Morgunblaðið - 03.11.1987, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.11.1987, Blaðsíða 26
Frá æfingunni við Botnsúlur síðastliðinn laugardag. „Köfunarveikitilfellið“ varð hins vegar íHvalfirði. Fréttatilkynning frá Borgarspítalanum: Dauðvona „kafaraveikisjúkl- ingur“ reyndist fullfrískur Hrapalleg mistök við sameiginlega björgunaræfingu SVFÍ, LHÍ og FBÍ MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi fréttatilkynning frá Gunnari Þór Jónssyni, yfirlækni slysadeildar Borgarspítalans: Við sameiginlega björgunaræf- ingu SVFÍ, LHÍ og FBÍ, sem haldin var dagana 30.—31. október, urðu þau hrapallegu mistök að björgunar- sveitarmaður, sem lék „dauðveikan sjúkling með kafaraveiki", var send- ur á slysadeild Borgarspítalans til skoðunar og meðferðar án þess að fyrirfram væri haftsamband við yfír- 'ækni deildarinnar eða annað starfs- rólk og olli þar miklum töfum við meðferð rauwverulegra sjúklinga og hefði getað haft enn afdrifaríkari afleiðingar en raun varð á. Kafarslys í Hvalfirði Skömmu eftir hádegi á laugardag var sett á svið kafaraslys í Hvalfírði þar sem kafari, sem átti að hafa verið við köfun á 80 metra dýpi, hafði stigið of hratt úr undirdjúpun- um og fengið greinileg einkenni kafaraveiki. Björgunarsveitarmenn fluttu „sjúklinginn “ í bíl áleiðis til Reykjavíkur. 10 mínútum fyrir komu á sjúkrahúsið var hringt á slysadeild úr flarskiptastöð björgunaræfíngar- innar og tilkynnt að verið væri að koma með mann með alvarleg ein- kenni köfunarveiki á slysadeildina og hefði óhappið skeð við æfíngu í Hvalfírði. Áætlun björgunaræfingamanna var að segja þannig frá að hér væri um æfíngatilfelli að ræða, en tókst ekki betur til en svo að aðstoðardeild- arhjúkrunarfræðingur slysadeildar, sem var á vaktinni og tók á móti skilaboðunum, skildi þau þannig að hér væri um raunverulegt slys og raunverulegan sjúkling að ræða, enda vel hugsanlegt að óhapp sem þetta geti komið fyrir á æfíngu. Vakthafandi lækni lyfjadeildar var gert viðvart og þurfti hann í hasti að reyna að setja sig inn í einkenni og meðferð kafaraveiki, sem er mjög sjaldgæf og krefst óvenjulegrar og sérhæfðrar meðferðar. Læknir þessi þurfti því að hætta við þau verk- efni, sem hann hafði með höndum, gera bakvaktarlækni sínum viðvart, auk þess sem all veikir sjúklingar er voru til meðferðar á „£icut“-her- begi deildarinnar þessa stundina voru fluttir, til að taka á móti „köfunar- sjúklingnum". Björgunarsveitarmenn þeir, sem komu með sjúklinginn á spítalann, höfðu að sögn ekki fengið fyrirmæli stjómenda æfíngarinnar hversu langt æfíngin skyldi ná og lék því „sjúklingurinn" hlutverk sitt sem köfunarveikisjúklingur af mikilli inn- lifun, en Iæknar og hjúkrunarfólk deildarinnar tóku af honum öll nauð- synleg próf og veittu honum umfangsmikla meðferð, auk þess sem náð var í sérstakan afþrýstings- kút sem er í eigu slysavamafélagsins og geymdur er á slysadeild. Meðferð þessi og rannsóknir tóku alllangan tíma og á meðan þagði forsprakki björgunarsveitarmanna þunnu hljóði, þrátt fyrir að augjjóst væri að starfsfólkið héldi að hér væri um alvöru veikindi að ræða. Eins og að framan segir þurfti ;ið flytja all veika sjúklinga af „acut“- herberginu til að rýma fyrir „köfun- arveikisjúklingnum" og olli meðferðin á honum allmiklum töfum á starfsemi deildarinnar þar sem margt af starfsfólkinu var tilkvatt. Ef samtímis hefði komið inn alvar- lega veikur sjúklingur eða meiri háttar slys hefði orðið hefðu afleið- ingamar af ranrisókn og meðferð þessa gervisjúklings getað orðið enn alvarlegri en raun varð á. Samstarf Borgarspítalans við Al- mannavamir ríkisins, Slysavamafé- lag íslands, björgunarsveitir og Landhelgisgæzlu hefur löngum verið gott og