Morgunblaðið - 03.11.1987, Side 21

Morgunblaðið - 03.11.1987, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1987 21 Morgunblaðið/Guðmundur Ingi Waage Björgunarsveitarmenn úr Borgamesi hafa hér dregið bátinn á þurrt í fjörunni vestan við bæinn Akra í Hraunhreppi á Mýrum. Lítill vélbátur strandar á Mýrum: Skipbrotsmanni bjarg- að um borð í þyrlu Borgarnesi. Borgarnesi. VÉLBÁTURINN Helgi ÍS 233 strandaði á skeri út af Skutulsey á Mýrum um kvöldmatarleytið á laugardag. Eigandi bátsins, Kristján Eggertsson, var einn um borð og var hann sóttur af þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF Sif, sem flutti hann á Borgarspítal- ann í Reykjavik. Við strandið hafði Kristján skollið með höfuð- ið fram í mælaborðið, en meiðsli hans voru ekki alvarleg. Aðeins leið rúm klukkustund frá því að þyrlan var kölluð út og þar til hún var aftur lent í Reykjavík. Landhelgisgæslunni barst til- kynning um strandið laust fyrir klukkan 19.00 á laugardagskvöldið og var TF Sif send á vettvang með lækni innanborðs. Þyrlan var komin að bátnum um klukkan 19.40. Kristján var síðan hífður um borð í þyrluna og gekk björgunin vel þrátt fyrir fremur erfiðar aðstæður, slagveðursrigningu og myrkur. TF Sif var komin aftur til Reykjavíkur laust eftir klukkan 20.00. Björgunarsveitimar á Akranesi og í Borgamesi vom í viðbragðs- stöðu þar til að þyrla Landhelgis- gæslunnar hafði náð manninum úr bátnum. Var þá ákveðið að fresta frekari björgunaraðgerðum þar til á sunnudag vegna veðurs. Strax í birtingu fóm menn frá Björgunar- sveitinni Brák í Borgamesi vestur á Mýrar. Fundu þeir bátinn ekki á strandstað og óttuðust því að hann hefði jafnvel brotnað. Við nánari athugun kom ( ljós að hann hafði losnað af strandstaðnum utan við Skutulsey og rekið um 10 kflómetra gegnum boða og sker þar til hann tók niðri á svonefndu Akranesi, sem er sandrif vestan við bæinn Akra í Hraunhreppi á Mýmm. Báturinn var nánast óskemmdur og gátu björgunaraðilar ekið að bátnum á torfæmbfl sínum og dregið bátinn á þurrt. Báturinn var síðan fluttur með vömbifreið til Reykjavíkur. Talið er að vél bátsins hafi misst afl vegna óhreininda í olíu og bátinn því rekið að landi. TKÞ Vöruskiptajöfnuður óhagstæður um IV2 milljarð í september Vöruskiptajöfnuðurinn í sept- ember var óhagstæður um tæplega 1,5 milljarð króna. Á sama tíma í fyrra var hann óhag- stæður um 89 milljónir króna á sama gengi. Alls voru fluttar út vörur fyrir rúma fjóra milljarða króna i september en inn fyrir tæplega 6 milljarða. Vömskiptajöfnuður var hag- stæður um 837 milljónir króna fyrstu níu mánuði ársins. Þá vom fluttar út vömr fyrir 39,6 milljarða króna en inn fyrir 38,7 milljarða kr. fob. Á sama tíma í fyrra var vömskiptajöfnuðurinn hagstæður ura 4,6 milljarða á sama gengi. í fréttatilkynningu frá Hagstofu íslands kemur fram að fyrstu níu mánuði þessa árs var verðmæti vömútflutningsins 15% meira á föstu gengi en á sama tíma í fyrra. Sjávarafurðir vom um 78% alls út- flutnings og vom 16% verðmætari en á sama tíma í fyrra. Útflutning- ur á áli var 22% meiri, en útflutn- ingur kísiljáms var 18% minni en á sama tíma í fyrra. Útflutnings- verðmæti annarrar vöm var 14% meiri, reiknað á föstu gengi, fyrstu níu mánuði þessa árs en á sama tíma í fyrra. Þá segir í tilkynningunni að inn- fluttar vömr fyrstu níu mánuði ársins vom 29% verðmætari en á sama tíma i fyrra. Innflutningur til álverskmiðjunnar var 8% meiri en í fyrra, en olíuinnflutningur um 6% minni en í fyrra. Það sem af er árinu hafa skipakaup verið mun meiri en í fyrra, en hins vegar hafa ekki átt sér stað nein meiri háttar kaup á flugvélum eða flugvélahlut- um. Notaðu höfuðið! - þegar þú velur Racquetball spaða. ~ * Útsölustaðir: SPARTA Laugavegi49, HAGKAUPKringlunni, ÚTILÍFGlæsibæ. MMAGNÚSSON S: 62 3636 borás Bjarni Þ. Halldórsson, Umboðs og Heildverslun, Vesturgötu 28 sími: 29877

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.