Morgunblaðið - 08.11.1987, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1987
Jóhann Hjartarson
Ekkinógu
úthalds-
góður
— segir Jó-
hann Hjartar-
sonum
Invest-mótið í
Belgrad
JÓHANN Hjartarson, stór-
meistari i skák, kennir
úthaldsleysi nm það að bak-
slag kom í seglin hjá honum
á stórmóti Invest-bankans í
Belgrad eftir að hann hafði
unnið hverja skákina á fætur
annarri i byrjun mótsins.
„Fyrirfram hefði ég verið
ánægður með mína útkomu á
mótinu en stöðumar buðu upp
á annað. Ég var dálítið tauga-
spenntur, lék af mér og var
afskaplega ófarsæll um miðbik
mótsins. Einna erfiðastir viður-
eignar voru Timman og
Ljubojevic sem voru síðustu
andstæðingar mínir á mótinu.
Það er óvíst hvort ég fer á mót
fyrir áskorendamótið í Kanada,
ég var með mót á Ítalíu í huga
en það verður ekki haldið,"
sagði Jóhann.
Goðafoss
steytti
á skeri
GOÐAFOSS, frystiskip Eim-
skipafélags íslands, steytti á
skeri 70 mílur norður af Bergen
í Noregi síðdegis á föstudag.
Mikil dæld kom á endilangan
botn skipsins, en leki kom ekki að
því. Skipveijar náðu skipinu hjálp-
arlaust af stað aftur og sigidu til
Bergen. Engin slys urðu á mönnum.
HVATNING, HÓl. EÐA
H JÓM7
"C 4
í dag
P*r0imhlflíiib
EHrT6
sögupersónan ferðasí
. t < é i r. f.t r CM-íifviu.' yyA-'i'
BLAD C
Morgunblaðið/Sverrir
Úrslitin f formannskjörinu eru ljós og Ólafur Ragnar Grimsson og stuðningsmenn hans fagna sigri.
Guðrún Þorbergsdóttir, eiginkona Ólafs, óskar honum til hamingju.
Úrslitin sýna víðtæka samstöðu
- segir Ólafur Ragnar Grímsson
„ÉG ER mjög þakklátur fyrir
þann stuðning sem kom fram f
þessari afgerandi kosningu,"
sagði Ólafur Ragnar Grfmsson
nýkjörinn formaður Alþýðu-
bandalagsins eftir kosninguna.
„Þetta sýnir víðtæka samstöðu f
flokknum um nýja forustusveit og
það er ánægjulegt að finna að úr
öllum hlutum landsins kom stuðn-
ingur sem mun gera okkur kleift
NOKKUR brögð eru að því að
ýmiss konar vinnuvélar séu
keyrðar á umferðargötum. Vél-
amar eru ekki allar skráningar-
skyldar og því ber eigendum
ekki að tryggja þær, Ifkt og eig-
endur bifreiða verða að gera.
Vinnuvélaeigendur geta hins
vegar keypt fijálsa ábyrgðar-
tryggingu, en þar sem þeim er f
sjálfsvald sett hversu há sú
trygging er, er ekki vfst að hún
nægi valdi tæki þeirra tjóni, til
dæmis f árekstri.
Bifreiðaeftirlit ríkisins tekur
ákvörðun um hvemig skrá beri hin-
ar ýmsu vélar og tæki. Dráttarvélar
eru til dæmis skráningarskyldar og
því ber eigendum þeirra að tryggja
þær, lfkt og um bifreiðir sé að ræða.
Ef annars konar vinnuvélar eru
ekki taldar skráningarskyldar, þá
er tækið ekki hugsað sem ökutæki
og eigendum ber ekki skylda tii að
ábjrrgðartryggja það. Hins vegar
em nokkur brögð að því að tækjum
þessum sé ekið á umferðargötum
og dæmi em um að ökumenn þeirra
aki þeim til og frá vinnu á hveijum
degi.
