Morgunblaðið - 03.11.1987, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 03.11.1987, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1987 43 STI& 1 2 3 H 5 (o 7 8 9 10 u 12 VINhl. RÓÐ •/ L. L TUBOJEVIC CTogésl) 2CTS 1 A /i '/z 7z 7z i 7z i i i i 8 2 X TIMMfíN (No/lancfi') Z(,30 ’/l É o i i 7z i i Zz Zz 7z i 7/z 3 A. £>ELJfíVSKy(£ovHr) 2030 /l i Y/7< 0 i 7z 7z i 0 7z i i T H V. KOKOHNOl (Svis) 2(30 /i O i VY// O, 7l 7i O /z i i i (o 5 P. NIKOL/C (TPffós/av/u) 2 (20 Zl 0 0 i /// 7z i i /z 7i O i (o (o P. POPOVICLJJfjés/Mu) 2S(0 Zz /l tz 'h /i y// V/Y/ i o 7z Zz i /z (o 7 JÓNflNN NJflpTfíKSON 2S50 O o A 7z 0 0 y/A Y/// i i /z 7z i 5 g N. CN0P7(T*g/arN;) 2(20 A 0 O i 0 i 0 /// i /z i 0 5 9 O. TVfíNOVIC (JUgósl) 2S3S O 7z i /4 7z 7í 0 0 w /z 7z 1 S 10 V. Sfí LOV(Sovéir) 257S 0 lz % O 7z 7z 7z 7z /z //// m O i H/z H 5, GrLI&ORICCJjgJl) 2S2S O /z O O i 0 7z O Zz i WA Y/N 1 HZi 12 S. pflfíPTfíNOVIC CJJj) 2SOS 0 0 0 0 O 7l O i 0 O 0 m Vk Heimasigur í Belgrad Skák Margeir Pétursson Júgóslavneski stórmeistarinn, Ljubomir Ljubojevic, vann Jó- hann Hjartarson i siðustu umferð Invest-bankaskákmótsins sem lauk á laugardaginn. Þar með tryggði Ljubojevic sér sigur á mótinu, hann hlaut 8 vinninga af 11 mögulegum. Jan Timman varð annar með 7‘/2 v. og Alex- ander Beljavsky þriðji með 7 v. Jóhann Hjartarson var efstur þegar mótið var hálfnað, en seinni hluta þess var hann sem heillum horfinn og hlaut aðeins hálfan vinning úr siðustu fimm skákunum. Hann endaði í 7-9. sæti ásamt Short og Ivanovic með fimm vinninga. Sá árangur nægði Jóhanni til að halda stig- um sínum. Það var mikil spenna í loftinu þegar síðasta umferðin var tefld, því fyrir hana voru þeir Ljubojevic og Timman jafnir og efstir. Jóhann bauð Júgóslavanum jafntefli snemma skákarinnar, en hann hafnaði. í miðtaflinu varð Ljubojevic síðan nokkuð uggandi um sinn hag og bauð því jafntefli, en nú hafnaði Jóhann. En strax eftir það urðu honum á mistök og með glæsilegri taflmennsku tókst Ljubojevic að ná frumkvæðinu og sigra, þrátt fyrir að hann væri í miklu tímahraki. Popovic veitti landa sínum á meðan dygga aðstoð með því að halda jafntefli við Timman. Önnur úrslit í síðustu umferðinni urðu þau að Nikolic vann Korchnoi og Marj- anovic vann sinn fyrsta og eina sigur á mótinu gegn Short. Jafn- tefli gerðu Beljavsky og Salov, Gligoric og Ivanovic. Hér heima eru vafalaust margir sorgmæddir yfír niðurstöðunni hjá Jóhanni, en því má ekki gleyma að hann var fyrst og fremst að afla sér reynslu fyrir væntanlegt áskor- endaeinvígi við Viktor Korchnoi. Þá tók Jóhann sér frí frá skákinni eftir millisvæðamótið í Szirak og var því ekki sérlega bjartsýnn fyrir þetta geysisterka mót í Belgrad. Jóhann getur dregið mikinn lærdóm af þessu móti, mun meiri en ef hann hefði reynt að ljúka mótinu með baráttulausum jafnteflum. Auk Jóhanns voru tveir aðrir ungir skákmenn á mótinu, sem einnig voru að afla sér reynslu fyr- ir áskorendakeppnina. Jóhann stóðst