Morgunblaðið - 03.11.1987, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 03.11.1987, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1987 45 ar hafa vakið athygli á að fag- kennslan í Háskóla Islands miðist lítið við væntanlega kennslu í fram- haldsskólum. f skýrslunni er þess getið að nem- endum framhaldsskóla hafi fjölgað gífurlega síðastliðin 10 til 15 ár og hlutfallslega ljúki miklu fleiri stúd- entsprófi en áður. Þetta hafi meðal annars leitt til þess að nokkuð hafi verið slakað á kröfum, og að stúd- entsprófið sé ekki sá „gæðastimpill" sem það var áður. Þá er bent á að vinna nemenda með skólanámi sé orðin mjög almenn og hafi leitt til minni ástundunar og minni metnað- ar í námi og þar af leiðandi lélegri árangurs. Úrbætur f lok skýrslu sinnar setur Baldur Hafstað fram tillögur um úrbætur. Þær eru í stuttu máli þessar Samvinna milli skólastiga grunn- og framhaldsskóla er ekki sem skyldi og þyrfti að auka hana til muna. Þeir sem vinna að námskrárgerð þurfa að stilla strengina saman og reyna að setja fram skýra stefiiu og markmið með íslenskukennslu. Höf- undar námsefnis beggja skólastiga þurfa að huga náið að samræmingu, þannig að augljóst sé að framhalds- skóli taki beint við af grunnskóla. Þá er þörf á nánara samstarfi fram- haldsskólanna við Fóstruskólann, Kennaraháskólann og Háskóla ís- lands og æskilegt er að samstarfs- nefnd manna af öllum skólastigum verði sett á laggir sem lagt gæti á ráðin um hvar helst sé þörf á að bæta móðurmálskennsluna. Brýnt er að auka íslenskukennslu bæði í grunn- og framhaldsskólum, helst um einn tíma að meðaltali á viku. Þá er nauðsynlegt að tryggja seinfærari nemendum hlutfallslega fleiri tíma en öðrum á samsvarandi námsefni. Grunnskólapróf í íslensku í núver- andi mynd er dragbítur á eðlilegri þróun íslenskukennslu. Slcjótlega verði hafist handa um að endurskoða prófafyrirkomulag við lok grunn- skóla. Fomám í íslensku þarf að standa til boða í öllum framhaldsskólum. Enda þótt íslenskukennarar hafí þann fræðilega grunn, sem krafist er, þarf að gefa þeim kost á því reglulega að sækja námskeið í ákveðnum þáttum sem kennslunni tengjast. Átt er m.a. við framsögn, ritleikni, meðhöndlun einfærari nem- enda, almennri málnotkun og tengsl málfræði við aðra þætti móðurmáls- kennslu. - Þá ber að stuðla að því að kennarar, aðrir en íslenskukenn- arar, fái nokkra þjálfun í atriðum sem tengjast móðurmálinu, til dæm- is stafsetningu. Eindregið er lagt til að námskeið verði skipulögð í sam- vinnu við grunnskólakennara þar sem það á við, og gæti Kennarahá- skólinn komið þar við sögu. Endur- skipulegga þarf nám í kennslufræð- um við Háskóla íslands og tengja það kennslu viðkomandi greina. Með tilliti til þeirra breytinga sem nú eru að verða f íslenskukennslu við framhaldsskóla þarf að takmarka hópastærð í kennslustofum. Stund- um gæti og reynst nauðsynlegt að eiga kost á að skipta stærri hópum í tvennt. Kennarar fagna frumkvæði ráðu- neytis um kennslueftirlit og vænta einhvers framhalds þar á. Til greina kæmi að einhvers konar kennslu- ráðgjafi starfaði hluta ársins og annaðist ýmsa upplýsingaþjónustu. Hann hefði undir höndum gagna- banka (kennsluáætlanir, próf, kennslubókalista og fleira), enda væri deildarstjórum gert að sjá hon- um fyrir þessum upplýsingum. Slíkur ráðgjafi gæti sent út í skólana viðmiðunarpróf í ákveðnum þáttum eða samræmt próf í einhveiju formi. íslenskukennarar fagna því að ráðuneyti láti nú kanna vinnuálag kennara f einstökum greinum. Vænta þeir þess að vinnuskylda íslenskukennara verði minnkuð. Þetta er eitt frumskilyrði þess að gera megi raunhæfar kröfur til fyrir- myndaríslenskukennslu í framhalds- skólum. Skortur er á heppilegu og vönd- uðu námsefni í ýmsum greinum íslenskunnar. Námsefnishöfundum virðist einkum hafa láðst að taka mið af breyttum tímum og auknum fjölda miðlungsnemenda í fram- haldsskólum. Gera þarf kennurum kleift að sinna námsefnisgerð í aukn- um mæli, meðal annars með því að veita þeim til þess kennsluafslátt. Kennsluleiðbeiningar þurfa að fylgja námsbókum og gagnlegt gæti reynst að kynna nýjar námsbækur með stuttum námskeiðum. Ef vænta á betra ástands islenskumála við upphaf framhalds- skólanáms þarf m.a. að styrkja og auka fslenskukennslu f hinu almenna kennaranámi við Kennaraháskóla íslands. Stórbæta þarf bókasöfn í mörgum framhaldsskólum, segir að lokum í skýrslu Baldurs Hafstað. Þess má geta, að í greinargerð sem menntamálaráðuneytið sendi frá sér vegna þessa máls, kemur meðal annars fram að ráðuneytið hafi þegar beint þeim tilmælum til Háskóla íslands að hann taki til umfjöllunar þann þátt í skýrslunum sem snýr að menntun kennara og leitað verði leiða til úrbóta. Þá segir að ráðuneytinu sé einnig ljóst að efla þurfi endurmenntun kennara verulega, bæði með sumamámskeið- um og námskeiðum að vetri til sem kennarar geti sótt samhliða kennslu. Ráðuneytið muni stuðla að eflingu samstarfs milli kennara og leggja aukna áherslu á miðlun upplýsinga um námsefni, námskrá og fleira. í greinargerð ráðuneytisins segir enn- fremur að unnið sé að því að breyta tilhögun samræmdra prófa í 9. bekk grunnskóla og kannað verði hvemig hugsanlega megi endurskipuleggja kennslu f fslensku á báðum skóla- stigum. 60 ára afmælishátíð félagsins verður haldin í Víkingasal Hótel Loftleiða föstudaginn 13. ncv. 1987. Miðar eru seldir hjá Helga úrsmið á Skólavörðustíg. Aðrar upplýsingar gefnar í símum 612343 og 33781. ERFÐIR-ERFÐASKRÁR -ÓSKIPT BÚ-BÚSKIPTI Upplysinqabæklinqar oq ráðqiöf á skrifstofu okkar. Ingólfur Hjartarson • Ásgeir Thoroddsen William Thomas Möller • Kristján Ólafsson Lára Hansdóttir • Ingibjörg Bjarnadóttir Lögfræðiþjónustan hf Verkfræöingahúsinu, Engjateigi 9 105 Reykjavík, sími (91 )-689940 5 MISMUNANDI GERÐIR • Súkkuladisósa • Bláberjasósa • Hindberjasósa • Jaröaberjasósa • Kirsuberjasósa Hcildsölubirgöir: Hcilds ölubirgöir: ■ Þ.Marelsson Hjallavcgi 27, 104 Rcykjavik S* 91-37390 - 985-20676 ZI NflS VÖKUU FVRIR VANDLATA \\iOA% 'K.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.