Morgunblaðið - 03.11.1987, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.11.1987, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1987 LJtgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 55 kr. eintakiö. Innflutningur verkafólks Viðvarandi atvinnuleysi er vandamál, sem margar þjóðir þjáir. Hér horfa mál öðruvísu við. íslendingar hafa lengi búið við atvinnuöryggi. Þenslan, sem ríkt hefur í þjóðar- búskapnum næstliðin ár, hefur síðan „bætt um betur“ og leitt til vinnuframboðs langt umfram eftirspurn. Skortur á starfsfólki hefur einkum bitnað á framleiðslu- greinum, ekki sízt fískvinnslu. Fólksstreymi frá stijálbýli hefur og aukið á vanda ýmissa físk- vinnsluplássa. Af framangreindum sökum hafa forsjármenn fyrirtækja, einkum í fískvinnslu, horft til innflutnings á erlendu vinnuafli. Það hafa þeir raunar lengi gert. Um árabil hafa fyrirtæki í strjál- býli sótt starfsfólk til flestra heimshoma, m.a. Ástralíu, Nýja Sjálands, S-Afríku, Kanada og Bretlandseyja. Norðurlöndin eru sameigin- legur vinnumarkaður með gagnkvæman vinnurétt. íslend- ingar eiga óhindraðan aðgang að vinnumarkaði Dana, Finna, Norðmanna og Svía. Þeir eiga sama rétt hér. Á samnorrænum vinnumarkaði hefur Jöfnuður- inn“ verið okkur í hag. Fólk, sem ekki á ríkisborgara- rétt á Norðurlöndum, þarf á hinn bóginn atvinnuleyfí hér. Félags- málaráðuneytið veitir slík leyfí, að fenginni umsögn viðkomandi stéttarfélags. Ákvæði standa og til þess, að ekki er hægt að ráða erlent fólk hingað á lakari kjör- um en heimamenn. Síðastliðinn sunnudag svara nokkrir talsmenn verkalýðs- hreyfingar og vinnuveitenda spumingum Morgunblaðsins um erlent verkafólk á fslandi. For- sjármenn fískvinnslufyrirtækja telja reglur og hefðir um það fullnægjandi. Knútur Karlsson, Grenivík, og Einar Oddur Krist- jánsson, Flateyri, segja í svömm sínum, að gildandi reglur hafí gert rekstraraðilum fært að halda fískvinnslufyrirtælg'um gangandi, án þess að skerða at- vinnumöguleika heimamanna. „Vinnslulínur þurfí að vera full- mannaðar til þess að hægt sé að gera fískvinnslustöð arðbæra og vinnsluhæfa rekstrarein- ingu“. Talsmenn verkalýðsfélaga gagnrýna heldur ekki gildandi reglur um þetta efni. Þeir hvetja hinsvegar til varkámi. „Það er skoðun mín, að innflutningar á erlendu vinnuafli eigi að vera í algjöru lágmarki," sagði Magnús L. Sveinsson, formaður Verzlun- armannafélags Reykjavíkur. „Það getur verið rétt að leyfa innflutning á erlendu vinnuafli í einstökum tilfellum,“ bætir hann við, „t.d. þegar um er að ræða tímabundinn skort á innlendu vinnuafli, og þá fyrst og fremst við sköpun verðmæta". Þröstur Ólafsson hjá Dags- brún hefur svipuð viðhörf. „Það hlýtur alltaf að vera álitamál," segir hann, „hvort jafn lítil þjóð og við getum opnað landið fyrir margfalt stærri þjóðum án þess að geta stöðvað innflutning framandi fólks, ef hætta verður talin á að menningu okkar og siðum sé hætta búin svo og jafn- vægi á vinnumarkaði.“ Þröstur segir og að vinnumarkaðurinn þoli ekki ótakmarkað aðstreymi vinnuafls „án þess að fara úr skorðum, sem leiðir til lækkunar á kaupi..." — „Hitt er svo ann- að mál,“ segir hann ennfremur, „að ég tel enga ástæðu til agnú- ast út í takmarkað erlent vinnuafl, sem leysir takmarkað- an tímabundinn vanda á einstök- um stöðum út um land.