Morgunblaðið - 03.11.1987, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 03.11.1987, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1987 59 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691100 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS /\jt 1/wyw/ flw\ UfrW’UH Fyrirferðarlitill lampi LUMINESTRA* Ríkisbankar og einkabankar Til Velvakanda. 6. ágúst síðastliðinn birtist hjá Velvakanda smá pistill um banka- mál og fleira. Ekki dettur mér i hug að þetta greinarkom hafi ver- ið tilefni þess að dr. Þorvaldur prófessor Gylfason skrifaði grein í Morgunblaðið viku seinna um ríkisbankarekstur og enn síður að greinin hafí verið skrifuð að til- hlutan Morgunblaðsins. Nú ætla ég, áttræður maður og óskóla- genginn, ekki að fara að deila við hálærða menn, ritstjóra, prófess- ora, doktora né aðra, en allir sem lásu grein Þorvaldar komust ekki hjá því að sjá að ýmislegt er við hana að athuga. Nú kemur það fram í grein Þor- valdar, eins og áður í Morgun- blaðinu, að allur vandinn við bankarekstur sé að þeir séu einka- bankar. Það er sanngjöm krafa að Iesendur blaðsins fái skýringu á því hvers vegna 238 einkabankar í Bandaríkjunum urðu gjaldþrota á aðeins 18 mánuðum fyrst einka- bankarekstur á að vera einhvers allsheijar tiygging fyrir góðri stjóm. Eins gæti það verið fróðlegt fyrir íslenskan almenning að fá upplýsingar um hvort fátækt fólk tapaði spariskildingum sínum í öll- um þessum gjaldþrotum. Hér á ísaköldu landi treysta flestir ríkis- bönkum best fyrir sínum skilding- um. Að velta sér upp úr Útvegs- banka- og Hafskipsmálinu og kalla það rök gegn ríkisbönkum er hvorki réttmætt né drengilegt. Bankastjórar Útvegsbankans eru heiðarlegir menn sem síst af öllu vildu valda bankanum tjóni. Þetta var slys og óheppni. Þar að auki er Útvegsbankinn ekkert gjald- þrota fyrirtæki, margfalt meira virði en hann er boðinn fyrir. Öll sala á honum fyrir sama og ekkert er alger vitleysa, nánast geðbilun. Sjálfur getur bankinn grætt aftur það sem hann hefur tapað og sýn- ir sig þegar slegist er um að fá hann keyptan, augljóslega ekki til að tapa á honum. Hitt gæti aftur verið hagkvæmt að sameina hann Landsbankanum þegar pólitískar aðstæðurjeyfa. Allir íslendingar eru aðeins 240.000 eða nokkum veginn jafn margir og íbúar Árósa, sem er lítil borg í litlu landi, Danmörku, með öðmm orðum, við erum eitt minnsta sjálfstæða ríkið í veröld- inni. Því er samanburður og viðmiðun við Portúgal, Spán, Prakkland, Ástralíu eða Banda- ríkin og aðrar stórþjóðir alveg út í hött. Og það eru haldlítil rök að eitthvað, sem kann að vera gott og gilt hjá öðmm þjóðum, henti okkur íslendingum. Og það er sannast sagna að margfalt fleiri þjóðir geta tekið íslendinga sér til fyrirmyndar heldur en þær sem Islendingar þurfa að sækja fyrir- myndir til og það á flestum sviðum. Þrátt fyrir fámenni þjóðarinnar þarf að vera hér einn stór og öflug- ur banki og það á Landsbankinn að sjálfsögðu að vera og það væri vafalaust skynsemi og hagræðing að sameina Útvegsbankann Lands- bankanum með tíð og tíma en sala á Útvegsbankanum er fjarstæða. Að ríkisbankamir séu pólitískir bankar er þvert á móti sannleikan- um, hitt væri sönnu nær að allir hinir bankamir væm það og að ríkisbönkunum sé illa stjómað og af ábyrgðarleysi er mgl og ósann- indi. En það ætti að vera öilum að meinalausu að vélstjórar, að- ventistar, verkalýðsfélög, sam- vinnumenn, kaupmenn og iðnrekendur reki banka ef það getur gengið og einhveijir treystu þeim til að geyrtia og ávaxta pen- inga sína. Hitt er svo brýn nauðsyn að sett verði betri og skynsamlegri bankalöggjöf og að okurlánastarf- semi verði bönnuð með öllu í hvaða formi sem er. Það er gott og blessað þegar ungir menn fara út í heim og afla sér mikillar þekkingar og mannast á heimsins hátt.' Hitt væri líka gott ef þeir heimkomnir gætu fundið sér veglegra verk að vinna en að koma ríkisbönkum í eigu og umráð peningaaðalsins í Sjálfstæð- isflokknum. Hann á nóg og ræður nógu miklu og ekki á það bæt- andi. En