Morgunblaðið - 08.11.1987, Blaðsíða 54
54
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1987
taldi sig alltaf utanveltu í miðstjórn
Leníns."
Félagsfræðingurinn Vladimir
Shubkin sagði í málgagni rithöfun-
dasambandsins, Znamya, að
S*- „ótrúlegur skortur og harðrétti"
hefði ríkt á árunum þegar smá-
bændum var smalað í samyrkjubú-
in. Rithöfundurinn Anatoli Rybakov
beinir athyglinni • að ógnarstjóm
Stalíns og varanlegum áhrifum
hennar á þjóðfélagið í skáldsögunni
„Bömin í Arbat“ og það gera einn-
ig sagnfræðingar með rannsóknum,
sem þeir hafa skýrt frá.
Yuri Afanasyev, einn helzti
hvatamaður heiðarlegrar sagn-
fræði, gefur í skyn að dæmi vest-
rænna höfunda að ógnarstjómin
, hafi fremur stafað af „innbyggðurm
veikleika" í „kerfínu" en vitfírringu
Stalíns. Hann sagði í viðtali við
Sovetskaya Kultura: „Erfítt er að
trúa yfirlýsingum um að kúgun
flölda heiðvirðra sovézkra borgara
á flórða áratugnum hafi verið eins
konar mistök. Ég tel að kominn sé
tími til að rannsaka öll þessi margsl-
ungnu vandamál, sem tengjast
dýrkuninni á Stalín, á raunhæfan
hátt.“ Hjá sumum, sem taka þátt
í þessum umræðum, er viðkvæðið:
„Líf okkar er reist á lygi“.
Minna hefur verið verið íjallað
um Krúsjeff en Stalín, en þó er
nafn han° á allra vömm nú. Þótt
Krúsjeff afhjúpaði glæpi Stalíns í
hinni frægu „leyniræðu" sinni 1956
lagði hann mesta áherzlu á lamandi
áhrif hans á fiokkinn, en hann er
ekki gleymdur. Georgi L. Smimov,
forstöðumaður marx-lenínisma-
stofnunar miðstjómarinnar, gaf í
skyn í vor að hnignun í félags- og
efnahagsmálum síðustu áraygi
hefði hafízt með brottvikningu
Krúsjeffs 1964. Um sviptingamar
þá sagði Smimov: „Leiðtogar
flokksins gerðu ráðstafanir, sem
beindust aðallega gegn lýðræðis-
^ þróun í flokknum og ríkisapparat-
inu.“ í afmælisræðunni minntist
Gorbachev einnig á hnignun Brez-
hnev-áranna, en fór varlega í
sakimar, enda stutt um liðið og
málið viðkvæmt og mörgum skylt.
Andstaða
Gagnrýnin á stjóm Stalíns hefur
mætt harðri andstöðu. í bréfí til
blaðsins Moskva sakaði sagnfræð-
ingurinn Anatoli Borisov starfs-
bóður sinn Afanasyev um að ræða
mál, sem hann hefði ekkert vit á,
og „gerast leiksoppur borgaralegr-
ar sagnaritunar." Hörðustu við-
brögðin hafa komið frá hugm}mda-
fræðingnum Ligachev, sem hefur
stjómað andróðrinum. Hann vill
benda á bjartar hliðar og sagði
nýlega: „Á fjórða áratugnum ko-
must við í annað sæti iðnfram-
leiðsluríkja og náðum lengra en
dæmi em til í menningu, menntun,
bókmenntum og listum!"
Pravda og fleiri blöð og tímarit
hafa hlýtt kalli Ligachevs og hvatt
til jafnvægis“ í umflöllun um
Stalínstímannn. Að þeirra mati
skiptast íbúar Sovétríkjanna í tvær
álíka stórar fylkingar í afstöðunni
, til Stalíns. Æ meiri áherzla er lögð
á að fínna Jákvæð atriði" til að
fýlla í eyður sögunnar, en óvissa
rikir um hvað tína eigi til og risið
hafa deilur um hvort yfírleitt sé
viðeigandi að grannskoða liðna tíð.
Lenín er enn hálfguð og ekkert
bendir til þess að það breytist.
Aukinn söguáhugi, nýjar rannsókn-
ir og umræður um fortíðina hafa
ekki vakið áhuga á breyttum stjóm-
arháttum. Til dæmis hefur ekki
komið til tals að leggja niður kerfí
risatórra ríkisbúa, sem hafa lamað
sovézkan landbúnað. Nýtt mat á
fortíðinni er viðkvæmt mál og tak-
mörk eru fyrir því hvað hægt er
að segja og gera. Rétt kann að
vera að slíkt endurmat sé forsenda
frekari breytinga, en Gorbachev er
bundinn í báða skó og fer að öllu
með gát, því að hann vill halda
völdunum.
GH
í Chevrolet Blazer S-10 árgerð '85 (ekinn 10 þús. mílur), M. Ferguson MF 50 B traktorsgröfu
árgerð ’81, Ford vörubifreið D-0910 árgerð 75, ásamt öðrum bifreiðum, er verða sýndar á Grens-
ásvegi 9 þriðjudaginn 10. nóvember kl. 12-15.
Tilboðin verða opnuð á sama stað.
SALA VARNARLIÐSEIGNA.
STORMFUGLAR
ný ljóðabók eftir
Birgi S. Símonarson
Fæst í helstu bókaverslunum eða póstsend.
Hringið í síma 91-53774.
ALlT
ÁHREINU
MEÐ
OTDK
VASAÚTVARP...
ótrúlega nœmt
og öflugt
vasa-
tvarp
ó acfeins
1.980,- krónur
SKIPHOLTI 19
SÍMI 29800
POTT-
ÞETTAR
PERUR
AGOÐU
Allar RING bílaperur
bera merkið (D
sem þýðir að þœr
uppfylla ýtrustu
gæðakröfur E.B.E.
RING bílaperurnar
fást á bensínstöðvum
Skeljungs