Morgunblaðið - 03.11.1987, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 03.11.1987, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1987 félk í fréttum jiht Óvinsœll skóladrengur með brotnar framtennur. BRUCE SPRINGSTEEN Sögnbrot af ömurlegri æsku Hinn þekkti og dáði tónlistar- maður, Bruce Springsteen hefur nýverið gefið út sína níundu plötu og af því tilefni tók Fólk í fréttum saman þennan greinarstúf um æsku oguppvaxtarár hans, sem voru hreint ekki merki þess sem koma skyldi. Brúsi er fæddur árið 1949 og er þvi 38 ára gamall. Faðir hans er af írsku bergi brotinn og móðir- in er ítölsk. Nafnið „Springsteen" er aftur á móti hollenskt og veit ekki nokkur maður hvemig það er tilkomið. Brúsi var ekki sérlega vinsæll í skóla og kennir hann þvi um að hann hafí „verið í leiðslu hálfa bamæsku sfna.“ Nunnumar sem kenndu honum í gagnfræða- skóla voru að minnsta kosti lítt hrifnar. Þegar Brúsi var ( níu ára bekk báðu þær bömin um að teikna Jesús, hann teiknaði Jesús kross- festan á gitar. Enda bmgðust þær ókvæða við; „Nunnan sem kenndi mér, tróð mér ofan f mslatunnu sem var undir borðinu hennar og sagði að þar ætti ég best heima," rifjar hann upp. Ekki batnaði ástandið þegar hann fór ( gagn- fræðaskóla, þvf þar afhentu samnemendur hans honum áskor- un þar sem hann var beðinn um að hætta í skóianum. Faðir hans var engu betri en samnemendur hans. Þegar Bítlatímabilið stóð sem hæst og allir vora með sítt hár, lenti vinur vor í mótorhjólaslysi. Á meðan hann lá allur brotinn og bramlaður heima fyrir, kallaði karl faðir hans til rakara bæjarins og lét klippa lubbann af syninum sem lá alger- lega hjálparlaus í rúminu. „Ég sagði pabba að ég hataði hann og að ég myndi aldrei gleyma þessu," segir Brace og glottir. Tónlistin átti hug hans allan en þegar hann sótti i fyrsta sinn um að komast í hljómsveit, var honum sagt að hundskast f burt og láta ekki sjá sig fyrr en hann kynni einhver lög. Sagan segir að sama kvöld hafi hann birst með heil sjö lög á takteinunum sem hann hafði lært eftir útvarpinu. Hann fékk inngöngu í hljómsveitina sem bar nafnið „Kastilíumar". Þeir spiluðu á hinum ólfklegustu og óvirðuleg- ustu stöðum svo sem sundlaugum og við opnun stórmarkaða. Hann yfírgaf hljómsveitina fljótlega og gekk f hveija þungarokkssveitina(I) á fætur annari áður en hann á endanum stofnaði E-strætis hljóm- sveitina. Brúsi slapp við þátttöku í Víet- namstríðinu á hinn lygilegasta hátt, því þegar hann komst að þvf að mótorhjólameiðsli hans dugðu ekki til þá sagðist hann vera kyn- villtur auk þess að vera snaróður. Hann hefði nefnilega orðið fyrir slæmu andlegu áfalli þegar hann sá föður sinn drepa önd í jólamat- inn og hann gæti þessvegna átt það til að að strádrepa liðsforingja og herforingja. Brúsi komst þó ekki alveg hjá stríðsátökum, þvf hann lenti í einkastrfði við seglbretti. Hafði hann mætt f hólkvfðum gallabuxum niður á strönd og tekið sér eina bunu á brettinu. Þá vildi hvorki betur né verr til en að risastór alda hvolfdi sér yfír hann og brettið með þeim afleiðingum að það skall á fésið hans og braut báðar fram- tennumar. En skammt undan lá frægðin í leynum. Brúsi á sínum yngri árum ásamt systur sinni Ginny og pápa gamla. ari Bandaríkjanna. KÓNGAFÓLK Karl Bretaprins skýtur lífvörð sinn - í fótinn Karl Bretaprins klappar hvutta sfnum. í baksýn er Balmoral kastal- inn og víðlendumar í kringum hann, en þar átti voðaskotið sér stað. að á ekki af Karli Breta- prinsi að ganga. Okkur berast fregnir af því að hjónaband hans sé í rúst, að kona hans vilji ekki læra frönsku og nú höfum við frétt að hann hafi skotið einn af lffvörðum sfnum í fótinn. Atvikið átti sér stað á óðals- setrinu Balmoral f skosku hálönd- unum. Þangað hafði Karl boðið nánum vinum sfnum og félögum og var ætlunin að fara á veiðar. Veiðimennimir sveimuðu um svæðið með stærðarinnar riffla og reyndu að koma auga á svo sem einn ref. Annars lagið skutu þeir upp í loftið, svona rétt til að minna á sig og það var ein- mitt þannig sem óhappið átti sér stað. Karl hafði ásamt lffverði sfnum ranglað aðeins frá hinum en þeg- ar hann heyrði skotin, brá honum svo illa að hann byijaði að skjóta í allar áttir. Skipti engum togum að lífvörður hans hneig niður með blóðið fossandi úr svöðusári á fætinum. Prinsinn varð auðvitað skelfingu lostinn og dró lífvörðinn upp í Range Rover bifreið sfna og flutti hann á næsta sjúkrahús þar sem var gert að sáram hans en þau reyndust ekki eins alvar- leg eins og fyrst leit út fyrir. Lffvörðurinn sem hefur verið í þjónustu hans hátignar f fímm ár er mikill húmoristi og lét sig ekki muna um að spauga örlítið þegar hann var útskrifaður af spítalanum; „Þetta er f fyrsta sinn á ferli mfnum sem er skotið á mig og ég þarf ekki að skjóta tilbaka." ÍTÖLSK NEKT Cicciolina ermörgum þyrnir í augum Hún Ilona Staller nektardansmær og þingkona, betur þekkt sem Cicciolina, á yfír höfði sér réttar- höld og þungan dóm fyrir lögbrot. Hún var á ferðinni í ísrael fyrir skömmu og hélt af því tilefni nekt- arsýningu þá er hún er fræg fyrir. En af einskærri fávisku áleit hún það sjálfsagt mál að halda sýning- una á laugardegi, enda flestir í fríi þann dag. Þessu vora heitttrúaðir gyðingar alls ekki sammála enda laugardagur hvldardagur sem halda skal heilagan hvað sem það kostar. Þeim er öll vinna og borgaraleg skemmtun þymir í augum, hvað þá sýning Cicciolinu sem særir sið- ferðiskennd þeirra alla daga. Því kærðu þeir hana fyrir að bijóta landslög og þarf hún að mæta fyrir rétt í landinu helga innan skamms. Einkaspæjari rabbínana í ísrael segir að sýning Cicci- olinu hafi verið fyrir neðan allar hellur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.