Morgunblaðið - 08.11.1987, Blaðsíða 46
f
46 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1987 ;|
Hús Málningar hf. brann og
varð að ...
ÞEIR menn finnast sem hafa þá reglu
að setja svartan kross á dagatalið við
dagsetninguna þréttán, einkum og sér í
lagi ef hana ber upp á mánudag. Eigend-
ur, stjórnendur og starfsmenn fyrirtækis-
ins Málningar hf. hafa fyllstu ástæðu til
að hafa ótrú á mánudeginum þrettánda.
Mánudaginn þrettánda júlí síðastliðinn
brann verksmiðja Málningar hf. á Mar-
bakkabraut 21 í Kópavogi til kaldra kola
og nam tjónið fast að áttatíu milljónum.
Morgunblaðið/Bjami
Ekki hægt
að hætta þegar
sólin skín
— segir Stefán J. Guðjohnsen framkvæmdas^óri Málningar hf.
Morgunblaðið/Sverrir
... ijúkandi rústum.
ramkvæmdastjóri
fyrirtækisins,
Stefán J. Guðjo-
hnsen, var að
vonum sleginn
óhug. í samtali
við Morgunblaðið
þennan óheilla-
dag sagði hann: „Við byggjum
þetta ekki upp. Þetta er allt ónýtt.
Ég veit ekki hvert framhaldið
verður. Það er fyrirsjáanleg fram-
leiðslustöðvun um óákveðinn
tíma.“
Framleiðslustöðvunin var þó
ekki löng, brunarústimar voru
varia kólnaðar þegar framleiðslan
var aftur komin í gang; þremur
dögum síðar byrjuðu þeir hjá
Málningu hf. að blanda aftur
málninguna. — Og nú tæpum fjór-
um mánuðum síðar fréttir
Morgunblaðið að þeir séu að kom-
ast á fullt skrið við framleiðsluna
í nýju húsnæði á Funahöfða 9.
Stefán J. Guðjohnsen var inntur
eftir því hvemig þetta væri hægt?
Gíslína, Mæja og
Solla björgnðust
Nú slasaðist enginn í brunanum
hjá Málningu hf.; þannig að næsta
spuming sem kemur upp í hugann
er, hvað gerðist, hvemig kviknaði
í? „Svo er forsjóninni fyrir að
þakka að enginn slasaðist en elds-
upptökin er enn óljós því málið er
ennþá í rannsókn hjá viðkomandi
yfírvöldum."
Næsta spuming sem mönnum
dettur yfírleitt í hug er, hveinig
eru tryggingamar? „Það er ekki
hægt að tryggja sig fyrir öllu en
tryggingamálin voru samt í sæmi-
legu lagi hjá okkur. Húsið var
tryggt hjá Brunabótafélaginu og
innbúið hjá Almennum trygging-
um og síðast en ekki síst höfðum
við rekstrarstöðvunartiyggingu
hjá Almennum tryggingum en það
fer ekki hjá því að þetta var samt
gríðarlegt fjárhagslegt áfall. Það
kostar sitt að kaupa allt nýtt.“
Þið voruð komnir í gang eftir
þrjá daga; þá hefur varla allt
brunnið? „Nei, vélasamstæður
þijár, þær Solla, Mæja og Gíslína
eins og við köllum þær, lentu í
eldinum en þær sluppu að mestu
óskemmdar því slökkviliðið
sprautaði stöðugt yfír þær og eina
nýja vél áttum við á hafnarbakk-
anum. Við þurftum að fá nýjar
reimar og vinda upp mótorana.
Hvað snertir blessaðar vélasam-
stæðumar vorum við heppnir."
Hófuð þið framleiðsluna aftur í
brunarústunum í Kópavogi? „Nán-
ast, við vorum með framleiðsluna
í skúr á lóðinni við Marbakka-
braut. Þetta var ekki mikið magn,
minna en helmingur af framleiðsl-
unni eins og hún hafði verið áður.
Við vomm líka svo heppnir að
hafa söiulagerinn okkar á Lyng-
hálsi 2, en hann er tólf þúsund
fermetrar. Þar gátum við innrétt-
að ffamleiðslusal í austurenda
hússins."
Ekki hægl að hætta
Þrátt fyrir bráðabirgðaaðstöð-
una á Lynghálsi hefur dregið úr
framleiðslunni? „Já, heldur betur.
Júnímánuður var reyndar met-
mánuður hjá okkur; framleiðslan
var fímmtíu prósentum yfír meðal-
lagi en í júlí féll hún niður í sextíu
prósent af meðalframleiðslu og
síðan hefur hún verið svona sjötíu
til áttatíu prósent. Þessi bruni kom
á versta tíma um sumarið þegar
salan í utanhúsmálningu er í toppi
en það er ekki hægt að hætta
þegar sólin skín. Við áttum að
vísu þriggja vikna framleiðslu á
lager en einnig urðum við að láta
aðra aðila framleiða málningu fyr-
ir okkur. Ef viðskiptavinurinn fær
ekki vöruna þegar hann vantar
hana fer hann annað.
Einmitt þessa dagana eruð þið
að flytja í nýtt húsnæði á Funa-
höfða. Kom ekki til greina að halda
áfram á gamla staðnum eða á
Lynghálsi þar sem birgðageymsl-
umar eru? „Nei, okkar starfsemi
þarf mikið rými, húsnæðið á Mar-
bakkabraut var gjörónýtt og satt
best að segja er það umdeilanlegt
hvort málningarframleiðsla eigi
heima í íbúðabyggð eins og þama
er. Það var ekki hægt lengur að
bjóða starfsfólkinu upp á þann
aðbúnað sem það hefur mátt þola.
Það er alveg ótrúlegt hvað starfs-
menn hafa sýnt mikla tryggð og
dugnað við þessar aðstæður. Þeir
hafa oft á tíðum unnið undir beru
lofti, en þetta gekk engan veginn
til lengdar og veðrið fór að versna.
Við urðum að komast strax undir
þak. Við keyptum húsið héma á
Funahöfða 9, það er að vísu bara
tólf hundmð fermetrar en á Mar-
bakkabraut vorum við með tvö
þúsund. En á móti þessu vegur
að lofthæðin er hærri hér á Funa-
höfða. Auk þessa leigjum við húsið
við hliðina, Funahöfða 7, fyrir
skrifstofuna og rannsóknarstof-
una.“
Má Morgunblaðið vera svo
djarft að spyija, hvort viðskipta-
vinir Málningar hf. hafí hnotið um
hið nýja heimilisfang fyrirtækisins
á „Funahöfða"? „Eldur og funi.
Óneitanlega hafa vinir og kunn-