Morgunblaðið - 08.11.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.11.1987, Blaðsíða 1
120 SÍÐUR B/C STOFNAÐ 1913 254. tbl. 75. árg. SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1987 Prentsmiðja Morgunblaðsins Byltingarhátíð í Sovétríkjunum: Valdamenn boða aukna vígvæðingu Moskvu, Reuter. 70 ár voru í gær liðin frá bylt- ingu kommúnista í Rússlandi. Var þess að veiyu minnst með hátíðlegum hætti og mikilli her- sýningu á Rauða torginu í Moskvu. Dmitiri Yazov, varnar- málaráðherra Sovétríkjanna, sagði í ræðu að ríki Vesturlanda vildu tryggja sér yfirburði á sviði vígbúnaðarmála. Yazov sagði að herafli Sovétríkj- anna væri á varðbergi gagnvart „sérhverri ógnun“. „Yfírvöld hafa gripið til viðeigandi ráðstafana til að efla herafla landsins til að tryggja að ekki verði reynt að raska friðsamlegu lífí okkar," sagði hann. Kvað hann fyrirhugað- an fund leiðtoga risaveldanna í Bandaríkjunum í næsta mánuði mjög mikilvægan en bætti við að „afturhaldssamir heimsvalda- sinnar“ freistuðu þess enn að tryggja yfírburði sína á sviði vígbúnaðarmála. Voru orð vamar- málaráðherrans túlkuð á þann veg að með þessu væri hann hann að veitast að geimvamaráætlun Bandaríkjastjómar. Á leiðtogafundinum í Banda- ríkjunum munu þeir Ronald Reagan Bandaríkjaforseti og Mik- hail S. Gorbachev Sovétleiðtogi ræða ágreining ríkjanna varðandi túlkun ABM-sáttmálans um tak- markanir gagneldflaugakerfa sem Sovétmenn segja að taki fyrir bein- ar tilraunir með geimvopn. Að auki verður fækkun langdrægra Iqamorkueldflauga til umræðu en á fundinum í Reykjavík á síðasta ári náðu leiðtogamir munnlegu samkomulagi um að stefna að helmings fækkun þeirra. Sjá ennfremur „Skuggi Stalíns" á bls. 52. Bandaríkin: Hvelja Ginsburg til að draga sig í hlé Washington, Reuter. RÁÐHERRA i stjórn Ronalds Reagan Bandaríkjaforseta hefur hvatt Douglas Ginsburg, sem út- nefndur hefur verið til embættís dómara í hæstaréttí Banda- rikjanna, til að draga sig í hlé og lýsa yfir þvi að _hann óski ekki eftir þvi starfi. Ástæðan er sú að Ginsburg skýi-ði frá þvf á föstudag að hann hefði neytt fikniefnisins marijuana á yngri árum. William Bennett, menntamála- Nicaragua: Kontra-skæruliðar ast á vopnahlésviðræður fall- Mexfkóborg, Miami, Managua, Reuter. LEIÐTOGAR kontra-skæruliða í Nicaragua hafa fallist á að eiga viðræður við stjórnvöld um hvemig koma megi á vopnahléi í landinu. Daniel Ortega, forseti Nicaragua, lagði tíl, að Miguel Obando y Bravo kardináli yrði milligöngumaður i viðræðunum og samþykktu leiðtogar skæra- liða það á aðfaranótt laugardags. Talið er að með þessu hafi nokk- uð aukist líkur á þvi að friðar- áætlun Oscars Arias, forseta Costa Rica og handhafa friðar- verðlauna Nóbels, nái fram að ganga. „Við höfum fallist á viðræðumar og viljum hefja þær sem fyrst," sagði Adolfo Calero, einn sex leið- toga samtaka skæruliða, sem nefnast „Andspymuhreyfíng Nic- aragua". Calero gagnrýndi á hinn bóginn stjóm sandinista fyrir að neita að sleppa öllum pólitískum föngum í landinu lausum og aflétta neyðarlögum. Daniel Ortega til- kynnti á föstudag að 1.000 pólitísk- um föngum yrði veitt frelsi, en leiðtogar kontra-skæruliða telja að 15.000 manns dvelji innan fangels- ismúra í Nicaragua vegna stjóm- málaskoðana sinna. Segja þeir þetta vera í ósamræmi við friðaráætlun Oscars Arias sem miðar að því að koma á vopnahléi í þremur ríkjum Mið-Ameríku; Nicaragua, E1 Salvador og Guatemala. Þá vilja skæruliðar að viðræðumar verði ekki eingöngu bundnar við vopna- hlé heldur verði einnig tekið á pólitískum deilumálum. „Það er frá- leit skoðun að unnt sé að semja um vopnahlé án þess að ræða hina stjómmálalegu hlið máisins," sagði Adolfo Calero. Miguel Obando y Bravo kardín- áli hefur gagnrýnt stjóm sandinista harðlega og fognuðu leiðtogar skæmliða því, að Ortega hefði út- nefnt hann til að gegna starfí málamiðlara í viðræðunum. Sagði Calero hann vera einstakan mann og unnanda frelsis og lýðræðis. Friðaráætlun Arias forseta gekk í gildi á fímmtudagskvöld og rann þar með út sá frestur sem stríðandi fylkingum í löndunum þremur hafði verið settur til að hefja vopnahlés- viðræður. ráðherra Bandaríkjanna, skoraði í gær á Ginsburg að draga sig í hlé sökum þessa máls. Skýrði Bennett Reagan forseta frá því að hann hygðist gera þetta og sagði ónafn- greindur embættismaður að forset- inn hefði ekki lagst gegn því. „Forsetinn hvorki hvatti né latti Bennett til að koma þessari áskomn á framfæri," sagði embættismaður- inn. í fréttum bandarísku sjón- varpsstöðvarinnar CBS var hins vegar fullyrt, að Reagan hefði sam- þykkt að þrýst yrði á Ginsburg um að draga sig í hlé. Þingmenn þurfa að staðfesta þá ákvörðun Reagans, að velja Ginsburg til starfans og hefur verið ákveðið að hann svari spumingum dómsmálanefndar öld- ungadeildarinnar í næsta mánuði. Ginsburg sagði á föstudag að hann hefði neytt marijuana nokkr- um sinnum á sjöunda og áttunda áratugnum. Reagan forseti sagði að þetta breytti engu um hæfni Ginsburgs til að gegna starfí hæsta- réttardómara. Ginsburg hefði aldrei verið eiturþræll heldur hefði hann freistast til þess að prófa að neyta fíkniefna líkt og margt ungt fólk á þessum tíma. UNESCO: Mayor var kosinn París, Reuter. SPÁNYERJINN Frederico Mayor var í gær kjörinn framkvæmda- stjóri Menningarmálastof nunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO). Allsherjarþing UNESCO staðfesti þar með þá ákvörðun framkvæmda- stjómarinnar að mæla með Mayor. í atkvæðagreiðslunni í gær hlaut May- or 142 atkvæði, er. sjö ríki greiddu atkvæði gegn honum. Eftir harðvít- ugar deilur í framkvæmdanefndinni náðist um það samstaða ! síðasta mánuði að tilnefna Mayor til embætt- is framkvæmdastjóra UNESCO og tekur hann við stöðunni af Senegal- búanum M’Bow, sem sóttist eftir endurkjöri, en var hafnað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.