Morgunblaðið - 08.11.1987, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 08.11.1987, Blaðsíða 56
_£iglýsinga- síminn er 2 24 80 JltarttiuiMfKfrife ^ SÍMI 689400 SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 55 KR. Mb. Grímsey sökk við Drangsnes: Skipstjórinn rétt slapp út um glugga GRÍMSEY ST n, vélbátur frá Drangsnesi, strandaði í Stein- grímsfirði á föstudagskvöld. Þegar reynt var að draga bátinn á flot snerist hann, lagðist á hlið og sökk. Skipstjórinn var þá í stýrishúsinu, en tókst með naum- indum að koma sér út um glugga og var bjargað um borð S annan bát. Tveir aðrir voru á Grímsey og var þeim einnig bjargað. Friðgeir Höskuldsson, skipstjóri á Grímsey, sagði að um kl. 21.30 á föstudagskvöld hefðu skipveijar lokið við að landa á Drangsnesi og siglt inn Steingrímsijörð, að hafnar- lægi í Skipavík, sem er um IV2 sjómílu innar í firðinum. „Það er ekki nema um 10 mínútna sigling að hafnarlæginu og við vorum rétt lagðir af stað þegar óhappið varð,“ sagði Friðgeir. „Eg tel líklegast að sjálfstýring bátsins hafi slegið út, svo hann beygði smám saman og lenti loks á svokölluðum Fiskines- boða. Við kölluðum strax á báta til aðstoðar og Gunnvör frá Drangs- nesi og Donna frá Hólmavík komu til hjálpar innan tíðar. Þá var reynt að draga Grímsey á flot, en eitt- hvað hefur farið úrskeiðis svo báturinn snerist, lagðist á hliðina og hann tók að sökkva. Við höfðum ekki sett björgunarbát á flot, því enginn átti von á þessu." Friðgeir var í stýrishúsi þegar báturinn sökk. „Sjórinn fossaði inn og ég reyndi strax að komast út um glugga. Það tókst ágætlega og félagar mínir tveir voru þá þegar komnir um borð í annan aðstoðar- bátinn. Auðvitað var þetta mjög óskemmtileg reynsla, en hún fælir mig ekki frá því að fara aftur á sjó, enda er sjómennskan mitt ævi- starf. Það fór allt vel og miklu skipti að ekkert var að veðri." Grímsey er 30 tonna bátur, smíðaður á Skagaströnd árið 1973. Friðgeir Höskuldsson hefur átt hann frá 1981. Hann sagði að kann- að yrði hvort hægt væri að bjarga bátnum, en skutur hans situr enn fastur á boðanum. Hægt að selja 50-60 þús. tonn af flatfiski MJÖG GÓÐIR möguleikar eru fyrir íslendinga að selja ýmsar tegundir flatfisks í Hollandi sam- kvæmt úttekt sem gerð hefur verið á vegum íslandsdeildar hol- Baksveifla Flugleiða með lækkun dollarans LÆKKUN dollarans hefur haft veruleg áhrif til hins verra á rekstur Flugleiða. Björn Theó- dórsson, framkvæmdasfjóri fjármálasviðs Flugleiða, segir að þessi þróun þýði verulega bak- sveiflu fyrir fyrirtækið þar sem kostnaður innanlands hækkar jafnt og þétt í verðbólgunni um leið og 10% minna fæst fyrir dollarann nú en í byrjun ársins. Bjöm sagði að mikið af tekjum Flugleiða kæmi inn í dollurum og hluta af þeim þyrfti að nota til að borga kostnað hér innanlands sem farið hefði ört hækkandi um leið og færri krónur hefðu fengist fyrir doll- ara. „Það hefur verið þannig að bæði Flugleiðir og iðnaðurinn hafa átt á brattann að sækja þegar vel gengur í sjávarútvegi, því gengið fylgir hon- um svo fast eftir. Einnig hefur þetta