mynd á umslagi er eftir Jónas Guðvarðarson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.