Hreinn Bergsveinsson, deildar-
stjóri hjá Samvinnutryggingum,
sagði að þar sem vinnuvélar væm
mjög dýr tæki þá keyptu allflestir
eigendur þeirra tiyggingar. „Mun-
urinn á skyldutryggingu og ábyrgð-
artryggingu er sá, að sé um
skyldutryggingu að ræða þá ber
mönnum að tryggja fyrir ákveðna
upphæð," sagði Hreinn. „Hins veg-
ar er mönnum í sjálfsvald sett
hversu háa ábyrgðartryggingu þeir
kaupa ef vélar þeirra em ekki
skráningarskyldar. Því gæti sú
staða komið upp, að slík vél valdi
tjóni, til dæmis í árekstri, og trygg-
ingin nægi ekki til greiðslu á
tjóninu. Ég get ekki í svipinn nefnt
dæmi um slíkt, en það er ljóst að
mönnum ætti að vera skylt að
tryggja vélamar."
Om Henningsson, starfsmaður
að gera Alþýðubandalagið á ný
að sterku og sameinuðu afli f
íslenskum stjómmálum,“ sagði
Ólafur ennfremur.
Ólafur sagði að ekki væri nokkur
ástæða til að óttast klofning í flokkn-
um og hann hefði fundið á ferðum
sfnum um landið mjög ríkan vilja til
samstöðu sem hefði síðan endur-
speglast á landsfundinum.
Almennra trygginga, sagði að eng-
in vissa væri fyrir því að vinnuvélar
væm tryggðar. „Fyrir skömmu kom
hingað maður og tryggði gröfu, sem
hann hafði þá átt í tvær vikur,“
sagði Öm. „A þessum tveimur vik-
um hefði margt getað gerst og það
er ljóst að auðvitað á að vera
skyldutrygging á þessum tækjum."
Óli H. Þórðarson, framkvæmda-
stjóri Umferðarráðs, sagði að
auðvitað ætti enginn að vera með
ótryggðar vinnuvélar í umferðinni,
en reyndin væri hins vegar sú, að
hluti tækja, sem ekið er um götur,
væri ótryggður. „Fyrir utan hvað
það er hvimleitt að hafa þessi tæki
Siglingamálastofnun ríkisins
hefur gefið út leiðbeiningar til
skipstjóraarmanna um lestun og
flutning sfldar- og hrognatunna
úr tré. Ástæða þótti til að setja
þær vegna umræðna, sem urðu
fyrri hluta ársins um frágang
sfldartunna úr tré f farmskipum,
og með hliðsjón af athugunum
Siglingamálastofnunar rfkisins
og rannsóknamef ndar sjóslysa á
vepjum við frágang trétunna f
Iestum farmskipa. Leiðbeining-
arnar voru samdar af sérstakri
nefnd, sem skipuð var af sigl-
ingamálastjóra í lok júlfmánaðar,
og fyrir henni lágu upplýsingar
um röskun farms við flutning
trétunna í sex tilvikum á tímabil-
inu 1982 til 1987.
í leiðbeiningunum kemur meðal
annars fram að við lestun neðsta
lags skal nota hálsatré þannig að
Flokksforysta Alþýðubandalags-
ins hefur talað gegn Ólafi í kosninga-
baráttunni, og þannig hélt Hjörleifur
Guttormsson alþingismaður harð-
orða ræðu á landsfundinum á
laugardagsmorguninn. Um þetta
sagði Ólafur að það ánægjulega við
atburðarásina undanfamar vikur
væri að farið hefði fram mjög heiðar-
leg og hreinskilnisleg umraeða og það
sýndi lýðræðislegan styrk flokksins
að ræða slíkt fyrir opnum (jöldum.
f umferðinni þá getur_ það verið
mjög hættulegt," sagði Óli. „Ef slys
verða þá er auðvitað fáránlegt að
tækin séu með ófullnægjandi trygg-
ingu.“
Nú er unnið að því að semja
reglugerð um skráningu og skoðun
vinnuvéla. Karl Karlsson, starfs-
maður Vinnueftirlitsins, sagði að í
drögum að reglugerðinni væri ekki
minnst á tryggingar tækjanna. „Ég
get tekið undir það að það er með
ólíkindum að ekki skuli vera skylt
að tryggja þessar vélar,“ sagði
Karl. „Vonandi verður umræða um
þessi mál til að ýta við mönnum svo
þessu verði kippt í liðinn.“
tryggt sé að tunnur rambi ekki á
belgjum og ávallt skuli tryggt að
tunnur í neðsta lagi séu þétt saman
og aldrei ófyllt bil á milli þeirra eða
út við síður. Þá skuli ekki staflað
í meira en átta lög, botnar tunna
skuli vera stafréttir í lóðréttri stöðu
í fimm neðstu lögunum, áfyllingar-
tappar í tveim neðstu lögunum snúi
upp og stýfa verði við endana á
tunnunum þannig að þær geti ekki
gengið til langskips.