markaðsleg áhrif, þannig að dýrara verður fyrir Bandarflqamenn að fara til Evrópu þótt á móti komi að hag- kvæmara verði fyrir Evrópubúa að fara til Bandaríkjanna," sagði Bjöm. Bjöm sagði að lækkun dollarans hefði ekki mikil áhrif á raunverð eldsneytis sem Flugleiðir kaupa, því verðið í dollurum væri hærra en á síðasta ári og Flugleiðir kaupa mest af eldsneyti erlendis fyrir dollara. Ienska verslunarráðsins i Arn- heim. Þetta eru tegundir sem ekki eru nýttar hér á landi eins og sandkoli, skrápflúra, langlúra, stórkjafta, sandhverfa og fleiri tegundir. í samtali við Morgunblaðið sagði Eggert Kjartansson, sem gerði þessa úttekt, að markaður væri fyrir um 50-60 þúsund lestir á ári fyrir þenn- an físk í Hollandi. „í sjónum við ísland synda um það bil 60 þúsund tönn af þessum tegundum og eins og einn Hollendingur sagði við mig eru íslendingar með eitt stærsta elli- heimili flatfísktegunda í Norður- Atlantshafí, því þessir fískar verða allir ellidauðir þar,“ sagði Eggert. Eggert sagði að öll fískvinnslufyr- irtæki Hollands væm tilbúin til að kaupa þennan fisk á allt að 30 krón- ur kílóið á hafnarbakka á íslandi. Alþýðubandalagið: Morgunblaðið/Ámi Sæberg Farartálmi brúaður Úr Hagavatni sunnan Langjökuls rennur á, sem á fyrsta tilverustigi sínu gengur undir nafninu Farið. Farið var brúað af Ferðafélagsmönnum árið 1984 og síðan þá hafa menn getað gengið frá Þingvöllum norður í land án mikilla hindr- ana af völdum vatnsfalla. Ólafur Ragnar kosinn for- maður með 60% atkvæða ÓLAFUR Ragnar Grímsson vann sigur í formannskjöri Alþýðu- bandalagsins á landsfundi flokks- ins í gær. Ólafur fékk 221 atkvæði af 370 eða 59,5% atkvæða, en mótframbjóðandi hans, Sigríður Stefánsdóttir, hlaut 144 atkvæði eða 38,9%. Báðir frambjóðend- urnir lögðu á það áherslu í ræðum, sem þeir fluttu eftir að úrslitin voru kunn, að flokkurinn sameinaðist um úrslitin. Nokkuð kom á óvart hve atkvæða- munurinn var mikill en fyrirfram þorði enginn að spá með öryggi um úrslitin. Ýmsir fundarmenn töldu að það hefði haft úrslitaþýðingu að 98 af 100 aðalfulltrúum Alþýðubanda- lagsins í Reykjavík notuðu atkvæðis- rétt sinn en fyrirfram var búist við að Ólafur Ragnar ætti þar stuðning vísan frá flestum. Raddir voru einnig um það á fundinum að ræða, sem Hjörleifur Guttormsson alþingismað- ur hélt á laugardagsmorgun, þar sem hann tálaði mjög harkalega gegn Ólafí Ragnari, hefði haft öfug áhrif og hugsanlega snúið einhveijum á band Ölafs. Báðir frambjóðendur og Svavar Gestsson fráfarandi formaður Al- þýðubandalagsins lögðu á það áherslu í ræðum eftir úrslitin að flokkurinn kæmi sameinaður af landsfundinum. Ólafur Ragnar sagði að Alþýðubandalagið ætti að senda þau skilaboð til þjóðarinnar að það væri mætt til leiks á ný, sameinað og staðráðið í því að verða ráðandi afl í umsköpun íslensks þjóðfélags. Sigrfður skoraði á alla landsfundar- fulltrúa að vinna saman að nýrri framfarasókn, og Svavar sagðist vona að þessi niðurstaða yrði til þess að styrkja og efla flokkinn. Sjá viðtöl á bls. 2.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.