mikið. Sé ætlunin að björgunaræfíngar þessara aðila nái inn á sjúkrahúsið er það hins vegar ófrávílqanleg regla að haft sé samráð við stjómendur og starfsfólk viðkomandi deilda, einkum og sér í lagi slysadeildar. í þessu tilviki hafði það ekki verið gert enda sennilega ekki ætlun stjómar björgunaræfingarmanna, að farið yrði með sjúklinginn á spítal- ann, eins og raunin varð. Hér hafa orðið alvarleg mistök hjá stjómend- um æfingarinnar, sem ollu miklu raski á vinnu slysadeildarinnar þenn- an laugardagseftirmiðdag og hefðu getað haft enn alvarlegri afleiðingar. Aðilar björgunaræfingarinnar verða að fara í gegnum sitt skipulag og upplýsingamiðlun til að fínna þá veiku hlekki sem orsökuðu ofan- skráðan misskilning og mistök og tryggja að slíkt muni ekki endurtaka sig í framtíðinni. Gunnar Þór Jónsson, yfirlæknir slysadeildar. Hélt að starfsfólk- ið vissi af æfingunni Stefán Axelsson er félagi i Hjálparsveit skáta i Hafnarfirði. Það var Stefán, sem var fluttur með „köfunarveiki" á slysadeilsd Borgarspítalans á æfingu björg- unarsveita á laugardaginn var og meðhöndlaður þar sem fárveikur væri. Stefán er kennari í björgun- arköfun og hefur lært til verka í skólum í Bretlandi og Banda- ríkjunum. Hann aðstoðaði félaga sinn, Kjartan Hauksson, við að undirbúa þessa æfingu. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að á slysadeildinni hefðu verið teknar 5 blóðprufur, hann hafi verið með súrefnisgrimu i um það bil hálftíma og allan tímann hafi hann staðið í þeirri trú að starfs- fólk spitalans vissi að um æfingu væri að ræða. „Ég lifði mig inn í mitt hlutverk enda veit ég hvem- ig köfunarveiki lýsir sér og annaðhvort er maður á æfingu eða ekki. En einhvers staðar brást þetta og starfsfólkið hélt að um alvöra væri að ræða. „Þegar við komum á slysadeildina lá ég á börum og vissi ekkert hvert farið var með mig, mér leið vel. Ég svaraði því, sem ég var spurður um, eftir svolítið langan tíma, bæði var ég búinn að dorma í bflnum á leið- inni ofan úr Hvalfírði og líka vegna þess að eitt einkenni köfunarveiki er að maður missir sjón og heym. Ég var ekkert að leika mér að blekkja starfsfólkið, ég hélt að það vissi hvað væri að gerast, en þegar maður er á æfíngu þá tekur maður hlutina alvarlega og það gerði ég þama eins og venjulega. Með mér á slysadeildinni voru 3 félagar mínir úr hjálparsveitinni og 5 félagar úr slysavamasveitinni In- gólfi. Þeir vissu allir að þetta var æfíng og líka allir sem tóku þátt í aðgerðunum í Hvalfirði. En enginn þeirra var spurður um hvað hefði gerst. Læknirinn sem var á vakt á slysadeild veifaði hendinni fyrir framan augun á mér og spurði mig hvað ég sæi. Ég sá hendina jafnvel og ég sé það, sem er í kringum mig núna, og hann endurtók þetta marg- oft: Hvað sérðu. Eftir svolitla stund umla ég að ég sjái allt hvftt. Þá skipt- ir engum togum að hann rýkur upp og segir við starfsfólkið, að þetta séu alvarleg einkenni og það þurfí að auka súrefnisgjöf. Eg var með súr- efnisgrímu í góða stund, hálftíma um það bil. Læknirinn byijaði á að taka mér blóð, ég er með fimm nálarstungur á handleggnum. Ég fann þegar þeir stungu mig, en ég var svo afslappað- ur að mér datt ekki í hug að þeir væru að taka blóð úr mér, mér datt það ekki í hug. Ég uppgötvaði það ekki fyrr en seinna." Stefán var spurður hvort honum hefði ekki dottið í hug að á sjúkra- húsi hefði starfsfólk lítinn tíma til að leika svona leik og ganga svona langt í æfíngu. „Ég spáði satt að segja ekkert í það, ég hélt að allir tækju þátt í þessu og mér fannst allt ganga mjög vel. Svo kom að því að ég var búinn að liggja þama svo lengi, að mér var orðið mál að fara á salemi og spurði hjúkrunarkonuna hvort ég mætti fara á