Morgunblaðið - 08.11.1987, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 08.11.1987, Blaðsíða 34
se 34 T8cr HaaMavöM .8 huoacitjmmus .aiGAjaviuoHOM MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1987 IÐNTÆKNISTOFNUN Strikamerki á umbúðir Auglýsingateiknarar, prentarar, framleiðslustjórar, um- búðaframleiðendur og verslunarmenn! Hálfs dags námskeið í notkun strikamerkja á umbúðir. Efni: Hvað er strikamerki? Notkun, staðsetning á umbúð- um, stærðir, prentun, kostir strikamerkja, eftirlit. Staður/tími. Iðntæknistofnun íslands Keldnaholti, fimmtudaginn 12. nóvember kl. 13.00-18.00. Skráning í síma 687000. Takmarkaður fjöldi. Verðkr.3900. Leiðbeinandi: Haukur Alfreðsson. Fylgstu með - Kynntu þér strikamerki. ITÍ REKSTRARTÆKNIDEILD. PÖNTUNARLISTINN Síðustu móttökudagar pantana sem á að afgreiða fyrir jól eru 20.-25.nóvember. GERIÐ VERDSAMANBURÐ Gengi 28.09 ’87. Pils kr. 433.- Buxurkr. 693.- Vendipeysa kr. 867. B.MAGNUSSON HÓLSHRAUNI 2-SÍMI 5 2866-PÓST H Ó L F 410 HAFNARFIRDI Frákr.433. 7 X /Jt * Pantið tímanlega fyrir jól Disneylaiid aðrísa íEvrópu AUar stórborgir sækjast eftir því að hafa skemmtigarð innan borgarlandsins, í þeim tilgangi að fá þarmeð fjárhagslega og efnahagslega vitamínssprautu og skapa um leið atvinnutæki- færi. Margir eru kallaðir en fáir útvaldir. Skilyrðin fyrir skemmtigarði sem stendur undir nafni eru dálítið snúin. Ekki þykir eftirsóknarvert að koma skemmtigarði fyrir í stijálbýlu svæði og í fjarlægð frá aðalsamsönguæðum, þvi þá er hætta á að vanti það sem við á að éta, þ.e. almenning, viðskiptavinina. Sá skemmtigarð- ur, sem nú er mest umtalaður, er nýa Disney- land, sem er að rísa í Mame-la- Vallée í útjarðri Parísarborgar. Að honum stendur bandariska Walt Disney fyrirtækið í samvinnu við franska fjárfestingaraðila. Þetta á að verða skemmtigarður að fransk-gerðri fyrirmynd Di- sneylands, í þá veru sem slíkir garðar eru í Kalifomíu, Flórida og Japan. Vegna væntanlegra viðskipta og gróða til hagsbóta fyrir um- hverfíð, upphófst hörð samkeppni um Disneyland milli ýmissa borga í Frakklandi og einnig milli Frakka og Spánverja. Staðarvalið í Mame-la-Vallée varð að lokum ofan á vegna nálægðarinnar við sjálfa Parísarborg og við Roissy- flugvöllinn, auk þess sem hrað- brautin til Belgíu og Þýskalands liggur ekki fjarri. Þetta býður upp á miklu meiri nýtingu og aðsókn. Samningaumraeður milli Frakka og Bandaríkjamanna hafa þó reynst erfíðar og langdregnar. Þar á meðal samningamir um lengingu á neðanjarðarbrautar- kerfínu frá París að staðnum. FLeiri myndasögu- hetjur fá garða Útivistarsvæðum og skemmti- görðum fjölgar mjög ört i Frakk- landi og tengjast þar víða franskir og bandarískir fjárfestingaraðilar. Fjárfestingin er áætluð margir milljarðar franka. En þama er um að ræða nýtt aðdráttarafl fyrir ferðamenn og mun samkvæmt áætlunum skila sér vel. Af sömu rótum eru í gangi fleiri framkvæmdir, þó ekki séu þær eins stórar og dýrar og Di- sneyland. Má þar nefna vatns- garðana sem fjölgar stöðugt, t.d. í Cap’Adge og Nissa við Miðjarð- arhafíð, Le Touquet við Ermar- sund o.s.frv. Þá má nefna „Nýja strumpaheiminn" í Hagondange í Lotringen héraði sem á að kosta 2,5-3 milljónir franka og verða lyftistöng þessu héraði sem á í vök að verjast. Að því stánda bankar, flugfélög, veitingakeðjur og verktakar. Þá má nefna meðal framkvæmda af þessu tagi Fut- uroscope svokallað, sem á að sýna í Mið-Frakklandi tækniundur framtíðarinnar, Mirapolis í Cergy-Pontoise skammt frá París, sem mun túlka þjóðsögur og æfin- týri frá allri Evrópu og sérstak- lega Frakklandi, Jules-Vemes garðinn í Amiens, sem á tiltölu- lega látlausan hátt túlkar Æfín- týraeyjuna og loks munu Paribas fjárfetingarfélagið, UAP trygg- ingarfélagið, Accor hótelkeðjan og Barcleysa banki tryggja fjár- magn í skemmtigarðinn um teiknimyndahetjuna Ástrík. Marne la vallée Mikki Mús i heimsókn í Marne la Vallée í útjaðri Parisarborgar, þar sem hafnar eru framkvæmdir við nýtt Disneyland, sem reikn- að er með að dragi að 10 miljjón gesti á ári eftir 5 ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.