fyllilega samanburðinn við þá Short og Salov og gott betur, því þeir komu aldrei nálægt topp- baráttunni á mótinu. Það kom á daginn á þessu móti að sumir íslenskir fjölmiðlamenn hafa ekki ennþá lært að það á ekki að hrósa sigri fyrr en að leik lokn- um. Að ætlast til viðtala og þátttöku í sjónvarpsþáttum þegar keppni stendur sem hæst hlýtur að flokk- ast undir skort á almennri tillits- semi. Það er líklega orðinn einn þáttur þess að vera góður skákmað- ur að kunna að bíta af sér frétta- hauka í miðrju móti. Má væntanlega fara að meta þann hæfíleika til svo sem 10 Elo-stiga. Að sögn Leifs Jósteinssonar, sem aðstoðaði Jóhann á mótinu, var mikil stórmótsstemmning í hinni gríðarlega stóru Sava-ráðstefnum- iðstöð þar sem mótið fór fram. Þúsundir áhorfenda sóttu mótið, enda skákáhugi á fáum stöðum jafnmikill og í Júgóslavíu. Sjón- varpið á staðnum sinnti mótinu mjög vel og klykkti út með klukku- stundarlöngum þætti á laugardags- kvöldið. Um einstök úrslit vísast til með- fylgjandi töflu, en við skulum nú líta á skákir Jóhanns í tveimur síðustu umferðunum: Hvitt: Jan Timman Svart: Jóhann Hjartarson Kóngsindversk vörn 1. d4 - Rf6 2. c4 - g€ 3. Rc3 - Bg7 4. e4 - d6 5. f3 Saemisch afbrigðið, sem er uppá- haldsvopn Timmans gegn Kóngs- indverskri vöm. 5. - 0-0 6. Be3 - a6 7. Bd3 - Rbd7 8. Rge2 — c5 9. 0-0 — cxd4 10. Rxd4 - e6 11. Dd2 - d5 Hugmynd Jóhanns hefur ekki áður sést í þessu samhengi, en hún er þó þekkt í Saemisch-afbrigðinu, eftir 6. - Rbd7 7. Bd3 - c5 8. Rge2 — cxd4 9. Rxd4 — e6 10. 0-0 d5. Þótt Jóhann hafí eytt tíma í að leika a7-a6 virðist það ekki skipta veruleg a máli. 12. exd5 - exd5 13. Hadl Það þýðir ekkert fyrir hvít að reyna að vinna peð, því eftir 13. cxd5 — Rb6 er staðan í fullkom nu jafnvægi. Timman verður því að sætta sig við uppskipti á öllum miðborðspeðunum. 1 3. - dxc4 14. Bxc4 - Dc7 15. Bb3 - Rc5 16. Bc2 - Re6 17. Bb3 - Rc5 18. Bc2 - Re6 19. Rb3!? * Eftir talsvert þóf ákveður Timm- an að tefla til vinnings, þótt hann hafi hér haft mun lakari tíma og staðan ekki sérlega spennandi. Nú hefði Jóhann liklega átt að leika 19. - Hd8 20. Df2 - Hxdl 21. Hxdl — b5 og er þá mjög ná- lægt því að hafa jafnað taflið. í stað þess gefur hann kost á drottn- ingauppskiptum sem færa hvíti töluverða pressu. 19. - b5? 20. Dd6! - Dxd6 21. Hxd6 - He8 22. Hfdl - Bf8 23. H6d2 - Hb8 24. Ra5 - b4 25. Ra4 - Hb5 26. Rc4 - Rc7 27. Bf2 - Rcd5? Þegar hér var komið sögu var Jóhann orðinn mjög tímanaumur og eftir þennan slæma leik verður taflinu ekki bjargað. Með 27. — Hd5! hefði hann hins vegar slegið tvær flugur í einu höggi, létt á stöðu sinni og jafnffamt afstýrt hættunni sem felst í því að láta báða hrókana standa á biskups-línunni a4-e8. Þannig hefði Jóhann haldið ein- hvetjum möguleikum á að ná jafntefli. 28. Rab6 - Rxb6 29. Rxb6 - Ha5 30. Rc4! - Hh5 31. Ba4 Vegna slæmra staðsetninga svörtu hrókanna vinnur hvítur skiptamun fyrir ekki neitt. 