Morgunblaðið - 03.11.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.11.1987, Blaðsíða 1
80 SÍÐUR B 249. tbl. 75. árg. ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1987 Prentsmiðja Morgnnblaðsins Bretland: Nýrformað- ur íhalds- flokksins Lundúnum, Reuter. MARGARET Thatcher, forsætis- ráðherra Bretlands, skýrði frá þvi í gær að valinn hefði verið nýr formaður íhaldsflokksins, eftir nokkrar deilur um hver skyldi hreppa hnossið. Það er Peter Brook, sem á sæti í stjóm Thatchers, en 'til þessa hefur lítið farið fyrir honum. Ekki er þó talið að hann verði lengi formað- ur. Brook tekur við embættinu af Norman Tebbitt, sem hefur verið formaður hans undanfarin ár. Tebb- itt hyggst hætta afskiptum af stjómmálum til þess að geta sinnt konu sinni betur, en hún varð öryrki eftir sprengjutilræði IRA á næst- síðasta flokksþingi íhaldsmanna í Brighton. Honum var boðið ráð- herraembætti í stjóminni, en hann kaus frekar að stsirfa í einkageiran- um. Upphaflega stóð til að Young lávarður tæki við af Tebbitt, en hann afþakkaði það. Talið er að Brook verði ekki lengi í formannssæti, eða þar til endur- skipulagningu flokksins lýkur. Brook, fyrrverandi blaðamaður með efnahagsmál að sérgrein, er nú ráð- herra. Hann hefur fjárhag þeirra ríkisstofnana, sem ekki hafa eigin tekjur, á sinni könnu, en það þykir fremur veigalítið embætti. Lenín bónaður Reuter Hátíðahöld vegna byltingarafmælisins era nú í algleymi austur í Sovétríkjunum. Hér á myndinni má sjá hvar lögð er síðasta hönd á veggmynd af byltingarleiðtoganum Vladimir I. Lenín. Kína: Framkvæmdanefnd flokksins yngist Peking, Reuter. KÍNVERSKI kommúnistaflokkurinn kaus í gær nýja framkvæmda- nefnd flokksins, en hún er í raun valdamesta stofnun hans. í nefndinni sitja fimm menn og fara þeir með stefnumótun flokksins. Fyrir utan það að nýju mennirair eru talsvert yngri en þeir sem viku þykir eftir- tektarvert að umbótasinnar fara þar fremstir í flokki. í stjómmálanefnd flokksins, sem í sitja 18 manns, hafa umbóta- sinnamir talsverðan meirihluta og þykir þetta gefa til kynna að áhrifa Deng Xiaoping muni gæta í Kína enn um sinn, þrátt fyrir að hann hafi sagt af sér öllum áhrifastöðum. Zhao Ziyang, forsætisráðherra, var kjörinn framkvæmdastjóri flokksins og virðist hann því hafa tryggt framtíð sína sem eftirmaður Dengs. Voru enda þrír helstu stuðn- ingsmenn hans allir hækkaðir í tign. Meðalaldur miðstjómar flokksins hefur talsvert lækkað og er nú 55,2 ár í stað 59,1 áður. Fjöldi gamalla kommúnista fór að fordæmi Dengs og iét af störfum, en stjómmálaskýr- endur á Vesturlöndum telja að hár aldur valdamanna þar eystra hafi mjög háð öllum framförum í Kína. Fréttamenn I Peking veittu því athygli að að þessu sinni var ekkert um skrúðgöngur og flugeldasýning- ar þegar tilkynnt var um manna- breytingamar, en frá byltingu hefur það verið fastur liður, þegar um róttækar breytingar í forystuliði flokksins hefur verið að ræða. Sjá ennfremur frétt á síðu 28. Markaðurinn: Dalur fellur enn, en verðbréf hækka New York-borg, Reuter. í GÆR féll Bandaríkj adalur enn { verði, en á verðbréfamarkaðin- um bar það til tíðinda að hlutabréf hækkuðu. Óttast hafði verið að nú yrði um þriðja „svarta mánu- daginn" að ræða, en svo varð ekki. Fall dalsins er rakið til Byltingarafmæli Sovétríkjanna: V onbrigði á Vesturlönd- um með ræðu Gorbachevs Markaði ekki þau þáttaskil, sem talið haf ði verið Moskvu, Reuter. í GÆR flutti Mikhail Gorbachev, Sovétleiðtogi, hátiðaræðu í tilefni af 70 ára afmæli byltingar kommúnista þar í landi. í ræðunni sagði hann að