“ Samnefnarinn í svörum við- mælenda Morgunblaðsins er sá, að gildandi reglur og hefðir séu fullnægjandi. Hægt sé, innan ramma þeirra, að koma við nauð- synlegri stýringu á aðstreymi erlends verkafólks, m.a. vegna þess að þenslan er ekki viðvar- andi ástand og sveiflur tíðar í atvinnulífí okkar. Þegar mikill fjöldi erlends fólks hefur streymt inn í gróin samfélög V-Evrópuríkja, sem byggja á langri hefð og ákveðn- um lífsmáta, sýnir reynslan okkur, að til hafa orðið marg- slungin, djúpstæð félagsleg vandamál. Rangt er að horfa framhjá þessari reynslu — með hliðsjón af okkar eigin menn- ingu, siðum og lífsmáta. Þess- vegna verður, hér sem annars staðar, að þræða hinn gullna meðalveg; taka tillit til tíma- bundinna aðstæðna atvinnulífs- ins, en gleyma aldrei því sem er mergurinn málsins: Varðstöð- unni um samfélag okkar og menningararfleifð, það sem gerir okkur að þjóð. Framtíðarskipulag Kópavogshælis eftir Jón Signrð Karlsson sálfræðing og Sævar Halldórsson lækni Nýlega komu fram í fjölmiðlum tillögur frá Landssamtökunum Þroskahjálp varðandi framtíð Kópa- vogshælis. Enda þótt Þroskahjálp sé ekki samkvæmt lögum eða reglu- gerðum sá aðili sem á að móta framtíðarstefnu stofnunarinnar er að öðru jöfnu tekið eftir málflutn- ingi Þroskahjálpar. Landssamtökin eru öflugur þrýstihópur sem hefur frá stofnun beitt sér fyrir úrbótum í málefnum vangefínna sem og ann- arra fatlaðra. Umræður um þennan málaflokk þurfa að vera uppbyggilegar og byggðar á staðreyndum, tillögur sem vekja óvissu að óþörfu þjóna engum tilgangi og geta leitt til lak- ari þjónustu þeirra sem síst skyldi. Betri stofnun fyrir færri í reglugerð um Kópavogshæli, sem tok gildi á síðasta ári, er gert ráð fyrir að á tímabilinu fram til 1996 fækki vistmönnum niður í 100. Gert er ráð fyrir fjölbreyttri þjónustu á sérhæfðum deildum. Miðað við reynslu af þessu eina ári sem liðið er, má ætla að menn eigi fullt í fangi með að ná settu marki á tilskildum tfma. Enda þótt gert sé ráð fyrir fækk- un, er samt gert fyrir verulegum endurbótum á núverandi húsnæði til þess að hægt sé að veita þjón- ustu í samræmi við kröfur tímans. Fleiri stofnanir hafa fækkað hjá sér í þeim tilgangi að bæta aðbúnað og þjónustu við þá sem eftir verða. Slíkt hefur t.d. verið gert nýlega á geðdeild Landspítalans á Kleppi þar sem fyrir 20 árum voru um 200 sjúklingar, en nú eru um 65. Sú fækkun sem áformuð er skv. reglu- gerð á Kópavogshæli er einmitt í þessum tilgangi. Ólíkir hópar hafa mismunandi þarfir í umræðu um málefni fatlaðra (eða í þessu tilviki vangefínna) er allt of algengt að menn greini lítið eða ekki milli mismunandi hópa með mismunandi þarfír. Af umræð- unni má oft ætla að allir vangefnir (og jafnvel allir fatlaðir) séu eins. Þeir sem hafa kynnt sér þessi mál til hlítar vita betur. Þetta á við um vistmenn á Kópavogshæli eins og annars staðar. Til þess að veita hveijum einstaklingi viðeigandi þjónustu verður að meta ástand hans og þarfír. •• Oldrunarvandi Til þess að meta þarfír einstakl- inganna er rétt að byija á að athuga aldursdreifíngu vistmanna. í dag eru fimmtugir og eldri 47, þar af 40 eldri en 55 ára. (Sjá töflu 1 um íjölda á hveiju aldursbili.) Árið 1995 má gera ráð fyrir að 58 ára og eidri verði u.