Einnig segir f leiðbeiningunum
að þar sem tanktoppar og millidekk
séu óvarin og úr stáli skulu þessir
dekkfletir gerðir stamir, hvort sem
það sé gert með tréklæðningu,
sandmálningu, svamplagi og svo
framvegis. Þá eru almennar leið-
beiningar varðandi siglingu með
tunnufarm, meðal annars að varast
skuli að sigla milli hafna með minna
en þijú lög af tunnum í hæð.
Hægt að snúa
sér að mál-
efnastarfi.
- segir Sigríður
Stefánsdóttir
„ÞETTA formannskjör er afstað-
ið og þá er hægt að snúa sér að
málefnastarfinu," sagði Sigríður
Stefánsdóttir, sem beið lægri hlut
í formannskjöri Alþýðubanda-
lagsins. „Ég held að það sé mjög
nauðsynlegt að flokkurinn vinni
nú vel á næstunni og komi sínum
málefnum betur á framfæri en
hingað til hefur tekist,“ sagði
Sigríður ennfremur.
Þegar Sigríður var spurð hvort
ýmis ummæli, sem fallið hefðu í
kosningabaráttunni af hálfu beggja
aðila, hefðu það í för með sér að
erfítt yrði að sameina flokkinn svar-
aði hún að það yrði að koma í ljós
á næstu vikum og mánuðum. Flokks-
fólkið vildi að flokkurinn sameinaðist
um málefnastarfið og hún sjálf
myndi leggja sig fram til að svo
mætti verða.
Sigríður sagði að það yrði að koma
í ljós hvort þessi úrslit hefðu áhrif á
hennar stuðningsmenn í flokksstarf-
inu sem framundan er. „Ég mun
vinna að þeim verkefnum sem ég hef
tekið að mér fyrir Alþýðubandalagið
hér eftir sem hingað til,“ sagði
Sigríður Stefánsdóttir.
Erfið lota
fyrir flokkiim
- segir Svavar Gestsson
„ÉG ER útaf fyrir sig ánægður
með að þessari lotu er lokið. Hún
hefur verið erfið fyrir flokkinn,“
sagði Svavar Gestsson fráfar-
andi formaður Alþýðubandalags-
ins þegar hann var spurður hvort
hann væri ánægður með niður-
stöðu formannskjörsins.
„Alþýðubandalagið er opnara en
nokkur annar íslenskur stjómmála-
flokkur," sagði Svavar síðan. „Hér
hafa blaða- og fréttamenn getað
fylgst með öllum umræðum og nið-
urstöðum svo þið vitið eins vel og
ég hvemig hlutimir hafa gengið
fyrir sig. Niðurstaðan liggur fyrir,
það er aðalatriðið, og nú er að fara
að vinna."
Svavar svaraði því neitandi hvort
hann óttaðist klofning og sagði að
Alþýðubandalagið klofnaði ekki og
slíkt hefði aldrei staðið til. Hann
sagðist heldur ekki vita til að nein-
ir myndu ganga úr flokknum eftir
þessa niðurstöðu formannskjörsins.
Páll Hjartarson, formaður nefnd-
arinnar, sagði í samtali við Morgun-
blaðið að leiðbeiningamar væru út
af fyrir sig engin nýmæli því þann-
ig hefði tunnum verið lestað áður
fyrr. Ifyrir nefndinni hefðu hins
vegar legið upplýsingar um röskun
farms við flutning trétunna í sex
tilvikum á árunum 1982 til 1987.
í þessum tilfellum hefði tjón verið
hverfandi lítið, en í þeim öllum
hefðu verið sambærilegar aðstæð-
ur, tunnur raskast í miklum hliðar-
veltingi sem benti til að frágangur
þeirra hefði ekki verið nógu góður.
Aðspurður sagði hann að ekkert
lægi fyrir um hvemig Suðurlands-
slysið í lok sSðasta árs hefði atvik-
ast, en þó hefðu myndir, sem teknar
vom af Suðurlandi skömmu fyrir
slysið, gefíð tilefni til að athuga
lestun og flutning síldartunna bet-
ur.
Ótryggðar viimu-
vélar í umferðinni
Siglingamálastofnun ríkisins:
Leiðbeiningar um lestun
og flutning á síldartunnum