nauðsynlegt væri fyrir Sovétmenn að líta á „sársaukafull tíma- bil“ í sögu rfldsins og gagnrýndi hann stjórn Jósefs Stalin nokkuð. Utan Sovétríkjanna þykir mönnum ræðan þó ekki hafa skipt neinum sköpum í sögu Sovétríkjanna, eins og sumir höfðu búist við. Þá gagn- rýndi hann þá, sem fara vildu of geyst i breytingar á stjómkerfinu. Er talið að hann hafi beint orðum sínum til Boris Yeltsin, flokksleið- toga i Moskvu, sem hótaði fyrir skemmstu að segja af sér ef ekki yrði gengið lengra í fijálsræðisátt. í bandaríska blaðinu The New York Times var getum að þvi leitt, að tvístig Sovétmanna um ieið- togafund nú á dögunum hafi mátt rekja til þessa máls. í fyrstu mun hafa staðið til að taka afsagnarhótun Yeltsin alvarlega, en eftir nokkurra daga þóf var ákveðið að hann myndi sitja áfram í stjórn- málaráði Sovétríkjanna, sem er eiginleg ríkisstjóm þeirra. í bandaríska blaðinu The New York Times sagði að mál þetta hefði vakið nokkum kurr í kommúnista- flokknum og af þeim völdum hefði óvissa sú, sem var um væntanlegan leiðtogafund risaveldanna, orðið. Sjá nánari frétt um hátiðaræðu Gorbachevs á síðu 29. þeirrar trúar gjaldeyrismiðlara að vestræn iðnríki séu enn á þvi að hann megi við frekara falli. Litlu munaði að Bandaríkjadalur setti nýtt met, þegar lágt verð er annars vegar, en hann kostar nú um 1,70 vestur-þýsk mörk. Gagnvart japanska jeninu féll hann enn frekar og hefur aldrei verið jafnlágur í verði frá stríðslokum. Þegar verðbréfamarkaðir vom opnaðir í gær féllu bréf fyrst nokkuð í verði og töldu menn þá hrakspár um áframhaldandi verðfall vera að rætast, en ekki leið á löngu þar til verðið mjakaðist upp að nýju. Bandaríska tímaritið Forbes gerir árlega skrá yfir 400 auðugustu ein- staklinga í Bandaríkjunum og væri hún gerð nú myndu a.m.k. 38 falla út af henni, að sögn blaðsins. Skrá- in var síðast gerð í september. í ræðunni ræddi Gorbachev nokk- uð fortíð Sovétríkjanna og gagnrýndi meðal annars stjómartíð Jósefs Stalín. Sagði hann að mörg afdrif- arík „mistök" hefðu átt sér stað, en tók þó fram að Stalín hefði ekki ver- ið alls vamað. Nefndi hann sam- yrkjubúskapinn, sem dæmi um það, og sagði hann hafa verið „óumdeilan- legt framlag til baráttunnar fyrir sósíalisma". Viðbrögð við ræðunni utan Sovét- ríkjanna hafa verið frekar dræm. Viðbrögð helstu Sovétfræðinga á Vesturlöndum vom yfirleitt á þann veg, að ræðan sýndi glögglega að Gorbachev ætti við ramman reip að draga þegar flokkurinn og skrifker- amir væm annars vegar. Gengu sumir svo langt að segja að leið- toginn hefði einfaldlega pakkað saman spilunum þegar kom að sögu Sovétríkjanna. „Að segja að Stalín hafi gert ,mik- il pólftísk mistök1 er ekkert nýtt; Kmshchev gerði það á sínum tírna," segir Karl van het Reve, prófessor við Leiden-háskóla í Hollandi. „Ég heyrði ekkert athyglisvert í ræðu hans.“ Gorbachev fann að Boris Yeltsin, flokksleiðtoga í Moskvu, eins og fyrr er nefnt. Sá hótaði að segja af sér á dögunum ef ekki yrði gengið lengra í framfaraátt. Er sagt að hann hafi gagnrýnt Gorbachev á fundum stjómmálaráðsins fyrir að hafa ýtt undir persónudýrkun á sjálfum sér. Frelsisher- menn leita lækninga Um helgina var þessuin þremur frelsishermönn- um frá Afganistan flogið með flugvél til Banda- ríkjanna þar sem þeir eiga að gangast undir uppskurði vegna áverka, sem þeir hlutu i bardög- um við sovéska innrásar- liðið i heimalandi sínu. Þetta eru fyrstu Afgan- irnir, sem fara vestur i þessum tilgangi, en á næstunni er fyrirhugað að auka þessa flutninga. Reuter
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.