Morgunblaðið - 03.11.1987, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 03.11.1987, Blaðsíða 25
smiðju, yfírstjóm á ijárhag fyrir- tækisins, svo og bókhaldið. Allt fórst honum þetta vel úr hendi því að hann var útsjónarsamur og skjótráður til athafna og lét hlutina sjaldan vefjast fyrir sér. Nú þegar hann fellur frá svo skyndilega, langt um aldur fram, er skarð höggvið í Bókaútgáfu Menningarsjóðs, sem vandfyllt er. Fráfall hans er okkur, sem með honum störfuðu, mikið harmsefni. Þó að ég hætti sem formaður Menntamálaráðs haustið 1983, en átti þar enn sæti, hélt samstarf okkar Hrólfs áfram, eins og ekkert hefði ískorizt; hann sýndi mér fyllsta trúnað og bar undir mig málin sem áður, og mér var sönn ánægja að styðja hann og styrkja í starfí fyrir Menningarsjóð eftir því sem í mínu valdi stóð. Þessi áratugs samvinna leiddi til persónu- legrar vináttu okkar í milli, svo að þar skyggði ekkert á, þótt við vær- um í aðra röndina menn ólíkra sjónarmiða. En við áttum fleira, sem var sameiginlegt, en það sem skildi; a.m.k. átti Hrólfur þann eig- inleika til að bera í talsvert ríkum mæli, sem hlýtur að vera gulls ígildi, en það er manneskjulegt viðhorf til hlutanna, græskulaust og án allrar illkvittni. Hann var maður góðvilja, hlýju ogjafnaðargeðs, sem gott var að blanda geði við og eiga að vini. Margs er að minnast frá liðnum dögum, og ekki sízt kemur mér Hrólfur í hug sem góður félagi á ferðum um landið, þegar við léttum af okkur amstri daganna og leituð- um á vit lands og sögu, ásamt vinum okkar, skáldunum Hannesi Péturssyni og Helga Sæmundssyni. Ég veit að ég mæli fyrir munn okk- ar ferðafélaganna er ég tjái þakkl- átan hug í garðs Hrólfs fyrir ógleymanlega samfylgd á slíkum leiðum. Á skilnaðarstundu er ég Hrólfí Halldórssyni þakklátur fyrir ánægjulegt samstarf, svo og per- sónulega vináttu, sem ég mat mikils. Ég mun sakna hans og ein- lægt minnast hans, er ég heyri góðs drengs getið. Ég sendi konu hans, Halldóru, og dætrum þeirra þremur innilegar samúðarkveðjur frá mér og mínum. Einar Laxness Góður frændi okkar og vinur, Hrólfur Halldórsson, er látinn langt um aldur fram, og munum við systkinin sakna hans mikið. Við vorum ekki há í loftinu þeg- ar við vorum farin að hlakka til að heimsækja Hrólf og Halldóru, að ógleymdri Þóru frænku, á Hring- braut 106. Oft er að bömum fínnst þau afskipt í fullorðinna hópi, en sú tilfínning var ijarri okkur þegar Hrólfur var nálægur. Hann sýndi okkur einlægan áhuga, spurðist fyrir um hagi okkar og vina okkar, og var í engu að fínna að hann teldi sig hafa ómerkari félagsskap hjá okkur krökkunum en þeim full- orðnu sem viðstaddir voru. Seinna, þegar við vomm orðin fullorðin, kom það svo í ljós að þessi áhugi hafði aldrei verið nein upp- gerð, því oft hefur Hrólfur komið okkur á óvart með því að minnast atburða úr bemsku okkar af ná- kvæmni. Það reyndar einkenndi frábæra frásagnargáfu Hrólfs, hve minnugur hann var á tíma- og dag- MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 1987 25 setningar atburða hvort sem þeir töldust merkilegir eða ekki. í seinni tíð þegar við höfðum búið erlendis, upplifðum við hinn skemmtilega frásagnarstíl Hrólfs á nýjan hátt. í líflegum bréfum rakti hann gang mála heima á íslandi og skýrði þá gjaman hreinskilnis- lega frá skoðunum sínum á mönnum og málefnum. Hann fylgd- ist vel með öilum þjóðmálum og var áhugasamur um stjómmál. Þegar kosningar vom í nánd rifjaði hann upp í bréfum sínum löngu liðna kosningadaga þegar hann bauð okkur í ökuferðir ásamt Þóru frænku, og þau kepptust við að greina gangandi vegfarendur eftir stjómmálaflokkum. Þá trúðum við að Hrólfur þekkti ekki bara alla í bænum, heldur vissi hann líka flest um ættir þeirra. Kannski var það ekki fjarri sanni. Hrólfur var einstaklega bamgóð- ur maður og okkur er minnisstæð gleði hans þegar hann nýlega upp- lýsti að nú væri fyrsta bamabamið væntanlegt. Fáir hefðu borið afa- nafnbótina betur, en nú munu bamabömin ekki kynnast afa sínum nema af frásögn. Vonandi munu þau þó njóta fordæmis hans þegar fjölskyldan mun eiga sam- verustundir í framtíðinni. Okkur í fjölskyldunni fínnst miss- ir okkar mikill en hann er léttvægur miðað við missi þeirra Halldóru og dætranna Þóm, Siggu og Dóm litlu, sem sér nú á eftir pabba sínum aðeins tíu ára gömul. Við vottum þeim einlæga samúð okkar. Erna Einarsdóttir, Sigurður Einarsson. Þegar vinur minn Hrólfur Hall- dórsson er allur er mér orða vant að tjá söknuð minn, og ekki veit ég heldur hvemig lýsa mætti þeirri dýrmætu gjöf sem vinátta er. Þótt ekki sé nema áratugur síðan við kynntumst þá varð hann mér tryggur vinur, sem ætíð var hægt að leita ráða hjá og ræða hvaðeina sem á hugann sótti. Frá fyrstu stundu kynna okkar fannst mér ég hafa þekkt hann lengi. Oft er sagt, að sterkustu vináttuböndum tengist menn á unga aldri, en ég hefí feng- ið að reyna að á miðjum aldri getur slíkt einnig gerst. Þegar á reyndi og „flestir vom hvergi" rejmdist Hrólfur mér best. Oft gerði ég mér ferð í Næpuna, þetta höfðinglega hús, þar sem Hrólfur starfaði sem framkvæmda- stjóri Menningarsjóðs og Mennta- málaráðs. í því húsi lifír enn andblær landshöfðingjatímabilsins og það er eins og tíminn hægi þar örlítið á sér af því að fortíðin er svo nálæg. Ætíð vom móttökumar hin- Framhald á bls. 50-51. • Bláberja- • Aprikósu- • Brómberja- • Ananas- • Appelsínu- • Rifsberja- Heildsölubirgdir: !■ Þ.Marelsson Hjallavegi 27, 104 Reykjavik H" 91-37390 - 985-20676 Zl MIS VOKLK l'ilillí Y.WDLAI \ gefur þér tilefni til að breyta skammdeginu. Þú málar bara yfir það! HÖRPUSKIN ný innanhússmálning ^ með 10% gljástigi sem gerir hana áferðarfallega og auðvelda í þrifum. HÖRPUSKIN skaltu nota á herbergin og stofurnar. Hún er afar einföld í notkun og þekur mjög vel. HÖRPUSKIN fæst í 10 björtum staðallitum en litamöguleikarnir eru mun fleiri. Skiptu um lit á skammdeginu - með HÖRPUSKINI. HARPA lífinu lit.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.