hvað sem öllu öðm líður er eitt víst, að þegar Jón Baldvin og Jón Sigurðsson koma fram með tillögu sína á Alþingi um að selja Landsbankann og Búnaðarban- kann og að veralegum hluta til erlendra aðila, þá þurfa þeir þing- menn, sem greiða því atkvæði, ekki að ómaka sig aftur í franiboð. Ingi Jónsson í»essir hringdu . . Hraðahindranir eru af hinu góða „Fyrir nokkm var amast við hraðahindmnum við gangbrautir í grein sem birtist í Velvakanda. Ég er ósammála höfundi greinar- innar. Slysaskýrslur sýna að við gangbrautir hafa einmitt oft átt sér stað hömuleg slys. Aðgerðir til að koma í veg fyrir slys hljóta að vera af hinu góða og þar með þessar hraðahindranir. Þar að auki draga þessir tálmar úr um- ferðarhraða í íbúðahverfum og er það einnig af hinu góða." Frábær dagskrá hjá Stöð 2 Kristinn hringdi: „Ég vil þakka Stöð 2 fyrir frá- bæra dagskrá og hvetja stjóm- endur þar til að halda áfram á sömu braut. Þá langar mig til að hvetja þá til að endursýna þáttin um Barböm Steisand sem var mjög góður þáttur." Reiðhjól Vínrautt tíu gíra kvenreiðhjól var tekið við Hringbraut 100 fyr- ir skömmu. Þeir sem orðið hafa varir við hjólið em vinsamlegast beðnir að hringja í síma 15286. Áfram Jóhanna! G.J. hringdi: „Ég ég tek heilshugar undir ræðu Jóhönnu Sigurðardóttur fé- lagsmálaráðherra sem hún flutti á Alþingi sl. miðvikudag og birtist í Morgunblaðinu föstudaginn 30. október undir yfírskriftinni „Upp- lausn á heimilum vegna aðstæðna í húsnæðismálum". Gott hjá þér, áfram Jóhanna! Orð í tíma töluð." Ráðhúsið á réttum stað Sigríður hringdi: „Ég vil taka undir sjónarmið Reykvíkings sem skrifar grein í Velvakanda föstudaginn 30. októ- ber með yfirskriftinni „Tjamar- bakkinn er rétti staðurinn fyrir ráðhúsið". Það er engin eftirsjón í bílastæðinu og bámjámshúsinu þama því hvort tveggja skemmir svip Tjamarinnar. Reyndar er allt of mikið af fremur ljótum bám- jámshúsum í miðbænum og mætti byggja hann betur upp. Það er ekkert menningarverðmæti fólgið í öllum þessum gömlu bámjáms- húsum, við emm í rauninni að snobba niður fyrir okkur með því að halda í þessa dönsku kofa.“ Keðjubréf Kona hringdi: „Ég hef fengið tíu kecjubréf á skömmum tíma og I hveiju þeirra er þess krafíst að ég sendi 20 eintök frá mér af hveiju þeirra. Það væri dýrt að kaupa frímerki á 200 bréf. í þessum bréfum vom alls konar hótanir væri bréfíð ekki sennt áfram en gylliboð ef viðtakandi lét kúgast til þess. Þessi bréf fóm öll beint í rasla- tunnuna hjá mér. Sendingar sem þessar eiga engan rétt á sér og ætti fólk að sameinast um að koma þeim úr umferð." Skipta skoðanir ellilífeyrisþega ekki máli? Sveinn Guðmundsson hringdi: „Mig langar að gera athuga- semd í sambandi við skoðana- kannanir sem sífelt er verið að gera um þessar mundir. í flestum þeirra er fólk sem komið er yfír 67 ára aldur ekki haft með í úrtak- inu. Þýðir þetta að skoðanir fólks sem komið er á ellilaun skipti ekki máli og ekki þurfí að taka neitt tillit til þeirra. Það vantar allt eftirlit með skoðanakönnun- um hér á landi. Strangt eftirlit þjrrfti að hafa með framkvæmd þeirra." Lindaá, ekki berg- vatnsá í bréfí hér í Velvakanda sl. föstudag um sjónvarpsþáttinn „Maður vikunnar“ varð misritun. Þar sem stendur bergvatnsá átti að standa lindaá. — LUMINESTRA® lampinn frá OSRAM er aöeins 21 mm á breidd. ^ mm — Birtan er hin hlýja birta glóperunnar. — Hægt er að tengja tlu lampa i röð. — Tilvalinn i skápa, innréttingar, og þar sem rými er lltið. — Litur: hvltur. "É . OSRAM w Ijóslifandi orkusparnaður Fæst i öllum helstu raftækjaverslunum og kaupfélögum. Heildsölubirgðir: t * VIÍLIBK%ÐARDA GAR I hádegi og á kvöliHn bjóöum viö villibvádarhladbord í veitingasalnum Lundi. Þad samanstcndur af: - hreindýrapató - gæstastroganoff - hreindýrabuffi - svartfugli - lutida \ tadreyktum sjóbirtingi ogfleiri réttum, auk medlætis. - Verd aðeins 960 kr. - Salafbar innifalinn. - Verjp vclkomin. Sjgtúni 88, 105 Reykjavík Sími (91) 689000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.