þ.b. 42. Um sextugt á fólk orðið erfíðara með að laga sig að nýjum aðstæðum, ekki síst vangefnir. Ef þetta er tekið með í reikninginn og reynt að raska að- stæðum þeirra sem minnst, væri eðlilegur réttur þeirra að eyða ævi- kvöldinu í þekktu umhverfi á Kópavogshæli. Þetta hefur t.d. ver- ið haft að leiðarljósi við endurskipu- lagningu og flutning af stærri stofnunum á litlar í Danmörku. Að auki hafa menn miðað við að marg- ir vangefnir eldast fyrr en aðrir og taka tillit til þess, þannig að fímm- tugir vistmenn sem sýna merki ellihrömunar em ekki fluttir út af stofnunum nema sérstakar ástæður séu fyrir hendi. Hér kynni einhver að leggja til að þessir einstaklingar fæm á venjuleg elliheimili, en miðað við ástandið í dag er lítilla tilboða að vænta úr þeirri átt. Það hefur reynst nær ómögulegt að koma vangefnum á elliheimili. Þetta þýðir að a.m.k. 42 aldraðir vistmenn eigi siðferðilegan rétt á að vera áfram á Kópavogshæli, nema þeir þurfí enn meiri umönnun og þurfí að leggjast inn á sjúkrahús um lengri eða skemmri tíma. Tafla 1. Aldursskipting á Kópavogshæli í dag: Aldur: Fjöldi: 0- 9 1 10-14 7 15-19 9 20-29 31 30-39 36 40-49 24 50-59 22 60-69 20 70-79 4 80- 1 Samtals: 155 ekki tmflandi eða skemmandi áhrif á umhverfí sitt. Getuhópur II: Gætir hreinlætis, kemst leiðar sinnar. Er nær sjálf- bjarga eða með vægar hegðunar- tmflanir. Getuhópur III: Gætir að mestu leyti hreinlætis, sumir em nokkuð eirðarlausir eða með aðrar vægar atferlistmflanir, em ekki að öllu leyti sjálfbjarga, tala lítið eða stagl- kennt. Margir geta verið auðveldir í umgengni og þeir yngri mundu hagnast á sérstakri þjálfun. Getuhópur IV: Gætir ekki hrein- lætis, margir em fíölfatlaðir, flogaveikir eða með alvarlegar at- ferlistmflanir. Samkvæmt, reynslu og áliti starfshóps um 5 ára áætlun fyrir Kópavogshæli (frá 1982) má gera ráð fyrir að hver vistmaður í getu- hópi I og II þurfi u.þ.b. 0,5 stöðu- gildi starfsmanns, getuhópur III þarfnast 1,0 stöðugildis á vistmann Áhyggjulaust ævikvöld? Mat á getu og þörf á aðstoð Félagsmálaráðuneytið beitti sér fyrir úttekt á ástandi vistmanna á nokkmm stofnunum fyrir vangefna á áranum kringum 1980. Var til þess notað matskerfi sem enskur starfshópur hafði þróað undir for- ystu Peter Milttler, sem þá var prófessor í sálfræði við Háskólann í Manchester. Kosturinn við þetta mat er að það getur m.a. verið gmnnur að ætlunum um starfs- mannaþörf. Samkvæmt matinu er einstakl- ingunum skipt í fíóra getuhópa, eftir því hve þeir era færir um að bjarga sér og að hvaða leyti sérstök vandamál þeirra kalla á aðstoð starfsmanna. Skilgreiningar Getuhópur I: Sjálfbjarga á öllum sviðum, kemst leiðar sinnar í nán- asta umhverfi, gætir hreinlætis, hefur enginn hegðunarvandamál og og getuhópur IV þarfnast 2,0 stöðu- gilda á hvem vistmann. Tafla 2. Fjöldi í hveijum getuhópi á Kópavogshæli. Aldur 1—II III rv Samt. 0- 9 0 0 1 1 10-14 0 0 7 7 15-19 0 0 9 9 20-29 0 3 28 31 30-39 7 8 21 36 40-49 5 6 13 24 50-59 5 10 7 22 60-69 4 8 8 20 70-79 2 0 2 4 80 0 0 1 1 Samtals 23 35 97 165 Vistmenn sem þurfa mikla umönnun/hjúkrun í tillögum Þroskahjálpar er gert ráð fyrir 25—30 einstaklingum sem þarfnist hjúkranar auk sérhæfðar umönnunar og þjálfunar. Ef litið er á tillögumar, sem byggjast á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.