Morgunblaðið - 03.11.1987, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 03.11.1987, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1987 Unnið við pökkun á síldinni. Morgunbladið/Ágúst Blöndal Neskaupstaður: Fryst af fullum krafti Neskaupstað. SÍLDARFRYSTING er hafin af fuUum krafti í frystihúsi Síldar- vinnslunnar og er unnið á vöktum allan sólarhringinn. Jafnhliða er venjulegri fisk- vinnslu haldið áfram. Einnig er hafín söltun á síldar- flökum. Gert er ráð fyrir að Japanir kaupi um 6.000 tonn af frystri síld á þessari vertíð og má því búast við að mun meira verði fryst hér en síðasta haust. Þá keyptu Japan- ir á milli 1.200 og 1.300 tonn og var um helmingur af því magni frystur hér. - Ágúst 19. júní frum- sýnt í Sindrabæ Höfn, Hornafirði. LEIKFÉLAG Horaafjarðar frum- sýnir 19. júní í Sindrabæ miðviku- daginn 4. nóvember næstkom- andi. 19. júní er verk systranna Kristín- ar og Iðunnar Steinsdætra og er skrifað fyrir útvarp. Sýningin er þó lítið breytt frá flutningi í útvarpinu, aðeins hefur verið bætt inn sjö söngvum. Söngtextar eru þeirra systra, en Jóhann Móravek, skóla- stjóri tónskólans á Höfn, hefur samið lögin. Leikendur eru tíu og aðalhlutverk- ið er i höndum Elísu Jónsdóttur. Leikritið fjallar í léttum dúr um bar- áttu kvenna við að losna úr viðjum gamalla hefða. Leikstjóri og höfundur sviðsmynd- ar er Oktavía Stefánsdóttir. Hún hefur sett upp nítján sýningar, þar af níu í Danmörku. Oktavía dvaldi í Danmörku eftir að hún útskrifaðist úr Leiklistarskóla Þjóðleikhússins, en kom heim 1983. Oktavia starfar á vegum Bandalags íslenskra leik- félaga vítt og breytt um landið. Þetta er fertugasta sýning Leik- félags Homaifyarðar, en á þessu leikári eru tuttugu og fímm ár liðin frá stofnun þess. Leikendur eru á ýmsum aldri, ungir og aldnir. Elsta kempan er Gísli Arason, en í ár eru liðin sextíu ár frá því hann sté fyrst á svið. Verkið tekur tvær stundir í flutn- ingi. - JGG Morgunaðið/Jón G. Gunnarsson Úr 19. júní, verki sem frumsýnt verður nk. miðvikudag á Höfn. Kaupmannahöfn: Tólf skólasystur sýna textíl- verk hjá Lyngby Kunstforening Skólasysturnar sem mættar voru við opnun sýningarinnar. Þær standa við verk Margrethe Mörke- berg; „Fjöll“. Erik Andreasen og frú. Margrethe Mörkeberg í miðjunni. Verk Herdísar Tómasdóttur til vinstri og Ólafar Einarsdóttur til hægri. Jónshúsi, Kaupmannahöfn. NÝLEGA var opnuð sýning á textilverkum 12 skólasystra úr Myndlista- og handfðaskóla ís- lands hjá Lyngby Kunstforen- ing, Lyngby Hovedgade 26A. Eru þær aUar útskrifaðar 1985. Nefnist sýningin Nordsus, Þytur úr norðri, og mun standa út októbermánuð. Við opnun sýningarinnar talaði Erik Andreasen, formaður Listafé- lags Lyngby, og kvað hann Dani hugsa um stórbrotið landslag .er þeir heyrðu fsland nefnt. Hann rakti aðdraganda sýningarinnar, en ein skólasystranna er dönsk, Mar- grethe Mörkeberg. Hún tók með sér hinar listakonumar og þakkaði formaðurinn, að þær vildu og gátu komið. Halldóra Thoroddsen flutti þakkarávarp fyrir hönd þeirra 12. Þær hafa notið einlægrar gestrisni félagsmanna og annarra og eru þakklátar og stoltar af að fá að sýna hjá svo góðu fólki. Nefndi Halldóra sérstaklega Erik Andrea- sen formann, Henrik Jensen, svo og Margrethe og fjölskyldu henn- ar, sem þær dvöldu allar hjá, en 9 voni mættar með verk sín. í sýningarskrá, sem Lyngby Kunstforening lét gera, eru skóla- systumar taldar upp í þessari röð, hin elzta fædd 1943, en sú yngsta 1961. Hafa þær margar eigið verk- stæði heima nú. Herdís Tómasdóttir á 2 verk, annað heitir Land, hitt er án titils og eru þau unnin úr ull og hör með koparþræði og hrosshári. Herdís tók þátt í sýningu á Bol- virki 1984 og í Listahátíð kvenna 1985. Halldóra Thoroddsen sýnir mynd, sem hún nefnir parís (leikur bama) og nafnlaust verk úr bóm- ull með ísaumi, málun og applíker- ingu. Halldóra hefur sýnt í Listasafni Hafnarfjarðar, Gallerí Borg