salemi. Hún verður þetta litla hissa, starir á mig og segir Heldurðu að þú getir það? Þá segi ég: Já, bles- suð vertu, ég er hvort sem er löngu steindauður. Ég sagði það orðrétt. Þá grípur hún um axlimar á mér, leggur mig niður, setur á mig grímuna og segir: Slappaðu bara af og andaðu rólega, vinur. SVÆÐISSTJÓRN björgunar- sveita í Reykjavík og nágrenni hefur sent frá sér fréttatilkynn- ingu vegna atburða á slysadeild Borgarspitalans sl. laugardag i tengslum við björgunaræfingu. Fer tilkynningin hér á eftir. Aðfaranótt laugardagsins síðast- liðins fór fram æfíng á vegum svæðisstjómar björgunarsveita í Reykjavík og nágrenni. Æfingin byijaði með leit í Botnsúlum, köfuna- ræfíngu í Hvalfírði og um 10 æfingum, sem var æfð aðkoma að stórslysum. Æfingin var þannig skipulögð að nokkrir menn höfðu umsjón með æfíngunni en aðrir sáu um sljóm æfíngarinnar án þess að vita hvemig hún var skipulögð. Þá kveiki ég á því að það var ekki allt með felldu og reis upp aftur og bað um að kallað yrði á félaga minn. Hann beið frammi, en hafði komið inn með mér á deildina og staðið við bekkinn hjá mér. Þá kom þar að læknir og spurði hvað hann væri að gera og ég man hverju hann svaraði: Ég er eftirlitsmaður með þessum lið; fylgist með og skrái hvemig meðferð er háttað. Þá var hann rekinn á dyr, sagt að koma sér út. Ef hann hefði sagt „eftirlitsmað- ur með þessum lið æfíngarinnar" hefði þetta kannski ekki þróast eins og það gerði, en það er of seint séð. En þama bað ég sem sé um að hann kæmi inn. Hann kemur inn og ég segi honum að það sé eitthvað í köfunaræfingunni I Hvalfirði tóku þátt 9 kafarar og eftirlitsmaður með æfingunni. í lok hennar hafði einn kafaranna fyrirmæli frá skipu- leggjendum um að sýna einkenni köfunarveiki. Samkvæmt skipulagi æfíngarinnar átti aðeins að æfa við- brögð þeirra sem voru á staðnum í Hvalfirði. Mistök höfðu hins vegar átt sér stað á milli þeirra, sem skipu- lögðu æfínguna og þess, sem lék sjúklinginn og eftirlitsmannsins. Þeir héldu að haft hefði verið sambvand við Slysavarðstofu Borgarspítala og starfsmenn hennar um þetta mál fyrirfram. Stjómendur æfingarinnar vom beðnir um að hafa samband við Slysavarðstofu og láta vita af þessu „köfunarveikitilfelli". Stjómendur æfingarinnar höfðu samband við farið úr böndunum. Þá segir hann við hjúkrunarkonuna: Þetta er allt í lagi, hann má fara, þetta er hvort sem er búið. Hún vissi ekkert hvað hann var að meina og segir: Hvað er búið? Æfíngin er búin, segir Kjart- an, félagi minn. Henni brá greinilega mjög og spurði hvort við værum búnir að vera að hafa þau að fíflum allan þennan tíma.“ — Var það ekki einmitt það sem þið voruð að gera? „Það stóð alls ekki til, við héldum að þau vissu hvað væri á seyði," sagði Stefán Axelsson að lokum, „mér fínnst mjög leiðinlegt að þetta skyldi fara svona og datt aldrei i hug að þama væri misskilningur á ferð- inni.“ Slysavarðstofu og sögðu frá þessu tilfelli og þetta gæti orðið hluti af æfíngu sem þá væri í gangi. Þar sem um raunverulega köfun var að ræða og það hefði getað orðið köfunarslys kom ekki annað til greina en að hafa samband við Slysavarðstofuna. Starfsmenn Slysavarðstofu brugðuist vel og rétt við þessu til- felli. „Sjúklingurinn" vissi ekki annað en þetta væri gert í samvinnu við Slysavarðstofuna. Þeir sem stóðu að þessari æfíngu harma þessi mistök sem hafa átt sér stað á milli þeirra sem skipulögðu og tóku þátt í æfing- unni. Strax á laugardeginum, þegar ljóst var að þessi mistök höfðu átt sér stað var haft samband við Slysa- varðstofuna og beðist afsökunar á þessu og tryggt að atvik sem þetta endurtaki sig ekki. Stjórnendurnir vissu ekki um skipulagið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.