31. - Be6 32. Bxe8 - Bxc4 33. Ba4 - Ha5 34. Bb3 - Bxb3 35. axb3 - Be7 36. Hc2 - Rd5 37. Hcd2 - Rf4 38. Be3 - Re6 39. Hd5 - Ha2 40. Hbl - Bf6 41. Kfl - Hxb2 42. Hxb2 - Bxb2 43. Ke2 — h5 44. Kd3 og svartur gafst upp. Hvitt: Jóhann Hjartarson Svart: Ljubomir Ljubojevic Slavnesk vörn 1. d4 - Rf6 2. c4 - e6 3. Rf3 - d5 4. Rc3 - c6 6. e3 - Rbd7 6. Bd3 - Be7 Hér er miklu oftar leikið 6. — dxc4 7. Bxc4 — b5, en það af- brigði hefur ekki reynst svarti vel upp á síðkastið, svo Júgóslavinn velur rólega og fáséða leið. 7. 0-0 — 0-0 8. e4 — dxe4 9. Rxe4 - b6 10. b3 - c5 11. Bb2 - Bb7 12. De2 — cxd4 13. Rxd4 — Rc5 14. Rxc5 — Bxc5 15. Rf3 — Dc7 16. Re5 - Had8 17. Hadl - Hd6 18. Rg4 — Rxg4 19. Dxg4 — f6 20. Bc2 - De7 21. Hxd6 - Bxd6 Hér bauð Ljubojevic jafntefli sem Jóhann hafnaði, en nú tekur hann fljótlega skakkan pól í hæðina. Næsti leikur hans virðist t.d. ekki þjóna miklum tilgangi, eðlilegra var 22. Hdl, eða strax 22. h4!? *“ 22. Hel?! - e5 23. h4 - Hd8 24. h5 - Bb4 25. He2? Hér hefði staðan verið u.þ.b. í jafnvægi eftir 25. Hdl. Nú nær svartur frumkvæðinu. 25. - Dd7! 26. Bf5 - Ddl+ 27. Kh2 - Bd2! Þessi óþægilegi leikur kom Jó- hanni í opna skjöldu. Svartur hótar nú óþyrmilega 28. — Bf4+ sem vinnur samstundis. 28. Be6+ - Kh8 29. Bd5 - Bf4+ 30. g3 - f5! 31. Dh4 Kasparov náði naumlega jafntefli Það munaði ekki miklu að Gary Kasparov, heimsmeistari, tapaði sjöundu skákinni, þegar biðstaðan var tefld áfram á laug- ardaginn var. Hann lenti í mjög óvirkri vörn í endatafli, en Karpov tókst ekki að finna vinn- inginn. Eftir mikið kapphlaup, þar sem báðum tókst að vekja upp drottningu, endaði skákin með jafntefli. Biðskákin tók §órar klukku- stundir og var æsispennandi á að horfa, því Karpov tefldi stíft til vinnings og Kasparov varð að taka margar erfíðar ákvarðanir. Fyrir bið hafði hann þráast við að skipta upp á drottningum, en fljótlega eft- ir bið varð hann að sætta sig við það. Karpov virtist tefla endataflið mjög vel og á góðri leið með að innbyrða vinninginn, en í kringum 70. leik sögðu aðstoðarmenn Kasp- arovs að hann væri enn í rannsókn- um þeirra nóttina áður og niðurstaðan hefði orðið sú að staðan væri jafntefli. Fréttamaður Reuters fréttastofunnar bar þetta undir Raymond Keene, enska stórmeist- arann og skákbókahöfundinn, sem vildi meina að svarta staðan hefði hangið á bláþræði allan tímann. Keene sagðist eins geta trúað því að Kasparov gæti gengið á vatni og því að hann hefði séð svona langt í biðstöðurannsóknum sínum. Við skulum nú líta á ganginn í þessari merkilegu biðskák. Fyrri hluti skákarinnar birtist í hér í Morgunblaðinu sl. laugardag. Svart: Gary Kasparov • bcdcfgh Hvítt: Anatoly Karpov 42. Dh5+ - Kg7 43. Hf4 Karpov beitir þeirri leikaðferð sem stungið var upp á hér í Morgun- blaðinu á laugardaginn. Svarleikur Kasparovs er þvingaður, því hann verður að hafa auga með h6-reitn- um. 43. - Dd2 44. Hg4+ - Kf8 45. Df5 - Dcl+ 46. Kh2 - Dc7+ 47. Df4 Fyrir bið þráaðist Kasparov við að skipta upp á drottningum, en nú kemst hann ekki hjá því lengur. 