og á samnorrænni sýningu í Reyiq'avík 1986. Sigríður Kristinsdóttir á eitt ull- arveggstykki á sýningunni, sem hún nefnir Kona, en stöllur hennar skrifa „quinde" og dregur það at- hygli að sér í hlýjum rauðum lit. Olöf Einarsdóttir sýnir spjald- vefnað úr hrosshári, létt og fallegt verk. Hún gat ekki komið með í þessa ferð fremur en Sigríður og Helga. Þuríður Dan Jónsdóttir er með tvær þrykkmyndir, báðar án titils. Hún hefur tekið þátt í samsýningu í Bolvirki og á Listahátíð kvenna. Verk Helgu Kristmundsdóttur heitir Nótt og er unnið úr ull og silki. Hún vann hér í Höfn sem postulínsmálari hjá Konunglegu postulínsverksmiðjunum 1978-82. Jóna Sigríður Jónsdóttir sýnir þrykk á segldúk og er mynd af verkinu, sem er án titils, í sýning- arskrá. Guðrún Kolbeins vann sitt verk úr ull, hör og nælon og nefnir það Samspil. Hún hefur eins og fleiri stöllur hennar sýnt í Bolvirki og á Listahátíð kvenna. Ólöf Nordal er yngst listakvenn- anna. Verk hennar úr bómull og hrosshári nefnir hún Equinox (jafndægur). Hún hefur haldið sýn- ingu í Slunkaríki á ísafírði. Mynd af vefnaði Báru Guð- mundsdóttur skreytir einnig sýningarskrána. En hún á tvö mjög eftirtektarverð veggteppi á sýning- unni, er þar á mynd af flatfíski og/eða fugli, en hún nefnir þau aðeins Form. Elísabet Þorsteinsdóttir vinnur úr ull og hör og skreytir með hross- hári. Nefnir hún verk sín Haust og Norðurljós, en hið síðara hefur einnig verið kallað 39° vegna hita- sóttar vefarans, er hún óf það. Margrethe Mörkeberg á tvö verk á þessari sýningu, sem hún raunar gerði að veruleika. Heitir annað þeirra Fjöll og er í bak- grunni á meðfylgjandi mynd af Hstakonunum, en hitt nefnir hún ísland ’87 og eru þau bæði ofin af ull og hör með hrosshársívafi. Heildarsvipur sýningarinnar er góður og einstök verk njóta sín vel. Er um sölusýningu að ræða og hefur eitt verkanna selst. Má telja hrosshárið áberandi þátt í myndunum. Þær skólasystur róma mjög allar móttökur og fyrir- greiðslu, bæði hér og heima, t.d. hjá Flugleiðum, og styrkur fékkst hjá menntamálaráðuneytinu. Lyngby Kunstforening sér þeim fyrir sýningarstað og -skrá að kostnaðarlausu og félagið greiðir einnig undir verkin heim að sýn- ingu lokinni. Eftir hátfðlega athöfn við opnun sýningarinnar bauð Lyngby Kunst- forening listakonum til kvöldveizlu á Sophienholm, en það er gamall herragarður í fögru umhverfí, sem fyrir löngu hefur verið breytt í vin- sælt sýningarhús og veitingastað. Þar barst talið að áframhaldandi sýningum á verkum íslenskra lista- manna á vegum félagsins og hafa forráðamenn þess áhuga á að efna til íslenzkrar samsýningar á Sophi- enholm næsta haust, en þá hefur Lyngby Kunstforening sýningar- salina til umráða októbermánuð. Starf félagsins stendur með mikl- um blóma og eru fleiri hundruð virkir félagar. í húsnæði þess eru sýningar allt árið og félagið skipu- leggur einnig skoðunarferð til útlanda. Margrethe Mörekeberg er eini Daninn í þessum hópi vefjarlista- manna og verður því fyrir að spyija hana, af hveiju hún lauk námi frá Myndlista- og handíða- skóla Íslands með þeim hinum. Margrethe kom til íslands eftir nám í Dansk Haandarbejdssemin- arium og ætlaði að vinna hjá vefara, en af því varð ekki. f stað- inn fór hún í sveit, fyrst að Torfufelli í Eyjafírði. Og svo fór að hún dvaldi tvö og hálft ár á íslandi og líkaði afar vel, bæði við sveitastörfin og í Myndlista- og handíðaskólanum. Þær 12, sem útskrifuðust saman 1985, höfðu þá þegar ákveðið að hittast í Dan- mörku og halda sýningu og nú varð sá draumur að veruleika. Margrethe stundar nú nám við Billedskolen í Kaupmannahöfn, sem áður var staðsettur á Loll- andi. Þar eru 150 nemendur og er kennd teiknun, málun og högg- myndagerð. Margrethe og maður hennar, Morten Högsbro Holm, eru í þann veginn að stofna vefnarðar- verkstæði með eigin hönnun og framleiðslu. — G.L. Ásg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.