Morgunblaðið - 03.11.1987, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 03.11.1987, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1987 21 Morgunblaðið/Guðmundur Ingi Waage Björgunarsveitarmenn úr Borgamesi hafa hér dregið bátinn á þurrt í fjörunni vestan við bæinn Akra í Hraunhreppi á Mýrum. Lítill vélbátur strandar á Mýrum: Skipbrotsmanni bjarg- að um borð í þyrlu Borgarnesi. Borgarnesi. VÉLBÁTURINN Helgi ÍS 233 strandaði á skeri út af Skutulsey á Mýrum um kvöldmatarleytið á laugardag. Eigandi bátsins, Kristján Eggertsson, var einn um borð og var hann sóttur af þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF Sif, sem flutti hann á Borgarspítal- ann í Reykjavik. Við strandið hafði Kristján skollið með höfuð- ið fram í mælaborðið, en meiðsli hans voru ekki alvarleg. Aðeins leið rúm klukkustund frá því að þyrlan var kölluð út og þar til hún var aftur lent í Reykjavík. Landhelgisgæslunni barst til- kynning um strandið laust fyrir klukkan 19.00 á laugardagskvöldið og var TF Sif send á vettvang með lækni innanborðs. Þyrlan var komin að bátnum um klukkan 19.40. Kristján var síðan hífður um borð í þyrluna og gekk björgunin vel þrátt fyrir fremur erfiðar aðstæður, slagveðursrigningu og myrkur. TF Sif var komin aftur til Reykjavíkur laust eftir klukkan 20.00. Björgunarsveitimar á Akranesi og í Borgamesi vom í viðbragðs- stöðu þar til að þyrla Landhelgis- gæslunnar hafði náð manninum úr bátnum. Var þá ákveðið að fresta frekari björgunaraðgerðum þar til á sunnudag vegna veðurs. Strax í birtingu fóm menn frá Björgunar- sveitinni Brák í Borgamesi vestur á Mýrar. Fundu þeir bátinn ekki á strandstað og óttuðust því að hann hefði jafnvel brotnað. Við nánari athugun kom ( ljós að hann hafði losnað af strandstaðnum utan við Skutulsey og rekið um 10 kflómetra gegnum boða og sker þar til hann tók niðri á svonefndu Akranesi, sem er sandrif vestan við bæinn Akra í Hraunhreppi á Mýmm. Báturinn var nánast óskemmdur og gátu björgunaraðilar ekið að bátnum á torfæmbfl sínum og dregið bátinn á þurrt. Báturinn var síðan fluttur með vömbifreið til Reykjavíkur. Talið er að vél bátsins hafi misst afl vegna óhreininda í olíu og bátinn því rekið að landi. TKÞ Vöruskiptajöfnuður óhagstæður um IV2 milljarð í september Vöruskiptajöfnuðurinn í sept- ember var óhagstæður um tæplega 1,5 milljarð króna. Á sama tíma í fyrra var hann óhag- stæður um 89 milljónir króna á sama gengi. Alls voru fluttar út vörur fyrir rúma fjóra milljarða króna i september en inn fyrir tæplega 6 milljarða. Vömskiptajöfnuður var hag- stæður um 837 milljónir króna fyrstu níu mánuði ársins. Þá vom fluttar út vömr fyrir 39,6 milljarða króna en inn fyrir 38,7 milljarða kr. fob. Á sama tíma í fyrra var vömskiptajöfnuðurinn hagstæður ura 4,6 milljarða á sama gengi. í fréttatilkynningu frá Hagstofu íslands kemur fram að fyrstu níu mánuði þessa árs var verðmæti vömútflutningsins 15% meira á föstu gengi en á sama tíma í fyrra. Sjávarafurðir vom um 78% alls út- flutnings og vom 16% verðmætari en á sama tíma í fyrra. Útflutning- ur á áli var 22% meiri, en útflutn- ingur kísiljáms var 18% minni en á sama tíma í fyrra. Útflutnings- verðmæti annarrar vöm var 14% meiri, reiknað á föstu gengi, fyrstu níu mánuði þessa árs en á sama tíma í fyrra. Þá segir í tilkynningunni að inn- fluttar vömr fyrstu níu mánuði ársins vom 29% verðmætari en á sama tíma i fyrra. Innflutningur til álverskmiðjunnar var 8% meiri en í fyrra, en olíuinnflutningur um 6% minni en í fyrra. Það sem af er árinu hafa skipakaup verið mun meiri en í fyrra, en hins vegar hafa ekki átt sér stað nein meiri háttar kaup á flugvélum eða flugvélahlut- um. Notaðu höfuðið! - þegar þú velur Racquetball spaða. ~ * Útsölustaðir: SPARTA Laugavegi49, HAGKAUPKringlunni, ÚTILÍFGlæsibæ. MMAGNÚSSON S: 62 3636 borás Bjarni Þ. Halldórsson, Umboðs og Heildverslun, Vesturgötu 28 sími: 29877
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.