47. - Dxf4+ 48. Hxf4 - Ke8 49. Kgl - a6 50. Kf2 - Kd7 51. Ke2 - Kd6 51. — b5? gekk ekki vegna 52. a5 - Bc3 53. Hxh4 - Bxa5 54. Hh6 og hvítur vinnur peð og hefur jafnframt tekist að mjmda sér frípeð. 52. Kd3 - Kc5 53. Hc4+ - Kd5 54. Hc7! - a5 Hjá þessu varð ekki komist, hvítur ætlaði hvort eð var að leika 55. Ha7. Nú á svartur ekki lengur möguleikann b6-b5 og staða hans er því orðin alveg óvirk. 55. Hc4 - e5 56. Hg4 - Be7 57. Hg7! - e4+ 58. Ke3 - Bc5+ 59. Ke2 - Bd4 60. Hg5+ - Kc4 Þegar hér var komið sögu í skák- inni var áhangendum Kasparovs ekki farið að lítast á blikuna. Það er ljóst að svartur hlýtur að missa a.m.k. eitt peð og mótspil hans á drottningarvæng virðist ek\d líklegt til árangurs. En nú upphefst mikið þóf, Karpov vill ekki taka strax af skaríð, og eyðir miklum tíma í að velta fyrir sér ýmsum möguleikum. 61. Hf5!? - Kc3! Eini leikurinn í stöðunni. 61. — Kb4? væri mjög slæmt vegna 62. Hf4 og hvítur vinnur tfma, miðað við það hvemig skákin teflist. 62. Hh5 - Kc4 63. Hf5 - Kc3 64. Hg5 - Kc4 65. Hh5 - Bf6 66. Hb5 - Bd4 67. Hh5 - Bf6 68. Hh6 - Bd4 69. Hxh4 Hvftur hefði getað stytt sér leið til að fá upp þessa stöðu með því að leika strax 61. Hh5 — Bf6 62. Hh6 — Bd4 63. Hxh4, en vildi gefa Kasparov færi á að leika af sér. 69. - b5 70. axb5 - a4 71. Hxe4 - a3 72. b6 - a3 73. Hxd4+ - Kxd4 74. b7 - al=D 75. b8=D Það hefur orðið gjörbreyting á landslagi stöðunnar og skyndilega er komið upp drottningarendatafl þar sem hvítur hefur peði meira. Almennt eru slík endatöfl með drottningu og peði gegn drottningu unnin, t.d. tókst mér að svíða eitt slfkt af sovézka stórmeistaranum Juri Razuvajev á móti í Moskvu í sumar. En þá var frípeðið komið lengra og Razuvajev kom ekki kóngi sínum f veg fyrir það. Vöm Kasparovs í þessu endatafli byggist einmitt á því. 75. - Da6+ 76. Kf2 - Df6+ 77. Kgl - Ke4! 78. Db4+ Engu betra var 78. Dbl+, því svartur þolir drottningakaup: 78. — Kf4! 79. Dfl+ - Kg5 80. Dxf6+ - Kxf6 81. Kf2 Kg6! og hvftur getur ekki náð hinu svonefnda fjarlæga andspæni. 78. - Kf5 79. Del - Dd4+ og hér bauð Karpov jaftitefli, sem heimsmeistarinn að sjálfsögðu þáði. Nú ákveður Ljubojevic að fóma hrók og gífurlegar flæki’ir fylgja L kjölfarið. Það er hins vegar stór spuming hvort hið rólega framhald 31. — Hd7! hefði ekki nægt til nokk- uð ömggs vinnings. 31. - Bxg3+!? 32. Kxg3 - Hxd5 33. cxd5 - Dxd5 34. Db4! Þvingað, því ekki gekk 34. Dc4 - Df3+ 35. Kh4 - Bd5! 36. Dc8+ — Bg8 o.s.frv . 34. - Df3+ 35. Kh4 - h6 36. He3?? , Hér var þvingað að leika 36. Bxe5. Framhaldið hefði þá væntan- lega orðið 36. — Dhl+ 37. Kg3 — Dg2+ 38. Kh4 - Dg5+ 39. Kh3 - Dxh5+ 40. Dh4! - Df3+ 41. Dg3 — Dhl+ 42. Dh2 og það er ekkv að sjá að svartur eigi meira en jafn- tefli. 36. - Dxf2+ 37. Hg3 - Dh2+ 38. Hh3 - Df2+ 39. Hg3 - Kh7!! 40. Kh3 - Dfl+ 41. Kh4 - Dhl+ 42. Hh3 - Dgl 43. Hg3 - Dh2+ 44. Hh3 - Dxb2 45. Dc8 - Df2+ og hvítur gafst upp.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.